Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 43
vandaðan fræðimann og sem var vel heima í hljóð- og hljóðkerfisfræði málsins. Vegna þessarar yfirgrips- miklu þekkingar sinnar á hljóðum og táknum þeirra, stöfunum, útbjó hann kennsluefni sem sýndi myndun hljóða í íslensku máli og stöðu tal- færanna við myndun hvers hljóðs. Þó að ég hefði kennt lestur í barnaskóla um nokkurt skeið endur fyrir löngu voru mér myndir Jóns með öllu ókunnar. Mér leist hins vegar svo vel á þær að ég ákvað að nota þær við kennsluna sem ég og gerði. Börnin reyndust áhugasöm og forvitin um myndirnar og árangur kennslunnar varð góður. Skal ósagt látið hversu stóran hlut myndirnar áttu í árangri kennslunnar en hann var án vafa mikill. Síðan hef ég notað þessar myndir við eigin lestrar- kennslu. Þannig hófst kunningsskapur okkar Erlu sem varð að vináttu. Henni var lestrarkennsla ekki síður brennandi áhugamál en stjúpföður hennar. Hún var ekki kennari að mennt heldur tækniteiknari en vann við leikskóla síðustu starfsárin en þeim lauk þegar hún varð sjötug fyr- ir skömmu. Þar fékk hún nokkurt tækifæri til þess að sýna börnum hljóðstöðumyndirnar og fræða þau jafnframt um málið. Veikindi Erlu bar brátt að og glíma hennar við dauðann varð bæði hörð og snörp. Hún vildi ekki fara strax, átti svo mörgu ólokið. Ég er ekki í vafa um að hún heldur bara áfram á nýju tilverustigi að vinna að áhugamálum sínum af jafnmiklum eldmóði og endranær. Fjölskyldu Erlu Kristjánsdóttur sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og þakka um leið fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga að vini jafnhæfi- leikaríkan og einstakan eldhuga og hún var. Helga Sigurjónsdóttir. Haustið 1982 kom hópur fólks saman á Akureyri til að stofna minn- ingarsjóð um Jón Júl. Þorsteinsson fyrrum skólastjóra og kennara. Stjúpdóttir hans hafði forgöngu um stofnun sjóðsins, Erla Kristjáns- dóttir, sem hér er kvödd. Í framhald- inu tók hún að sér að leiða stjórn sjóðsins og gegndi því hlutverki til hinstu stundar. Fljótt varð okkur hinum stjórnar- mönnum ljóst hversu ötul og einörð hún var í baráttu sinni fyrir að halda á lofti verkum þessa mikla skóla- manns sem Jón Júl. var. Strax var hafist handa við útgáfu- starfsemi og kynningarstarf á kennsluefni Jóns en það heitir „Hljóðstöðumyndir“ og er ætlað til málþjálfunar og lestrarkennslu í leik- og grunnskólum. Erla helgaði líf sitt þessu verki. Hún sendi mörg bréfin og fór ófáar ferðirnar til að kynna kennsluefnið og sjá það nýtt af öðrum. Þá kom í ljós hvað hún bjó yfir mikilli þraut- seigju og þolinmæði. Eldmóður hug- ans bar hana hálfa leið því það er meira en að segja það, að koma eldra kennsluefni aftur í notkun í hraðfara tæknivæddum heimi nútímans. En hún trúði á málstaðinn og smám saman hefur þetta efni verið tekið æ meira í notkun í skólum landsins. Við viljum í þessum örfáu orðum minnast Erlu vinkonu okkar og þakka henni samstarfið og kynnin og fyrir allan þann dugnað og fórnfýsi sem hún sýndi í þágu góðs málstað- ar. Megi hún hvíla í friði og ganga á guðs vegum. Eiginmanni, börnum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Stjórn Minningarsjóðs JJÞ. Erla Kristjánsdóttir er dáin og það er erfitt að trúa að það hafi gerst, svo stutt sem er síðan við hitt- umst á fundi með Vinum Afríku síð- ast í febrúar, en þá var hún hress og hvetjandi að vanda og engan gat grunað að svo stutt væri í endalokin. Erla var góður vinur og félagi, hún hlustaði alltaf á hjartað og gerði það sem hjartað bauð henni. Ég hef aldr- ei kynnst annarri eins manneskju og Erlu, sem lét sig varða jafnt sína nánustu og persónulegt umhverfi sitt, sem og þjóðfélagið og þann heim sem við búum í. Hún var virkur fé- lagi í Húmanistahreyfingunni á Ís- landi frá árinu 1982 og dyggur stuðningsmaður í öllum aðgerðum sem hreyfingin beitti sér fyrir. Henni var húmanisminn hjartans mál og léði sitt lið bæði í starfi Húm- anistaflokksins og í starfi samtak- anna Vina Afríku, sem styðja upp- byggingarverkefni húmanista í Afríku. Þá er ótalið hugsjónastarf henn- arvið að koma á framfæri nýbreytni í lestrarkennslu með hljóðstöðumynd- um, sem stjúpfaðir hennar Jón Júl. Þorsteinsson átti hugmyndina að og þróaði. Hún kom á samstarfi við fjöl- mennan hóp skólafólks og myndaði sérstakan minningarsjóð til þess að stuðla að þessum framförum í lestr- arkennslu fyrir íslensk börn. Að þessari hugsjón vann hún allt til dauðadags og lagði verkefninu lið jafnvel á sínum sjúkrabeði stuttu fyrir andlátið. Erla var einstök kona, sem lifði fyrir að hjálpa öðrum, ekki síst ungu fólki og var hún m.a. sérstök amma, félagi og vinur barnabarna sinna, sem hún gaf allt sitt besta, bæði í veraldlegum og andlegum skilningi. Það er mikill missir í Erlu fyrir marga sem nutu samvista við hana í lifanda lífi. Hugur minn er nú hjá fjölskyldu hennar og nánustu vinum. Það sem vegur hins vegar þyngst nú, þegar hún fer á sinn góða stað, er þakklætið fyrir að hafa átt þess kost að kynnast annarri eins manneskju. Þar duga engin orð, þar verður hjartað að taka við. Ég þakka Erlu fyrir samfylgdina sem hefur gert mig ríkari og styrkt mig á minni leið. Ég sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur og óska þeim styrks og friðar nú á þess- um tímamótum þegar mikið reynir á. Júlíus Valdimarsson. Fuglarnir hnita hringi yfir skín- andi haffletinum. Í morgunsólinni stirnir á vængi þeirra. Gargandi steypa þeir sér niður á ógnarhraða í leit að bráð. Björg í bú. Aðrir húka á syllum sínum og taka aðeins flugið þegar nauðsyn krefur og sulturinn hrekur þá niður stundarkorn. Enn aðrir fara sér hægt að öllu, sáttir við sitt. Í vængjatökum enn annarra fugla má greina óljósa þrá og spurn. Af öll- um fuglunum eru þessir fuglar þó ekki margir. Þeir hnita stærri hringi en hinirog það er eins og dálítil óþreyja í vængjatökum þeirra. Fyrr en varir taka þeir flugið, einn og einn, og fljúga út yfir silfurskæran hafflötinn, á brott. Þeir leita ein- hvers sem þeir hafa óljósan grun, en þó jafnframt staðfasta vissu, um að bíði handan við sjóndeildarhringinn. Þeim nægir ekki að sitja á syllum sínum og leita ætis í öruggu og kunn- uglegu umhverfinu heldur halda þeir á haf út í leit að einhverju öðru en því þekkta og kunnuglega. Þessir fuglar þurfa vissulega æti eins og aðrir fuglar en sú þörf þeirra yfirgnæfir þó ekki löngunina til þess að kanna hið óþekkta. Þannig fugl var Erla. Ung þurfti hún að sjá sér farborða og lífsbar- áttan var henni á stundum þyngri róður en mörgum öðrum. Hún glat- aði þó aldrei hinni frjóu og frumlegu hugsun sem einkenndi hana allt til dauðadags. Erla var skarpgreind kona sem umfram allt tók umhverfi sínu og öðrum manneskjum með opnum huga, hlýju og þeirri forvitni sem ekki er öllum gefin. Þannig fugl- ar fljúga langt og lifa lengi. Fuglarnir hnita enn hringi yfir silfurgráum haffletinum og kvöldsól- in varpar gylltum bjarma á vængi þeirra. Nú tekur einn þeirra sig út úr hópnum. Í fyrstu eru vængjatök hans hikandi en verða sífellt örugg- ari. Hann flýgur í austurátt, þangað sem sólin rís. Minningar sem verða til við birtu af heilli mannsævi lifa áfram. Hverfa þeir í bláinn, fljúga beint af augum áfram áfram fyrir yztu hylji geislavængjum smáum geim kaldan, komast svo að endingu aftur heim. (Snorri Hjartarson.) Dóróthea Júlía Siglaugsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 43 MINNINGAR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR, Mánatúni 2, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 13.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta Minningarsjóð hjá hjúkr- unarþjónustunni Karitas njóta þess, sími 551 5606. Birgir J. Jóhannsson, Guðrún Birgisdóttir, Chuck Mack, Jónas B. Birgisson, Stella Guðmundsdóttir, Inga Jóhanna Birgisdóttir, Halldór Úlfarsson, Sigrún Birgisdóttir, Óskar Baldursson, Haukur Birgisson, Áslaug María Magnúsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA FRÍÐA STEFÁNSDÓTTIR, Grund, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmanneyja miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyja laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast Önnu Fríðu, er bent á Hraunbúðir, Vestmanna- eyjum. Stefán Örn Jónsson, Björk Elíasdóttir, Ragnheiður Lára Jónsdóttir, Karl Harðarson, Helena Jónsdóttir, Jón Bragi Arnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Selhóli, Hellissandi, sem lést á dvalarheimilinu Jaðri mánudaginn 23. maí, verður jarðsungin frá Ingjaldshóls- kirkju laugardaginn 28. maí kl. 14.00. Erla Laxdal, Ársæll Ársælsson, Ágústa Rósa Þórisdóttri, Hjörvar Garðasson, Guðfinna Hjálmarsdóttir Grímur Ingólfsson, Guðbjartur Ástþórsson, Sigríður Karlsdóttir, Jens Sigurbjörnsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Jón Garðar Snæland, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ægir Þórðarson, Sigurpáll Sigurbjörnsson, Gréta H. Ebenesardóttir, Hans Bjarni Sigurbjörnsson, Sigríður Fjóla Jóhannsdóttir, Anna Birna Sigurbjörnsdóttir, Björn Halldórsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpi, afi og langafi, SIGURJÓN JÓNSSON járnsmiðameistari, Furugerði 1, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 30. maí kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnheiður Magnúsdóttir, Svava Sigurjónsdóttir.Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐLEIFSSON frá Langstöðum í Flóa, síðast til heimilis á Lyngheiði 15, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 28. maí kl. 11:00. Ingibjörg Helena Werner Guðmundsdóttir, Sonja Werner Guðmundsdóttir, Íris Erla Werner Sigurðardóttir, Magný Rós Sigurðardóttir, Hrönn Sverrisdóttir, Gunnar Bjarni Sigurðsson, Grímur Marínó Steindórsson, Sigrún Hildur Werner Guðmundsdóttir, Ástrós Werner Guðmundsdóttir Guðleifur Werner Guðmundsson, Elínborg Werner Guðmundsdóttir, Guðmundur Þór Werner Magnússon, barnabarnabörn og aðrir ástvinir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJÖRGVINSSON f.v. bóndi á Neistastöðum, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstu- daginn 20. maí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 30. maí kl. 13:30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Hraun- gerði. Margrét Björnsdóttir, Björn Sigurðsson, Sigríður Júlía Bjarnadóttir, Soffía Sigurðardóttir, Sigurður Ingi Andrésson, Stefanía Sigurðardóttir, Björn Jónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Stefán Hrafn Jónsson, Sigurður B. Sigurðsson, Þorbjörg Erla Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐGEIRS ÁGÚSTSSONAR, Þverási 16. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13D Landspítala við Hringbraut. Sigríður Þorsteinsdóttir, Ólafur H. Guðgeirsson, Magný Jóhannesdóttir, Garðar Þ. Guðgeirsson, Sigrún Hrönn, Jóhannes Árni, Magnús Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.