Morgunblaðið - 21.03.2005, Page 36

Morgunblaðið - 21.03.2005, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 21. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÚTLIT er fyrir milt og öðru hverju vætusamt veð- ur um páskana með suðlægum áttum, að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands. Helga segir að ágætlega ætti að viðra til úti- vistar en óvissa geti verið um skíðafærið ef hlýind- in haldi áfram. Mjög hlýtt var á landinu í gær. Á skírdag er gert ráð fyrir suðaust- lægri átt, skýjuðu og þurru en vax- andi vindi um land- ið sunnan og vest- anvert. Á föstudaginn langa og laugardag verða áfram suð- lægar áttir en geta snúist í austanátt. Rigning verður öðru hverju, einkum sunnanlands, en að mestu þurrt um landið norðaustanvert. Helga seg- ir langtímaspám bera ágætlega saman um að á laugardag sé lægð aftur væntanleg að landinu með vætu og hlýindum. Því megi ekki vænta mikilla breytinga frá því á páskadag og annan í páskum. Mest 14 stiga hiti í gær Hlýtt var yfir landinu í gær, pálmasunnudag. Hæstur mældist hitinn 14 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi, Sámsstöðum í Fljótshlíð og Seyðisfirði. Á Hallormsstað fór hitinn í 13 stig og 12 stig sáust á mælum Veðurstofunnar í Reykjavík, Straums- vík, Þykkvabæ og á Akureyri. Morgunblaðið/Ómar Milt veður um páskana IÐKENDUR hjólabretta- og línuskautaíþrótta fengu lang- þráða aðstöðu til æfinga þegar nýr hjólabrettagarður var opn- aður í Héðinshúsinu við Seljaveg í Reykjavík á laugardag. Hjóla- brettagarðurinn er að hluta til á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur (ÍTR), sem greiðir leigu en umsjón með garðinum hafa áhugamenn um hjólabrettaiðkun. Þegar blaðamaður heimsótti hjólabrettagarðinn í gær var ljóst að gríðarleg eftirspurn hef- ur verið eftir þessu tóm- stundaúrræði undanfarið, en á fimmta tug ungra hjóla- brettaþeysara fór hamförum í garðinum, þar sem hver fermetri er nýttur til hins ýtrasta. „Strákarnir eru búnir að vera að byggja þetta í allan vetur,“ segir Róbert Ingimarsson, einn af áhugamönnum um hjóla- brettaiðkun sem hjálpa til við umsjón. „Það var hérna „park“ í fyrra sem verslunin Smash borg- aði fyrir. Svo nú í haust, þá tóku þeir allan viðinn sem var búið að fara með í Sorpu og komu með hann hingað aftur og byrjuðu að smíða. Við erum búnir að nýta okkur þessar aðstæður eins og hægt er. Strákarnir eru búnir að ná fram hámarksnýtingu á þessu plássi.“ Helstu notendur eru unglingar á aldrinum 10–15 ára, en að- spurðir segja þeir mikið fagn- ánægðir með þetta nýja úrræði og þakklátir ÍTR og framtaks- sömum ungum hjólabrettamönn- um. eina er að þetta hefði alveg mátt koma fyrr og vera varanlegra,“ var þó viðkvæði nokkurra ungra drengja, sem kváðust samt afar aðarefni að fá æfingaaðstöðu inn- anhúss, enda sé búin að vera mikil úrkomutíð og lítið hægt að æfa sig utanhúss á veturna. „Það Hjólabrettagarður opnaður í Héðinshúsinu Kom sér vel enda mikil eftirspurn Morgunblaðið/Eggert MÖGULEGT er að framhaldsskóli taki til starfa á Siglufirði með tilkomu jarðganga milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar en þingmenn lýstu þeirri hug- mynd sinni á fundi þar þegar Sturla Böðvarsson kynnti nýja framkvæmdaáætlun vegna ganganna. Fyrsti bekkur gæti tekið til starfa haustið 2006 og þegar göngunum verður lokið, í árslok 2009, yrði kominn þar framhaldsskóli sem næði til allra bekkjardeilda. Þingmennirnir Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, og Birkir Jónsson, Siglfirðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, lýstu þessum möguleika og sagði Halldór Blöndal að framhaldsskóli út með Eyjafirði væri gamalt baráttumál og hefði alltaf tengst þessari framkvæmd. Kvaðst hann hafa lýst því yfir á Alþingi að fyrsti bekkur framhaldsskóla tæki til starfa á Siglufirði haustið 2006 og stefna ætti að því að þegar göngin væru komin í gagnið yrði kominn þar framhaldsskóli sem tæki til allra bekkjardeilda. Birkir Jónsson sagði að hvergi annars staðar hér á landi væri yfir fjögur þúsund manna byggð- arlag þar sem ekki væri hægt að stunda fram- haldsmenntun. Sagði hann að stefna ætti óhikað að þessu marki um leið og göngin væru gerð, þetta myndi gjörbreyta ásýnd sveitarfélaganna við ut- anverðan Eyjafjörð. Stefna beri að fram- haldsskóla á Siglufirði  Stór dagur/18 eitthvað sé gert þá séu mörg dæmi þess að starfsmennirnir séu farnir úr landi og búnir að skila umbeðnu verki. Enn engin niðurstaða yfirskattanefndar Þorbjörn bendir á að enn sé ekki komin niðurstaða hjá yfir- skattanefnd varðandi skattamál erlendra starfsmanna sem komi til landsins í gegnum starfs- mannaleigur. Fyrirtækin geri ágreining um túlkun laga og reglna og takist þannig að þæfa mál. Á meðan vinni þessir starfsmenn sína vinnu eins og ekkert hafi í skorist. „Það er synd að þetta sé svona ennþá því Impregilo hefur tekið verulega á sínum málum og er með atvinnuleyfi fyrir alla sína starfsmenn,“ segir Oddur. Þorbjörn Guðmundsson seg- ist ekkert skilja í þeim seina- gangi sem birtist hjá löggæsl- unni fyrir austan. Félags- málaráðherra og Vinnumála- stofnun hafi gefið út þær yfirlýsingar að ólögleg atvinnu- starfsemi verði stöðvuð en eftir því virðist ekki vera unnið á öll- um stöðum. Hingað komi fjöldi manna í gegnum erlendar starfsmannaleigur og geti unnið hér „á svörtu“ vikum og mán- uðum saman, án þess að yfirvöld aðhafist nokkuð. Loksins þegar FJÓRIR Lettar, sem verkalýðs- hreyfingin og Vinnumálastofnun hafa bent á að séu ekki með at- vinnuleyfi hér á landi, eru enn að störfum við Kárahnjúkavirkj- un. Oddur Friðriksson, aðal- trúnaðarmaður á virkjunar- svæðinu, segist vera orðinn langþreyttur á því að ekkert gerist í málinu hjá embætti sýslumanns á Seyðisfirði og undir það tekur Þorbjörn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, sem segist ekkert skilja í seinaganginum hjá lög- reglu. „Regluverkið hjá okkur er allt of seinvirkt,“ segir Oddur en meira en mánuður er liðin síðan löggæsluyfirvöldum var bent á að Lettarnir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfis. Þeir hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni sem og forráðamenn GT-verk- taka. Oddur segir að þrátt fyrir þetta haldi mennirnir störfum sínum áfram, en þeir hafa ekið rútum á virkjunarsvæðinu. Leita á náðir Impregilo Þegar rætt var við Odd í gær var hann að útbúa bréf sem stíl- að var á Impregilo, en GT-verk- takar eru undirverktaki Ítal- anna. Ætlar Oddur að leita eftir aðstoð Impregilo við að stöðva þá ólöglegu starfsemi sem verkalýðshreyfingin segir fram fara hjá þessum undirverktaka. Lettar án atvinnuleyfis enn að störfum við Kárahnjúka Samiðn skilur ekki seinagang lögreglu Morgunblaðið/ÞÖK Nú er svo komið að yfirtrúnaðarmaður leitar til Impregilo eftir að- stoð við að stöðva meinta ólöglega starfsemi hjá undirverktaka.  Vinna/4 ÓLAFUR Elíasson lagði á dög- unum til átta verk á uppboð til styrktar skólastarfi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Fimmtíu danskir lista- menn gerðu slíkt hið sama og söfnuðust samtals 5,7 milljónir ís- lenskra króna. Þar af fengust 3,6 milljónir króna fyrir verk Ólafs. Að sögn danska blaðsins Politiken vakti uppboðið ekki síst athygli vegna þátttöku Ólafs enda væri hann með þekktustu mönnum í hinum al- þjóðlega listheimi um þessar mundir. Það var fyrirtækið Ewiket Lehibret sem gekkst fyrir upp- boðinu en það hefur á tíu ára tímabili fengið átta hundruð börn og annan eins fjölda full- orðinna í Addis Ababa til að hefja skólagöngu. Peningarnir sem söfnuðust nú gera það að verkum að fyr- irtækið getur byggt skóla í Eþí- ópíu, sem er eitt af fátækustu löndum Afríku. Ólafur fer innan skamms til Eþíópíu til að kynna sér fram- kvæmdir við skólann, auk þess sem hann mun taka ljósmyndir fyrir Unesco í norðurhluta landsins. Ólafur styrkir skólastarf í Eþíópíu MIÐASALA á tónleika rokksöngvarans Roberts Plant fór stórvel af stað á laugardag. Vel yfir þrjú þúsund miðar höfðu selst í gær og aðeins voru nokkur hundruð eftir í stæði. Plant var söngvari hinnar dáðu bresku rokksveitar Led Zeppelin en á einnig að baki tuttugu ára sólófer- il. Að sögn Gríms Atlasonar, annars skipuleggj- enda tónleikanna, mun Plant syngja lög af öllum ferli sínum, þ. á m. gamla Led Zeppelin slagara. Hann mun einnig kynna nýja plötu sína, Mighty Rearranger, sem dreift verður hérlendis í maí. Í dag fer fyrsta lagið af plötunni, Shine It All Around, í spilun á Rás 2, en í því segir Grímur að sé „gott grúv“. /30 Plant vinsæll ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.