Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 53

Morgunblaðið - 20.03.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 53 AUÐLESIÐ EFNI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í enska liðinu Chelsea mæta Bayern München frá Þýskalandi í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrri leikurinn verður á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, hinn 6. apríl og síðari leikurinn verður á Ólympíuleikvanginum í München 12. apríl. Aðrir leikir í 8 liða úrslitunum eru: Liverpool – Juventus, AC Milan – Inter, PSV – Lyon. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen er hér að skora á móti Barcelona. Chelsea mætir Bayern BANDARÍSKA rokk-sveitin Velvet Revolver mun halda tónleika í Egilshöll 7. júlí næstkomandi. Sama fyrirkomulag verður á tónleikunum og á tónleikum Iron Maiden í júní, þ.e. húsinu verður skipt í A- og B-svæði. Að sögn Ragnheiðar Hansen tónleika-haldara verður tilkynnt síðar hvar og hvenær miðasala hefst. Velvet Revolver var stofnuð árið 2002 og hét í upphafi The Project. Sveitin er skipuð Scott Weiland, fyrrverandi söngvara Stone Temple Pilots, þríeykinu Slash, Duff McKagan og Matt Sorum, sem áður voru í Guns n’ Roses og David Kushner úr Wasted Youth. Velvet Revolver hefur sent frá sér eina breiðskífu, Contraband, en hún kom út á síðasta ári. Náði platan talsverðum vinsældum, einkum lögin Slither og Fall To Pieces. Reuters Velvet Revolver til Íslands KRAKKAR sem eru yngri en 18 ára eiga ekki að fara í ljós. Það er vont fyrir húðina. Það getur leitt til þess að krabba-mein myndist. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Hún var unnin af WHO sem er stofnun sem fjallar um heil-brigðis-mál í heiminum. Sér-fræðingar WHO segja að krakkar sem eru yngri en 18 eigi ekki að nota ljósa-bekki. Þeir segja að ungt fólk sé í meiri hættu á að fá húð-krabba-mein. Svoleiðis krabba-mein getur verið lífs-hættulegt. Miklu fleiri fá nú svoleiðis krabba-mein en áður. Í Banda-ríkjunum fá nú þrisvar sinnum fleiri húð-krabbamein en fyrir 30 árum. Þetta hefur líka gerst á Norður-löndum. Læknar segja að fólk með ljósa húð sé í sérstaklega mikilli hættu. Í Frakk-landi mega krakkar sem eru yngri en 18 ekki nota ljósa-bekki. Það er líka bannað í Kali-forníu í Banda-ríkjunum. Hér á Íslandi hefur komið í ljós að margir krakkar fara í ljós áður en þeir fermast. Hættulegir ljósabekkir ÞEIR Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, aðal-eigendur Iceland Express, keyptu norræna lággjalda-flugfélagið Sterling fyrir tæpa fimm milljarða króna. „Við sjáum strax í upphafi þá möguleika að tengja leiða- og sölunet Iceland Express við Sterling. Farþegar sem kaupa miða hjá Iceland Express munu geta keypt miða með Sterling og öfugt,“ segir Pálmi Haraldsson. Sterling flýgur til tæplega 30 áfangastaða í Evrópu, frá Kaupmanna-höfn, Ósló og Stokk-hólmi. Flestir áfanga-staðir Sterling eru í Suður-Evrópu, Bretlandi og Írlandi, auk þess sem félagið flýgur milli átta áfanga-staða á Norður-löndum. Eigendur Iceland Express kaupa Sterling- lággjalda-flug-félagið SIGLINGA-LEIÐ fyrir Horn á norðan-verðum Vestfjörðum lokaðist að mestu vegna hafíss í vikunni. Það fékkst staðfest í ískönnunar-flugi á þriðjudag. Kom þá í ljós að haf-ísinn var víða land-fastur við Horn. Mikinn hafís var víða að finna norður af landi, til dæmis hjá Grímsey. Oddviti Grímseyjar, Óttar Þór Jóhannsson, óttaðist að haf-ísinn myndi hafa alvar-legar afleið-ingar fyrir atvinnu-ástandið í eynni. Enda væri róðra-tími með besta móti. Mikill hafís við landið Morgunblaðið/RAX Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.