Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi KB banki og Nýherji fengu í gær verðlaunin IR Nordic Awards fyrir Íslands hönd en þau voru afhent á verðlaunahátíð á Nordica hóteli í gærkvöldi. Það er breska fagtímarit- ið Investor Relations Magazine sem veitir norrænum fyrirtækjum þessi verðlaun fyrir fjárfestatengsl en um 200 fagfjárfestar og greiningaraðilar hafa tilnefnt norræn fyrirtæki til þeirra. KB banki hlaut verðlaun í flokki stórra íslenskra fyrirtækja og Ný- herji í flokki smærri fyrirtækja. Í flokki stórra fyrirtækja voru Ís- landsbanki og Össur einnig tilnefnd en FL Group og Marel í flokki smærri. | Mikilvægi 16 KB banki og Nýherji fá verðlaun SUMARIÐ er komið og sundlaugarnar fyllast af fólki í blíðunni. Það var ekki að sjá að þessi hraustu ungmenni, sem svömluðu í nýju sundlauginni í Salahverfinu í Kópavogi í gær, létu fremur kalt veðurfar undanfarið á sig fá, enda sól á lofti, sem er það sem öllu skiptir. Svalt verður áfram í veðri norðanlands, en spá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir því að á laugardag verði hiti allt að tólf stigum sunnan til á land- inu en mun svalara við norðausturströndina. Bjart verður að mestu leyti á laugardag, en hætt við síðdegisskúrum, einkum við suðausturströndina. Heldur fer að hlýna á sunnudag, en þá má reikna með smáskúrum víða um land. Morgunblaðið/RAX Hlýnandi veður um helgina UNGU fólki virðist ganga betur að fá sumarstörf í sumar en í fyrrasumar, og eru almennt færri á listum atvinnumiðlana sem sérhæfa sig í þjónustu við ungt fólk, að sögn forsvarsmanna tveggja slíkra miðlana. Umsóknir um störf hjá Vinnumiðlun ungs fólks í Reykjavík voru um 2.600 í ár, samanborið við um 2.800 í fyrra, sem gefur vísbendingar um að ungu fólki reynist auðveldara að fá vinnu án milligöngu miðlunarinnar, segir Selma Árnadóttir, for- stöðumaður Vinnumiðlunar ungs fólks. Mestur hluti þeirra sem skrá sig hjá miðluninni er ungt fólk 17–20 ára, en einnig er stór hópur á aldrinum 20–30, og einhverjir eldri einnig á skrá. Reikna má með að um helmingur þeirra sem hafa skráð sig, um 1.200 einstaklingar, fái störf hjá hinum ýmsu stofnunum borgarinnar, miðað við þær fjárveitingar sem fengist hafa til þessa, og verður gengið frá ráðningum öðru hvorum megin við helgina. „Við erum ekki að veita öllum störf sem sækja um hjá okkur, svo ég hvet fólk til þess að taka þau störf sem bjóðast annars staðar frá líka,“ segir Selma. Um 300 færri ungmenni munu fá vinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar en síðast- liðið sumar, og segir Selma að þar ráði fjárveit- ingar frá borginni ferð. Um 1.500 fengu störf í gegnum Vinnumiðlunina í fyrra, en 1.200 í ár. Hjá Atvinnumiðlun stúdenta hafa verið u.þ.b. 15% fleiri störf í boði fyrir háskólanema fyrir þetta sumar en sumarið í fyrra, segir Hanna María Jónsdóttir, rekstrarstjóri Stúdentamiðl- unar, sem rekur Atvinnumiðlun stúdenta (AM), og enn að bætast við störf. Hún segir áberandi að stúdentar séu frekar að taka sér sumarfrí í sumar en tíðkaðist áður, og margir ráði sig ekki í vinnu fyrr en frá byrjun júní, og taka sér því nokkurra vikna frí frá próf- lokum. „Það virðist falla ágætlega að rekstri margra fyrirtækja, það er mikið af fyrirtækjum sem eru hætt að ráða sumarfólk í jafnlangan tíma og áður og eru að taka inn stúdenta í skemmri tíma en var. Svo þetta passar ágætlega saman,“ segir Hanna. Samtals eru tæplega 200 stúdentar á skrá hjá AM, en Hanna segir að hluti af þeim sé e.t.v. að leita að öðru en einföldu sumarstarfi, t.d. hluta- starfi, framtíðarstarfi eða starfi á ákveðnu tíma- bili. Hún segir að eftirsóttustu nemarnir sem komi á skrá hjá þeim séu þeir sem hafa menntun eða reynslu af bókhaldi eða bókasafns- og upplýs- ingafræðum, og svo virðist sem mörg fyrirtæki noti sumarið til þess að koma bókhaldinu og skjalasafninu í gott horf. Hún segir einnig að sjaldan sjáist nemendur í hinum svokölluðu heil- brigðisgreinum, þeir fái yfirleitt vinnu eftir öðr- um leiðum. Fleira ungt fólk í sumarstörf Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK HÆSTIRÉTTUR komst í gær að þeirri niðurstöðu, að óheimilt hefði verið að draga tiltekin launatengd gjöld frá fjárhæð, sem Júlíus Sól- nes, prófessor við Háskóla Íslands, hafði fengið úthlutað úr ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora. Dómurinn hefur gríðarlegt for- dæmisgildi að mati Atla Gíslasonar, lögmanns Júlíusar, og segir hann að allir þeir prófessorar sem fengið hafa úthlutað úr sjóðnum frá því fyrst var úthlutað úr honum eigi væntanlega rétt á leiðréttingu á sín- um kjörum. Spurður um hvaða upp- hæðir sé þar að ræða segir Atli að lauslega en varlega áætlað gæti það verið um eða yfir 150 milljónir króna. Fyrst var úthlutað úr sjóðn- um árið 1999 fyrir rannsóknarvinnu sem unnin var 1997 og 1998, og hef- ur verið úthlutað árlega úr sjóðnum síðan. Með dómi sínum hnekkti Hæsti- réttur dómi Héraðsdóms Reykja- víkur sem sýknaði íslenska ríkið og Háskóla Íslands af kröfum Júlíusar. Hæstiréttur dæmdi ríkið og Há- skóla Íslands til að greiða Júlíusi tæpar 129 þúsund krónur, sem dregnar voru af framlagi úr sjóðn- um til hans. Þá viðurkenndi Hæsti- réttur, að óheimilt hefði verið að draga mótframlag í lífeyrissjóð, tryggingagjald og tryggingagjald af lífeyrisframlagi, mótframlag í sér- eignasjóð, tryggingagjald af mót- framlagi í séreignasjóð og önnur launatengd gjöld frá úthlutuninni en samtals nema þessi gjöld 19,68%. Einnig voru ríkið og HÍ dæmd til að greiða Júlíusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Guð- rún Erlendsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Skarphéðinn Þórisson hrl. og Kristín Edwald hdl. fluttu málið fyrir ríkið, Hörður Felix Harðarson hrl. og Gísli Guðni Hall hdl. fyrir HÍ og Atli Gíslason hrl. fyrir Júlíus Sólnes. Óheimilt að mati Hæstaréttar að draga launatengd gjöld frá ritlaunafjárhæð Endurgreiðslur gætu numið 150 milljónum LEIÐANGRI Íslenskra fjallaleið- sögumanna yfir Grænlandsjökul miðar vel og eru leiðangursmenn- irnir komnir yfir hábungu jökulsins eftir hálfs mánaðar göngu. Gangan yfir Grænlandsjökul er vinsæl þrekraun og nokkrir hópar reyna við jökulinn á hverju ári. Að- stæður hafa verðir erfiðar á jökl- inum í vor og allmargir hópar hafa gefist upp og snúið við. Leysingarvatn farartálmi Leiðangur Íslenskra fjallaleið- sögumanna stefnir nú að yfirgefinni radarstöð sem Bandaríkjamenn ráku á dögum kaldastríðsins. Ekki er búist við neinum hindrunum á vegi leiðangursmannanna fyrr en þeir fara að nálgast jökuljaðarinn á vestanverðum jöklinum en þar getur leysingarvatn sem rennur af jökl- inum orðið erfiður farartálmi. Ís- lenskir fjallaleiðsögumenn sjá um framkvæmd leiðangursins fyrir nýsjálensku ævintýraferðaskrifstof- una Adventure Consultants sem hef- ur séð um markaðssetningu og sölu á ferðinni. Þátttakendur í leiðangr- inum eru víðsvegar að úr heiminum. Fararstjórar eru þeir Einar Torfi Finnsson og Friðjón Þorleifsson. Grænlands- leiðangri miðar vel ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.