Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 16

Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF AFKOMA Actavis Group á fyrsta fjórðungi ársins var jákvæð um 11,1 milljón evra, sem samsvarar tæplega 901 milljón króna. Þetta var vel und- ir afkomuspám bankanna en KB banki hafði spáð Actavis 13,8 milljón evra hagnaði, ríflega 1,1 milljarður króna, Íslandsbanki hafði spáð 15,2 milljón evra hagnaði, ríflega 1,2 milljarðar króna, og Landsbankinn hafði spáð 16,9 milljón evra hagnaði, tæplega 1,4 milljarðar króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður félagsins tæplega 22 millj- ónir evra, tæplega 1,8 milljarðar króna, eftir skatta og er hér um 49,2% lækkun hagnaðar að ræða á milli ára. Tekjur lækka á milli ára Tekjur Actavis lækkuðu um 21,3% á milli ára, voru 101,8 milljónir evra nú en 129,3 milljónir í fyrra. Munar þar mest um að á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var hjartalyfið Ramipril sett á markað og er það stærsta markaðs- setning félagsins frá upphafi sem leiddi til þess að fjórðungurinn var sá besti í sögu félagsins. Að sama skapi voru gjöld félagsins 16,3% lægri en í fyrra. Sala eigin vörumerkja Actavis jókst um 15,5% miðað við sama tíma- bil í fyrra. Sala til þriðja aðila lækk- aði hins vegar um 54,6% á milli ára. EBITDA var 24,6 milljónir evra að þessu sinni, 35 milljónir í fyrra, og arðsemi eiginfjár 10,9%, var 37,61% í fyrra. Eiginfjárhlutfall er 39,8% en var 41,2% í fyrra. Í tilkynningu frá Actavis til Kaup- hallar Íslands er haft eftir Róbert Wessman, forstjóra, að uppgjörið sé í samræmi við væntingar fyrirtæk- isins. Uppgjör Actavis var undir væntingum Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is                               !"#   !$   % "&' (&  )* &# &  )#&  $&' (& % "&'  +,"  -# .    /0,.  /0 !. ,  &#(  1      ! 0 % "&'  2 &'  20 .&  3(&   $45& .6 &&  78,.  /%!  /" 9" /"&'  /"0   :    ;:## &#0   &  < && "  &  =0 00 >/5(,#     !  (  ! ,"' ?:..   $&' 40 % "&'  ;5 5  "#  $%  @A?B /4    ,     >            >   > > > >  > > > > > > > > > ,: &#  :   , > > > > > > > > > > > > >  > > > > > > > > > > > > > > > C > DE > > C >DE > C > DE > C  DE C  DE > > C > DE > > C > DE > C  DE > > > > C DE > > > > > > > > > > 2, "'    '# & ; "( 4 " '# F ) /"       >             >  > > > >  > >  > > > > > > >                  >           >                 >   >       >  <    4 *G   ;2 H #&"  !."'         >       >  > > > >  > > > > > > > > > ;2> I  0 0"'&' " ".  ;2> /:"'  "  ",##. 0 :  "( , &  ;2> <,#& :  0 . 0#&& 9"#  ;2>  (, & G#,,&' ;2> <,#& 5&&" 5 "  "( 0 && ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu tæplega 3 millj- örðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 526 milljónir króna. Mest hækkun varð á bréfum Granda, 1,9%, en mest lækkun varð á bréfum Actavis, 4,2%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,1% og er nú 3.997 stig. Dræm viðskipti í Kauphöll ● NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, hefur gert samkomulag við ríkisstjórn Serbíu og Svartfjalla- lands. Samkomulagið veitir NIB heimild til að taka þátt í að fjár- magna ýmis verkefni í landinu. Haft eftir Johnny Åkerholm, stjórnarformanni NIB, í tilkynningu frá bankanum, að norræn fyrirtæki og fyrirtæki frá baltnesku löndunum, sem eiga hagsmuna að gæta í Serb- íu og Svartfjallalandi, geti nú notfært sér þjónustu bankans. Tekur hann sérstaklega fram að meðal annars geti verið um að ræða fjármögnun á verkefnum er lúta að orkumálum og fjarskiptum sem og á sviði um- hverfismála. „Samkomulagið mun efla enn frekar fjárhagsleg tengsl á milli Norðurlandanna og baltnesku land- anna, annars vegar, og Serbíu og Svartfjallalands, hins vegar,“ segir Åkerholm. Þá bætir hann og við að mörg fyrirtæki frá aðildarlöndum NIB hafi nú þegar náð nokkurri fótfestu í Serbíu og Svartfjallalandi. Nærvera NIB leiði til þess að enn fleiri fyrir- tæki sjái sér fært að leita inn á þann markað sem þar er. NIB semur við Serbíu og Svartfjallaland SJÖ íslensk fyrirtæki hafa á undanförnu misseri tekið þátt í verkefninu Útflutn- ingsaukning og hag- vöxtur, sem Útflutn- ingsráð Íslands stóð að í fimmtánda sinn. Þetta er verkefni fyrir lítil og meðalstór fyr- irtæki sem hafa hug á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Veitt eru verðlaun fyrir bestu markaðs- áætlunina en þau hlaut að þessu sinni fyr- irtækið Stiki sem sér- hæfir sig í verndun upplýsinga og er sam- kvæmt tilkynningu frá Útflutningsráði „leiðandi í ráðgjöf og lausnum sem byggjast á öryggi upplýsinga“. Verkefni Stika fólst í að leita markaða fyrir eina af afurðum sín- um. Meðal fyrirtækja sem áður hafa hlotið þessa viðurkenningu eru Bakkavör og Öss- ur. Alls tóku sjö verk- efni þátt í verkefninu en þau eru auk Stika, Skýrr, Trico, Aurum, Ragna Fróða, Ferða- skrifstofa Austurlands og Truenorth. Auk Útflutnings- ráðs standa Samtök iðnaðarins, Nýsköp- unarsjóður atvinnu- lífsins, Byggðastofnun og Bakkavör að verk- efninu. Á myndinni sést Svana Helen Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stika, með við- urkenninguna. Stiki verðlaunaður fyrir bestu markaðsáætlunina GUÐMUNDUR Jóh. Jónsson, viðskiptafræðingur, mun hefja störf sem forstöðumaður sölu- sviðs hjá SP-Fjármögnun á næstunni. Guðmundur hefur m.a. starfað hjá Sjóvá, síðar Sjóvá-Almenn- um, í rúm 20 ár. Hann hefur lengst af verið við stjórnunar- störf og má þar nefna starfsmannastjórnun, fram- kvæmdastjórnun tjónasviðs, sem framkvæmdarstjóri fjár- málasviðs og fulltrúi forstjóra. Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, s.s. Nýherja og Securitas þar sem hann var stjórnarformaður. Guðmundur er viðskipta- fræðingur að mennt og með MBA gráðu frá Edinborgarhá- skóla. Hann er kvæntur Þór- hildi Hrönn Ingólfsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn. SP-Fjármögnun er í meiri- hlutaeigu Landsbanka Íslands en 14 sparisjóðir eiga einnig hlut í fyrirtækinu auk Spari- sjóðabankans. Nýr for- stöðumaður hjá SP-Fjár- mögnun Guðmundur Jóh. Jónsson ÚRSLITALEIKUR breska fótboltaliðsins Liver- pool í Evrópsku meistaradeildinni var ríflega eins milljarðs króna virði fyrir danska brugg- húsið Carlsberg, sem auglýsir á treyjum leik- manna. Þetta er mat danska greiningarfyrirtæk- isins Sponsor & Sport Analyse A/S. Einn og hálfur milljarður manna í 200 löndum gat horft á útsendingu frá sigurleik Liverpool gegn AC Milan á miðvikudagskvöld. Áhorfendur komust ekki hjá því að sjá merki Carlsberg á búningum leikmanna og slík auglýsing er mikils virði. Danska dagblaðið Börsen greinir frá því að Carlsberg muni undirrita nýjan styrktar- samning við Liverpool í næstu viku. Heimildir Börsen herma að Carlsberg greiði Liverpool um hálfan milljarð á ári fyrir nafnið á búningunum. Börsen hefur einnig eftir talsmanni sjónvarps- stöðvarinnar TV3 að þótt útsending frá leiknum hafi náð til 1,5 milljarðs manna þýði það ekki að allur sá fjöldi hafi í raun fylgst með leiknum. Fótbolti er milljarðs virði Reuters ALMANNA- og fjárfestatengsl verða æ mikilvægari þáttur í starf- semi fyrirtækja, og ekki er óalgengt að þriðjungur af vinnutíma forstjóra erlendra stórfyrirtækja fari í slíka vinnu. Var þetta meðal þess sem kom fram á Norrænni ráðstefnu um fjár- festatengsl, sem haldin var á vegum Félags um fjárfestatengsl á Nordica hóteli í gær. Nefndi þátttakandi frá finnska flugfélaginu Finnair það til dæmis að forstjóri hans fyrirtækis hefði veitt fleiri en 400 fjölmiðlaviðtöl á síðasta ári. Fjallað var um samskipti fyrir- tækja við fjölmiðla og aðra sem áhuga hafa á starfi fyrirtækisins, eða haft geta áhrif á orðspor þess og ár- angur. Heather McGregor, forstjóri ráðn- ingarfyrirtækisins Taylor:Bennet stýrði umræðum í þessum hluta ráð- stefnunnar og sagði í sínum inngangi að þrátt fyrir að fyrirtæki bæru í raun aðeins upplýsingaskyldu gagn- vart hluthöfum sínum væru mörkin milli almanna- og fjárfestatengsla ekki eins skýr og ætla mætti. Í sam- ræmi við þá reglu að allir hluthafar eigi rétt á að fá allar mikilvægar upp- lýsingar um viðkomandi fyrirtæki eins fljótt og auðið er, og allir á sama tíma, sé gott að nýta fjölmiðla til þess. Þá sagði hann að auk þess geti gott samband fyrirtækis við fjöl- miðla, sem og aðra, svo sem sérfræð- inga sem tjá sig í fjölmiðlum, sveit- arstjórnir, ríkisstjórnir og fleiri aukið orðspor fyrirtækis, og auðveld- að stjórnendum þess að takast á við þá erfiðleika sem upp koma í eðlileg- um rekstri. Vel tengdir tenglar Á ráðstefnunni var meðal annars rætt um það að fjölmiðlaumfjöllun stærstu viðskiptablaða um norræn fyrirtæki sé ekki í samræmi við stærð fyrirtækjanna. Til að mynda nefndi Mari Thjømøe, yfirmaður í fjárfestatengsladeild norska olíufyr- irtækisins Statoil, að þrátt fyrir að fyrirtækið velti milljörðum króna á ári þá viti fáir utan Skandinavíu að það sé til. Ein hugsanleg ástæða fyrir þessu, sem nefnd var á ráðstefnunni, er að norræn fyrirtæki hafi, hingað til, ekki gert almanna- og fjárfesta- tengslum jafnhátt undir höfði og gert er t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tony Tassel, blaðamaður hjá Fin- ancial Times, og Stephen Benzikie, yfirmaður hjá almannatengslafyrir- tækinu Edelman í London, fjölluðu báðir um þessi mál í sínum erindum. Nefndi Tassel það sérstaklega að umsjónarmaður almanna- og fjár- festatengsla yrði að hafa aðgang að æðstu mönnum fyrirtækis og vita hvað á seyði væri í fyrirtækinu á hverjum tíma. Almannatengill sem ekkert veit, eða ekki þorir að tjá sig án leyfis geri engu fyrirtæki gagn, og geti jafnvel skaðað orðstír fyrirtæk- is. Morgunblaðið/Sverrir Mikilvægt Almannatengsl eru áberandi þáttur í rekstri fyrirtækja í dag. Frá ráðstefnunni í gær. Mikilvægi fjárfesta- tengsla eykst stöðugt Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is 7 'J /KL     D D !;/? M N   D D A A -+N    D D )!N 7 , D D @A?N MO 3&,   D D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.