Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 51 DAGBÓK Á morgun, 28. maí, verður haldið íbúaþing í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni „Gerum gott samfélag betra“. Íbúaþingið fer fram í Íþrótta- miðstöð Mosfellsbæjar við Varmá og Varmár- skóla og stjórnar Jóhann Ingi Gunnarsson þinginu og hefur yfirumsjón með umræðuhóp- um. Fyrirlesarar verða Sigrún Júlíusdóttir, pró- fessor í félagsráðgjöf, Gylfi Jón Gylfason yfirsál- fræðingur, Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, Gylfi Guð- jónsson, arkitekt og skipulagsráðgjafi, Bjarni Reynarsson land- og skipulagsfræðingur, Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og Sævar Krist- insson ráðgjafi. Skipt verður í hópa á þinginu og ýmis málefni rædd. Yfirskrift þeirra er barna- fjölskyldur, heldri borgarar, fræðslumál, menn- ingarmál, íþróttir, tómstundir og frítími, skipu- lagsmál, umhverfismál og náttúra og atvinnu- og ferðamál. Lýðræðishópur unga fólksins er skip- aður ungu fólki sem tekur afstöðu til allra mála- flokka á þinginu og verður greint frá niður- stöðum hópavinnu í lok dagsins. (Dagskrá á www.mos.is). Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri segir að íbúaþing hafi ekki verið haldið áður í þessu formi. „En það er að mínu mati beint framhald hverfafunda sem haldnir hafa verið í Mos- fellsbæ, en töluvert stærra í sniðum. Nú gefst Mosfellingum tækifæri til þess að hlusta á góða fyrirlesara og taka síðan þátt í umræðum um æði mörg málefni.“ Hvað brennur helst á bæjarbúum? „Það kemur í ljós en öll umræðuefnin skipta okkur máli og tengjast okkur á ýmsum aldurs- skeiðum. Meginþemað er; hvernig viljum við gera gott samfélag betra, á hvað vilja bæjarbúar leggja áherslu og með hvaða hætti er hægt að bregðast við væntingum. Það verður spennandi að sjá hver þátttaka Mosfellinga verður á íbúa- þinginu. Í mínum huga er töluvert um áhuga bæjarbúa á því að hafa áhrif á samfélag sitt og ég vona svo sannarlega að þeir fjölmenni og láti sitt ekki eftir liggja.“ Hvað er helst á döfinni í Mosfellsbæ um þess- ar mundir? „Hér er mikil og kröftug uppbygging víðs- vegar um bæinn. Við höfum nýlega lokið við deiliskipulag nýrra hverfa, t.d. í Krikahverfi í grennd við miðbæinn, í Grænumýri sem er í Hlíðartúnshverfinu, og erum að landa skemmti- legu rammaskipulagi fyrir Helgafellshverfi. Einnig ætlum við nú á sumardögum að hefja uppbyggingu glæsilegrar almenningssundlaugar og íþróttahúss við Lækjarhlíð og að byggja tvær leikskóladeildir við Hulduberg, ásamt ýmsum öðrum hefðbundnum framkvæmdum.“ Mosfellsbær | Efnt verður til íbúaþings um bætt samfélag með fyrirlestrum og umræðum Tækifæri til þess að hafa áhrif  Ragnheiður Rík- harðsdóttir fæddist ár- ið 1949. Hún er gift Daða Runólfssyni og eiga þau Ríkharð Daða- son hagfræðing og Heklu Daðadóttur kennara. Ríkharður er í sambúð með Þóreyju Vilhjálmsdóttur við- skiptafræðingi. Hún á einn son, Vilhjálm, og saman eiga þau von á barni. Hekla á einn son, Andra Má. Ragnhildur lauk BA-prófi í íslensku og kennsluréttindum frá HÍ og framhaldsnámi í stjórnun frá KHÍ. Hún hefur verið bæjarfull- trúi og bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002.100 ÁRA afmæli. Í dag, 27. maí,er hundrað ára Kristbjörn Benjamínsson, fyrrverandi bóndi á Katastöðum í Núpasveit, nú búsettur í Hvammi á Húsavík. 60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 30.maí nk. verður sextug Guðný Skaptadóttir Fisher. Hún er stödd hér heima og langar til að bjóða ættingjum og vinum til kaffisamsætis sunnudag- inn 29. maí að Funafold 79. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 27. maí,verður sextugur Þorsteinn Pét- ursson, lögreglumaður á Akureyri. Hann mun í tilefni dagsins skokka 10 km ásamt áhugasömum skokkurum. Lagt er upp frá Líkamsræktarstöðinni Bjargi kl. 12. Laugardagskvöldið 28. maí frá klukkan 18 mun hann ásamt eiginkonu sinni, Snjólaugu Ósk Að- alsteinsdóttur, og fjölskyldu taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu á Ak- ureyri. Sýningar á Austurvelli ÉG vil koma á framfæri að ég er ekki ánægður með myndasýning- arnar á Austurvelli. Finnst svona sýningar vera til óprýði og skemma ásýnd Austurvallar, gera hann subbulegan. Ég vil að fólk geti notið vallarins sem útivistarsvæðis, notið umhverfisins, setið þar á bekkjum eða sest út á grasið í stað þess að hafa þetta yfir sér. Finnst mér að svona sýningar eigi frekar heima fyrir norðan Kolaport- ið eða með Tjarnarbakkanum. Ég er ekki á móti svona sýningum, það á bara að hafa þær á öðrum stöðum en Austurvelli, stað sem þolir átroðn- ing. Tel Austurvöll of viðkvæman stað til að þola svona átroðning. Fagurkeri. Fuglaflensan REYNUM nú að notfæra okkur það sem er jákvætt í stöðunni og vera nógu fljót. Í þessu tilfelli erum við heppin að vera eyríki, það er aldrei allt jákvætt. Þá væri nú auðvelt að velja og yfirleitt að lifa. Í stríði erum við ekki spurð hvað okkur finnist að heyra ekki öll stríðsárin frá ástvin- um sem voru t.d. í öðrum löndum. Gerum við einhverjum greiða með því að láta fuglaflensuna drepa okk- ur? Reynum að verða ekki „hyster- ísk“ heldur skynsöm og láta þá sem eru færastir skipa fyrir, þá sótt- varnarlæknana Harald Briem o.fl. Þetta er slagur upp á líf og dauða og í dag þarf fyrst og fremst, eins og ætti raunar alltaf að vera, að bjarga smáfólkinu sem á að erfa landið. Það verður dýrt hvernig sem við förum að en dýrast er að missa mannslífin. Talað hefur verið um að loka land- inu, það væri dýrast, en líklega það skársta. Íslendingar hafa verið mjög djarf- ir peningalega og mikið talað um hvað þjóðin sé orðin rík. Nú er ástæða til að þakka það og fleira sem jákvætt er og notafæra sér það. Lát- um ekki spyrjast um okkur að við höfum verið of sein. Byrjum strax í dag. Þ.G.P. Lyklar og herraúr í óskilum LYKLAR og herraúr fundust í Kópavogi, við göngustíginn hjá Vogatungu. Upplýsingar í síma 554 1935. Silfurnæla fannst á Stokkseyri FALLEG silfurnæla fannst á Stokkseyri 22. maí. Upplýsingar hjá Sólveigu í síma 553 6239 og 895 6132. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HLJÓMSVEITIN Astara er komin aftur til leiks eftir nokkurt hlé. Nýlega tók sveitin upp mynd- band en það var tekið á 3. hæð skemmtistaðarins 22. Jón Sæmund- ur Auðarson, einnig þekktur sem Nonni í Nonnabúð, innréttaði stað- inn með Dead þemanu og öðrum listaverkum. Astara spilar í kvöld á Áttunni í Hafnarfirði ásamt Brain Police. Allar nánari upplýsingar um bandið er að finna á heimasíðunni: www.astaragroove.com Astara spilar á Áttunni 50 ÁRA afmæli. Í dag, 27. maí, erfimmtugur Sigurjón Hannes- son rafvirkjameistari, Fellahvarfi 3, Kópavogi. SÍÐUSTU tónleikar skólaársins í tilefni 40 ára afmælis skólans verða haldnir laugardaginn 28. maí kl.16.00. Fram koma þrír ungir og efni- legir tónlistarnemendur, þau Edda María Elvarsdóttir, Snorri Hall- grímsson og Sólveig Birna Júl- íusdóttir. Munu þau leika einleiksverk við undirleik Kammersveitar Tónlist- arskólans í Hafnarfirði en stjórn- andi hennar er Oliver Kentish. Á efnisskránni verða konsert í D-dúr eftir A.Vivaldi fyrir gítar, konsert í e-moll eftir A.Vivaldi fyrir selló, 1. og 2. þáttur og And- ante í C-dúr eftir W.A. Mozart fyr- ir þverflautu. Einnig mun kammersveitin flytja verk eftir Árna Björnsson og Telemann. Tónlistarskólinn er til húsa í Kirkjulundi 11 í Garðabæ og er aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Edda María Elvarsdóttir, Snorri Hallgrímsson og Sólveig Birna Júlíusdótt- ir leika á tónleikunum á morgun. Tónlistarskólinn í Garðabæ 40 ára Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.