Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 21 ARNALDO Otegi, leiðtogi Batasuna, hins ólög- lega flokks baskneskra aðskilnaðarsinna á Spáni, var handtekinn í gærmorgun. Hann dvelst nú í einangrun í Soto del Real-fangelsi í Madríd en stjórnvöld fullyrða að Otegi sé félagi í ETA, aðskilnaðar- og hryðjuverkahreyfingu baskneskra þjóðernissinna. Lögmaður Otegis upplýsti að gerð hefði verið krafa um 400.000 evra tryggingu (sem svara til rúmlega 32 milljóna króna) gegn því að honum yrði sleppt úr haldi. Yrði sú upphæð greidd „á næstu dögum“. Lögmaðurinn sagði handtökuna „pólitískt og lögfræðilegt hneyksli“. Bann var lagt við starfsemi Bata- suna-flokksins, sem sagður er hinn pólitíski armur ETA-samtakanna, í marsmánuði árið 2003. Otegi og fleiri fulltrúar flokksins nutu hins vegar þinghelgi fram til 17. apríl síðastliðins þegar fram fóru kosningar til þings Baska. Spænsk yfirvöld grunar að Otegi og náinn samstarfsmaður hans, Jon Salaberria, hafi komið nærri fjármögnun baráttu ETA. Sala- berria hefur einnig setið á þingi Baskalands og er nú eftirlýstur. Salaberria hafði einnig verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á „byltingarskattinum“ svonefnda, sem er gjald sem fjölmörg fyrirtæki í Baskalandi greiða fyrir að fá að starfa í friði fyrir ofbeldismönnum á vegum ETA. Otegi er fæddur í Elgoibar í Guipuzcoa, einni sýslu Baskalands, árið 1958. Að sögn spænska dagblaðsins El Mundo gekk hann til liðs við rót- tæka þjóðernissinna er hann var aðeins tvítugur að aldri. Hann tók fyrst sæti á þingi Baskalands árið 1995 þegar hann leysti af þingkonuna Beg- oña Arrondo, sem þá var dæmd í fangelsi fyrir samstarf við hryðjuverkamenn. Áður hafði hann setið í fangelsi fyrir mannrán og hann hef- ur einnig hlotið dóm fyrir að hvetja til hryðju- verka. „Hurðinni skellt í lás“ Juan Fernando López Aguilar, dómsmála- ráðhera Spánar, lýsti yfir því í gær að með því að handtaka Otegi hefði eitt skref til viðbótar verið stigið í þeim tilgangi að binda enda á starf- semi ETA. „Réttarríkið er virkt,“ sagði ráð- herrann, að því er fram kom í frétt El Mundo. Talsmaður Batasuna-flokksins, Joseba Per- mach, lýsti rás atburða hins vegar þannig að „hurðinni [hefði] verið skellt á vonir basknesku þjóðarinnar um lýðræði og frið“. Sagði hann Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráð- herra minnihlutastjórnar spænska Sósíalista- flokksins, bera beina ábyrgð á handtökunni og þróun mála í samskiptum baskneskra þjóðern- issinna og stjórnvalda í Madríd. Permach sagði að efnt yrði til mótmæla vegna handtökunnar og áttu þau að hefjast í gærkvöldi við skrifstofur Sósíalistaflokksins í Baskalandi. Fyrr í mánuðinum lýsti Spánarþing yfir stuðningi við þá stefnu Zapateros að efna beri til viðræðna við fulltrúa ETA lýsi samtökin fyrst yfir því að þau hafni ofbeldi sem lögmætu vopni í baráttunni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. Á Spáni er almennt litið svo á að þessu frumkvæði for- sætisráðherrans hafi samtökin svarað með sprengjuárás í Madríd á miðvikudag. Handtakan í gær og árásin í Madríd hafa því orðið til þess að draga mjög úr bjartsýni um að takast megi að koma á viðræðum stjórnvalda og fulltrúa ETA. Á hinn bóginn voru þær vonir tæpast reistar á raunsæju mati. Enginn vafi leikur á því að ETA-samtökin eru ekki jafn öfl- ug og forðum. Á hinn bóginn þarf ýmislegt að ganga á áður en skipulögð glæpasamtök leggja upp laupana, hvað þá viðurkenna í reynd ósigur sinn. Leiðtogi Batasuna-flokks- ins handtekinn á Spáni Vonir um viðræður milli stjórnvalda og herskárra þjóðern- issinna dvína Reuters Arnaldo Otegi kemur ásamt lögmanni sínum fyrir dómara í Madríd á miðvikudag. Í gær var hann síðan handtekinn, sakaður um að taka þátt í fjármögnun ETA. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Kaíró. AFP. AP. | Kosið var um breytingar á egypskum kosningalögum í þjóðaratkvæða- greiðslu í landinu gær og samþykktu um 83% kjósenda tillöguna, að því er stjórnvöld segja. Kosningaþátttaka er sögð hafa verið um 54% sem þykir góður árangur fyrir stjórnvöld í landinu og lýstu þau yfir mikilli ánægju með útkomuna. Stjórnarandstæð- ingar vefengja hins vegar úrslitin og tala um kosningasvindl, en samtök á þeirra vegum höfðu hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Breytingarnar sem samþykktar voru í gær fela í sér að fleiri en einn geti boðið sig fram í forsetakosningum í haust, en stjórn- arandstæðingar segja þetta sýndarumbæt- ur þar sem lögin feli í sér strangar takmark- anir á framboði. Með nýju lögunum geti í raun engir aðrir boðið sig fram en meðlimir Þjóðlega lýðræðisflokksins, flokks Hosni Mubarak forseta, sem hefur verið við völd síðan 1981 án þess að fá raunverulegt mót- framboð. Ofbeldi gegn mótmælendum á kjördag fordæmt Mótmælendur voru áberandi á götum Kaíró í gær og kom til átaka milli þeirra og útsendara stjórnvalda þar sem mótmælend- ur voru barðir og konur í hópi þeirra nið- urlægðar. Aðfarir stjórnvalda gegn mót- mælendum hafa verið harðlega gagnrýndar og fordæmdar, meðal annars af George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem sagði að svona ætti ekki að „halda frjálsar kosning- ar“. Stjórnvöld í Egyptalandi leyfðu ekki al- þjóðlegt eftirlit með atkvæðagreiðslunni í gær, en nú er talið að þrýstingur um að þau leyfi eftirlit með komandi forsetakosningum hafi aukist verulega. Egyptar samþykkja kosningalaga- breytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.