Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 54

Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Thomas Hirschhorn er fæddur í Sviss 1957 en hefur verið búsettur í Frakklandi síðan 1984. Hann nýtur virðingar sem einn af fremri lista- mönnum í Evrópu í dag og hefur sýnt list sína m.a. í Pompidou- safninu í París. Eins og fleiri sam- tímamenn er Hirschorn nokkuð samfélagslega og pólitískt þenkj- andi, hann virðist einnig bók- menntalega sinnaður. Hirschhorn starfaði sem grafískur hönnuður og var m.a. um tíma hluti af Grapus, hópi vinstrisinnaðra hönnuða sem leitaðist við að færa menningu inn í stjórnmálin og stjórnmálin inn í menninguna, frá 1970–1991. Hirsch- horn kom inn í hópinn 1984 en 1986 tók hann að starfa sem listamaður. Það má segja að hann hafi haft svipaðar hugsjónir og Grapus að leiðarljósi í list sinni, en inntak verka hans er oftar en ekki af póli- tískum toga. Hann setur þau gjarn- an upp í almenningsrými, þannig er td. verkið „Altar to Raymond Car- ver“ afgirt samansafn hluta sem komið er fyrir á gangstétt líkt og gerist stundum eftir einhvern hörmulegan atburð þegar einhver hefur látið lífið og almenningur kemur með blóm og minjagripi. Hirschhorn hefur einnig sett upp verk sem minna á sölustanda eða auglýsingabása, eitt þeirra setti hann upp í 19. hverfinu í París þar sem íbúar eru flestir af erlendu bergi brotnir og margir búa við slæm og erfið kjör. Inntak þess var ádeila á kapítalisma og gervi- mennsku. Í Nýlistasafninu sýnir hann stóra innsetningu sem tekur yfir allan fremri hluta safnins en í aftari sal er að finna samsýningu sem fjallað verður um síðar. Innsetning Hirschhorn nefnist The Procession, sem merkir hópganga, fylking, skrúðganga. Hér er þó um harla nöturlega göngu að ræða, en upp úr „blóðugum klessum“ standa hendur sem bera stóra kassa sem minna á líkkistur með áletrunum úr dag- blöðum og einnig bækur um ýmsa leiðtoga, m.a. Dalai Lama. Hér er verið að deila á hernað samtímans og leiðtogadýrkun, hvort sem um er að ræða dýrkun á fórnarlömbum eða þjóðleiðtogum en Dalai Lama er hvort tveggja. Notkun Hirsch- horn á blaðaúrklippum er í anda gamallar hefðar, allt frá tímum dadaista og súrrealista hafa fjöl- miðlar verið listamönnum auðugur brunnur. Franska skáldið og leik- ritahöfundurinn Antonin Artaud starfaði í súrrealískum anda sterkr- ar ádeilu á samfélagið. Í ritum hans er einmitt að finna ákall til tveggja leiðtoga – Dalai Lama annars vegar og Hitlers hins vegar. Artaud kom líka fram með hugmynd að leikhúsi sem hann nefndi Leikhús grimmd- arinnar. Inntakið var annað en í verki Hirschhorn en nafnið ætti vel við innsetningu hans. Á sjötta og sjöunda áratug héldu Situationistar áfram þeirra hefð að nota efni fjöl- miðla til að deila á samfélagið, en merki þeirra bar einmitt hvað hæst á þeim tíma þegar Grapus var stofnað, árið 1970, en starfsemi þeirra var lögð niður skömmu síðar vegna þess að þeir höfðu „slegið í gegn“ og ádeila þeirra var þannig orðin hluti af því samfélagi sem þeir deildu á og þarafleiðandi marklaus. Sú siðferðilega spurning sem Guy Debord og félagar í Situa- tionistunum stóðu frammi fyrir og varð til þess að hreyfingin var lögð niður virðist síður uppi á borðinu í dag, er kannski orðin þreytt? Hirschhorn leitast vissulega við að stíga út fyrir gullramma kapítal- ismans með því að sýna verk sín á götum úti, þó það sé reyndar á yfir- borðinu því án efa eru verkin samt til sölu. En er eitthvað að því að nota peninga kapítalismans til þess að deila á hann? Að siðferðilegum spurningum sem þessum slepptum er óhætt að segja að verk lista- mannsins býr yfir hráum krafti og nálægð sem virkar á áhorfandann eins og skyldi. Vísun verksins til nærveru almennings verður enn- fremur til þess að áhorfandinn verður sér meðvitaður um það að hann er hluti af þessu verki, og hluti af því samfélagi sem deilt er á. Hrátt yfirbragðið sér til þess að innsetningin hefur ekki á sér neinn helgislepjublæ og „platblóðið“ minnir á fjöldaframleiðslu vest- rænnar menningar, þar sem raun- veruleiki og skáldskapur skarast iðulega. Framlag Hirschhorn er án efa eitt það kraftmesta til listahá- tíðar í ár og nýtur sín vel í Ný- listasafninu. Morgunblaðið/Jim Smart Verk Thomasar Hirschhorn í Nýlistasafninu. List með hugsjón MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík THE PROCESSION, BLÖNDUÐ TÆKNI, THOMAS HIRSCHHORN Til 24. júlí. Opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13–17. Nýlistasafnið Ragna SigurðardóttirLeikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Rokksveit Rúnars Júlíussonar í kvöld Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 Síðasta sýning HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20, Aðeins 3 sýningarhelgar eftir DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Í kvöld kl 20 Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 THE SUBFRAU ACTS – GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Í kvöld kl 20 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 tímar Dansleikhús/samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500 Einstakur viðburður TRANS DANSE EUROPE Tanec Praha, Tékklandi Su 29/5 kl 20 Miðasala hjá Listahátíð ÞUMALÍNA Frá Sólheimaleikhúsinu Fi 2/6 kl 20 – kr 1.000 TRANS DANSE EUROPE Nomadi Productions - Finnland Su 29/5 kl 17:00 Miðasala hjá Listahátíð Stóra svi›i› DÍNAMÍT - Birgir Sigur›sson KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen fiETTA ER ALLT A‹ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikger› Baltasar Kormákur M†RARLJÓS - Marina Carr Sun. 29/5. Allra sí›asta s‡ning Smí›averkstæ›i› kl. 20:00 Valaskjálf Egilsstö›um RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Mi›asala á Bókasafni Héra›sbúa. Opi› alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 9. sýn. fös. 3/6 nokkur sæti laus, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. Í kvöld fös. 27/5 örfá sæti laus, lau. 28/5 örfá sæti laus, lau. 4/6 örfá sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. Lau. 28/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar í vor. Í kvöld fös. 27/5 örfá sæti laus – umræður eftir sýningu, lau. 28/5 örfá sæti laus, fös. 3/6. Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga Þjóðleikhúsið sími 551 1200 ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Stúdentaleikhúsið. Þri. 31/5 örfá sæti laus. MÝRARLJÓS ALLRA SÍÐASTA SÝNING Á SUNNUDAG! Leikfélag Húsavíkur sýnir SAMBÝLINGA eftir Tom Griffin í Bæjarleikhúsinu MOSFELLSBÆ Föstudaginn 27. maí kl. 20 Laugardaginn 28. maí kl. 14 Laugardaginn 28. maí kl. 18 Aðeins þessar þrjár sýningar Miðapantanir í síma 464 1129, 898 5701 og 892 1727 loftkastalinn.is 552 3000☎ STÓRKOSTLEGUR SÖNGLEIKUR FRUMSÝNDUR Í KVÖLD Aðeins nokkrar sýningar - Tryggðu þér miða strax! • Föstudag 27/5 kl 20 UPPSELT • Laugardag 28/5 kl 20 NOKKUR SÆTI LAUS • Föstudag 3/6 kl 20 LAUS SÆTI • Laugardag 4/6 kl 20 LAUS SÆTI sýnir ENGINN MEÐ STEINDÓRI - fjölskyldusplatter í Möguleikhúsinu Í kvöld kl. 20.00. Laugard. 28. maí kl. 20.00. Síðustu sýningar! Miðasala í s. 551 2525 og á www.hugleikur.is Sýningin hentar ekki börnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.