Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 16 14 3 Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Icelandair Hotels. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga á hagstæ›u ver›i í maí og í sumum tilvikum fram í júní. Á öllum okkar hótelum er fyrsta flokks gisting, gó›ir veitinga- sta›ir og frábær a›sta›a. Bóka›u núna og láttu drauminn rætast. Á ICELANDAIR HOTELS Í MAÍ DRAUMADAGAR • Lúxus a›sta›a • Fyrsta flokks veitingar • Vel sta›sett um allt land • Dekur og vellí›an • Vildarpunktar www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Frábær og freistandi tilbo› frá Icelandair Hotels í maí. Sko›a›u kostina á icehotels.is Ekki orð um það meir, góða, næst verður það þjóðbúningurinn og föðurlandið. Aðeins einstaklingarmeð veikt ónæm-iskerfi eiga á hættu að veikjast af her- mannaveiki, sem lýsir sér eins og nokkurs konar af- brigði lungnabólgu. Heil- brigt fólk sem smitast af sýklinum er í afar lítilli hættu á að veikjast. Hún lýsir sér í fyrstu með lyst- arleysi, höfuðverk, eymslum í vöðvum og maga, niðurgangi og þurrum hósta. Eftir nokkra daga fylgir lungnabólga með háum hita. Veikin er meðhöndluð með fúkkalyfjum. Fyrir þá sem eru veikir fyrir, einkum eldra fólk, getur hermannaveiki verið lífs- hættuleg. Nafngiftin hermannaveiki eða Legionella Pneumophila kom upphaflega til vegna alvarlegs hópsmits sem varð á ráðstefnu fyrrverandi hermanna í Phila- delphia í Bandaríkjunum árið 1976. Þá dóu um þrjátíu manns sem önduðu að sér lofti úr loft- ræstikerfi hótels nokkurs. Eins og fram hefur komið ligg- ur nú íslenskur maður á gjör- gæsludeild Landspítalans en hann er talinn hafa smitast á Ítal- íu. Kristinn Sigvaldason, vakthaf- andi læknir á gjörgæsludeild, sagði seinnipartinn í gær að ástand mannsins væri stöðugt. Honum væri haldið sofandi í önd- unarvél. Heita vatnið of heitt fyrir sýkilinn Ólafur Guðlaugsson er yfir- læknir sýkingavarnadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hann segir að á Íslandi sé ekki jafnmikil hætta á hermannaveik- ismiti og erlendis, meðal annars þar sem heita vatnið hér er allt að áttatíu gráður á Celsíus og venju- lega of heitt fyrir Legionella sýk- ilinn. Víðast hvar erlendis er vatnið úr heita krananum upp- hitað kalt vatn sem vegna sparn- aðarsjónarmiða er ekki hitað nema upp að vissu marki og þannig geti kjöraðstæður sýkils- ins skapast. Hér á landi hafa í gegnum árin greinst nokkur tilfelli hermanna- veiki. Ólafur telur það einföldun að rekja smit í einstökum tilfell- um til nákvæmlega tilgreindra aðstæðna á borð við uppsafnað vatn í sturtuhausum. Í raun sé ekki til staðar nógu mikil þekking á því hvernig veiran dreifir sér til að hægt sé að fullyrða nokkuð. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri hollustuhátta hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur, staðfesti að deildin hefði komið að prófunum til að finna upptök hermanna- veikismits m.a. fyrir tveimur ár- um en ekkert hafi komið í ljós við prófanir. Rósa sagði ekki skylt hérlendis eins og í Noregi að sveitarfélög kortleggi hugsanlegar smitleiðir. Hins vegar geti heilbrigðiseftir- litið gert kröfur um innra eftirlit á öllum starfsleyfisskyldum og opinberum stöðum og að loft- ræstikerfi séu þrifin reglulega. Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingasviðs Landspítalans, segir að uppspretta sýkingar sé yfirleitt í tengslum við vatn. Við loftræstingu sé hættan sú að hún fari af stað í rakagjöfum. Þess vegna eru ekki rakagjafar í öllum loftræstikerfum Landspítalans en þannig myndast varla skilyrði fyrir Legionella veiruna. „Áður fyrr voru notaðir pappírsstrimlar sem stóðu í vatnsbaði, blotnuðu upp og lofti blásið í gegn til að ná út rakanum. Í dag er hins vegar, þar sem rakagjafar eru í loft- ræstikerfum, yfirleitt dælt gufu úr soðnu vatni inn á loftræsti- kerfið en þá er allt dautt í því kerfi og ekki hefur fundist her- mannaveikismit þar sem þessari aðferð er beitt.“ Safnast í blöndunartækjum og drykkjarfontum Í vatnskrönum og blöndunar- tækjum, hins vegar, bæði á spít- ölum og annars staðar, er líkleg- ast að sýkilinn sé að finna hér á landi. Í enda venjulegra vatns- krana getur safnast upp vatn þar sem góðar aðstæður fyrir Legio- nella sýkil myndast, sérstaklega ef notkun er ekki mikil. Aðal- steinn bætir við að þar sem notk- un vatnsdrykkjarfonta hafi aukist á opinberum stöðum, sé athug- unarvert að fyrsta glas innihaldi meiri styrk veirunnar en annars ef einhver tími líður milli notk- unar. Eins sé það góður háttur sem Íslendingar hafa á við vatns- drykkju, að skrúfa frá krana og láta renna smástund, því þar með sé veirunni skolað burtu. Erfitt að hefta útbreiðslu Hann segir að erfitt sé að drepa eða hefta útbreiðslu veir- unnar í stórum kerfum. Það sé ekki vænleg lausn að setja klór í vatnspípurnar til að drepa her- mannaveikisýkil því þá geti píp- urnar ryðgað sem geti skapað betri aðstæður fyrir sýkilinn. Ár- ið 1988 hafi svk. hitameðferð ver- ið beitt, en þá var kalda vatnið á Landspítalanum yfirhitað með 80 gráðu heitu vatni. Þá meðferð þyrfti hins vegar að endurtaka reglulega, sem skapi mikla slysa- hættu á fólki vegna bruna. Fréttaskýring | Hermannaveikiveiran á erfitt uppdráttar hérlendis Heita vatnið hjálpar til Sýkill sem þrífst aðeins vel við sérstakar aðstæður hita og raka Sýkillinn fjölgar sér oft í vatnskrönum. Vandasamt er að greina upptök sýkilsins  Vísindamenn vita ekki enn ná- kvæmlega hvernig sýkillinn sem veldur hermannaveiki berst í fólk en helst er það gegnum loft- ræstikerfi með rakabúnaði eða vatnsúða frá sturtum og blönd- unartækjum sem fólk andar að sér, ekki með samgangi milli manna eða við vatnsdrykkju. Örfá tilfelli hafa komið upp hér- lendis en ekki tókst þá að greina upprunann. Í Noregi hefur fjöldi fólks veikst, nákvæmur uppruni er óljós. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.