Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TILBOÐ Á PRENTLAUSNUM FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
Lægri rekstrarkostnaður og hraði í fyrirrúmi
������� ��� � ���������� �� � ��� ��������� � ���� ��� ���� � ��������������
Canon iR1210
Lítil og nett ljósritunarvél
12 eintök á mín.
Afritar A4 - A5.
Stækkar í 200%.
Minnkar í 50%.
250 blaða pappírsskúffa.
100 blaða framhjámatari.
Aukabúnaður: Prentaratengi.
USB og Paralell. Matari.
Tilboðsverð 64.900 kr.
Listaverð 79.900 kr.
Canon L400
Faxtæki fyrir stærri fyrirtæki
Fax, ljósritunarvél og prentari.
Prent- og ljósritunarhraði:
14 bls. á mín.
Mótald: 33.6K bps (Super G3).
Arkamatari: 50 bls.
Blaðabakki: 250 bls.
Prentbakki: 50 bls.
Tilboðsverð 64.900 kr.
Listaverð 79.900 kr.
Canon BIJ1300
Hraður og hagkvæmur bleksprautuprentari
A4 litaprentari.
Mikil gæði: 2400 x 1200 punkta upplausn.
Hraðvirkur: 20 síður svart, 12 síður lit (A4).
Hagkvæmur - Stök blekhylki.
Arkamatari: 100 bls.
Bakki: 250 bls.
Tilboðsverð 49.900 kr.
Listaverð 69.900 kr.
Söluaðilar um land allt.
Síminn er 569 7700 og netfangið er
prentlausnir@nyherji.is
STEFNA menntamálaráðuneyt-
isins er að stytta framhaldsskólann í
þrjú ár. Helstu rökin eru þau að við
viljum ekki vera öðru-
vísi en allir aðrir í
heiminum og að þjóð-
félagslega sé hag-
kvæmt að stytta nám-
ið. En tvær hliðar eru
á hverju máli. Skoðum
þetta nú nánar.
Þroski og
frumkvæði
Oft heyrum við út-
lendinga segja hve ís-
lensk ungmenni séu
þroskuð, þau sýni
frumkvæði, séu úr-
ræðagóð og fram-
takssöm. Í samanburði
við þau eru skandinav-
ískir frændur þeirra
eins og smábörn sem
hanga í pilsfaldi
mömmu sinnar.
Varla stafar þessi
munur af erfðafræði-
legum eiginleikum ein-
um. Miklu frekar er
það afleiðing þess að
íslenskum unglingum
er gefið tækifæri til að
taka þátt í atvinnulífi
frá unga aldri. Með at-
vinnuþátttöku sinni
læra þeir kannski
margfalt meira en
jafnaldrar þeirra í
Evrópu, sem sitja bara á skólabekk
og útskrifast úr háskóla hálfþrítugir,
án þess nokkurn tímann að hafa ver-
ið í launaðri vinnu.
Grunnskóli versus
framhaldsskóli
Stytting framhaldsskólans í því
formi sem fyrirhugað er mundi óhjá-
kvæmilega lengja skólaárið enn.
Með því skerðast möguleikar ung-
linganna á atvinnuþátttöku og þeir
fara á mis við þann þroska sem slík
þátttaka veitir þeim. Óhjákvæmilegt
væri einnig að sleppa mörgu sem nú
er kennt í framhaldsskóla. En hug-
myndir hafa verið uppi um að færa
hluta námsefnisins yfir í grunnskóla.
Þetta þykir mér varhugavert. Mjög
fáir grunnskólakennarar eru með
víðtæka sérhæfingu í einhverju fagi
og því ekki útséð hvernig þeir geti
kennt námsefni framhaldsskólanna.
Ekki má heldur gleyma að nú þegar
er hluti grunnskólanema í mestu
vandræðum með námsefnið.
Umbúðir eru ekki
sama og innihald
Lítið hefur reyndar verið rætt um
innihald framhaldsskólanámsins og
fullyrði ég hiklaust og Ísland hafi
vinninginn fram yfir nágrannalönd-
in. Hér læra nemendur miklu betur
hvernig á að læra, þeim er leiðbeint í
vísindalegum vinnubrögðum og
gagnrýnni hugsun. Þeir stúdentar
sem stundað hafa nám-
ið vel eru því mjög vel
undirbúnir fyrir fram-
haldsnám á há-
skólastigi.
Háskólanámið sækist
þeim vel ef þeir yfirleitt
hafa áhuga á og hæfi-
leika til framhalds-
náms. Sömu sögu er að
segja um iðnnámið. Ís-
lenskir iðnaðarmenn fá
mjög góða menntun og
eru sérfræðingar hver á
sínu sviði.
Félagsþroski er
allra mikilvægastur
Að taka tillit til ann-
arra, ljá sjónarmiðum
annarra eyra er allri
þekkingu æðra. Fjög-
urra ára nám býður upp
á möguleika á fjöl-
breyttu félagsslífi sem
er ómetanlegt fyrir
þroska unglinganna og
sem þeir búa að alla
sína ævi. Í félagslífi
lærast einnig fund-
arsköp og ýmislegt
annað sem er gott vega-
nesti út í lífið. – Því mið-
ur er erfitt að finna
reiknilíkan þar sem
fram kemur sá ávinn-
ingur sem af þessu hlýst.
Ef pólitísk ákvörðun er tekin um
fækkun heildarfjölda skólaáranna
fyndist mér nær að stytta grunn-
skólann og það af mörgum ástæðum.
– Mér er þó ljóst að vegna skiptingar
kostnaðar er það auðveldara á
blaðinu að stytta framhaldsskóla en
grunnskóla. En kapp er best með
forsjá. Betra er að undirbúa breyt-
ingarnar vel og þurfa svo ekki að sjá
eftir neinu.
Ekki er allt gott sem útlent er
Hér að lokum nokkur orð um sam-
ræmdu stúdentsprófin: Þegar ég
starfaði við menntaskóla í Finnlandi
töldum við kennararnir að helsta
hindrun á vegi skólaþróunar væri
samræmdu stúdentsprófin. Þess
vegna dáðist ég að íslenska kerfinu
sem skapaði skólunum möguleika á
að marka sér sérstöðu, auka skilning
nemenda í staðinn fyrir ítroðslu á
þekkingaratriðum. Nú hafa Íslend-
ingar einnig kastað þessu á glæ. Rís
enginn íslenska módelinu til varnar?
Til varnar ís-
lenska módelinu
Marjatta Ísberg fjallar um
íslenska menntastefnu
Marjatta Ísberg
’Með atvinnu-þátttöku sinni
læra þeir
kannski marg-
falt meira en
jafnaldrar
þeirra í Evrópu,
sem sitja bara á
skólabekk og út-
skrifast úr há-
skóla hálfþrí-
tugir …‘
Höfundur hefur kennararéttindi á
grunnskóla- og framhaldsskólastigi
bæði í Finnlandi og hér á landi.
SAMTÖK atvinnulífsins bentu
nýlega á að IMD viðskiptaháskól-
inn í Sviss telur Ísland samkeppn-
ishæfustu þjóð Evrópu
og spyrja hvort við
viljum vera það áfram.
Virtum hagfræð-
ingum, eins og t.d.
Paul Krugman dálka-
höfundi hjá New York
Times og John Kay
dálkahöfundi hjá Fin-
ancial Times, finnst þó
mat á samkeppnishæfi
þjóða lítilvægt.
Þeir benda á að mat
á samkeppnishæfni sé
ónákvæmur mæli-
kvarði. Tveir aðilar í
heiminum gefa út slíkt
mat, IMD sem Samtök atvinnulífs-
ins vitna í og World Economic
Forum, sem Iðntæknistofnun er í
samstarfi við, og ber þeim ekki
alltaf vel saman. T.d. er Ísland nú
efst af Norðurlöndunum sam-
kvæmt IMD, en neðst samkvæmt
World Economic Forum.
Áhersla á samkeppnishæfni get-
ur einnig leitt til rangrar ákvarð-
anatöku meðal ráðamanna því
þjóðir keppa ekki á sama hátt og
fyrirtæki. T.d. ef meira er drukkið
af Kók eru líkur á því að minna sé
drukkið af Pepsi. En ef lífskjör
batna í Bandaríkj-
unum eru ekkert
meiri líkur á því að
þau versni í Evrópu.
Lífskjör miðast við
hagvöxt, ekki hagvöxt
miðað við aðrar þjóð-
ir. Keppni í að hækka
samkeppnishæfni hef-
ur því oft miðað við
að styrkja útflutnings-
greinar á kostnað inn-
lendra greina, en
framleiðniaukning í
innlendum greinum er
ekkert síður mikilvæg
til að byggja upp lífs-
kjör. Þannig er t.d. framleiðni-
aukning í byggingariðnaði jafnmik-
ilvæg fyrir Íslendinga og
framleiðniaukning í sjávarútvegi
enda um svipað stórar atvinnu-
greinar að ræða.
Hagfræðingarnir hafa bent á að
í raun sé mat á samkeppnishæfni
aðallega mat á því hversu líkar
þjóðir eru Bandaríkjunum, sem
iðulega verma toppsætið.
Þeir benda á að raunveruleikinn
sé bestur við samanburð þjóða og
besti mælikvarðinn sé þjóðarfram-
leiðsla á vinnustund (hvað þjóðin
hefur á tímann). Þar er Ísland í
fallsæti meðal vestrænna þjóða (sjá
mynd).
Slæma stöðu Íslands má kannski
rekja til næsthæsta hlutfalls ófag-
lærðra á vinnumarkaði meðal
EES-ríkja, lægsta hlutfalls há-
skólamenntaðs ungs fólks meðal
Norðurlandanna, einhverra skuld-
settustu heimila í heimi og að
hreinn sparnaður landsmanna er
um einn tíundi af því sem hann var
fyrir áratug.
Líkja má mati á samkeppn-
ishæfni við mat góðs íþrótta-
fréttaritara á því hvaða lið muni
vinna deildina, en þjóðarfram-
leiðslu á vinnustund við hvaða lið
hefur flest stig í lokin.
Það er svo mat hvers og eins
hvort er mikilvægara.
Áfram í úrvalsdeild?
Guðmundur Örn Jónsson
fjallar um samkeppnishæfni
þjóða ’Áhersla á samkeppn-ishæfni getur einnig
leitt til rangrar ákvarð-
anatöku meðal ráða-
manna því þjóðir keppa
ekki á sama hátt og fyr-
irtæki.‘
Guðmundur Örn
Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
Þjóðarframleiðsla á vinnustund miðað við Bandaríkin (%).
Fagmennska í fyrirrúmi