Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 20.03.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 53 AUÐLESIÐ EFNI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í enska liðinu Chelsea mæta Bayern München frá Þýskalandi í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrri leikurinn verður á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, hinn 6. apríl og síðari leikurinn verður á Ólympíuleikvanginum í München 12. apríl. Aðrir leikir í 8 liða úrslitunum eru: Liverpool – Juventus, AC Milan – Inter, PSV – Lyon. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen er hér að skora á móti Barcelona. Chelsea mætir Bayern BANDARÍSKA rokk-sveitin Velvet Revolver mun halda tónleika í Egilshöll 7. júlí næstkomandi. Sama fyrirkomulag verður á tónleikunum og á tónleikum Iron Maiden í júní, þ.e. húsinu verður skipt í A- og B-svæði. Að sögn Ragnheiðar Hansen tónleika-haldara verður tilkynnt síðar hvar og hvenær miðasala hefst. Velvet Revolver var stofnuð árið 2002 og hét í upphafi The Project. Sveitin er skipuð Scott Weiland, fyrrverandi söngvara Stone Temple Pilots, þríeykinu Slash, Duff McKagan og Matt Sorum, sem áður voru í Guns n’ Roses og David Kushner úr Wasted Youth. Velvet Revolver hefur sent frá sér eina breiðskífu, Contraband, en hún kom út á síðasta ári. Náði platan talsverðum vinsældum, einkum lögin Slither og Fall To Pieces. Reuters Velvet Revolver til Íslands KRAKKAR sem eru yngri en 18 ára eiga ekki að fara í ljós. Það er vont fyrir húðina. Það getur leitt til þess að krabba-mein myndist. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Hún var unnin af WHO sem er stofnun sem fjallar um heil-brigðis-mál í heiminum. Sér-fræðingar WHO segja að krakkar sem eru yngri en 18 eigi ekki að nota ljósa-bekki. Þeir segja að ungt fólk sé í meiri hættu á að fá húð-krabba-mein. Svoleiðis krabba-mein getur verið lífs-hættulegt. Miklu fleiri fá nú svoleiðis krabba-mein en áður. Í Banda-ríkjunum fá nú þrisvar sinnum fleiri húð-krabbamein en fyrir 30 árum. Þetta hefur líka gerst á Norður-löndum. Læknar segja að fólk með ljósa húð sé í sérstaklega mikilli hættu. Í Frakk-landi mega krakkar sem eru yngri en 18 ekki nota ljósa-bekki. Það er líka bannað í Kali-forníu í Banda-ríkjunum. Hér á Íslandi hefur komið í ljós að margir krakkar fara í ljós áður en þeir fermast. Hættulegir ljósabekkir ÞEIR Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, aðal-eigendur Iceland Express, keyptu norræna lággjalda-flugfélagið Sterling fyrir tæpa fimm milljarða króna. „Við sjáum strax í upphafi þá möguleika að tengja leiða- og sölunet Iceland Express við Sterling. Farþegar sem kaupa miða hjá Iceland Express munu geta keypt miða með Sterling og öfugt,“ segir Pálmi Haraldsson. Sterling flýgur til tæplega 30 áfangastaða í Evrópu, frá Kaupmanna-höfn, Ósló og Stokk-hólmi. Flestir áfanga-staðir Sterling eru í Suður-Evrópu, Bretlandi og Írlandi, auk þess sem félagið flýgur milli átta áfanga-staða á Norður-löndum. Eigendur Iceland Express kaupa Sterling- lággjalda-flug-félagið SIGLINGA-LEIÐ fyrir Horn á norðan-verðum Vestfjörðum lokaðist að mestu vegna hafíss í vikunni. Það fékkst staðfest í ískönnunar-flugi á þriðjudag. Kom þá í ljós að haf-ísinn var víða land-fastur við Horn. Mikinn hafís var víða að finna norður af landi, til dæmis hjá Grímsey. Oddviti Grímseyjar, Óttar Þór Jóhannsson, óttaðist að haf-ísinn myndi hafa alvar-legar afleið-ingar fyrir atvinnu-ástandið í eynni. Enda væri róðra-tími með besta móti. Mikill hafís við landið Morgunblaðið/RAX Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.