Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÖGREGLA SEIN TIL
Fjórir Lettar, sem verkalýðs-
hreyfingin og Vinnumálastofnun
hafa bent á að séu ekki með at-
vinnuleyfi hér á landi, eru enn að
störfum við Kárahnjúkavirkjun.
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, segist
langþreyttur á ástandinu og segist
ekki skilja í seinaganginum hjá
lögreglu.
Aukin raforkunotkun
Raforkunotkun hér á landi hef-
ur aukist mikið síðustu árin, að-
allega vegna eflingar orkufreks
iðnaðar. Almenn notkun hefur
einnig vaxið talsvert en árin 2002
og 2003 dró nokkuð úr þeim vexti.
Árið 2004 jókst hann að nýju og
hefur vaxið mikið síðan.
Spenna í Líbanon
Spennan í Líbanon hefur farið
vaxandi og jókst enn í gær þegar
Walid Jumblatt, einn helsti tals-
maður stjórnarandstöðunnar, neit-
aði að eiga viðræður við Emile
Lahoud, forseta landsins, um
ástandið. Er Lahoud hallur undir
Sýrlandsstjórn og sat í raun í
hennar skjóli. Terje Rød-Larsen,
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Líb-
anon, kvaðst í gær hafa miklar
áhyggjur af ástandinu og óttast
nýtt, pólitískt morð í líkingu við
morðið á Rafiq Hariri, fyrrverandi
forseta.
Breytingar á SÞ
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær
drög að tillögum um miklar breyt-
ingar á samtökunum. Eru þær
helstar, að fulltrúum í örygg-
isráðinu verði fjölgað úr 15 í 24 og
jafnvel, að fastafulltrúunum verði
fjölgað en þeir eru nú fimm. Vill
hann, að ákveðið verði nákvæm-
lega hvenær leyfist að hefja hern-
að lögum samkvæmt og hann
leggur til, að aðildarríkin komi sér
saman um skilgreiningu á hryðju-
verkastarfsemi.
10% ónæm fyrir alnæmi
Um 10% Evrópumanna eru að
hluta eða öllu leyti ónæm fyrir al-
næmissmiti. Er það niðurstaða
breskra vísindamanna, sem segja
ákveðna stökkbreytingu í erfða-
efni valda þessu. Telja þeir, að
hún hafi fyrst komið fram fyrir
2.500 árum en orðið miklu algeng-
ari vegna drepsóttanna á miðöld-
um.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 20/24
Fréttaskýring 8 Myndasögur 26
Viðskipti 11 Dagbók 26/28
Vesturland 12 Víkverji 26
Erlent 13 Staður og stund 27
Daglegt líf 14 Leikhús 29
Listir 15 Bíó 30/33
Umræðan 16/17 Ljósvakar 34
Bréf 17 Veður 35
Forystugrein 18 Staksteinar 35
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SPURNINGA- og ræðukeppnir
hafa verið áberandi hluti af fé-
lagslífi framhaldsskólanema til
þessa, en færri hafa fengið að
heyra af öllu þjóðlegri uppákomu,
Hestaíþróttamóti framhaldsskól-
anna, sem haldið var um helgina í
Reiðhöllinni í Víðidal. Þar var
keppt í fjórgangi, fimmgangi og
tölti.
Nokkur fjöldi fólks var þar sam-
an kominn til að fylgjast með sín-
um mönnum. Í gárungaham
heyrðist einhver kalla keppnina
„Töltu betur“, en aldrei er að vita
hvort hún nær jafnmikilli hylli
þjóðarinnar og spurningakeppnin
sívinsæla.
Signý Ásta Guðmundsdóttir,
nemi á náttúrufræðibraut Mennta-
skólans við Sund, sigraði í tölti og
fjórgangi á hryssunni Framtíð frá
Árnagerði. Signý Ásta er einn af
skipuleggjendum mótsins, en þetta
er að sögn Signýjar ellefta árið
sem mótið er haldið. „Mótið er
hefur stækkað með hverju ári og
hestakosturinn hefur styrkst mjög
síðan þetta hófst,“ segir Signý, en
hátt í 200 manns fylgdust með 60
keppendum frá 19 skólum sem
tóku þátt. „Þetta er alveg metþátt-
taka og við erum himinlifandi með
útkomuna. Það er búið að vera
ótrúlega mikið að gera hjá okk-
ur.“
Þá sigraði í fimmgangi Rósa
Birna Þorvaldsdóttir úr MR á
Kjarabót frá Valþjófsdal og Bjarni
Bjarnason úr Menntaskólanum á
Laugarvatni bar sigur úr býtum í
skeiði á Kolbeini frá Þórodds-
stöðum. Fjölbrautaskóli Suður-
lands vann skólakeppnina.
Á mótinu mátti einnig sjá eins
konar sendiherra Háskólans á
Hólum sem kynnti keppendum
starfsemi skólans.
Morgunblaðið/Eggert
Signý Ásta og Framtíð tóku vel á í tölti og fjórgangi um helgina.
„Töltu betur“ í Reiðhöllinni
HOLLENSKIR blómaræktendur,
PJ Kooij en Szonen, hafa fengið lóð
undir 2.400 fermetra gróðurhús á
Flúðum. Hyggjast þeir rækta þar
eftirsótt stofublóm, Nertera grana-
densins, og flytja út til Hollands.
Bjarni Jónsson endurskoðandi
hefur verið milligöngumaður Hol-
lendinganna, sem komu hingað til
lands í fyrra og skoðuðu nokkra staði
undir þessa ræktun. Um er að ræða
gamalt fjölskyldufyrirtæki sem áður
hefur starfað hér á landi, var með
gróðurhús í Biskupstungum á árun-
um 1995 til 1998 og gerði síðan mis-
heppnaða tilraun til ræktunar í
Keflavík.
Bjarni segir að á Flúðum ætli Hol-
lendingarnar að nota íslenskt sumar
til að líkja eftir hollenskum vetri, og
ná þannig að rækta þetta blóm allt
árið um kring. Íslensku framleiðsl-
unni er sáð í Hollandi í mars og ætl-
unin er að flytja plönturnar inn í
gámum til frekari ræktunar hér á
landi frá júnímánuði og fram í októ-
ber eða nóvember. Síðan verða
blómin flutt aftur út og segir Bjarni
þá hollensku ekki ætla í samkeppni
við íslenska starfsbræður sína.
Einingar í gróðurhúsið verða fljót-
lega fluttar inn frá Hollandi og á allt
að verða klárt fyrir sumarið, að sögn
Bjarna. Reikna má með að nokkur
tímabundin störf skapist vegna þess-
arar starfsemi.
Hollenskir blómabænd-
ur fá lóð á Flúðum
OLÍUFÉLÖGIN Esso og Olís fet-
uðu í fótspor Skeljungs um
helgina og hækkuðu verð á elds-
neyti vegna þróunar á heimsmark-
aði síðustu daga. Hækkaði Esso
einnig verð á Ego-stöðvum sínum.
Á sjálfsafgreiðslustöðvum Orkunn-
ar, Atlantsolíu og Ób-stöðva var
ekki búið að tilkynna hækkun í
gær.
Stóru olíufélögin hækkuðu bens-
ínlítrann um 2,70 krónur og dísil-
olíu um 2,50 krónur. Er algengt
bensínverð í sjálfsafgreiðslu nú frá
98 krónum til ríflega 100 króna og
algengt verð á dísilolíu 47,60 kr.
lítrinn.
Hjá Orkunni og mörgum stöðv-
um Ób kostaði lítrinn af 95 oktana
bensíni enn rúmar 96 krónur í
gær og dísilolían 43,60 krónur.
Hjá Atlantsolíu var lítrinn á 97,20
krónur og lítri af dísilolíu 44,70
krónur.
Stóru olíufélögin
hækkuðu bensínið
„ÁNAMAÐKAR eru bæði skemmtilegar og gagn-
legar lífverur, enda hafa þeir mjög jákvæð áhrif á
umhverfið,“ segir Bjarni E. Guðleifsson, plöntulíf-
eðlisfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands,
en hann flutti erindi er nefndist „Líf og ástarlíf
ánamaðka“ á námskeiði á vegum Landbúnaðarhá-
skóla Íslands fyrir helgina.
Að sögn Bjarna er ástarlíf ánamaðka nokkuð
sérkennilegt, sem og æxlun þeirra, en ánamaðkar
eru tvíkynja lífverur. „Það þýðir að sumar ána-
maðkategundir geta frjóvgað sig sjálfar, en einnig
er til í dæminu að ánamaðkar myndi afkvæmi með
eins konar klónun eða meyfæðingu án frjóvgunar.
Stóru ánamaðkarnir verða hins vegar að skiptast
á sæði til að mynda afkvæmi, þ.e. það á sér stað
víxlfrjóvgun.“ Aðspurður segir Bjarni ánamaðka
að meðaltali makast fjórum til fimm sinnum á ári,
en úr hverju egghylki geta allt að tuttugu litlir
maðkar skriðið. Ánamaðkar verða yfirleitt ekki
nema nokkurra mánaða til tveggja eða þriggja ára
gamlir, en hafa í ræktun lifað í allt að tíu ár.
Að sögn Bjarna er enn ýmislegt sem fræðimenn
vita ekki um ánamaðka, þrátt fyrir rannsóknir á
lífverunum. Þannig er það athæfi ánamaðka að
koma upp úr moldinni í rigningu, sem er flæk-
ingur er leiðir marga þeirra til dauða, enn með
öllu óútskýrður. „Ein tilgátan snýr að því að ána-
maðkar séu í rigningu hreinlega að nota tækifærið
til að veita ævintýraþrá sinni útrás, því ánamaðk-
ar óttast þurrk mest af öllu en í rigningu geta þeir
skriðið óhræddir upp á yfirborðið.“
Þykja mikið hnossgæti
Ánamaðkar eru, að sögn Bjarna, ræktaðir víða
um heim, bæði til handa veiðimönnum en einnig til
að nýta þá til að brjóta niður búfjáráburð eða önn-
ur úrgangsefni í lífrænan áburð. „Einnig hafa
ánamaðkar verið ræktaðir til fóðurs, en þeir eru
próteinríkir og hafa verið gerðar tilraunir með
fóðrun gripa á ánamaðkamjöli bæði vestan- og
austanhafs með góðum árangri.“
Bjarni bendir á að ánamaðkar gætu í sjálfu sér
einnig hentað til manneldis, en próteininnihald
þeirra er meira en í venjulegu kjöti. „Sumir frum-
byggjar telja þá til hnossgætis og hafa þeir er-
lendis verið étnir hráir, soðnir eða stappaðir.“
Ástarlíf ánamaðka sérkennilegt
Fræðimenn vita enn ekki hvers vegna ánamaðk-
ar skríða upp á yfirborð jarðar þegar rignir.
Sumir telja að um sé að ræða ákveðna ævin-
týraþrá og að þeim sé auðveldara að komast
upp á yfirborðið þegar jörð er blaut.
LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand-
tók í fyrrinótt tvo menn á þrí-
tugsaldri sem voru með í fórum
sínum um 60 grömm af ætluðu
amfetamíni. Voru þeir stöðvaðir
við venjubundið lögreglueftirlit.
Eftir yfirheyrslur og húsleit í gær
var mönnunum sleppt, en játning
þeirra liggur fyrir. Grunur leikur
á að mennirnir hafi ætlað að selja
efnið. Málið er í rannsókn og eiga
mennirnir von á ákæru.
Aðfaranótt laugardags komu
svo upp þrjú ótengd fíkniefnamál
þar sem þrír voru handteknir.
Voru þeir allir með amfetamín
undir höndum og var samanlagt
magn um 16 grömm.
Alls voru því um 76 grömm af
amfetamíni gerð upptæk hjá lög-
reglunni í Hafnarfirði um
helgina.
Tveir teknir
með 60 grömm
af amfetamíni
ENN er skipum ráðlagt að sigla
ekki fyrir Horn nema í björtu,
vegna hafíss á svæðinu, sam-
kvæmt upplýsingum Veðurstof-
unnar. Veðurstofan fékk í gær-
morgun tilkynningu frá
Litlu-Ávík á Ströndum um að ís
væri landfastur frá vestanverðri
Reykjaneshyrnu og norðvestur í
Veturmýrarnes og þaðan land-
leiðina út í Selsker.
Aðallega er um að ræða íshrafl
eða ísmauk.
Óráðlegt að
sigla fyrir Horn
nema í björtu