Morgunblaðið - 21.03.2005, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri - Clint Eastwood
Besta Leikkona - Hillary Swank
Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman
Kvikmyndir.isDV
H.J. Mbl.
Tilnefnd til 3
Óskarsverðlauna
Óperudraugurinn
Heimsins stærsti
söngleikur birtist
nú á hvíta tjaldinu
í fyrsta sinn!
Mynd eftir Joel
Schumacher.Byggt á söngleik
Andrew Lloyd Webber.
Með Íslandsvininum, Gerard Butler
(Bjólfskviða), Emmy Rossum (Mystic River) ,
Miranda Richardson og Minnie Driver
Með tónlist eftir Sigur Rós!
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes
Anderson, framleiðenda Royal
Tenenbaums með Bill Murray, Owen
Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu
Huston í aðalhlutverkum.
i
, l i l
ill ,
il , l j li
í l l .
LIFE AQUATIC KL. 5.30-8-10.30. B.I. 12
PHANTHOM OF THE OPERA KL. 6-9 B.I. 10.
LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 6-8.
MILLION DOLLAR BABY (4 Óskarsv.) KL. 5.30-8-10.30. B.I. 14.
THE AVIATOR (5 Óskarsv.) KL. 10 B.I. 12
RAY (2 Óskarsv.) KL. 6 - 9 B.I. 12
Bráðfyn
Tenenb
M.M. Kvikmyndir.com
Ó.H.T. RÁS 2
in a new comedy by
Wes ANDERSON
Hringrás óttans
hefur náð
hámarki
Heimsfrumsýnd samtímis í USA og á Íslandi
Tryllingslegt framhald "The Ring"
Samara er komin aftur á kreik. Þorið þið í hana?
Brjálæðislegur spennuhrollur sem fær hárin til að rísa...aftur.
DV
D
B
íómyndir japanska
meistarans Akira
Kurosawa eru í hópi
þeirra sem hringsóla
hálfu árin í litlu bíó-
unum í latínuhverfinu í París. Eru
myndir hans og annarra meistara
gjarnan sýndar í klösum og kallað
festival. Um þessa atburði og ann-
að bíólíf í háborg kvikmynda-
menningarinnar er Pariscope
besta heimild. Fæst hjá öllum
blaðasölum og kemur út á mið-
vikudögum. Svo er líka hægt að
rangla bæklingslaus um bíógöt-
urnar, til dæmis rue des Écoles,
sem liggur út frá Boulevard St
Michel, og athuga hvað er verið að
sýna.
Það er ekki hægt að gera þær
kröfur til listaverks að það sé upp-
lífgandi, en þegar svo hittist á er
sérstaklega gaman að lifa. Endur-
fundirnir við Sjö samúræja, fræg-
ustu mynd Kurosawa, urðu sér-
stakt efni ánægju og umhugsunar.
Nú var myndin enn stórkostlegri
en við fyrstu sýn, endur fyrir
löngu, og einhver áhrifamesta bíó-
upplifun sem hægt er að hugsa
sér. Enda er hún eitt af helstu
meistaraverkum kvikmyndasög-
unnar og hefur valdið straum-
hvörfum hjá meisturum handan
við höfin eins og Francis Ford
Coppola og Sergio Leone.
Það sem hrindir atburðarásinni
af stað í Sjö samúræjum eru ráns-
ferðir stigamanna í fátækt sveita-
þorp. Bændur setjast á rökstóla
um hvað sé til varnar og halda svo
í leit að samúræjum til að verja
þorpið. Skilyrði er að þeir séu
nógu svangir, því ekkert er í boði
að launum annað en daglegt
brauð, þeas hrísgrjón.
Í fyrsta hluta myndarinnar, leit-
inni að samúræjunum, er mikið af
bráðfyndnum atriðum með góðu
ívafi fáránleikans. Þar er líka upp-
taktur að miklum mannlýsingum,
en ekki síst þær eru aðalsmerki
myndarinnar. Einnig sá djúpi
húmanismi sem einkennir verk
Kurosawa og upplífgandi boð-
skapur um að það sé hægt að gera
eitthvað í málunum þegar sundin
virðast lokuð. Svipaður boðskapur,
en allt öðru vísi á borð borinn, er
líka í myndinni hans, Ikiru (Að
lifa) - sem fjallar um myglað
möppudýr á borgarskrifstofunni í
Tókíó. Hann kemst að því að hann
á skammt ólifað og finnur leið til
að gera lífið þess virði að hafa lifað
því þegar hann lætur búa til lysti-
garð handa börnum í einu fá-
tækrahverfinu. Ikiru er gerð á
svipuðum tíma og Sjö samúræjar
(1954) og Kurosawa alveg á toppn-
um.
Sjö samúræjar er svomögnuð mynd að það mámeð góðum árangri notahana sem eina af uppi-
stöðunum í skáldsögu. Síðasti
samúræjinn (The Last Samurai)
heitir nýleg skáldsaga eftir Helen
deWitt. Hún fjallar um dásamlegt
par, ofvitann Ludo, sex ára og Sy-
billu, sérvitra móður hans, sem
horfa á Sjö samúræja kvölds og
morgna. Ludo les reyndar Njáls
sögu líka, og á milli leitar hann að
föður sínum, sjö saklausum mönn-
um til mikillar undrunar. Þetta er
nú bók sem bragð er að og kennir
okkur með hjálp samúræjanna
ódauðlegu lexíu um sérstöðu
barna. Og lexíu um gildi þess að
hafast að, í anda Kurosawa.
B í ó k v ö l d í P a r í s
Bíókvöld með
samúræjum
Úr perlu Kurosawa, Sjö samúræjar.
Mexíkóska leikkonan Salma Hayek þarf að fita sig rækilega
fyrir næsta hlutverk sitt. Myndin er
byggð á sönnum atburðum, heitir
Lonely Hearts, og segir frá raðmorð-
ingja, geðveilli konu sem átti við of-
fituvanda og kynlífsfíkn að stríða.
Konan hét Martha Beck en ásamt
Raymond Martinez Fernandez tældi
hún fórnarlömb sín með því að svara
auglýsingum í einkamáladálkum dag-
blaða á 5. ára-
tug síðustu
aldar.
Þykir
hlutverk
Hayek svipa svolítið til hlutverksins
Clarlize Theron í Monster, sem færði
henni Óskarsverðlaun. Að sögn
Imdb.com hefur Hayek verið fyr-
irskipað af framleiðendum mynd-
arinnar að bæta á sig drjúgum
skammti af aukakílóum, sem þó
munu vart duga til og því má ætla
að hún verði í gervi einnig.
John Travolta, Dan Byrd og
James Gandolfini (Tony Sopr-
ano) hafa einnig tekið að sér
hlutverk í myndinni.
Claudia Shiffer hef-ur afþakkað boð
frá Quentin Tarantino
um að leika í næstu
mynd hans. Ástæðan
er sú að hún vildi ekki
spæla eiginmann sinn,
sem er leikstjóri. Tarantino
á að hafa beðið fyrirsætuna
heimsfrægu um að vinna með
sér í ónefndu verkefni í framtíð-
inni en hún tjáði blaðamönnum
Empire að hún vildi frekar vinna
með eiginmanni sínum Matthew
Vaughn, sem er lítt þekktur og á
m.a. að baki myndina Layer Cake.
„Mér liði eins og ég væri að halda
framhjá manninum mínum ef ég
myndi leika í mynd eftir annan mann.
Matthew yrði líka fyrir svo miklum
vonbrigðum með mig.“
Paris Hilton hefur verið sökuð umað hafa valdið því að gamli kær-
astinn hennar Nick Carter á orðið við
áfengisvanda að stríða. Vinir hans
hafa lýst yfir við bandarísk götublöð
að hún hafi farið verulega illa með
hann og skilið hann eftir í sárum er
hún lét hann róa í fyrra. Skilnaðurinn
hefði leitt til þess að hann leitaði
huggunar hjá Bakkusi og sé ekki enn
búinn að ná sér eftir áfallið. „Hann er
enn þá í ástarsorg og bað hana nýver-
ið um að snúa til sín aftur en hún vill
bara halda áfram að leika lausum
hala.“ Carter, sem er 25 ára, var á
dögunum gripinn ölvaður undir stýri,
missti bílprófið og á yfir höfði sér
fjársekt.
Ozzy Osbourne segir að sonurhans Jake skammi hann reglu-
lega fyrir að spila tónlist of hátt.
Þetta segir Ozzy dæmigert fyrir
heimilislífið hjá Osbourne-fjölskyld-
unni, krakkarnir séu alltaf að
skamma foreldrana fyrir það að vera
með of mikinn hávaða, ólíkt því sem
gerist hjá öðrum fjölskyldum. „Hann
spyr mig alltaf hvers vegna ég þurfi
að spila þetta svona hátt og ég segi
honum að ég sé búinn að hlusta á
þessa tónlist, svona hátt, frá því áður
en hann fæddist.“
Fólk folk@mbl.is
Eftir Steinunni Sigurðardóttur