Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 27 MINNSTAÐUR         $% %&  ' ()  *#+, -('.//*/',0 # * 1*)**, * # *  /2 3442///,##"*  (), * 5(,#,',0 # *,.,!  6#6 !% ##,/$(), *  !(# 67.6 *,#5,.,',0 # *, ('' 1*, 7   .,'% (( *% !), *   %&*( '(!, !),'6 .,87/(/"! #& ,!),.  95# "1* # * #(, !),.  1* ! * /(,,',0 # *, .(, (!,(), *  (,#,',0 # *6#6 !% ##,:;.,! 1* %& *( '(!,/ <,##"* 005  #,**% ! ,67%&  55), '  () % 9(,# *" 49/ 9,#!" 5 *, /%=#6 9.1 7(,(7(&' *(,') -,##"* 1* *(.,   * (5,/<,## * ((, ,*, (, 6  ' () %   5,              ( ,# *(   * (5,.,,##"* ( ='#/ > !" 5 *, /%=#61*' #  * (5 ',# ,#  .(!,5(,#5  ' () % 9(,# *" 49 / / .((('',*(,  * (5,., *#+ ,##"* , 7( !((#.(  ( , 7)'' / 2/ 6 ;',0 # * 1*)**, * ! ##=, ' () % / AUSTURLAND LANDIÐ Fáskrúðsfjörður | Guðjón Daní- elsson og fjölskylda hans hafa búið í Kolmúla í yfir sextíu ár. Frá miðju ári 2002 hefur Guðjón verið einn, en þá missti hann konu sína, Jónu Björgu Guðmundsdóttur. Guðjón er nú kominn með annan fótinn á dvalarheimilið Uppsali á Búðum, en segist samt þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann er ekki á því að hætta búrekstri strax, en hefur samt orð á því að skrokkurinn sé aðeins að gefa eftir og það komi fyrir að aðrir þurfi að ganga í hans störf við búskapinn og það finnist honum slæmt. Guðjón, sem er hafsjór af frá- sögnum af gömlu og nýju, fæddist á Kolmúla árið 1913 og ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum, sem voru fimm. Skólaganga var ekki mikil í þá daga utan farkennsla og var farið á milli bæja og kennt í fjórar til fimm vikur á vetri. Eftir að hafa tekið barnapróf varð skóla- ganga Guðjóns ekki lengri, nema í lífsins skóla sem dugað hefur hon- um vel. Guðjón hóf sjóróðra á færing sem faðir hans átti sextán ára gamall, ásamt Elísi bróður sínum sem þá var 12 ára. Hafði verið sett vél í bátinn og róið með línu og hand- færi. Aflanum var landað á Kolmúla og hann saltaður, vaskaður og þurrkaður. „Ég var nítján ára gam- all þegar ég fór fyrst á vetrarvertíð til Vestmanneyja og var þar í sjö vertíðir,“ segir Guðjón. „Svo var ég tvær vertíðir á togara í Reykjavík, sá var í eigu Kveldúlfs og gerður út á saltfisk í þrjá mánuði og aflanum landað í Reykjavík. Vertíðirnar voru ekki lengri og svo fóru þeir sumir á síld fyrir Norðurlandi, en ég var ekki með í því.“ Báturinn fórst á tundurdufli Fyrstu tvö búskaparárin bjuggu Guðjón og Björg á Búðum og stundaði þá Guðjón sjóinn á opnum bát. „Þetta var á stríðsárunum og þá var oftast landað í færeyskar skútur sem voru á Vattarnesbót- inni,“ heldur Guðjón áfram. „Þarna kynntist ég Færeyingum sem voru oft margir á Vattarnesi. Þeir höfðu byggt þar íverustaði og gerðu það- an út yfir sumarmánuðina. Einn daginn, er við vorum í róðri, sáum við þýska flugvél koma norðan frá Gerpi. Hún sveimaði yfir bátunum og hóf svo að skjóta á þá, en ekki hlutust af því slys í það sinnið. Þó heyrðum við af því að kúla hefði farið í gegnum þilfarið og í lúkar á einum bátnum og hafnað í bitakass- anum hjá einum skipverja. Einu sinni sáum við koma mikinn strók upp úr sjónum sem við áttuðum okkur ekki á, enda alllangt í burtu frá okkur. Svo fréttum við af bát sem saknað var frá Vattarnesi með þremur mönnum og fannst úr hon- um brak daginn eftir. Talið var að hann hefði farist á tundurdufli og það verið sjóstrókurinn sem við sáum daginn áður.“ Blikinn slapp og byssan Guðjón segist aldrei hafa komist í hann krappan á sjónum, en hann hafi snemma byrjað að handleika byssur. „Svo var það einu sinni að við vorum að vinna í heyskap á túninu ekki langt frá sjónum og ég sé blika synda inn með landinu. Ég gríp byssuna og hleyp af stað en þegar ég kem á tangann er blikinn kominn inn fyrir innri tangann og vogur allangur á milli. Ég ákveð að stökkva yfir voginn og þegar ég hef stökkið skrikar mér fótur. Mér dettur þá í hug að sleppa byssunni en geri það ekki og rétt hef það yfir og næ að klóra mig upp. Þarna var allmikill súgur og ég ósyndur svo þarna gat illa farið. Það bjargaðist þó en blikinn slapp í þetta sinn.“ Guðjón segir æðarfugl hafa verið skotinn á öllum bæjum á þessum tíma, nema á prestssetrinu á Kol- freyjustað. „Ég heyrði af því að séra Haraldur, prestur á Kolfreyju- stað, hefði einhverju sinni komið í Skálavík, bæ utan við prestssetrið. Hann kom í sjóhús og hékk þar uppi kippa af æðarfugli. Þá hafði hann á orði að hingað hefði sér ekki verið ætlað að koma. Svo var ekki gert meira í því máli.“ Eins og allt sé orðið hættulegt Árið 1943 flutti Guðjón frá Búð- um og tók við búskapnum af föður sínum í Kolmúla og hefur búið þar síðan ásamt konu og börnum. Hann segir börnin sjö hafa alist þar upp og tekið þátt í búskap og sjósókn, en farið að heiman er þau fullorðn- uðust. Á Kolmúla var lengst af tví- býli og þríbýlt um tíma. Núverandi hús var byggt 1916 sem tvíbýli. Bú- skapurinn var blandaður og þegar sauðfé var flest voru 230 ær í hús- um og kýr, hænsni endur og hestar. Guðjón stundaði auk þess hákarla- veiðar um hríð, verkaði hann og seldi. Guðjón er í miðjum sauðburði og segir koma hægt úr ánum. „Þetta eru nú ekki margar ær, ég er bara með átján stykki. Auk þess er ég með tíu hryssur og þær eru flestar með fyli. Folinn var svo magnaður að hann fór bara úr einu hólfi yfir í annað og ég er búinn að fá þrjú fol- öld núna. Þrjár kýr eru í fjósi, ein þeirra nýlega borin og hinar kálf- fullar. Svo eru hér nokkrar hænur og endur.“ Bóndinn á Kolmúla á ýmsar sögur í handraðanum af lífsbaráttunni á láði og legi Byssukúlan í bitaboxinu Morgunblaðið/Albert Kemp Trúr sínu Guðjón Daníelsson bóndi á Kolmúla við Reyðarfjörð sinnir búskapnum enn þótt hann sé vel við aldur. Á utanverðri suðurströnd Reyðarfjarðar stendur bærinn Kolmúli. Albert Kemp sótti hinn aldna bónda Guðjón Daníelsson heim. FJÓRAR af tíu bestu myndunum sem dómnefnd valdi í teiknimynda- samkeppni meðal fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins reyndust koma frá nemendum Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Þær einkennd- ust af sterkum litum og einföldu og skýru myndefni. Efnt var til keppninnar í tilefni af alþjóðlega skólamjólkurdeginum síðastliðið haust. Myndir bárust úr mörgum skólum, svo hundruðum skipti. Dómnefnd sem starfaði undir for- ystu Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra valdi tíu bestu myndirnar. Þær verða notaðar á veggspjöld og kynning- arefni vegna Skólamjólkurdagsins í haust. Veitt voru 25 þúsund króna peningaverðlaun fyrir hverja mynd og rennur upphæðin í bekkjarsjóð verðlaunahafanna. Þannig koma 100 þúsund krónur í hlut fjórða bekkjar Flúðaskóla. Verðlaunin verða afhent í skólunum á síðustu dögum fyrir sumarfrí barnanna. Verðlaunahafarnir eru Anna Maggý Grímsdóttir, Snælands- skóla, Bergdís Rán Jónsdóttir, 4. Þ:S. Barnaskóla Vestmannaeyja, Guðjón Örn Sigurðsson, Flúða- skóla, Hafþór Ingi Ragnarsson, Flúðaskóla, Jón Gautason, Flóa- skóla, Kristín Hulda Kristófers- dóttir, 4. V, Snælandsskóla, Marí- anna Svansdóttir, Flúðaskóla, Svanborg Signý Jóhannesdóttir, Ljósafossskóla, Sóley Reynisdóttir, 4. AH, Heiðarskóla í Reykjanesbæ og Þórmundur Hilmarsson, Flúða- skóla. Úrslit í teiknimyndasamkeppni vegna skólamjólkurdags Ljósmynd/Guðjón Reynir Dómnefnd Myndir valdar í teiknimyndasamkeppni, frá vinstri Sigurður Mikaelsson, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Hildur Ósk Hafsteinsdóttir, Hólmgeir Karlsson og Guðlaugur Björgvinsson. Flestar verðlaunamyndirnar frá nemendum Flúðaskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.