Morgunblaðið - 21.03.2005, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Jens Guð-mundsson fædd-
ist á Munaðarnesi í
Árneshreppi 27. maí
1912. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 9. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Gísli Jónsson, f.
28.10. 1871, d. 9.11.
1939, frá Munaðar-
nesi, og Guðlaug
Jónsdóttir, f. 16.1.
1876, d. 25.2. 1915,
frá Ingólfsfirði.
Systkini Jóns voru
Þorgeir Einar, f. 13.5. 1904, d.
23.7. 1985; Elísabet, f. 5.4. 1906, d.
11.3. 1989; Guðmann Þórarinn
Indriði, f. 25.5. 1909, d. 5.5. 2003;
Jóna Sigurey Guðrún, f. 18.8.
1910, d. 2.12. 1993; og Guðlaug, f.
19.2. 1915, d. 1970. Auk þeirra
voru þrír drengir sem dóu í
bernsku.
Jón Jens kvæntist Pálínu Sigur-
rós Guðjónsdóttur, f. 13.11. 1919,
frá Þaralátursfirði. Þau eignuðust
níu börn. Þau eru: 1) Guðlaug, f.
3.11. 1937, búsett í Reykjavík, m.
Tómas Einarsson. Hún á þrjú
börn og eitt barnabarn. 2) Guð-
mundur Gísli, f . 9.6. 1939, bóndi á
Munaðarnesi, m. Sólveig Jóns-
dóttir. Þau eiga sex
börn og tólf barna-
börn. 3) Guðjón, f.
22.5. 1942, búsettur í
Mosfellsbæ, m. Sig-
ríður Jakobsdóttir.
Þau eiga fjögur börn
og tvö barnabörn. 4)
Samúel Vilberg, f.
26.2. 1944, búsettur í
Hafnarfirði, m.
Bjarney Georgsdótt-
ir. Þau eiga fjögur
börn og sex barna-
börn. 5) Þorgerður
Erla, f. 18.11. 1946,
búsett í Borgarnesi,
m. Ágúst Skarphéðinsson, Hún á
þrjú börn og tvö barnabörn. 6)
Ragnar Sólmundur, f. 26.2. 1950,
búsettur í Hafnarfirði, m. Þórey
Guðmundsóttir. Þau eiga fimm
börn og þrjú barnabörn. 7) Anna
Sigríður, f. 25.9. 1951, búsett í
Hafnarfirði, m. Kristján J. Krist-
jánsson. Hún á tvö börn og tvö
barnabörn. 8) Jón Elías, f. 10.6.
1955, búsettur á Akranesi, m. Ant-
onia Rodrigues. Hann á fimm
börn. 9) Ólöf Brynja, f. 16.10.
1961, búsett í Hafnardal, m. Reyn-
ir Stefánsson. Þau eiga þrjú börn
Útför Jóns verður gerð frá Víði-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Elsku pabbi. Þú skilur eftir þig
stórt tómarúm í hjarta mínu, enda
vandfundinn annar eins pabbi.
Ég var yngst og var hreiðurbögg-
ullinn eins og þú orðaðir það. Sem
barn man ég aldrei eftir þér öðru
vísi en á spretti. Þú varst léttur á
fæti og kvikur og gast eiginlega
aldrei verið kyrr. Svo fljótfær og
fljóthuga að ef þú hefðir verið barn í
dag hefðir þú verið greindur ofvirk-
ur.
Þú varst ákveðinn, stíflyndur og
þurftir allaf að eiga síðasta orðið,
ekki alltaf auðveldur en það var
aldrei lognmolla í kringum þig. Og
það var allaf svo stutt í brosið og
hlýjuna. Ég er eiginlega viss um að
þú kunnir ekki að vera í fýlu. Þú
varst hreinskilinn og heiðarlegur og
kenndir mér að vera alltaf ég sjálf.
Veiðar voru þitt líf og yndi. Enda
byrjaðir þú snemma. Þið Indriði
bróðir þinn láguð fyrst saman á tófu-
greni þegar þú varst 11 ára, hann 14.
Byssan var eiginlega órjúfanlegur
hluti af þér. Enda bjargaði hún
miklu þegar þið mamma voruð að
ala upp allan barnaskarann norður á
hjara veraldar við fátækt og basl.
Það var mörg villibráðin borðuð á
þeim bænum.
Það er svo margs að minnast en
þær fjölmörgu stundir sem ég fór
með þér á mink eru ógleymanlegur
fjársjóður. Það er eiginlega ekki
hægt að lýsa þeim ham sem þú fórst
þá í. En ljóminn á andlitinu þegar
bráðin náðist sagði allt. Þú varst
náttúrubarn alveg fram í tær og
einn af þeim síðustu sem þorðir að
vera nákvæmlega þú sjálfur, hvern-
ig sem á það er litið. Ef gefa á þér
starfsheiti varstu veiðimaður fremur
en bóndi.
Það voru alger forréttindi að fá að
hafa átt þig fyrir pabba og alast upp
við bægslaganginn í þér. Ég veit að
það verður bæði sungið og hlegið
dátt hinum megin.
Þakka þér fyrir allt og guð geymi
þig.
Þín
Ólöf Brynja (Lóa).
Elsku pabbi, það er erfitt að
kveðja þig með fáum orðum. Þú
varst einstakur maður, fórst þínar
eigin leiðir í lífinu, varst alltaf þú
sjálfur, hreinn og beinn. Þú kenndir
mér frá upphafi að veraldlegir hlutir
væru einskisvirði, vera sjálfstæð í
skoðunum og gerðum í öllu sem ég
tæki mér fyrir hendur væri númer
eitt.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo m0argt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Takk fyrir allt. Guð geymi þig.
Þín dóttir
Anna.
Þá er víst kominn tími til að
kveðja þig, elsku afi. Við höfðum
fengið að vita nokkrum dögum fyrr
að nú færir þú að fara en einhvern
veginn er maður aldrei undirbúinn
fyrir svona fregn. Það er erfitt að
hugsa að nú getum við ekki lengur
heimsótt þig og heyrt þig hlæja og
gera að gamni þínu lengur. Þær eru
óteljandi minningarnar sem koma
upp í hugann, allar yndislegar og
skemmtilegar og tengjast langflest-
ar því að alast upp á Munaðarnesi
með þig og ömmu í næsta húsi, við
heyrum sönglið sem fylgdi þér alltaf
þegar þú varst að vinna eitthvað eða
dunda þér. Allar gönguferðirnar
sem þú fórst út í land að leita að
minkum, tófum eða rekavið og alltaf
stoppaðirðu í bakaleiðinni í dyrunum
heima til að segja okkur fréttir eða
fá fréttir hjá okkur, því forvitinn
varstu með meiru og varðst alltaf að
fá að vita hvað væri að gerast hjá
okkur, hver væri í símanum og hver
væri í heimsókn. Svo spjölluðuð þið
Indi saman á ykkar eigin tungumáli
fannst sumum, því þið töluðuð báðir
svo hratt og ekki fyrir alla að skilja.
Það skipti þig alltaf svo miklu máli
að eiga nóg af eldiviði til að kynda
upp bæinn. Þær voru margar ferð-
irnar sem þið amma fóruð á skekt-
unni til að sækja rekavið, svo heyrð-
um við ykkur kýta alla leiðina í land.
Þú staðhæfðir eitthvað og svo heyrð-
um við ömmu segja með ró: „Nei,
Jens minn,“ þið voruð nú ekki alltaf
sammála hjónin. Svo fór mikill tími í
að saga viðinn og raða honum inn í
fjós með mikilli natni og passa upp á
að allt væri eins og það ætti að vera.
Það var alltaf svo gott að heimsækja
ykkur ömmu í litla, fallega húsið
ykkar. Þið voruð alltaf svo ánægð að
sjá okkur, sama hversu oft á dag við
kíktum inn, alltaf var okkur tekið
með breiðu brosi og orðunum:
„Jæja, eruð þið komnar, elskurnar.“
Það var ómetanlegt veganesti að fá
að alast upp í návist ykkar, að hafa
alltaf ömmu og afa í næsta húsi ef á
þurfti að halda, sem kom nú stund-
um fyrir, eru forréttindi sem ekki
allir fá að njóta. Við viljum svona að
leiðarlokum þakka þér, elsku afi,
fyrir allt og allar minningarnar sem
við eigum um þig. Við vitum að nú
líður þér vel og eins og Biggi bróðir
orðaði það: „Nú má sko minkurinn
fara að vara sig, gamli maðurinn er á
leiðinni heim.“
Enn gisti ég mín gömlu föðurtún,
sem geyma angan löngu tíndra bjarka,
og ennþá seiðir efsta fjallsins brún,
og ennþá sé ég fyrir sporum marka.
Frá bernsku hef ég blessað tind og fjörð.
Í brimi var hér alltaf gott að lenda.
Hér sté ég fótum fyrst á þessa jörð
og finn að ég er senn á leiðarenda.
Ef finn ég anga föðurtúnin græn.
Þá fagnar vori hjartans dýpsti strengur.
En það skal vera þökk mín öll og bæn.
Og þó ég deyi, skal hann ljóma lengur.
Þá birtist mér í heiðri himinlind
öll horfin fegurð, er ég man og sakna.
Er geisladýrðin gyllir fjörð og tind,
skal gleði mín í fólksins hjörtum vakna.
(Davíð Stef.)
Guðbjörg, Bryndís og Hafrún.
Ég heyrði eitt sinn gamansögu
um bónda sem ætlaði að fara upp á
fjall að vinna greni. Er hann kemur
að greninu mundar hann haglarann
viðbúinn því að gera út af við rebba-
hjónin. Þegar hann laumast að
stekkur rebbi á móti honum og við
það hrasar bóndi afturábak með
þeim afleiðingum að það hleypur af
byssunni beint upp í loft. Til allrar
hamingju fyrir bónda var akkúrat 27
fugla gæsahópur að fljúga yfir og
hitti hann alla fuglana vegna mik-
illar dreifni á höglunum. Gæsirnar
falla niður við lappirnar á honum og
við það hopar bóndi afturábak með
þeim afleiðingum að hann dettur út í
á. Til mikillar lukku var silungatorfa
að fara framhjá og fylltist í snarhasti
skyrta bónda af ferskum silungi.
Loksins þegar bóndi kemst upp á
bakkann er skyrtan svo úttroðin að
það skjótast tvær tölur af hjá honum
en þær hitta tvær straumendur sem
voru á dóli niður ána. Bóndi var
snöggur til og greip endurnar áður
en þær flutu niður. Þegar hann snýr
sér svo aftur að greninu sér hann
tvær steindauðar og skælbrosandi
tófur en þær höfðu látist af hlátri af
öllu saman.
Þegar ég heyrði þessa sögu hugs-
aði ég: „Það er nú meira hvað þessar
sögur af afa mínum fara víða.“ Því
vitaskuld er þessi saga dagsönn. En,
jæja, afi minn, nú ætla ég að kveðja
þig, en minningin um þig mun alltaf
lifa í huga mér enda eru ófáar sög-
urnar af þér til. Ég kveð þig með
litlu kvæði sem þú kenndir mér eitt
sumarið sem ég var hjá ykkur
ömmu.
Hann pabbi er skrítinn og sköllóttur karl,
sem á skinnhúfu og tekur í nefið –.
Og bleksterkt kaffi og brennivín
er það besta, sem honum er gefið.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Kveðja.
Jóhann Gunnar.
Elsku afi, ég kveð þið með miklum
söknuði. Þú og amma hafið átt svo
stóran stað í mínu hjarta alla tíð. Ég
var ekki nema sex ára gömul þegar
ég dvaldi hjá ykkur í fyrsta sinn í
sveitinni og eftir það var ég hjá ykk-
ur á hverju sumri fram til ferming-
araldurs. Þú hafðir það á orði, afi
minn, að ég kæmi alltaf um leið og
krían á vorin og færi um leið og hún
á haustin. Þá höfðum við krakkarnir
lengra sumarfrí en tíðkast í dag. Ég
var ekki eina barnabarnið sem fékk
að vera hjá ykkur, við vorum oft þrjú
frændsystkinin saman og gekk þá
oft á ýmsu, því ekki voru híbýlin
stór, en alltaf vorum við jafnvelkom-
in.
Ég á svo margar og góðar minn-
ingar um þig, sem ég mun geyma
með mér um ókomna tíð, minningar
um sterkan og stórbrotinn mann.
Elsku amma mín, megi góður guð
styrkja þig í sorginni. Ég veit að afi
vakir yfir þér áfram eins og hann
gerði svo vel í veikindum þínum, og
vildi helst aldrei frá þér víkja.
Ásta Samúelsdóttir.
Ég kem heim, seint um kvöld, eft-
ir skokk og síminn hringir. Það er
rétt eftir miðnætti og ég svara í sím-
ann. Móðir mín er döpur, afi þú ert
dáinn. Fyrsta minning mín frá
bernsku af þér var sú að ég stal af
þér gervitönnunum. Mikið hlóst þú
þegar ég hjalaði um það hvað þær
væru vondar á bragðið. Ég bíð á
rauðu ljósi, það skjótast svo margar
minningar upp, þegar við Sivi bróðir
komum í sveitina heim til þín og
ömmu. Þú varst alltaf að bauka eitt-
hvað inni í viðarskemmu með hund-
inum þínum.
Þú bjóst til rólur fyrir okkur
barnabörnin, og við vorum svo mörg
að öll snúran hennar ömmu var þétt-
setin. Þú varst ríkur af okkur og
gleðisvipurinn frá ykkur ömmu var
svo kær. Afi þú varst síglottandi og
áttir alltaf sögur til að skemmta okk-
ur, veiðisögur, vísur og vinnusögur.
Þú liggur í sjúkrarúminu, þú afi
minn, með kertaljós við hliðina á þér
og amma sefur fastasvefni rétt hjá.
Þú ert með bros á vör, eins og þú
sért bara að grínast eins og venju-
lega, ég heyri þig í anda flissa: Hehe,
helvítis vitleysa. Dugnaður þinn og
ömmu við að koma börnunum ykkar
upp var þvílíkur, að þegar ekkert
var til í hörðustu árum, þá skaustu
sel og æðarkollur, þrátt fyrir óþökk
hinna landeigendanna og faldir í
poka, er þú labbaðir framhjá þeim.
Þú hafðir marga barnamunnana að
metta og biðu þau svöng heima. Þú
talaðir við okkur um það, tístandi
eins og þér einum var lagið, að við
mættum engum segja frá því, en nú
ertu farinn til Inda og Einars, og
eins og þú hefðir orðað það best
sjálfur þá ertu dauður og því ekkert
hægt að sakast við þig héðan af. Þú
gerðir alltaf gaman að öllu og þegar
ég veiktist af krabbameininu sagðir
þú, mér til hughreystingar: „Þú
færð hárið á kollinn aftur en ekki
ég.“
Veiðimennska þín var það sem
gerði þig að goðsögn, Jens og hosu-
klemmubyssan, sem þú gafst mér og
ég mun varðveita hana alla ævi, afi
minn. Mörg örin sem þú berð, og að
þú skyldir ekki vera dauður af öllum
þessum látum er okkur hinum hulin
ráðgáta. Við Sivi vorum níu og sjö
ára guttarnir á mink með þér. Þegar
við vorum rétt komnir framhjá
Stekkjanesi þá geltir Gosi. Þú kallar
,,minkur, minkur“ og byrjar að
skvetta bensíni á klett. Þú segir okk-
ur að setja tróð í allar holur hans en
okkur Siva líst ekki á blikuna og við
tístum um myndir úr Hollívúdd, með
hasarhetjum, og þar springi allt í
loft upp. ,,Ég hef gert þetta í 70 ár.“
Þú kveikir eld og eins og í hasar-
mynd þá varð kletturinn eldhaf.
Eldhafið varð svo mikið að við Sivi
bróðir þurftum að leggjast á grúfu,
en hvar varst þú? Amma og mamma
heyrðu hurðarskell. Tveir stjarfir,
litir labbakútar, með kúkinn í bux-
unum, labba inn og segja að afi sinn
sé klikkaður. Rétt á eftir komst þú,
afi minn. Með bros á vör og bölvaðir
yfir því að helvítis minkurinn skyldi
hafa sloppið svona auðveldlega.
Amma og mamma spurðu: ,,Jens,
hvar eru augabrýnnar þínar?“ Og þú
svaraðar um hæl og strýkur yfir
þær: ,,Hva, þær eru í fínu lagi, já, já,
í fínu lagi.“ En eins og hvað, þú hafð-
ir fá hár, þá var ekki eitt strá eftir.
Hollívúdd var bara prump, því það
þurfti ekki að fara langt til að sjá al-
vöru hasarhetju. Afi minn, þú varst
enginn Rambó eða Schwarzenegger,
þeir voru bara að reyna að vera eins
og þú. Ég fór í sveitina til ykkar
ömmu tvær jólahátíðir, 14 og 15 ára
gamall. Stráklingurinn vildi hjálpa
afa gamla og gera sem mest fyrir
hann og ömmu. Á morgnana reyndi
ég að vakna á undan þér til að
höggva eldivið í spýtnaketilinn. En
þú, afi, sást alltaf við strák og fórst
bara fyrr á fætur. Rækjukörfurnar,
sem við hjuggum saman viðinn í,
urðu líka fleiri þrátt fyrir að ég hefði
bæst inná heimilið um stundarsakir.
Því auðvitað varðst þú að höggva
jafnmikið af viði og ég gerði. Fjölg-
aði þeim úr sex í tólf. Það þýddi
heldur ekkert að geyma það, nei,
nei, afi minn, þú varðast að brenna
þessu spýtnarusli öllu saman í ein-
um grænum svo hægt væri að
höggva meira. Þú ætlaðir svoleiðis
að steikja okkur ömmu úr hita. Á
daginn var Gosa karlinum hent út,
og snæddur var hádegisverður, já,
ég man sérstaklega eftir þessu góða,
siginn fiskur og selspik. Svo flat-
möguðum við á horneldhúsbekknum
í sameiningu, og hlustuðum á frétt-
irnar.
Ég stend upp frá sjúkrarúminu og
horfi til þín. Þú hugsaðir svo fallega
um ömmu þegar hún veiktist, barst
hana svo uppi. Hún hafði fylgt þér í
gegnum lífsins sjó og nú var komið
að þér að fylgja henni. Þegar ég fór
niður í bæ með þig og ömmu í hjóla-
stólnum til að kaupa rjómaís, hvað
þú varst alltaf að passa að henni yrði
ekki kalt og brýndir fyrir mér að aka
ömmu varlega um í stólnum því hún
gæti ekkert sagt neitt hvort hún
væri hrædd. Raggi frændi labbar
með mér út og við kveðjumst.
Ég kynntist þér í bara stuttan
tíma. Ég upplifði þig sem hið mesta
hörkutól, en þegar þú varst yngri
varstu hetja. Þú ert átrúnaðargoðið
okkar afastrákanna, þú kenndir okk-
ur að veiða. Ég fékk húmorinn og
flissið þitt sem skín í hjartanu mínu,
við fengum það öll. Ef einhver er töff
þá ert það þú. Ég kveð þig með tár-
um og söknuði, elsku afi minn. Ég er
stoltur að heita í höfðið á þér. Afi, þó
svo að englarnir hafi vængi þá í
guðsbænum hegðaðu þér.
Páll Jens Reynisson.
JÓN JENS
GUÐMUNDSSON
Fleiri minningargreinar um Jón
Jens Guðmundsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Pálína, Kári
og Harpa; Sara Anne, Rakel og
Samúel Pétur Birgisbörn; Valgeir
Benediktsson, Hrefna Þorvalds-
dóttir; Gunnsteinn Gíslason.
Ástkær faðir okkar,
REYNIR GÍSLASON,
Víðihlíð,
Grindavík,
lést fimmtudaginn 17. mars.
Kjartan Reynisson, Ásta Sigfúsdóttir,
Sigrún Erla Reynisdóttir,
Ragna Sigríður Reynisdóttir,
og barnabörn.
Systir okkar,
ÁRNÝ HULDA STEINÞÓRSDÓTTIR,
Freyjugötu 30,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 18.
mars. Jarðarförin auglýst síðar.
Gréta Steinþórsdóttir,
Hilmar Steinþórsson
og aðstandendur.