Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 11 FRÉTTIR FERÐA-OG LISTAVAKA GRAND HÓTEL mánudagskv. 21.03. kl. 20-22 Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra, endurvakti tengslin við Þýskaland nútímans og mun lýsa Berlín hinni nýju, menningarlegu framúrstefnuborg heimsins sem hann þekkir flestum betur, leiðsögumaður í ferðinni. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og sérfræðingur í verkum og ævi Jóns Leifs, ræðir um feril hans í Þýskalandi og þýsk áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Benedikt Gunnarsson, listmálari og fv. lektor, segir frá safnaheimsókn í Berlín. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, segir frá ferðinni LISTAÞRÍHYRNINGUR ÞÝSKALANDS: DRESDEN-LEIPZIG-BERLÍN - 9.-20. júní og sýnir myndir. Aðgangur ókeypis. Hægt að panta nokkur óseld sæti í lok kynningar. EINSTÖK FERÐ Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! HEIMSKRINGLA, sími 861 5602. Upplýsingar og pantanir PRIMA-EMBLA S. 511 4080 UM 800 friðarsinnar söfnuðust sam- an á Ingólfstorgi í Reykjavík á laug- ardag, en þess var minnst að tvö ár eru liðin frá innrás Bandaríkja- manna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. Stutt dagskrá fór fram á torg- inu ásamt því að friðarsinnar tóku þátt í táknrænum aðgerðum. Spjöldum með nöfnum 730 ein- staklinga sem fallið hafa í Írak var dreift, þ.e. einum fyrir hvern dag sem liðinn var frá upphafi stríðsins. Í lok fundar var nafnspjöldunum nælt í svartan borða og honum komið fyrir framan við Stjórn- arráðið, til að minna á ábyrgð ís- lenskra stjórnvalda á ódæðinu. Á Akureyri komu stríðsandstæð- ingar saman á Restaurant Karól- ínu. Þar var efnt til fundar, þar sem Kristinn H. Gunnarsson alþing- smaður og Steinunn Rögnvalds- dóttir menntaskólanemi fluttu ávörp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Táknræn mótmæli friðarsinna á Ingólfstorgi AÐALFUNDUR Hampiðjunnar var haldinn nú fyrir helgi. Í fréttatilkynningu frá Hampiðj- unni kemur fram að vatnaskil hafi orðið í starfsemi Hampiðjunnar á sl. ári þegar lokið var við flutning á kaðla- og netaframleiðslu til dótturfélags í Litháen og verk- smiðjubyggingar félagsins að Bíldshöfða og Súðarvogi seldar, en þessi framleiðsla hefur verið hér á landi allt frá stofnun félagsins árið 1934. Þetta kom fram í máli Braga Hannessonar, stjórnarformanns Hampiðjunnar, á aðalfundi félags- ins sem haldinn var á föstudaginn sl. „Bragi gerði einnig skráningu félagsins í Kauphöll að umtalsefni í ræðunni og sagði að hertar reglur og auknar kröfur dragi úr vilja fyrirtækja að hafa hlutbréf sín skráð í Kauphöllinni. Þannig hafi félögum fækkað úr 75 árið 1999 í 34 í lok árs 2004. Stjórn félagsins þurfi að íhuga stefnuna í þessum málum og byggja þar á framtíð- arhagsmunum félagsins og hlut- hafa þess," segir í fréttatilkynning- unni. Bragi fjallaði einnig um vöruþró- un félagsins og þá stefnu, sem það hefur markað sér, að sækja um einkaleyfi í vaxandi mæli á nýj- ungum sem félagið þróar í veið- arfærum og veiðarfæratækni. Um framtíðina sagði Bragi: „Markaðsleg staða Hampiðju-sam- stæðunnar er sterkari nú en hún hefur verið áður. Swan Net Gundry á Írlandi og Skotlandi, Cosmos í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi ásamt Hampiðj- unni, Tben og Fjarðanetum á Ís- landi mynda saman þéttriðið net af öflugum veiðarfæragerðum við N- Atlantshaf. Vöruframboð samstæð- unnar er fjölbreyttara en áður með sívaxandi hluta tekna hennar af sölu vara, sem bundnar eru einka- leyfum. Mannaaflsfrekri framleiðslustarfsemi hefur verið komið fyrir í hagstæðu umhverfi í Litháen, þar sem kostnaður er lág- ur og fjarlægðir til okkar helstu markaða litlar. Hleraframleiðsla hefur verið sett í undirverktöku víðs vegar um heim, og mun það bæta afkomu þeirrar starfsemi frá því sem verið hefur. Á næstu árum mun samstæðan laga sig að auk- inni samkeppni m.a. frá Asíu með framleiðslu á einkaleyfisbundnum vörum í hagstæðu umhverfi ásamt með rekstri öflugra þjónustustöðva á helstu veiðarfæramörkuðum,“ segir þar jafnframt. Á fundinum var samþykkt til- laga stjórnar að greiddur yrði 12% arður vegna ársins 2004. Stjórn félagsins var endurkosin á fundinum en hana skipa Bragi Hannesson, stjórnarformaður, Árni Vilhjálmsson, Kristján Lofts- son, Sigurgeir Guðmannsson og Sigurður Egill Guttormsson. Vatnaskil hafa orð- ið hjá Hampiðjunni Hampiðjan hefur selt húsnæði sitt við Bíldshöfða og Súðarvog. MIKILVÆGT er að móta heildstæða stefnu í umhverfismenntarmálum og samþætta hana öllu skólastarfi. Þetta var meðal helstu niðurstaðna mál- þings sem haldið var í Norræna hús- inu nýlega, í tilefni af endurskoðun námskrár grunnskólanna. Með málþinginu er ætlunin að skapa umræðu um stöðu og framtíð umhverfismenntar. Umhverfismennt felur í sér að ala upp einstaklinga með jákvæð viðhorf til umhverfisins, þekkingu á náttúrunni og getu til að takast á við umhverfismál. Alþjóðlegar áherslur og Ísland Fjallað var meðal annars um hvernig tryggja mætti sess umhverf- ismenntar í skólakerfi framtíðarinn- ar, hverjar væru núgildandi áherslur námskrár grunnskólanna á þessu sviði og hvaða breytinga mætti vænta við endurskoðun hennar. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Rio de Jan- eiro árið 1992 samþykktu þjóðir heims Dagskrá 21, en það er fram- kvæmdaáætlun um að koma á sjálf- bærri þróun á 21. öldinni. Í því felst að skilja að við höfum móður jörð aðeins að láni og að við eigum ekki að skila henni af okkur í verra ástandi en við tókum við henni. Margrét Júlía Rafnsdóttir, um- hverfisfræðingur og grunnskólakenn- ari, fjallaði um alþjóðlegar áherslur og áherslur í aðalnámskrá. Sam- kvæmt Dagskrá 21 eiga þjóðir að end- urskipuleggja og samþætta umhverf- ismennt allri menntun og sjá til þess að námskrár og námsefni tryggi þver- faglega nálgun umhverfismenntar. Margrét segir að metnaðarfull mark- mið í þessum anda hafi verið sett fram hér á landi, en að mistekist hafi að fylgja þessu eftir með síðustu nám- skrá. Nú sé því mikilvægt að móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. Hún segir að auka þurfi samvinnu umhverfis- og menntamálaráðuneytis í þessum efnum, gæta að eftirfylgni, semja verklagsreglur um vinnuferli og koma ákvæðum Dagskrár 21 í framkvæmd. „Það þarf að breyta viðhorfi til að breyta hegðun, en það er erfitt. Það þarf að hugsa til lengri tíma og árang- urinn verður ekki metinn í prófum, heldur með athöfnum komandi kyn- slóða. Hætta er á að umfjöllun um umhverfismál sé lituð svartsýni. Við megum ekki láta þá sýn verða ráðandi í umhverfismennt, heldur benda líka á það sem vel er gert og skapa löngun til að gera betur.“ Umhverfisfræðsluráð Umhverfisfræðsluráð stóð fyrir málþinginu í gær. Ráðið var stofnað í samræmi við framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi, sem samþykkt var í ríkisstjórn og á sérstöku umhverfisþingi árið 1996. Markmið þess er að vekja almenning til vitundar um umhverfi sitt, gildi þess og mikilvægi góðrar umgengni um það. Ráðið stuðlar að fræðslu um sjálfbæra þróun og umhverfismál. Málþing um umhverfismennt Skapa þarf löngun til að gera betur FARÞEGUM sem ferðast um flug- stöðvar á Norðurlöndum hefur fjölgað að undanförnu, eftir nokkra lægð á umliðnum árum. Í frétt á vefmiðlinum janes.com segir að tilkoma lággjaldaflug- félaga hafi haft mikið að segja um fjölgun farþega í millilandaflugi á Norðurlöndum. Þannig hafi hlut- deild lággjaldaflugfélaga í heild- arfjölda farþega aukist úr um 2,9% á árinu 2002 í 6,5% á árinu 2003 og í 9,4% í fyrra. Kastrup stærstur Flestir fóru um Kastrup-flugvöll í Danmörku af flugstöðvunum á Norðurlöndunum, samkvæmt frétt janes.com. Þá var Kastrup í þrett- ánda sæti í Evrópu. Þeir sem fóru um Kastrup voru tæplega 19 millj- ónir á síðasta ári og fjölgaði þeim um 7,5% frá fyrra ári. Um Ar- landa-flugvöll í Stokkhólmi í Sví- þjóð fóru um 14,9 milljónir farþega og fjölgaði þeim um 7,6% milli ár- anna 2003 og 2004. Gardermoen- flugvöllur í Ósló í Noregi var þriðji stærsti flugvöllurinn á Norður- löndum á síðasta ári. Um 14,9 milljónir farþega fóru þar um og fjölgaði þeim um 8,9% milli ára. Flugvöllurinn í Helsinki í Finn- landi var fjórði stærsti flugvöll- urinn með um 10,7 milljónir far- þega á síðasta ári. Fjölgunin þar var 9,9% milli ára. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fóru liðlega 1,6 milljónir farþega á síðasta ári, samkvæmt upplýsing- um frá FLE. Þeim fjölgaði hins vegar mest hlutfallslega frá fyrra ári, af öllum stóru flugstöðvunum á Norðurlöndum, eða um 20%. Farþegum fjölgar í flug- stöðvum Norðurlanda                  !   "  #  $%                      &'  (    VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Á AÐALFUNDI VR voru tveir nýir kosnir í stjórn. Úr stjórn gengu tveir aðalmenn, Sigrún Baldursdóttir, sem starfar hjá Eimskip, og Kolbeinn Sig- urjónsson, sem starfar hjá Slippfélag- inu, en inn komu Eyrún Ingvaldsdótt- ir, sem starfar hjá Danól, og Margrét Sverrisdóttir hjá Nýherja. Í stjórn VR eru 15 manns og er hálf stjórnin kosin árlega til tveggja ára. Í stjórninni sitja: Gunnar Páll Pálsson, formaður, Stefanía Magnúsdóttir, Jó- hanna E. Vilhelmsdóttir, Benedikt Vilhjálmsson, Steinar J. Kristjáns- son, Gunnar Böðvarsson, Sigurður Sigfússon, Rannveig Sigurðardóttir, Bjarndís Lárusdóttir, Valur M. Val- týsson, Margrét Torfadóttir, Lykke Bjerre Larsen, Einar Karl Birgisson, Eyrún Ingvaldsdóttir og Margrét Sverrisdóttir, til vara Jón Magnús- son, Þorlákur Jóhannsson og Elín Ólafsdóttir. Tveir nýir í stjórn VR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.