Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24. mars, skírdagur 21.00 Kvöldmessa í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. 25. mars, föstudagurinn langi 10.00 Á slóðum Skaftárelda, í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Inngangur: Jón Helgason. Erindi: Hvenær gerir skaparinn kraftaverk? Pétur Pétursson prófessor. Upplestur úr Eldritinu og sögum Jóns Trausta; Jóna Sigurbjartsdóttir og Gunnar Jónsson. Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti. Hádegishlé 13.00 Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri á útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Ekið að Hunkubökkum og gengið austur brúnir Klausturheiðar að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn við Minningarkapelluna, þar sem gangan endar um kl. 16.00. Á leiðinni er litið yfir sögusviðið og Pétur Pétursson prófessor ræðir um trú og náttúrusýn. Fararstjóri: Jón Helgason. Rútuferð kostar kr. 500 á mann, frítt fyrir 14 ára og yngri. Fólki er bent á að vera vel búið í samræmi við árstíma og taka með sér hressingu. 26. mars, laugardagur 12.30 Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri austur Síðu og Fljótshverfi. Litið yfir sögusvið Skaftárelda og komið við í Bænhúsinu á Núpsstað. Komið til baka að Kirkjubæjarklaustri um kl. 16.00. Rútuferð kostar kr. 1.500 á mann, hressing innifalin. Frítt fyrir 14 ára og yngri. 16.30 Ljóð og hljóð, tónleikar í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Frumflutt verður tónlist eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson, við ljóð Finns Torfa Hjörleifssonar. Flytjendur eru Anna Hafberg mezzósópran, Oddný Sigurðardóttir mezzósópran, Gunnar Pétur Sigmarsson baryton og Brian R. Haroldsson píanó- og sellóleikari. Aðgangseyrir kr. 1.500. 27. mars, páskadagur 9.00 Sigur lífsins: Morgunganga frá Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem gangan endar um kl. 10.30. 11.00 Hátíðarmessa í Prestsbakkakirkju. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Skrá þarf þátttöku í rútuferðir á föstudegi og laugardegi fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðum er öllum opin. Gönguferðir taka mið af veðri og aðstæðum á þessum árstíma og er fólki bent á að vera vel búið. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 487 4645, 892 9650 eða á netfanginu: kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.is Sigur lífsins - Á slóðum Skaftárelda Kirkjubæjarstofa - Dagskrá á Kirkjubæjarklaustri um bænadaga og páska 2005 Það var orðið tímabært að fá verndarengil að sukkinu. Halldór Ásgrímssonforsætisráðherralýsti því yfir á opnum stjórnmálafundi í Reykjanesbæ fyrir skemmstu að hann sæi fyrir sér að Landhelgis- gæslan flytti starfsemi sína í framtíðinni í Reykja- nesbæ, og hafa menn sett ummæli ráðherrans í sam- hengi við minnkandi um- svif varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Benti Halldór m.a. á að þar væru fyrir hendi bæði góð hafn- arskilyrði og flugvöllur. Margir vilja Gæsluna Ummæli ráðherrans hafa vakið marga til umhugsunar, en ljóst er að á undanförnum árum hafa mörg sveitarfélög óskað eftir að fá til sín Landhelgisgæsluna og er Ísafjarðarbær eitt þeirra. Bæj- arfulltrúi Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði, Magnús Reynir Guð- mundsson, lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku af þessu tilefni, þar sem hann spurði hvort farið hefðu fram við- ræður dómsmálaráðuneytisins eða forsætisráðuneytisins á und- anförnum mánuðum um mögu- leika Ísafjarðarbæjar til að þjón- usta Landhelgisgæsluna. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, segir að bærinn hafi átt samskipti við dómsmála- ráðuneytið vegna málsins, og að þar hafi komið fram að ekki sé áhugi á að færa verkefni stofnun- arinnar út á land að sinni. Kostir Keflavíkur Þeir sem rætt var við segja að jafnvel þótt engin ákvörðun hafi verið tekin í þá veru að færa starfstöðvar Landhelgisgæslunn- ar út á land, geti verið kostur að færa starfsemina síðar meir til Keflavíkur, ef varnarliðið fer á annað borð. Þá sé komin aðstaða fyrir Landhelgisgæsluna að taka yfir þyrlurekstur á Keflavíkur- flugvelli og þar með fyrirsjáanlegt að auka þyrfti þyrlurekstur og annan rekstur Landhelgisgæsl- unnar umtalsvert. Bent hefur verið á að starfsemi Landhelgisgæslunnar sé vel til þess fallin að færa hana út á land, en til þess þurfi góða hafnarað- stöðu og góða aðstöðu fyrir flug- vélar, eins og ráðherra benti raun- ar á að væri hvort tveggja fyrir hendi í Reykjanesbæ. Skref aftur á bak? Eins og staðan er í dag er Land- helgisgæslan hins vegar að flytja starfsemi sína frá Seljavegi í Skógarhlíð og framundan eru stór verkefni hjá Gæslunni, þ.e. end- urnýjun skipaflota og flugkosts. Á hinn bóginn eiga sumir bágt með að sjá fyrir sér að um leið og verið sé að byggja undir sameig- inlega björgunarmiðstöð; vakt- stöð siglinga, Neyðarlínu og lög- reglu, séu vangaveltur um að færa starfsemi Landhelgisgæslunnar út á land. Með því væri hugsan- lega stigið skref aftur á bak hvað öryggismál varðar og nær að ræða um að flytja starfsemina í heilu lagi út á land. Jákvæðir í garð breytinga Heimildir Morgunblaðsins herma að yfirstjórn Landhelgis- gæslunnar sé almennt mjög já- kvæð í garð þeirrar hugmyndar að færa starfsemina í Reykjanesbæ, þ.e. ef grundvallarbreyting verður á stöðu varnarliðsins og verkefni og rekstur Gæslunnar verða aukin til muna. Heimildir blaðsins herma ennfremur að þreifingar séu í gangi milli bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda um hlutverk Gæslunnar í þessu sambandi, en enn sem komið er er ekkert komið fram sem hönd er á festandi í þeim efnum. Flugsveit og þyrlusveit hanga saman Bent hefur verið á að meðan flugsveit sé á Keflavíkurflugvelli þurfi þyrlusveit varnarliðsins að vera það líka. Fari flugsveitin fari þyrlusveitin óhjákvæmilega einn- ig, enda styðji hvort tveggja hvað annað. Það myndi aftur þýða að gjör- breyting yrði á umsvifum þyrlu- sveitar og rekstri Gæslunnar yf- irhöfuð, sem fyrr segir. Gæslan vel til þess fallin að flytja út á land Magnús Reynir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, spurði ennfremur á áður- nefndum bæjarstjórnarfundi, hvort flutningur Landhelgisgæsl- unnar frá Reykjavík út á land hefði ekki komið til tals sem liður í byggðaáætlun. Þeir sem rætt var við segja ekkert því til fyrirstöðu að færa ríkisstofnanir eins og Landhelgisgæsluna út á land og í raun sé sú stofnun vel til þess fall- in, svo fremi sem öryggismál verði ekki fyrir borð borin með því að skipta upp svonefndri Björgunar- miðstöð í Skógarhlíð, sem Land- helgisgæslan á aðild að og sem unnið hefur verið að að treysta í sessi. Varðandi Björgunarmið- stöðina megi benda á að unnið hafi verið að uppbyggingu öryggis- mála á Akureyri, sem styður við starfsemi hennar, og það út af fyr- ir sig sé byggðarmál, að færa starfsemina að einhverju leyti út á land og þar með auka öryggi. Fréttaskýring | Framtíðarstaðsetning Landhelgisgæslunnar Rætt um aukin umsvif Spurt hvað taki við ef varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hverfur á brott Þyrlur Gæslunnar og varnarliðsins. Flutningur ríkisstofnana er byggðamál  „Okkur væri hollt að líta til reynslu Norðmanna í þessum efnum og það væri eðlilegt að ríkisstjórnin setti sér eitthvert markmið í þessu máli, sér- staklega ef nýjar stofnanir eru settar á fót,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, um flutning ríkisstofnana al- mennt út á landsbyggðina, en Ísafjörður er eitt þeirra sveitar- félaga sem hafa falast eftir að þjónusta Landhelgisgæsluna. kristjan@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.