Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 60

Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Nýjar umbúðir HÓPUR kvikmyndatökumanna og dagskrárgerðarmanna frá BBC 2 er staddur hér á landi til að taka upp efni í þáttaröðina Top Gear, sem fjallar um bíla og bílamálefni. Þátturinn hefur að meðaltali áhorf um fimm milljóna manna í Bretlandi og er auk þess sýndur víða um heim í gervihnattasjón- varpi. Hingað kom hópurinn til að fjalla um þrjár gerðir sport- bíla og fóru upptökur fram við Bláa lónið, Nesjavelli og í Hval- firði. Þess má vænta að þátturinn sem tekinn er upp hér á landi verði sýndur um miðjan júní. Top Gear tekur upp á Íslandi  Með Top Gear/B2 LÍKUR eru á því að meðalraun- ávöxtun eigna lífeyrissjóðakerfisins í landinu hafi verið 10,5% á árinu 2004. Það er þriðja besta árið hvað raunávöxtun á eignum lífeyrissjóð- anna snertir frá upphafi, samkvæmt upplýsingum Landssamtaka lífeyr- issjóða. Ávöxtun hefur einungis verið betri árin 1999 þegar raunávöxtunin var 12% og árið 2003 þegar hún var 11,3% hjá sjóðunum öllum að með- altali. Þó að ávöxtun tveggja síðustu ára sé jafn góð og raun ber vitni, 10,5% í fyrra og 11,3% árið 2003, er meðalávöxtun fimm síðustu ára ein- ungis 3,05%, sem er aðeins undir því marki sem sett er í lögum um lífeyr- issjóði, en þar er miðað við að sjóð- irnir ávaxti fé sitt um 3,5% á ári. Það stafar af því að árin þrjú þarna á milli, 2000–2002, eru jafnframt þau verstu í sögu lífeyrissjóðanna, en þá var ávöxtun neikvæð öll árin. Þó er mjög mismunandi eftir sjóð- um hvaða ávöxtun þeir ná frá ári til árs. Þannig eru sumir sjóðirnir vel yfir þessu 3,5% marki þegar horft er til síðustu fimm ára og aðrir talsvert undir því. Þannig er Lífeyrissjóður sjómanna með bestu ávöxtunina í fyrra af þeim sjóðum sem birt hafa ársreikninga sína samkvæmt upplýsingum Landssamtaka lífeyris- sjóða eða með 16,3% ávöxtun á síðasta ári og 5,65% þegar horft er til fimm síð- ustu ára, en sjóðurinn sameinast líf- eyrissjóðnum Framsýn um næstu mánaðamót í Gildi lífeyrissjóði. Samvinnulífeyrissjóðurinn var með litlu lægri ávöxtun eða 15,5% í fyrra og er meðalávöxtunin síðustu fimm árin enn hærri eða 6,1%. Lífeyris- sjóður verslunarmanna, næststærsti lífeyrissjóður landsins, var með 12% raunávöxtun í fyrra og 4,1% að með- altali síðustu fimm árin. Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda er með 4,55% ávöxtun að meðaltali síð- ustu fimm ár, Sameinaði lífeyrissjóðurinn – en báðir þessir sjóðir eru á meðal stærstu lífeyris- sjóða landsins – var með 6,7% raunávöxtun í fyrra og meðalávöxtunin síð- ustu fimm árin er nei- kvæð um 0,1%. Þegar horft er á ávöxt- un lífeyrissjóðana enn lengra aftur í tímann eða síðustu tíu árin þá er hún hins vegar talsvert hærri en umrædd 3,5% í lögunum. Síðustu tíu árin er ávöxtunin þannig 5,63% og ef horft er allt aftur til ársins 1991 er meðalávöxtunin 5,9%. Raunávöxtun lífeyrissjóða var 10,5% árið 2004 Þriðja hæsta ávöxt- un í sögu sjóðanna Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is      % ' % ' 3% 9 5 9'/ 9'' 9'4  HAUKAR urðu Íslandsmeistarar í hand- knattleik karla þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum í gærkveldi þegar þeir báru sigurorð af Vestmannaeyingum 28–24 og unnu þar með viðureignina við þá 3–0. Segja má að Haukar beri höfuð og herðar yfir önnur lið í handknattleiknum í ár því þeir urðu einnig Íslandsmeistarar í hand- knattleik kvenna á dögunum. Morgunblaðið/Árni Torfason Birkir Ívar Guðmundsson og Vignir Svav- arsson fagna Íslandsmeistaratitlinum. Haukar Íslandsmeist- arar þriðja árið í röð  Haukar eru langbestir/C1, C2, C3 EINBÚINN sem vakti yfir Jöklu er fallinn. Hann stóð á vesturbakka árinnar og horfði til austurs yfir ána neðan við Lindur í Hálsi, eins og hann vekti yfir ánni og landinu í kring. Hann varð landsþekktur í þann mund er ákvörðun um virkj- unina við Kárahnjúka var tekin og var í augum margra táknrænn fyr- ir baráttu náttúruverndarsinna fyrir svæðinu og því að það yrði látið óáreitt. Hann hefur nú látið af varðstöðu sinni enda styttist í að hann og landið í kring verði á botni Hálsalóns. Einbú- inn er fallinn Morgunblaðið/RAX Einbúinn hefur látið af varðstöðu sinni eftir að hafa staðið vaktina á bakka Jöklu í árhundruð ef ekki árþúsundir. Einbúinn horfir hvössum augum til austurs yfir Jöklu fyrir þremur árum þegar myndin var tekin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.