Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
!"#$%
%&%'( %) &%*(
Þið haldið að maður sé alltaf að skrökva, kíkið þið bara sjálfir.
Flugvellir í áætlunar-flugi innanlandseru nú mun færri
en fyrir fáum árum og
miklar breytingar hafa
orðið í áætlunarfluginu
síðustu árin. Raunar hafa
flugsamgöngur innan-
lands þróast hratt þessa
tiltölulega fáu áratugi sem
þær hafa staðið. Í dag eru
í notkun 14 flugvellir fyrir
innanlandsflugið en það er
ekki lengra síðan en árið
1986 að innanlandsvellirn-
ir voru 36 talsins. Þá eru í
dag um 50 aðrir flugvellir
og lendingarstaðir á land-
inu sem sinna sjúkra- og
einkaflugi.
Með breyttu rekstrarumhverfi í
áætlunarflugi, m.a. þegar sérleyf-
in voru afnumin árið 1997, jókst
samkeppni í innanlandsfluginu og
árin 1998, 1999 og 2000 var far-
þegafjöldinn á ári allt upp í 480
þúsund manns. Áfangastöðum
fækkaði síðan í kjölfar þessarar
auknu samkeppni og fækkaði far-
þegum niður í um 336 þúsund
manns árið 2002. Í fyrra voru far-
þegar alls um 407 þúsund. Þrátt
fyrir þetta bakslag og aðra aftur-
kippi í farþegafjölda, sem stund-
um hefur mátt rekja til bágara
efnahagsástands, hefur farþegum
í innanlandsflugi fjölgað síðustu
30 ár um 2,7% að meðaltali sem er
ekki langt frá meðaltalsfjölgun
landsmanna.
Betri vegir þýða minna flug
Það sem hefur meðal annars
áhrif á flugstarfsemina innan-
lands eru betri vegasamgöngur.
Nú er ekki tiltölumál að aka milli
höfuðborgarsvæðisins og t.d.
Snæfellsness, Norðurlands vestra
og jafnvel lengra í erindum milli
þessara byggðarlaga. Þótt menn
séu fljótir í förum með flugi getur
verið hentugra að aka og nota bíl-
inn til snúninga og vera ekki held-
ur háður ákveðnum ferðum og
tíðni áætlunarflugsins. Þá eru
vegasamgöngur innan hvers
byggðarlags orðnar mun öruggari
en áður og meiri vetrarþjónusta
Vegagerðarinnar þýðir að síður
þarf að halda uppi flugi innan
byggðarlaga.
Flugvellirnir fjórtán eru í
Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöð-
um, Vestmannaeyjum, Ísafirði
(með Þingeyri sem aðra flug-
braut), Bíldudal, Gjögri, Sauðár-
króki, Þórshöfn, Vopnafirði, Rauf-
arhöfn, Höfn, Grímsey og Bakka.
Þrír þessara valla eru varaflug-
vellir fyrir utanlandsflugið sem nú
fer svo til eingöngu fram frá
Keflavíkurflugvelli, en það eru
vellirnir í Reykjavík, Akureyri og
á Egilsstöðum. Meðal flugvalla
sem ekki eru lengur áfangastaðir í
áætlunarflugi eru Siglufjörður,
Aðaldalsflugvöllur vegna Húsa-
víkur auk valla á Austfjörðum og
Vestfjörðum. Af þessum völlum er
Aðaldalsflugvöllur trúlega sá best
búni, með þokkalegri flugstöð og
malbikaðri braut. Flogið var til
um 30 áfangastaða innanlands
þegar mest var en nú eru þeir
kringum 12.
Ólíklegt er að áfangastöðum
innanlands fjölgi á næstunni nema
tekið verði upp þjónustuflug til
staða eins og Siglufjarðar eða
Húsavíkur, líkt og er í dag með
t.d. Gjögur og Bíldudal. Koma
stjórnvöld þá inn í kostnað við
slíkt flug. Miðað við nýjustu frétt-
ir af jarðgöngum mun þó vart til
þess koma hvað varðar Siglufjörð.
Farþegum hefur fjölgað mest á
stærstu áfangastaðina síðustu ár-
in, t.d. milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar.
Reykjavíkurflugvöllur er mið-
stöð innanlandsflugsins og um
hann fóru í fyrra rúmlega 379 þús-
und manns. Um Reykjavíkurflug-
völl er einnig talsvert sjúkraflug
og millilandaflug til Grænlands og
Færeyja og nokkuð er um ferju-
flug erlendra véla og erlendar
einkavélar hafa oft Reykjavík sem
áfangastað. Næstmest umferð er
um Akureyrarflugvöll eða 175
þúsund farþegar og um Egils-
staðavöll fóru 109 þúsund farþeg-
ar í fyrra. Fæstir fara um Gjögur
en Bakkaflugvöllur er drjúgur því
um hann fóru í fyrra rúmlega 27
þúsund manns. Til samanburður
má nefna að um Vestmannaeyja-
völl fóru rúmlega 45 þúsund
manns. Í þessum tölum er átt við
fjölda farþega sem um vellina
fara, þ.e. bæði komur og brottfar-
ir.
Auknar kröfur um
flugvernd og viðbúnað
Mikil uppbygging hefur einnig
farið fram á flugvöllum landsins
undanfarna áratugi og hafa verið
lagðir 11,4 milljarðar í uppbygg-
ingu þeirra árin 1987 til 2003.
Undanfarin ár hafa aukist mjög
kröfur um flugvernd og viðbúnað
á flugvöllum. Þannig er nú búið að
herða mjög aðgang að flugvöllum
og t.d. er Reykjavíkurflugvöllur
lokaður öðum en þeim sem þang-
að eiga erindi vegna flugs eða
þjónustu við flugvélar. Áður var
hægt að ganga þar inn og út eins
og hverjum sýndist. Flugvalla- og
leiðsögusvið Flugmálastjórnar
rekur deild sem sinnir þessum
málefnum. Meðal verkefna henn-
ar er að tryggja að björgunarmál
flugvallanna séu í lagi hjá viðkom-
andi aðilum, hafa umsjón með
flugslysaáætlunum og sjá um eft-
irlit og samhæfingu flugvalla-
varða á þessum sviðum.
Fréttaskýring | Sífelld fækkun flugvalla
Voru 36 1986
en eru nú 14
Yfir 11 milljarðar króna lagðir í upp-
byggingu flugvalla árin 1987 til 2003
Frá flughátíð á Reykjavíkurflugvelli.
Áætlunarflugið svipað en
aukning í snertilendingum
Þegar skoðaðar eru flughreyf-
ingar einstakra flugvalla lands-
ins kemur í ljós að áætlunarflug
var svipað árið 2003 og 2004 eða
rúmlega 48 þúsund hreyfingar
alls. Umferð minnkar um
Reykjavíkurflugvöll en eykst um
flesta aðra velli. Snertilendingar,
sem eru yfirleitt vegna flug-
kennslu, aukast hins vegar mjög
eða úr 61.463 árið 2003 í 66.118 í
fyrra. Flughreyfingar jukust alls
úr 144 þúsund í 152 þúsund.
joto@mbl.is