Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR VESTURLAND Vesturland | Um miðjan febrúar voru nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands 550 talsins, 286 karlar og 264 konur. Tæpur helmingur, eða 47% nemenda eru á stúdents- brautum, 23% eru á iðnbrautum og 18% á almennri námsbraut. Um 97% nemenda eiga lögheimili á Vest- urlandi þar af um tveir þriðju á Akra- nesi. Á síðasta hausti tók til starfa Fjöl- brautaskóli Snæfellinga í Grund- arfirði og þar með lagðist niður fram- haldsdeild frá FVA í Stykkishólmi þar sem 15–20 nemendur stunduðu nám. Hörður Helgason segist sakna þessarar deildar. „En við samgleðjumst Snæfell- ingum og vonum að skólinn gangi vel hjá þeim. Ég býst við að við munum eiga góða samvinnu við nýja skólann og eru þegar hafnar viðræður um hana. Á sama tíma og fækkaði um þessa nemendur fjölgaði í skólanum hér á Akranesi frá árinu áður. Í haust voru nemendur 613 en eru nú 550. Við útskrifum um 40–50 nemendur á haustönn og þeir sem taka sér frí frá námi tímabundið gera það oft um ára- mót. Minna er um að nemendur hefji nám á vorönn. Því eru alltaf nokkuð færri nemendur í skólanum á vorönn- inni.“ Tvær nýjar brautir í boði næsta haust Heilmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við skólann. Húsnæði hef- ur verið stækkað og bætt við nýjum og betri skólastofum og eldri stofum breytt eða þær lagðar niður. Fimm nýjar kennslustofur voru teknar í notkun í janúar og enn aðrar verða teknar í notkun í ágúst. Í sumar verð- ur byggð tengibygging við nýja hús- næðið og gert nýtt anddyri í skól- anum. Næsta haust verða gerðar endurbætur á þeim hluta af elsta skólahúsnæðinu sem enn hefur ekki verið endurnýjaður og er gert ráð fyrir að því ljúki í janúar 2006. „Þegar öllum þessum fram- kvæmdum verður lokið verður að- staða til kennslu við FVA orðin mjög góð og aðstaða til raungreinakennslu með því besta sem gerist.“ „Nýju brautirnar, félagsmála- og tómstundabraut og tölvubraut, sem boðið verður upp á í fyrsta sinn næsta haust, eru spennandi og fyrstu við- brögð við þeim hafa verið góð. Fyrr- nefnda brautin er tveggja ára ný braut með nýrri námskrá og kjörin fyrir þá sem áhuga hafa á að vinna að félagsmálum og íþrótta- og æskulýðs- málum. Tölvubrautin er þriggja ára braut og góður undirbúningur fyrir þá sem ætla sér að læra meira á því sviði. Hægt er að bæta námi við báðar brautirnar og taka stúdentspróf.“ Heimavistin þarf að stækka Um helmingur nemenda FVA eru á bóknámsbraut til stúdentsprófs en um fjórðungur í iðnnámi. Aðsókn að iðnnámi hefur verið heldur á uppleið. Við skólann er góð aðstaða til að stunda verknám. Málmiðnaðardeild er þriggja ára braut sem menntar vélvirkja, rafiðnaðardeild sem menntar rafvirkja tekur þrjú og hálft ár, bygginga- og mannvirkjadeild menntar húsasmiði til loka. Einnig er boðið upp á fyrri hluta nám, fyrstu tvö árin, í rafeindavirkjun. „Allir nemendur skólans, hvort sem þeir eru í verknámi eða bóknámi, þurfa að taka ákveðinn kjarna. Mikil hagræð- ing er í því að geta keyrt þetta fyrir alla nemendurna og það á ágætlega saman,“ segir Hörður. Fjölbrautaskóli Vesturlands þjón- ar Vesturlandi og er boðið upp á heimavist fyrir 64 nemendur. Hörður segir mikla þörf á að fjölga plássum í 90 því nokkuð er um að nemendur ut- an svæðisins sæki um skólavist í FVA. „Það er erfitt að geta ekki orðið við þessum óskum og ég veit að nem- endum mundi fjölga við þessa stækk- un. Við eigum við annað vandamál að stríða og það er að við höfum ekki fengið nægar fjárheimildir frá yf- irvöldum fyrir auknum nem- endafjölda.“ Aukin ásókn í framhaldsskóla „Við erum vel sett með húsnæði og gætum því fjölgað nemendum og höf- um áhuga á því. Ég tel það slæmt fyr- ir svæðisskóla sem þennan að geta ekki tekið við sem flestum. Við tókum við eins mörgum og við gátum síðasta haust, en auðvitað verðum við að hafa tryggingu fyrir því að nægilegt fjár- magn sé til kennslu allra þessara nemenda. Það er greinilega meiri ásókn í framhaldsskóla um þessar mundir en gert var ráð fyrir og ráða- menn verða að taka á því. Það er líka áberandi hvað nemendur utan hefð- bundins framhaldsskólaaldurs eru að skila sér aftur í framhaldsskólana. Þótt þessir nemendur setji strik í reikninginn er þetta ánægjulegt því alltaf hefur verið hvatt til þess að þeir sem luku ekki námi á hefðbundnum tíma komi aftur.“ Félagslíf er öflugt við FVA og vel að því staðið að mati Harðar. Á haust- önn er haldin stór og mikil tónlist- arhátíð sem gott orð hefur farið af og á vorönn er árshátíð og leiksýning. Nemendur fá einingar fyrir leiklist og setu í stjórn nemendafélagsins. „Ég held þó að það sé ekki hvatinn því það er greinilegt að nemendurnir hafa gott og gaman af því að taka þátt í fé- lagslífinu og sækjast eftir því.“ Kennsluaðstaða við Fjöl- brautaskólann mjög góð Nemendum fjölgaði í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi síðastliðið haust og eru nú um 550 í dag- skóla. Skólinn er í sí- felldri uppbyggingu og þróun. Hörður Helgason skólameist- ari fræddi Ásdísi Har- aldsdóttur um starf- semina og sagði meðal annars frá tveimur nýjum námsbrautum sem boðið verður upp á næsta haust. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Góð aðstaða er til iðnnáms við FVA. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hörður Helgason skólameistari. „Gætum tekið við fleiri nemum.“ asdish@mbl.is www.fva.is Stykkishólmur | Leikfélagið Grímnir hefur sett svip á menningarlífið í Stykk- ishólmi í tæp 40 ár og á þeim tíma sett upp að með- altali eitt leikverk á ári. Nú var röðin komin að Fiðlaranum á þakinu. Í stórt er ráðist, því sýningin er fjölmenn og mikil vinna í tónlist og leiksviði. Með að- alhlutverkin fara þau Mar- grét Ásgeirsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Tryggvi leikur Tevye mjólkurpóst og skilar hlut- verki sínu með mikilli prýði og því var eðlilegt að spyrja hann hvort hann sé vanur leikari. „Nei, ég hef aldrei leikið áður,“ segir Tryggvi „því er það mikil reynsla að taka þátt í Fiðlaranum.“ Tryggvi er alinn upp í Flatey á Breiðafirði og hefur verið þar með annan fótinn síðan. „Það var mikið hlustað á útvarp heima í Flatey. Ég man að þegar ég var 11-12 var Fiðlarinn fluttur í út- varpinu. Ég hlustaði á af áhuga og dáðist mjög að leik Róberts. Þá skaut upp í huga minn þeirri hugs- un að rosalega væri gaman að leika í þessu leikriti og nú hefur draum- urinn ræst, svona er þetta.“ Tryggvi er nýfluttur til Stykk- ishólms. „Það er mér mikils virði að fá að taka þátt í Fiðlaranum. Það hefur verið frábært að kynnast öllu þessu fólki, fólki sem maður þekkti tilsýndar, en hef nú eignast marga perluvini.“ Tryggvi tók það fram að það sem hefði komið sér mest á óvart væri hvað unga fólkið hefði staðið sig vel, verið agað og staðið sig eins og hetjur. „Það fór miklu meiri tími í æfingar en ég reiknaði með. Ég hef ekki verið heill heilsu og haft næg- an tíma, en stundum hef ég vor- kennt þeim sem hafa verið í fullri vinnu til viðbótar,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Fiðlarinn á þakinu er ein viða- mesta sýning hjá Grímni. Að sýn- ingunni koma um 64 einstaklingar og þar af 44 leikarar. Allmörg hjón taka þátt í uppfærslunni og allt upp í 5 manns úr sömu fjölskyldu. Margt ungt fólk tekur þátt í sýningunni og eru leikarar á aldrinum 9 til 72 ára. Leikstjóri sýningarinnar er Ing- unn Jensdóttir. Næsta sýning verð- ur n.k. miðvikudagskvöld. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Margt ungt fólk tekur þátt í sýningunni. Á myndinni eru: Sóley, Dagný, María, Guðrún Edda og Elín Ragna. Grímnir sýnir Fiðlarann á þakinu „Ég hef eignast marga perluvini“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Tevye og Golda með dæturum sínum fimm. Að ofan: Anna Margrét, Elín Ragna, Eyrún Arnars, Margrét Ásgeirsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Sóley og Jónína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.