Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 38

Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjálmar RúnarHjálmarsson vél- stjóri fæddist á Nýjalandi í Garði 26. janúar 1946. Hann lést á heimili sínu 19. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hjálmar Óskar Magnússon vélstjóri og útgerð- armaður, f. í Akur- húsum í Garði 11. okt. 1913, d. 31. júlí 1984, og Sólveig Sigrún Oddsdóttir húsfreyja, f. í Mó- húsum í Garði 11. okt. 1916. Systkini Hjálmars eru Krist- mann, Magnea, Ásgeir Magnús, Ragnheiður og Jón. Hinn 9. sept. 1972 kvæntist Hjálmar Guðrúnu Eyvindsdóttir, f. í Reykjavík 11. des.1946. For- eldrar hennar voru Eyvindur Jónsson, f. 9. okt. 1904, d. 19. maí 1969 og Halldóra Ágústa Tryggvadóttir, f. 15. jan. 1906, d. 7. júní 1994. Dætur Hjálmars og Guðrúnar eru: a) Helga, f. 30. ágúst 1971, gift Oliver Keller, f. 25. okt.1970, sonur þeirra er Er- ik, f. 4. maí 1998, b) Herborg, f. 16. jan. 1975, gift Sveini Ólafi Jónassyni, f. 12. sept. 1973, dæt- ur þeirra eru Guðrún Ágústa, f. 17. jan. 1996, og Sveinborg Ólafía, f. 17. nóv. 1998, og c) Dóra Sigrún, f. 5. sept. 1984. Hjálmar byrjaði til sjós 14 ára gamall með föður sínum á 16 tonna vélbát á drag- nót, hann var á þess- um bát næstu fjögur árin. Hann fór í Iðn- skólann og hóf nám í útvarpsvirkjun en sneri sér svo að námi í Vélskóla Íslands þar sem hann lauk 4. stigi vélstjóra árið 1971. Hjálmar var vélstjóri á bátum hjá Ásgeiri hf. í Garði frá 1966–1986 eða í 20 ár. Ásgeir hf. var í eigu föður hans, bróður og mágs. Síð- an var hann vélstjóri á Freyju GK-364 í 8 ár og Geir Goða GK. Í 2 ár var hann yfirvélstjóri á ís- fisktogaranum Sveini Jónssyni GK-9. Frá árinu 1998 var hann svo yfirvélstjóri og umsjónarmað- ur á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein sem gerður er út frá Sandgerði. Hjálmar var heiðraður fyrir björgunarafrek af sjómannadags- ráðinu í Garði árið 1993 ásamt fé- lögum sínum á Freyju GK, einnig var hann sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins árið 2003. Útför Hjálmars verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn, ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá okkur. Þótt þú hafir verið mikið veikur síðastliðna mánuði átti ég ekki von á því að þú mundir yf- irgefa okkur svona fljótt. Þú varst alltaf í mínum augum besti pabbi sem hægt var að hugsa sér. Þú varst reyndar ekki mikið heima við þegar við vorum yngri, þar sem þú varst úti á sjó, en þegar þú komst í land gafstu þér alltaf góðan tíma fyrir okkur systurnar. Þú vildir alltaf hugsa vel um stelp- urnar þínar og veita þeim það besta mögulega sem hægt var eftir aðstæðum. Þú varst yfirleitt mjög þolinmóður við okkur og það þurfti mikið til að þú reiddist við okkur, en ef það gerðist þá vissum við að við hefðum gengið of langt. Þú hafðir mjög gaman af því að gera við alls konar vélar og raf- magnstæki og varst tímunum sam- an úti í bílskúr. Enda snillingur í því öllu. Ég treysti algjörlega á þig ef það bilaði eitthvað á heimilinu. Ég vissi alveg að þú gætir gert við það – ef þú gast það ekki þá var viðkomandi tæki ónýtt. Líka eftir að ég flutti út til Þýskalands og byrjaði með eigið heimili þar. Ef eitthvað bilaði á heimilinu eða mig vantaði ráðleggingar við annað sem viðkom heimilinu hringdi ég alltaf í þig. Ég treysti þér betur en öllum öðrum sérfræðingum í þessum mál- um. Ég man vel eftir því þegar ég ákvað að fara út til Þýskalands sem au-pair. Þú varst nú ekki alveg ró- legur yfir því að ég væri að fara ein út til hinnar stóru Evrópu. Þú vild- ir athuga það náið á landakorti hvar í Þýskalandi ég mundi vera. Þegar þú uppgötvaðir að ég væri rétt við stórborgina Frankfurt varstu ekki mjög hrifinn og baðst mig að vera mjög varkár. Þú varst ekki alveg rólegur fyrr en þú heim- sóttir mig og sást hvernig um- hverfið var þar sem ég bjó. Alltaf varstu að reyna að passa upp á stelpurnar þínar. Ég hugsa að þú hefðir ekki sleppt mér út ef þú hefðir strax vitað að ég mundi vera þar í tæp tólf ár í staðinn fyrir eitt ár eins og upphaflega var áætlað. Mikið saknaði ég þess að vera hjá ykkur á jólunum meðan ég bjó úti. Jólin voru alltaf svo hátíðleg hjá ykkur. Þú varst algjört jóla- barn og skreyttir húsið hátt og lágt að innan og utan fyrir jólin. Svo skreyttirðu alltaf jólatréð og feng- um við stelpurnar að hjálpa þér við það. Þú varst líka duglegur að stríða okkur og yfirleitt búinn að fela einhverja jólapakkana. Áramótin voru líka mjög skemmtileg með þér. Alltaf tókstu upp á einhverju sprelli. Þú varst alltaf að setja upp einhverjar grím- ur og skemmta okkur með því. Og ekki urðum við vonsviknar með flugeldana, þú varst alltaf með nóg af þeim. Þú vildir allt gera til að gleðja okkur systurnar. Enda varstu svo barngóður og laðaðir öll börn að þér. Barnabörnin þrjú, sem þú vildir allt fyrir gera, dýrkuðu þig öll. Alltaf varstu tilbúinn að passa fyrir okkur systurnar. Enda vildu barnabörnin alltaf vera hjá þér. Erik minn var svo stoltur af því að afi hans væri að vinna á björg- unarbát, hann þurfti að tilkynna öllum vinum sínum það. Enda fannst þeim mjög gaman að fara með þér í siglingu á sjómannadag- inn á hverju ári, þá fengu þau alltaf fara í lengri siglingu en hinir því afi þeirra sá um björgunarbátinn. Munum við halda áfram að fara með þau í siglingu á þessum degi í minningu þína, þótt mikið vanti þegar þú ert ekki með okkur. En þú fylgist með okkur í staðinn. Elsku pabbi minn, ég sakna þín mikið en góðu minningarnar um þig munu styrkja mig og okkur öll í sorginni. Ég trúi því að þér líði bet- ur núna eftir öll þín veikindi. Hlakka til að hitta þig seinna. Ég elska þig. Þín dóttir Helga. Elsku pabbi minn. Þá er komið að kveðjustund. Aldrei hefði mig grunað að það yrði svona snemma, allt of snemma. Þú í blóma lífsins, og við áttum eftir að gera svo margt saman. Ég hélt að það væri nógur tími, að það væri ekki nærri því komið að þér að kveðja. En þú varst búinn að berjast lengi við hinn versta sjúkdóm, sem enginn nema sá sem hann heltekur getur gert sér í hugarlund hvað er hræði- legur. Og við sem eftir stöndum reynum að hugga okkur við það að nú líður þér betur. Eftir sitja allar góðu minning- arnar sem eru svo sannarlega margar. Allar útilegurnar og sum- arbústaðaferðirnar, m.a. í Húsafell, sem við fórum saman öll fjölskyld- an, afi og báðar ömmurnar líka. Alltaf varst þú tilbúinn að vera með okkur og svo var farið í sund HJÁLMAR RÚNAR HJÁLMARSSON Minning Gísla lifir. Megi hún hugga fjölskyldu hans og þá sem harm bera í brjósti við fráfall Gísla. Bekkjarfélagar úr MH 1974. Nú kveð ég æskuvin minn Gísla Torfason. Æsku- og unglingsárin koma upp í hugann. Árin sem við átt- um saman við Hafnargötuna. Heim- ili hans að Hafnargötu 74 var mitt annað heimili þar sem ríkti bæði vin- semd og virðing. Alltaf vorum við að bralla eitthvað en mestum tíma þó í fótbolta. Þegar við vorum tíu ára vorum við farnir að fylgjast með ensku knattspyrnunni í gegnum for- láta útvarp sem Torfi, faðir Gísla, lánaði okkur og Magnús, bróðir Gísla, fann svo fyrir okkur réttu út- varpsstöðina. Þá skráðum við niður allt er varð- aði enska fótboltann og vissum síðan á laugardagseftirmiðdögum hvernig leikjunum á Englandi lauk, hverjir léku, hverjir skoruðu mörkin og hver staðan var í deildinni og lengi vel var þetta síðan biblían okkar. Oft á kvöldin voru sett upp fótboltamót á Hafnargötu 74 sem félagar okkar tóku þátt í en Torfi tók að sér hlut- verk dómarans og eftir mótið færði Begga, móðir Gísla, okkur hress- ingu. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Ég kveð þig nú og þakka þér fyrir allt. Farðu vel, kæri vinur. Ég votta aðstandendum samúð mína. Agnar Kristinsson. Gísli var einstaklega örlátur mað- ur. Hann var örlátur á það sem oft skiptir svo miklu máli í lífinu – um- hyggju, bros, hlátur, grín og góðlát- lega stríðni – og það gerði hann að svo kærum vini. Það er erfitt að trúa að langvarandi og skemmtilegu stríðnisstríði milli okkar sé lokið! Gísli var mjög næmur, fljótur að sjá þegar aðrir áttu erfiðan dag og brást við með viðeigandi orðum, létt- leika, klappi á öxl eða faðmlagi. Hann hafði ávallt tíma til að hlusta, hversu smávægilegt sem málið var. Á örlátan hátt deildi hann með öðr- um persónulegri reynslu þegar hann sá að það gæti orðið til hjálpar. Mikill er missir svo margra: ást- vina, samstarfsfólks, nemenda og fé- laga. Horfinn er á braut sannur öð- lingur sem verður sárt saknað en minningin um Gísla mun lifa. Það eru forréttindi að hafa þekkt og starfað með slíkum manni. Við sendum Rósu, Torfa, Birnu, Magnúsi, Kristínu og öðrum ástvin- um og syrgjendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að hugga og styrkja. Karen Elizabeth og Einar Valgeir. Góður kunningi og samferðamað- ur er horfinn á braut langt um aldur fram. Kynni okkar hófust hjá brids- félaginu fyrir u.þ.b. hálfum þriðja áratug þar sem við vorum í fyrstu andstæðingar við spilaborðið en síð- ar sveitarfélagar. Ég man að í einum af okkar fyrstu leikjum varð mér á fingurbrjótur og hafði Gísli orð á því stuttur í spuna. Ég sagði honum hvað hefði gerst og að ég spilaði eins vel og ég kynni. Þetta svar dugði Gísla alla okkar samtíð. Gísli kom oft í heimsókn til okkar hjóna hin seinni ár. Hann kom í heimsókn og settist alltaf á sama staðinn og bað um kaffi og ef hann átti erindi var það rætt en annars farið um víðan völl þjóðmálanna. Hann kom síðast til okkar í byrjun maí og eins og svo oft áður fengum við djúphugsaða kveðju þá er hann gekk í hús. Hún var einhvern veginn svona: „Sæll gamli. Rosaleg gamal- mennalykt er hérna.“ Ég rölti á eftir Gísla inn og hugsaði með mér: Nú verð ég að henda forstofudreglinum. Þá kom Dagný út úr eldhúsinu skæl- brosandi og ég hafði auðvitað gengið í vatnið enn einu sinni. Gísli var ein- ungis að láta hana vita að hann vissi að hún væri að komast á sextugsald- urinn eftir örfáa daga. Gísli var mjög vandvirkur og traustur spilari. Þá var hann ekki síður veiðimaður. Veiddi oftast betur en allir aðrir á þau tól sem best hent- uðu hverju sinni. Hann gat beitt bæði flugu, maðki eða devon sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann hringdi oftast viku fyrir veiðidag og pantaði eiturslöngur (ánamaðka). Ég spurði hvað hann vildi marga. Yf- irleitt taldi hann sig þurfa svona 30 og þá tíndi ég 70 maðka í fötuna og sagði honum að skila afgangnum. Ég byrjaði þessa stuttu kveðju mína á orðunum „góður kunningi“. Ég veit ekki hvort þetta er nógu vel orðað. Ég held að við höfum verið vinir. Bridsspilarar á Suðurnesjum og reyndar um land allt kveðja Gísla með þakklæti og ég leyfi mér fyrir hönd sveitar okkar, sem spilaði lengst undir merkjum Sparisjóðsins, að þakka honum samfylgdina. Arnór. Í fáum orðum langar okkur að minnast Gísla Torfasonar. Við eigum allar það sameiginlegt að hafa verið nemendur á fyrstu kennaraárum hans í FS. Þá strax var Gísli yfir- burða kennari. Gísli var skarpur, for- dómalaus, húmoristi, réttlátur en umfram allt hafði hann þá náðargáfu að draga fram það besta í fari hvers og eins og hvetja nemendur til dáða. Við minnumst persónulegra og vandaðra umsagna, skrautskrifaðra með blekpenna. Hann hafði óendan- lega umhyggju fyrir okkur sem manneskjum og lét sig varða um framtíð okkar. Hann var mikill áhrifavaldur á mótunarárum okkar allra og á stóran þátt í því að við völdum að ganga menntaveginn áfram. Við vottum Rósu og fjölskyldu innilegustu samúð okkar. Guð blessi minningu Gísla Torfasonar. Guðný Reynisdóttir, Hulda Harðardóttir, Kristín Geirmundsdóttir, Una Steinsdóttir, stúdentar frá FS 1984 og 1985. Ég var ein af þeim sem hræddust það að byrja í Fjölbraut. Ég hafði verið í sama barnaskólanum sam- fleytt til sextán ára aldurs og átti allt í einu að fara í mun stærra umhverfi, vita hvað mig langaði að læra og taka ákvörðun um hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég var alls ekki tilbúin í það og grét sáran við móður mína hvort ég mætti nú ekki sleppa þessu. Hún hélt nú ekki. Hún þekkti þá bræður, Gísla og Magga, og var svarið því: Bróðir hans Magga Torfa, hann Gísli, er að vinna þarna og þú ræðir bara við hann. Þar sem Maggi var nú tannlæknirinn minn og afar ljúfur ákvað ég að láta á þetta reyna og athuga með þennan bjargvætt í grasinu. Síðan eru fjórtán ár og að spjalla við Gísla var eitt það viturleg- asta sem ég hef gert á minni litlu ævi. Það var alltaf hægt að leita til Gísla. Hann náði að redda alveg ótrúlegustu hlutum og ef hans hefði ekki notið við hefði námið mitt líkleg- ast dottið í algjöra óreiðu. Hann var ekki bara námsráðgjafi heldur traustur vinur þegar á bjátaði. Þegar móðir mín lést, meðan ég var í námi, var Gísla mjög annt um að ég kláraði stúdentinn. Hann sýndi yndislega hlýju og hluttekningu, nokkuð sem ég held honum hafi verið eðlislægt. Ég man hvernig hann var óhræddur við að faðma mig unglinginn við graf- arbakkann, í hávaðaroki og sjávar- seltu, og hvísla til mín hughreysting- arorðum. Aðrir tóku virðulega í hönd mína. Ég þakka því Gísla fyrir að ég náði að klára námið. Mér fannst ég ein- hvern veginn geta mun meira þegar Gísla naut við. Hann fékk mig á sinn einlæga hátt til að trúa því hversu sterk ég væri. Hvers megnug við værum öll. Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir þá gjöf. Elsku Rósa, Torfi og Maggi, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um yndis- legan mann mun lifa áfram. María Erla Pálsdóttir. Sú harmafregn að Gísli Torfason sé látinn langt um aldur fram er öll- um sem hann þekktu og umgengust mikið áfall. Ég er þar engin undan- tekning ekki síst þar sem hann var mín stoð og stytta í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það er ólíklegt að al- menningur átti sig á því hversu mik- ilvægt það er þeim er hafa orðið fyrir barðinu á erfiðum sjúkdómi og búa við afleiðingar hans að eiga slíkt at- hvarf sem Gísli var mér í skólanum. Það var alveg sama hvernig stóð á og hversu oft ég guggnaði – alltaf var hann tilbúinn að stappa í mig stálinu og hjálpa mér að öðlast á ný trú á sjálfri mér. „Sandra, þú ert hetja,“ var hann vanur að segja. Þeim orð- um mun ég aldrei gleyma. Á þessum erfiðu tímamótum lang- ar mig að þakka Gísla og Rósu eft- irlifandi konu hans fyrir ómældan stuðning og allt sem þau hafa gert fyrir mig. Mér er það ómetanlegt. Það er hins vegar mikil raun að hugsa til þess að hefja nám í haust án þess að hafa Gísla til að halla mér að þegar á móti blæs og þótt reynslan hafi kennt að maður kemur í manns stað er vandséð hvernig skarð hans verður fyllt. Elsku Rósa og Torfi, ég sendi ykk- ur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið að góður guð verndi ykkur og efli í hinu þungbæra hlutskipti ykkar. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta. Ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Sandra Þorsteinsdóttir. Þessi dagur, þessi stund gleymist seint! Dagurinn sem átti að vera svo skemmtilegur og bjartur varð á einni svipan sorglegur og dimmur. Frá- bær kennari og samstarfsmaður er kvaddur til annarra starfa. Hverjum hefði getað dottið í hug að þessi dag- ur myndi enda svona? Stórt spurn- ingarmerki hringlar í höfði manns, en lítið er um svör. Þessi magnaði maður hann Gísli Torfa fær 10 í ein- kunn fyrir allt það sem hann hefur kennt okkur hinum, hann er sá kenn- ari sem maður virðir og tekur sér til fyrirmyndar. Elsku Rósa og Torfi, missir ykkar er mikill en hafið hugfast að minn- ingin um góðan dreng lifir ávallt. Kær kveðja. Kristjana H. Gunnarsdóttir (Kiddý). Gísli Torfason er fallinn frá, horf- inn, þvílík tíðindi. Ég kynntist Gísla fyrst í barnaskólanum í Keflavík og vakti hann strax athygli mína fyrir einstakt atgervi. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Gísli var bestur í öllu. Og það gilti ekki að- eins á íþróttasviðinu heldur líka á menntasviðinu. Stundum var ekki laust við að maður öfundaði Gísla af atgervi hans. Hann þurfti svo lítið að leggja á sig. Af hverju gat maður ekki verið eins? spurði maður sig. Það risti þó aldrei djúpt vegna þess að yfirleitt leið manni vel í návist hans. Gísli var ekki heldur sú mann- gerð að guma af afrekum sínum. Þá var hann óspar á hól ef manni vegn- aði vel. Við fylgdumst síðan að upp í gagnfræðaskóla og menntaskóla. Þá skildu leiðir eins og gengur. Gísli fluttist um síðir heim í átthagana. Ég varð eftir í Reykjavík. Samskiptin urðu minni. Eftir stendur minning um góðan dreng. Kyndill í sinni heimabyggð sem núna er slokknað- ur. Ég minnist Gísla með hlýju og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Ásmundur G. Vilhjálmsson.  Fleiri minningargreinar um Gísla Torfason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Íris Ósk Jóhannsdóttir; Sigurbjörg og Hallgrímur (Sibba og Halli); Bryn- dís María Leifsdóttir; Þorlákur Karlsson, Hallgrímur Sigurðsson, Björgvin Jónsson; Svala; Jóhannes Ellertsson. GÍSLI TORFASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.