Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 8

Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 8
8 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24. mars, skírdagur 21.00 Kvöldmessa í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. 25. mars, föstudagurinn langi 10.00 Á slóðum Skaftárelda, í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Inngangur: Jón Helgason. Erindi: Hvenær gerir skaparinn kraftaverk? Pétur Pétursson prófessor. Upplestur úr Eldritinu og sögum Jóns Trausta; Jóna Sigurbjartsdóttir og Gunnar Jónsson. Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti. Hádegishlé 13.00 Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri á útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Ekið að Hunkubökkum og gengið austur brúnir Klausturheiðar að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn við Minningarkapelluna, þar sem gangan endar um kl. 16.00. Á leiðinni er litið yfir sögusviðið og Pétur Pétursson prófessor ræðir um trú og náttúrusýn. Fararstjóri: Jón Helgason. Rútuferð kostar kr. 500 á mann, frítt fyrir 14 ára og yngri. Fólki er bent á að vera vel búið í samræmi við árstíma og taka með sér hressingu. 26. mars, laugardagur 12.30 Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri austur Síðu og Fljótshverfi. Litið yfir sögusvið Skaftárelda og komið við í Bænhúsinu á Núpsstað. Komið til baka að Kirkjubæjarklaustri um kl. 16.00. Rútuferð kostar kr. 1.500 á mann, hressing innifalin. Frítt fyrir 14 ára og yngri. 16.30 Ljóð og hljóð, tónleikar í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Frumflutt verður tónlist eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson, við ljóð Finns Torfa Hjörleifssonar. Flytjendur eru Anna Hafberg mezzósópran, Oddný Sigurðardóttir mezzósópran, Gunnar Pétur Sigmarsson baryton og Brian R. Haroldsson píanó- og sellóleikari. Aðgangseyrir kr. 1.500. 27. mars, páskadagur 9.00 Sigur lífsins: Morgunganga frá Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem gangan endar um kl. 10.30. 11.00 Hátíðarmessa í Prestsbakkakirkju. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Skrá þarf þátttöku í rútuferðir á föstudegi og laugardegi fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðum er öllum opin. Gönguferðir taka mið af veðri og aðstæðum á þessum árstíma og er fólki bent á að vera vel búið. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 487 4645, 892 9650 eða á netfanginu: kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.is Sigur lífsins - Á slóðum Skaftárelda Kirkjubæjarstofa - Dagskrá á Kirkjubæjarklaustri um bænadaga og páska 2005 Það var orðið tímabært að fá verndarengil að sukkinu. Halldór Ásgrímssonforsætisráðherralýsti því yfir á opnum stjórnmálafundi í Reykjanesbæ fyrir skemmstu að hann sæi fyrir sér að Landhelgis- gæslan flytti starfsemi sína í framtíðinni í Reykja- nesbæ, og hafa menn sett ummæli ráðherrans í sam- hengi við minnkandi um- svif varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Benti Halldór m.a. á að þar væru fyrir hendi bæði góð hafn- arskilyrði og flugvöllur. Margir vilja Gæsluna Ummæli ráðherrans hafa vakið marga til umhugsunar, en ljóst er að á undanförnum árum hafa mörg sveitarfélög óskað eftir að fá til sín Landhelgisgæsluna og er Ísafjarðarbær eitt þeirra. Bæj- arfulltrúi Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði, Magnús Reynir Guð- mundsson, lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku af þessu tilefni, þar sem hann spurði hvort farið hefðu fram við- ræður dómsmálaráðuneytisins eða forsætisráðuneytisins á und- anförnum mánuðum um mögu- leika Ísafjarðarbæjar til að þjón- usta Landhelgisgæsluna. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, segir að bærinn hafi átt samskipti við dómsmála- ráðuneytið vegna málsins, og að þar hafi komið fram að ekki sé áhugi á að færa verkefni stofnun- arinnar út á land að sinni. Kostir Keflavíkur Þeir sem rætt var við segja að jafnvel þótt engin ákvörðun hafi verið tekin í þá veru að færa starfstöðvar Landhelgisgæslunn- ar út á land, geti verið kostur að færa starfsemina síðar meir til Keflavíkur, ef varnarliðið fer á annað borð. Þá sé komin aðstaða fyrir Landhelgisgæsluna að taka yfir þyrlurekstur á Keflavíkur- flugvelli og þar með fyrirsjáanlegt að auka þyrfti þyrlurekstur og annan rekstur Landhelgisgæsl- unnar umtalsvert. Bent hefur verið á að starfsemi Landhelgisgæslunnar sé vel til þess fallin að færa hana út á land, en til þess þurfi góða hafnarað- stöðu og góða aðstöðu fyrir flug- vélar, eins og ráðherra benti raun- ar á að væri hvort tveggja fyrir hendi í Reykjanesbæ. Skref aftur á bak? Eins og staðan er í dag er Land- helgisgæslan hins vegar að flytja starfsemi sína frá Seljavegi í Skógarhlíð og framundan eru stór verkefni hjá Gæslunni, þ.e. end- urnýjun skipaflota og flugkosts. Á hinn bóginn eiga sumir bágt með að sjá fyrir sér að um leið og verið sé að byggja undir sameig- inlega björgunarmiðstöð; vakt- stöð siglinga, Neyðarlínu og lög- reglu, séu vangaveltur um að færa starfsemi Landhelgisgæslunnar út á land. Með því væri hugsan- lega stigið skref aftur á bak hvað öryggismál varðar og nær að ræða um að flytja starfsemina í heilu lagi út á land. Jákvæðir í garð breytinga Heimildir Morgunblaðsins herma að yfirstjórn Landhelgis- gæslunnar sé almennt mjög já- kvæð í garð þeirrar hugmyndar að færa starfsemina í Reykjanesbæ, þ.e. ef grundvallarbreyting verður á stöðu varnarliðsins og verkefni og rekstur Gæslunnar verða aukin til muna. Heimildir blaðsins herma ennfremur að þreifingar séu í gangi milli bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda um hlutverk Gæslunnar í þessu sambandi, en enn sem komið er er ekkert komið fram sem hönd er á festandi í þeim efnum. Flugsveit og þyrlusveit hanga saman Bent hefur verið á að meðan flugsveit sé á Keflavíkurflugvelli þurfi þyrlusveit varnarliðsins að vera það líka. Fari flugsveitin fari þyrlusveitin óhjákvæmilega einn- ig, enda styðji hvort tveggja hvað annað. Það myndi aftur þýða að gjör- breyting yrði á umsvifum þyrlu- sveitar og rekstri Gæslunnar yf- irhöfuð, sem fyrr segir. Gæslan vel til þess fallin að flytja út á land Magnús Reynir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, spurði ennfremur á áður- nefndum bæjarstjórnarfundi, hvort flutningur Landhelgisgæsl- unnar frá Reykjavík út á land hefði ekki komið til tals sem liður í byggðaáætlun. Þeir sem rætt var við segja ekkert því til fyrirstöðu að færa ríkisstofnanir eins og Landhelgisgæsluna út á land og í raun sé sú stofnun vel til þess fall- in, svo fremi sem öryggismál verði ekki fyrir borð borin með því að skipta upp svonefndri Björgunar- miðstöð í Skógarhlíð, sem Land- helgisgæslan á aðild að og sem unnið hefur verið að að treysta í sessi. Varðandi Björgunarmið- stöðina megi benda á að unnið hafi verið að uppbyggingu öryggis- mála á Akureyri, sem styður við starfsemi hennar, og það út af fyr- ir sig sé byggðarmál, að færa starfsemina að einhverju leyti út á land og þar með auka öryggi. Fréttaskýring | Framtíðarstaðsetning Landhelgisgæslunnar Rætt um aukin umsvif Spurt hvað taki við ef varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hverfur á brott Þyrlur Gæslunnar og varnarliðsins. Flutningur ríkisstofnana er byggðamál  „Okkur væri hollt að líta til reynslu Norðmanna í þessum efnum og það væri eðlilegt að ríkisstjórnin setti sér eitthvert markmið í þessu máli, sér- staklega ef nýjar stofnanir eru settar á fót,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, um flutning ríkisstofnana al- mennt út á landsbyggðina, en Ísafjörður er eitt þeirra sveitar- félaga sem hafa falast eftir að þjónusta Landhelgisgæsluna. kristjan@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.