Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 51 DAGBÓK Á morgun, 28. maí, verður haldið íbúaþing í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni „Gerum gott samfélag betra“. Íbúaþingið fer fram í Íþrótta- miðstöð Mosfellsbæjar við Varmá og Varmár- skóla og stjórnar Jóhann Ingi Gunnarsson þinginu og hefur yfirumsjón með umræðuhóp- um. Fyrirlesarar verða Sigrún Júlíusdóttir, pró- fessor í félagsráðgjöf, Gylfi Jón Gylfason yfirsál- fræðingur, Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, Gylfi Guð- jónsson, arkitekt og skipulagsráðgjafi, Bjarni Reynarsson land- og skipulagsfræðingur, Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og Sævar Krist- insson ráðgjafi. Skipt verður í hópa á þinginu og ýmis málefni rædd. Yfirskrift þeirra er barna- fjölskyldur, heldri borgarar, fræðslumál, menn- ingarmál, íþróttir, tómstundir og frítími, skipu- lagsmál, umhverfismál og náttúra og atvinnu- og ferðamál. Lýðræðishópur unga fólksins er skip- aður ungu fólki sem tekur afstöðu til allra mála- flokka á þinginu og verður greint frá niður- stöðum hópavinnu í lok dagsins. (Dagskrá á www.mos.is). Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri segir að íbúaþing hafi ekki verið haldið áður í þessu formi. „En það er að mínu mati beint framhald hverfafunda sem haldnir hafa verið í Mos- fellsbæ, en töluvert stærra í sniðum. Nú gefst Mosfellingum tækifæri til þess að hlusta á góða fyrirlesara og taka síðan þátt í umræðum um æði mörg málefni.“ Hvað brennur helst á bæjarbúum? „Það kemur í ljós en öll umræðuefnin skipta okkur máli og tengjast okkur á ýmsum aldurs- skeiðum. Meginþemað er; hvernig viljum við gera gott samfélag betra, á hvað vilja bæjarbúar leggja áherslu og með hvaða hætti er hægt að bregðast við væntingum. Það verður spennandi að sjá hver þátttaka Mosfellinga verður á íbúa- þinginu. Í mínum huga er töluvert um áhuga bæjarbúa á því að hafa áhrif á samfélag sitt og ég vona svo sannarlega að þeir fjölmenni og láti sitt ekki eftir liggja.“ Hvað er helst á döfinni í Mosfellsbæ um þess- ar mundir? „Hér er mikil og kröftug uppbygging víðs- vegar um bæinn. Við höfum nýlega lokið við deiliskipulag nýrra hverfa, t.d. í Krikahverfi í grennd við miðbæinn, í Grænumýri sem er í Hlíðartúnshverfinu, og erum að landa skemmti- legu rammaskipulagi fyrir Helgafellshverfi. Einnig ætlum við nú á sumardögum að hefja uppbyggingu glæsilegrar almenningssundlaugar og íþróttahúss við Lækjarhlíð og að byggja tvær leikskóladeildir við Hulduberg, ásamt ýmsum öðrum hefðbundnum framkvæmdum.“ Mosfellsbær | Efnt verður til íbúaþings um bætt samfélag með fyrirlestrum og umræðum Tækifæri til þess að hafa áhrif  Ragnheiður Rík- harðsdóttir fæddist ár- ið 1949. Hún er gift Daða Runólfssyni og eiga þau Ríkharð Daða- son hagfræðing og Heklu Daðadóttur kennara. Ríkharður er í sambúð með Þóreyju Vilhjálmsdóttur við- skiptafræðingi. Hún á einn son, Vilhjálm, og saman eiga þau von á barni. Hekla á einn son, Andra Má. Ragnhildur lauk BA-prófi í íslensku og kennsluréttindum frá HÍ og framhaldsnámi í stjórnun frá KHÍ. Hún hefur verið bæjarfull- trúi og bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002.100 ÁRA afmæli. Í dag, 27. maí,er hundrað ára Kristbjörn Benjamínsson, fyrrverandi bóndi á Katastöðum í Núpasveit, nú búsettur í Hvammi á Húsavík. 60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 30.maí nk. verður sextug Guðný Skaptadóttir Fisher. Hún er stödd hér heima og langar til að bjóða ættingjum og vinum til kaffisamsætis sunnudag- inn 29. maí að Funafold 79. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 27. maí,verður sextugur Þorsteinn Pét- ursson, lögreglumaður á Akureyri. Hann mun í tilefni dagsins skokka 10 km ásamt áhugasömum skokkurum. Lagt er upp frá Líkamsræktarstöðinni Bjargi kl. 12. Laugardagskvöldið 28. maí frá klukkan 18 mun hann ásamt eiginkonu sinni, Snjólaugu Ósk Að- alsteinsdóttur, og fjölskyldu taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu á Ak- ureyri. Sýningar á Austurvelli ÉG vil koma á framfæri að ég er ekki ánægður með myndasýning- arnar á Austurvelli. Finnst svona sýningar vera til óprýði og skemma ásýnd Austurvallar, gera hann subbulegan. Ég vil að fólk geti notið vallarins sem útivistarsvæðis, notið umhverfisins, setið þar á bekkjum eða sest út á grasið í stað þess að hafa þetta yfir sér. Finnst mér að svona sýningar eigi frekar heima fyrir norðan Kolaport- ið eða með Tjarnarbakkanum. Ég er ekki á móti svona sýningum, það á bara að hafa þær á öðrum stöðum en Austurvelli, stað sem þolir átroðn- ing. Tel Austurvöll of viðkvæman stað til að þola svona átroðning. Fagurkeri. Fuglaflensan REYNUM nú að notfæra okkur það sem er jákvætt í stöðunni og vera nógu fljót. Í þessu tilfelli erum við heppin að vera eyríki, það er aldrei allt jákvætt. Þá væri nú auðvelt að velja og yfirleitt að lifa. Í stríði erum við ekki spurð hvað okkur finnist að heyra ekki öll stríðsárin frá ástvin- um sem voru t.d. í öðrum löndum. Gerum við einhverjum greiða með því að láta fuglaflensuna drepa okk- ur? Reynum að verða ekki „hyster- ísk“ heldur skynsöm og láta þá sem eru færastir skipa fyrir, þá sótt- varnarlæknana Harald Briem o.fl. Þetta er slagur upp á líf og dauða og í dag þarf fyrst og fremst, eins og ætti raunar alltaf að vera, að bjarga smáfólkinu sem á að erfa landið. Það verður dýrt hvernig sem við förum að en dýrast er að missa mannslífin. Talað hefur verið um að loka land- inu, það væri dýrast, en líklega það skársta. Íslendingar hafa verið mjög djarf- ir peningalega og mikið talað um hvað þjóðin sé orðin rík. Nú er ástæða til að þakka það og fleira sem jákvætt er og notafæra sér það. Lát- um ekki spyrjast um okkur að við höfum verið of sein. Byrjum strax í dag. Þ.G.P. Lyklar og herraúr í óskilum LYKLAR og herraúr fundust í Kópavogi, við göngustíginn hjá Vogatungu. Upplýsingar í síma 554 1935. Silfurnæla fannst á Stokkseyri FALLEG silfurnæla fannst á Stokkseyri 22. maí. Upplýsingar hjá Sólveigu í síma 553 6239 og 895 6132. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HLJÓMSVEITIN Astara er komin aftur til leiks eftir nokkurt hlé. Nýlega tók sveitin upp mynd- band en það var tekið á 3. hæð skemmtistaðarins 22. Jón Sæmund- ur Auðarson, einnig þekktur sem Nonni í Nonnabúð, innréttaði stað- inn með Dead þemanu og öðrum listaverkum. Astara spilar í kvöld á Áttunni í Hafnarfirði ásamt Brain Police. Allar nánari upplýsingar um bandið er að finna á heimasíðunni: www.astaragroove.com Astara spilar á Áttunni 50 ÁRA afmæli. Í dag, 27. maí, erfimmtugur Sigurjón Hannes- son rafvirkjameistari, Fellahvarfi 3, Kópavogi. SÍÐUSTU tónleikar skólaársins í tilefni 40 ára afmælis skólans verða haldnir laugardaginn 28. maí kl.16.00. Fram koma þrír ungir og efni- legir tónlistarnemendur, þau Edda María Elvarsdóttir, Snorri Hall- grímsson og Sólveig Birna Júl- íusdóttir. Munu þau leika einleiksverk við undirleik Kammersveitar Tónlist- arskólans í Hafnarfirði en stjórn- andi hennar er Oliver Kentish. Á efnisskránni verða konsert í D-dúr eftir A.Vivaldi fyrir gítar, konsert í e-moll eftir A.Vivaldi fyrir selló, 1. og 2. þáttur og And- ante í C-dúr eftir W.A. Mozart fyr- ir þverflautu. Einnig mun kammersveitin flytja verk eftir Árna Björnsson og Telemann. Tónlistarskólinn er til húsa í Kirkjulundi 11 í Garðabæ og er aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Edda María Elvarsdóttir, Snorri Hallgrímsson og Sólveig Birna Júlíusdótt- ir leika á tónleikunum á morgun. Tónlistarskólinn í Garðabæ 40 ára Árnaðheilla dagbók@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.