Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Nýjar umbúðir HÓPUR kvikmyndatökumanna og dagskrárgerðarmanna frá BBC 2 er staddur hér á landi til að taka upp efni í þáttaröðina Top Gear, sem fjallar um bíla og bílamálefni. Þátturinn hefur að meðaltali áhorf um fimm milljóna manna í Bretlandi og er auk þess sýndur víða um heim í gervihnattasjón- varpi. Hingað kom hópurinn til að fjalla um þrjár gerðir sport- bíla og fóru upptökur fram við Bláa lónið, Nesjavelli og í Hval- firði. Þess má vænta að þátturinn sem tekinn er upp hér á landi verði sýndur um miðjan júní. Top Gear tekur upp á Íslandi  Með Top Gear/B2 LÍKUR eru á því að meðalraun- ávöxtun eigna lífeyrissjóðakerfisins í landinu hafi verið 10,5% á árinu 2004. Það er þriðja besta árið hvað raunávöxtun á eignum lífeyrissjóð- anna snertir frá upphafi, samkvæmt upplýsingum Landssamtaka lífeyr- issjóða. Ávöxtun hefur einungis verið betri árin 1999 þegar raunávöxtunin var 12% og árið 2003 þegar hún var 11,3% hjá sjóðunum öllum að með- altali. Þó að ávöxtun tveggja síðustu ára sé jafn góð og raun ber vitni, 10,5% í fyrra og 11,3% árið 2003, er meðalávöxtun fimm síðustu ára ein- ungis 3,05%, sem er aðeins undir því marki sem sett er í lögum um lífeyr- issjóði, en þar er miðað við að sjóð- irnir ávaxti fé sitt um 3,5% á ári. Það stafar af því að árin þrjú þarna á milli, 2000–2002, eru jafnframt þau verstu í sögu lífeyrissjóðanna, en þá var ávöxtun neikvæð öll árin. Þó er mjög mismunandi eftir sjóð- um hvaða ávöxtun þeir ná frá ári til árs. Þannig eru sumir sjóðirnir vel yfir þessu 3,5% marki þegar horft er til síðustu fimm ára og aðrir talsvert undir því. Þannig er Lífeyrissjóður sjómanna með bestu ávöxtunina í fyrra af þeim sjóðum sem birt hafa ársreikninga sína samkvæmt upplýsingum Landssamtaka lífeyris- sjóða eða með 16,3% ávöxtun á síðasta ári og 5,65% þegar horft er til fimm síð- ustu ára, en sjóðurinn sameinast líf- eyrissjóðnum Framsýn um næstu mánaðamót í Gildi lífeyrissjóði. Samvinnulífeyrissjóðurinn var með litlu lægri ávöxtun eða 15,5% í fyrra og er meðalávöxtunin síðustu fimm árin enn hærri eða 6,1%. Lífeyris- sjóður verslunarmanna, næststærsti lífeyrissjóður landsins, var með 12% raunávöxtun í fyrra og 4,1% að með- altali síðustu fimm árin. Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda er með 4,55% ávöxtun að meðaltali síð- ustu fimm ár, Sameinaði lífeyrissjóðurinn – en báðir þessir sjóðir eru á meðal stærstu lífeyris- sjóða landsins – var með 6,7% raunávöxtun í fyrra og meðalávöxtunin síð- ustu fimm árin er nei- kvæð um 0,1%. Þegar horft er á ávöxt- un lífeyrissjóðana enn lengra aftur í tímann eða síðustu tíu árin þá er hún hins vegar talsvert hærri en umrædd 3,5% í lögunum. Síðustu tíu árin er ávöxtunin þannig 5,63% og ef horft er allt aftur til ársins 1991 er meðalávöxtunin 5,9%. Raunávöxtun lífeyrissjóða var 10,5% árið 2004 Þriðja hæsta ávöxt- un í sögu sjóðanna Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is      % ' % ' 3% 9 5 9'/ 9'' 9'4  HAUKAR urðu Íslandsmeistarar í hand- knattleik karla þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum í gærkveldi þegar þeir báru sigurorð af Vestmannaeyingum 28–24 og unnu þar með viðureignina við þá 3–0. Segja má að Haukar beri höfuð og herðar yfir önnur lið í handknattleiknum í ár því þeir urðu einnig Íslandsmeistarar í hand- knattleik kvenna á dögunum. Morgunblaðið/Árni Torfason Birkir Ívar Guðmundsson og Vignir Svav- arsson fagna Íslandsmeistaratitlinum. Haukar Íslandsmeist- arar þriðja árið í röð  Haukar eru langbestir/C1, C2, C3 EINBÚINN sem vakti yfir Jöklu er fallinn. Hann stóð á vesturbakka árinnar og horfði til austurs yfir ána neðan við Lindur í Hálsi, eins og hann vekti yfir ánni og landinu í kring. Hann varð landsþekktur í þann mund er ákvörðun um virkj- unina við Kárahnjúka var tekin og var í augum margra táknrænn fyr- ir baráttu náttúruverndarsinna fyrir svæðinu og því að það yrði látið óáreitt. Hann hefur nú látið af varðstöðu sinni enda styttist í að hann og landið í kring verði á botni Hálsalóns. Einbú- inn er fallinn Morgunblaðið/RAX Einbúinn hefur látið af varðstöðu sinni eftir að hafa staðið vaktina á bakka Jöklu í árhundruð ef ekki árþúsundir. Einbúinn horfir hvössum augum til austurs yfir Jöklu fyrir þremur árum þegar myndin var tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.