Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 20

Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTASKIL urðu í mikilvægum heimshluta á miðvikudag þegar tekin var í notkun með formlegum hætti nær 1800 km löng leiðsla sem flytja mun olíu frá Bakú við Kaspíahaf og nálægum löndum til hafnarborga við Miðjarðarhaf. Reyndar munu líða nokkrir mán- uðir áður en olía fer að streyma út í tankana í borginni Ceyhan í Tyrklandi, svo langan tíma tekur að ná upp nægilegum þrýstingi. En pólitíski þrýstingurinn í að- draganda framkvæmdarinnar, sem tekið hefur 10 ár, hefur verið næg- ur. Suðurhluti Kákasus og Tyrkland munu nú verða mikilvæg flutn- ingaleið fyrir olíu enda þótt magn- ið verði aðeins um einn af hundr- aði allrar heimsframleiðslunnar. Um er að ræða létta olíu af háum gæðaflokki en fjarlægðin frá heimsmörkuðum hefur fram til þessa torveldað að hún yrði flutt á helstu markaðina. Olía frá þessum svæðum hefur hingað til svo til einvörðungu verið flutt um rússneskar leiðslur en Rússar óttast nú að áhrif þeirra á orkubúskap heimsbyggðarinnar muni minnka. Undanfarin ár hafa Rússar orðið að sætta sig við að hið gamla heimsveldi þeirra hefur stöðugt látið undan síga, fyrst með hruni Sovétríkjanna 1991 en síðan hafa þeir orðið fyrir þeirri auð- mýkingu að geta ekki yfirbugað smáþjóðina Tétsena. Gömul tengsl Um helmingur gjaldeyristekna Rússa er vegna sölu á olíu og gasi og þeir hafa notið góðs af háu olíu- verði í heiminum síðustu árin. En þeir hafa lengi þóst eiga einnig möguleika á að nýta sér trausta þekkingu á aðstæðum og ýmis tengsl í gömlu nýlendunum til að hafa töglin og hagldirnar í olíu- iðnaði grannþjóða eins og Kasaka, Asera og Túrkmena svo að nokkr- ar séu nefndar. Fyrst í stað mun aðeins verða dælt um leiðsluna olíu frá haf- svæðum Asera en skömmu fyrir athöfnina á miðvikudag lýstu stjórnvöld í Kasakstan yfir að þau myndu einnig nota leiðsluna til að selja olíu beint til Vesturlanda án milligöngu Rússa. Þetta er verulegt áfall fyrir Rússa. Þeir eru frá fornu fari van- ir því að hafa hönd í bagga með málefnum Kasaka og annarra Mið- Asíuþjóða auk smáþjóðanna á suð- urlandamærunum í Kákasus. Nú verða þeir að sætta sig við að vest- ræn og alþjóðleg olíufyrirtæki eins og BP, sem er stærsti einstaki að- ilinn að framkvæmdinni, og fleiri félög á borð við franska Total og norska Statoil hasli sér völl við Kaspíahaf. Mótmæli barin niður Olíuleiðslan er kennd við upp- hafsstafina í borgunum Bakú, Tbilisi í Georgíu og endastöðinni, Ceyhan í Tyrklandi. BTC-leiðslan liggur víða um torsótt fjalllendi, sums staðar hefur komið til mót- mæla vegna náttúruspjalla í tengslum við verkið. Sl. laugardag handtók lögregla Asera nokkra menn, sagði þá hafa staðið fyrir mótmælum of nálægt leiðslunni. Var fólkið barið illa en stjórnvöld í mörgum fyrrverandi sov- étlýðveldum á Kaspíahafssvæðinu hika ekki við að beita ofbeldi gegn andófi. Þau sæta auk þess harðri gagnrýni alþjóðasamtaka á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, fyrir að að traðka á mannréttindum og falsa kosn- ingaúrslit. Eitt af því sem menn hafa nokkrar áhyggjur af er að hægt verði að vinna á leiðslunni skemmdarverk. En hefði verið far- in leiðin sem Rússar lögðu til um lönd þeirra í norðanverðu Kákasus er talið víst að skæruliðar Tétsena hefðu reynt að valda á henni spjöllum. Olían í Kaspíahafi og í nálægum ríkjum freistar ekki síst þeirra sem sjá fyrir sér að næstu áratug- ir muni verða miklir umbrotatímar í heimi araba og Írana, þjóðanna sem sitja á megninu af olíuforða heimsins. Talið er að olíulindir Asera fari að þverra um 2010 en sú ákvörðun Nursultans Nazarbaj- evs, forseta Kasakstans, að láta flytja hluta af hinum geysimikla olíuforða lands síns um nýju leiðsl- una veldur því að „líftími“ hennar lengist mjög. Forseti Tyrklands, Ahmet Necdet Sezer, benti við vígsluat- höfnina á að með leiðslunni myndi álagið á Bosporus-sundi minnka verulega en mjótt sundið er oft við að stíflast vegna siglinga fjöl- margra, stórra tankskipa. Og for- seti Georgíu, Mikhail Saakashvili, lagði áherslu á þau umskipti sem leiðslan hefði í för með sér í milli- ríkjasamskiptum á svæðinu. „Eftir hrun mikils heimsveldis [Sov- étríkjanna] viljum við að upp- sprettur jarðefnaeldsneytis verði verndaðar og að tryggt verði að flutningar með afurðirnar verði ekki fyrir skakkaföllum,“ sagði hann. Rússar fjarstaddir Gert hafði verið ráð fyrir því að sérstakur sendimaður Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í orku- málum, Ígor Júsúfov, yrði við- staddur en hann var sagður hafa orðið að aflýsa ferðinni á síðustu stundu sakir veikinda. Olían freistar margra. En vandi Rússa er einnig að Bandaríkja- menn og Kínverjar seilast nú leynt og ljóst til áhrifa í Mið-Asíu, hinir fyrrnefndu meðal annars til að reisa bækistöðvar í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt spá margir sérfræðingar í alþjóða- málum að innan nokkurra áratuga muni Bandaríkin og Kína verða risaveldin tvö sem berjist um völd- in í heiminum. Má gera ráð fyrir að framsýnir embættismenn beggja séu farnir að reyna að valda fyrirfram ýmsa mikilvæga reiti í þeirri skák.  !"#"!$""%!&# '"( "("%! &  '$#%"( & )    *+#) )    )   ) *  )( $,-) # .)&#& ( A,:& /0  )   /  : /0  -',  7 :  ;PQ)$ 7M      Q R / / $ 7 M ) / ) / ; 7 ;RQ)+?7@/; 7 /?Q %M/3 7 ?-Q % % Q 7  0 % Q )/SQ$ 7M R)Q %7 ; ,          G ;( " & : ;,,& 7, ?"' "4",  " 2,"  "4 5 -"4&  /0$  )  , ,   :  *4  '5" , G0",# 0 "".6& && '#  "4  ,(4' .& # # &",# , && #  )  & :  " # & $,  "& ,  0 "&# # 0,  "0 ,&& * ,  & "4",  " ,0 " ##. 0 QG "&' )   0 "". '"" ,  0 "". 6& &'4 &     ,,&  ,0 , ,  G0   !050' &   0 &  ,& ,&&  "8 ,   L && ",  "4" &'  4 ,(4' .& = , & 0 &  :"" "4",  "& G  ,    (:. ,  '5" "4 4   4 A,:& 4  .6&#  &  !" #$ %& ' #()* Vesturlönd og Kaspíahaf tengjast Ný olíuleiðsla milli Kaspíahafs og Miðjarðarhafs er talin geta dregið mjög úr áhrifum Rússa á gömlum yfirráðasvæðum þeirra í Kákasus og Mið-Asíu. Kristján Jónsson kynnti sér málið. kjon@mbl.is Bagdad. AFP. AP. | Írösk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust fela 40 þúsund manna liðsafla að gæta öryggis íbúa landsins og reyna að uppræta árásir skæruliða sem hafa myrt að minnsta kosti 620 manns í þessum mánuði. Hópurinn saman- stendur af íröskum her- og lög- reglumönnum og mun hefja störf í höfuðborginni, Bagdad, strax í næstu viku. Borginni verður skipt í tvo hluta og síðan 15 svæði þar sem verða alls 675 fastir eftirlitsstaðir. Auk þess verða eftirlitsbifreiðar á ferðinni í hverfum þar sem árásir eru tíðar og algengt er að sprengj- ur séu settar í bíla. Eftir tvær vik- ur verður öryggisgæslu af þessu tagi einnig komið á víðar um land- ið. Öryggissveitirnar munu „gera út af við“ hryðjuverkamenn Saadoun al-Dulaimi, varnarmála- ráðherra, og Baqir Solagh, innan- ríkisráðherra, greindu frá þessum áformum á sameiginlegum blaða- mannafundi í Bagdad í gær og sögðu að markmið stjórnvalda með þeim væri að snúa vörn í sókn. Al- Dulaimi sagði að til stæði að girða höfuðborgina af þannig að hryðju- verkamenn kæmust ekki inn í hana. „Í næstu viku verðum við komin með sterka og örugga varn- arlínu í kringum Bagdad, sem verður eins og armband í kringum úlnlið. Við leyfum engum að kom- ast í gegnum þessa varnarlínu,“ sagði hann. Solagh sagði að öryggissveitirn- ar myndu bregðast hart við öllu of- beldi gegn íröskum borgurum og að ekkert rúm væri fyrir hryðju- verkamenn í Írak, né þá sem skytu skjólshúsi yfir slíka menn. „Við verðum að vinna saman, stjórnvöld og fólkið í landinu, enda er öryggi hagur allra borgara, ekki bara stjórnvalda,“ sagði Solagh. Hann bætti því við að þeir sem yrðu teknir höndum á fyrstu dögum að- gerðanna fengju skjót réttarhöld og að dómsmálaráðuneytið verði beðið um að útvega „aukadómara“ til að hægt verði að rétta strax yfir grunuðum mönnum. Þá sagði Sol- agh að öryggisveitirnar myndu „gera út af við hryðjuverkamenn á heimilum þeirra og smiðjurnar þar sem þeir setja saman bílasprengj- ur“. Al-Zarqawi er særður Á fundinum í gær sögðust ráð- herrarnir hafa upplýsingar þess efnis að hryðjuverkaforinginn Abu Masab al-Zargawi væri særður, en orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki undanfarið og hefur al- Zargawi jafnvel verið talinn af. „Við vitum ekki hvort hann er lát- inn eða ekki, en við vitum fyrir víst að hann er særður,“ sagði Sol- agh. Mannskæðar árásir í gær Ekkert lát var á ofbeldi í Írak í gær og féllu að minnsta kosti ell- efu manns í árásum hryðjuverka- manna, þar á meðal tvö börn. Bíla- sprengja sem sprakk nálægt lögreglustöð í norðurhluta Bagdad varð fimm manns að bana og særði aðra 17. Þá skutu byssumenn í bíl á hraðri ferð að hópi fólks sem var á leið til vinnu í hverfinu Risala í suðurhluta Bagdad í gærmorgun. Fjórir féllu í árásinni, háskólapró- fessor, lífverðir hans og túlkur sem starfar fyrir Bandaríkjaher. Írösk stjórnvöld hyggjast snúa vörn í sókn í baráttu við hryðjuverkamenn í landinu 40.000 manna öryggislið í Bagdad Reuters Moussa Saloom, háskólaprófessor sem var skotinn til bana af hryðjuverkamönnum þegar hann var á leið til vinnu sinnar í suðurhluta Bagdad í gærmorgun, var borinn til grafar í borginni síðdegis í gær. Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.