Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erla Kristjáns-dóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1929. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi á hvítasunnudag, 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Elías- dóttir, f. 13.8. 1904 í Vestmannaeyjum, d. 29.6. 1980 á Akur- eyri, og Kristján Jó- hannsson, f. 19.9. 1895 á Ísafirði, d. 19.2. 1974 í Reykja- vík. Kristján og Margrét skildu. Seinni maður Margrétar og stjúp- faðir Erlu var Jón Júlíus Þor- steinsson, kennari á Ólafsfirði og Akureyri, f. 3.7. 1897, d. 4.6. 1979. Erla var þriðja í röðinni af fimm systkinum. Þau eru Axel, f. 15.3. 1927, Þóra, f. 18.5. 1928, d. 16.10. 1999, Emil, f. 26.7. 1930, og Elías, f. 14.3. 1934, d. 27.7. 1980. Hálf- systur Erlu, samfeðra, eru Guð- rún, f. 2.8. 1924, og Kristín Hlíf, f. 26.11. 1925. Hinn 1. desember 1953 giftist isbörn Erlu og Hafsteins eru: Emil Róbert Karlsson, f. 18.10. 1947, Ásta Árný Einarsdóttir, f. 18.5. 1953, og Eygló Ósk Einarsdóttir, f. 27.7. 1957, d. 3.3. 1998. Á yngri árum starfaði Erla sem bókari hjá SÍS og stundaði jafn- framt nám í bókhaldi í kvöldskóla KFUM. Erla lærði tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík og út- skrifaðist með fyrsta árgangi tækniteiknara frá skólanum. Hún var tækniteiknari hjá Orkustofnun um tuttugu ára skeið. Síðustu starfsárin vann hún á leikskólan- um Kvistaborg í Fossvogi. Jón Júlíus Þorsteinsson, stjúp- faðir Erlu, var þekktur fyrir tal- og lestrarkennslu og lét hann gera hljóðstöðumyndir af íslenskum málhljóðum til þess að nota við kennsluna. Erla stofnaði Minning- arsjóð Jóns Júlíusar 1982 og veitti honum forstöðu til dauðadags. Hún vann að útgáfu og kynningu á kennslugögnum hans allt til síð- asta dags. Gögn þessi eru nú notuð við lestrarkennslu í mörgum grunn- og leikskólum. Erla var virkur félagi í Húmanistahreyf- ingunni á Íslandi frá 1982 og studdi verkefni hennar, jafnt hér á landi sem erlendis. Útför Erlu verður gerð frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Jarðsett verður að Mosfelli í Mosfellsdal. Erla Hafsteini Er- lendssyni, f. 23.4. 1932. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Eyrún Björg, f. 1.12. 1952. Maður hennar er Neil Clark og dætur þeirra eru Sólveig, f. 12.7. 1990, og Sigrún, f. 21.8. 1995. 2) Þórður, f. 18.3. 1955, sonur hans og Þorgerðar Þor- móðsdóttur er Haf- steinn Þór, f. 27.1. 1978. Dóttir Hafsteins Þórs og Kolbrúnar Ingu Jónsdóttur er Þorbjörg Una, f. 19.3. 2001. 3) Jón Grétar, f. 16.10. 1958. Dætur hans og Grethe Geisler eru Mia Björk, f. 10.2. 1985, og Sunna, f. 1.9. 1987. Sonur Grethe og fóstursonur Jóns Grét- ars er Jan Poulsen, f. 3.7. 1975. Dóttir Jóns Grétars og Dórótheu J. Siglaugsdóttur er Ingibjörg Emma, f. 17.10. 2003. 4) Sigrún, f. 29.10. 1964. Maður hennar er Úlf- ar Finnbjörnsson og börn þeirra eru Selma Birna, f. 12.4. 1986 og Úlfar Örn, f. 14.12. 1997. Uppeld- Erla Kristjánsdóttir lést aðfara- nótt hvítasunnu á líknardeild Lands- spítalans í Kópavogi. Erla var þre- menningur við mig, f. 10.6. 1929, tæplega 76 ára. Hún var sjö árum yngri en ég fædd sama mánaðardag. Faðir hennar Kristján Jóhannsson f. 19.9. 1895, d. 19.2. 1974, var fæddur á Ísafirði heima hjá móðurömmu minni og afa Tangagötu 24. Móðir hans var Guðlaug Kristjana Krist- jánsdóttir, f. 8.6. 1971 á Fossi í Skef- ilsstaðahreppi, d. 5.11. 1960 í Winni- peg og var yngri alsystir afa. Eldri systirin var Anna Elín Kristjáns- dóttir, f. 20.6. 1863 í Axlarhaga í Akrahreppi, d. 10.1. 1928 í Mountain N-Dak. Afi var Kristján Sigurbjörn Kristjánsson, f. 21.3. 1968 á Kjar- valsstöðum í Hjaltadal, d. 10.4. 1943 á Bragagötu 27 í Reykjavík. For- eldrar þeirra systkina voru Kristján Guðlaugsson, f. 1829 í Mýrarkoti á Tjörnnesi, d. 28.2. 1894 á Neðra Skúfi í Norðurárdal í Húnavatns- sýslu, Kristjánssonar dansks sjó- manns er kom með dönsku skipi frá útgerð Nikolaj Buch til Húsavíkur um 1783, nefndur Christian danski, og Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 1833, d. 1879 í Lágmúla á Skaga, Eyjólfs- sonar, Eldjárnssonar, Hallgrímsson- ar, Eldjárnssonar prests á Grenjað- arstað. Kristján og Sigríður skildu. Giftist Kristján Arnþrúði Jóhönnu Magnúsdóttur, f. 1848. Bjuggu þau í Mýrarkoti í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu. Áttu þau Sólveigu, f.11.6. 1882, d. 1967 á Borg elliheimilinu Mountain, umsjónarkona skóla í Pembina N. Dak. Dó barnlaus og ógift og Arnljótur Sólmar, f. 1877, síðar bóndi Elfros Saskatchewan í Kanada ógift og barnlaus. Þau þrjú fluttu til Vesturheims árið 1888. Skildu þau Kristján og Arnþrúður. Guðlaug Kristjana giftist Halldóri Gíslasyni, f. 15.3. 1879 í Kollugerði í Húnavatnssýslu. Fluttu þau ásamt þremur börnum 1910 frá Tröð Bol- ungarvík til N-Dakota þar sem þau dvöldust eitt ár hjá systur hennar. Síðan þau fluttu til Winnipeg og bjuggu þar til dánardægurs. Áttu þau einn son þar. Elsta systir þeirra Sigríður Halldórsdóttir Watts, f. 5.8. 1908 í Bolungarvík, lést í Vancouver B.C. í janúar 2003. Voru önnur systkini látin fyrir þann tíma. Sigríð- ur átti engin börn en önnur systk- inabörn eru lifandi víðs vegar um Kanada. Anna Elín varð ekkja 1901 eftir Jónas Jónasson, f. 24.11. 1851 á Auðunarstöðum í Víðidal, er síðar var ferjumaður á Tjörn í Borgar- sveit, en veiktist skyndilega og fluttu þau á Sauðárkrók þar sem hann lést. Anna Elín fluttist með fjögur börn sín til Vesturheims 1902 og sonur þeirra Guðmundur Júlíus 1905. Þau bjuggu öll í Mountain N-Dak. Anna Elín giftist aftur Guðna Gestssyni, f. 2.5. 1862 á Langanesi, d. 18.6. 1923. Var hann ekkjumaður eftir fyrri konu og þrjú börn. Fjöldi barna og barnabarna er af þeim kominn og búa mörg í Mountain N-Dak. en einnig í Seattle Washingtonríki og víðar. Faðir Kristjáns Jóhannssonar var Jóhann Eyjólfsson, f. 26.7. 1856 á Þverfelli í Skörðum í Bólstaðar- hreppi, d. 22.2. 1907 á Skíðastöðum. Hann átti síðar þrjá syni með Ingi- björgu Guðjónsdóttur, f. 26.9. 1851 á Frostastöðum, d. 24.5. 1938. Páll er bjó á Akureyri, Þórarinn á Ríp en Símon í Goðdölum. Jóhann og Ingi- björg bjuggu síðar á Herjólfsstöðum í Laxárdal. Er út af þessum sonum kominn fjöldi ættmanna þar á meðal út af Þórarni og Símoni í Skagafirði. Kristján faðir Erlu fór frá Ísafirði með móður sinni til Skagafjarðar og var Kristján alinn þar upp. Síðar flutti Kristján til Ísafjarðar. Lærði þar trésmíði en flutti síðan til Reykjavíkur og stundaði þar lengst af eftir fyrra stríð akstur, ýmist fólksflutning og vöruflutning. Keyrði hann út mjólk á þriðja tug 20. aldar. Kristján giftist Petrínu Mar- gréti Elíasdóttur, f. 13.8. 1904 í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hennar voru Elías Kristjánsson trésmiður í Vestmannaeyjum og kona hans, Björg Ísaksdóttir. Kristján og Mar- grét skildu. Giftist Margrét Jóni Júl- íusi Þorsteinssyni, f. 3.7. 1897 í Hringverskoti Ólafsfirði, sem síðast var kennari á Akureyri, þekktur fyr- ir talmálskennslu. Jón, d. 4.6. 1979 á Akureyri og Margrét, d. 29.6. 1980, sömuleiðis á Akureyri. Kristján átti tvær dætur fyrir hjónaband, Guð- rúnu f. 2.8. 1924, og Kristínu Hlíf, f. 26.11. 1925. Býr hún á Seltjarnarnesi og á einn son. Systkini Erlu eru Ax- el, f. 15.3. 1927, tónlistamaður og loftskeytamaður, Þóra, f. 18.5. 1928, d. 16.10. 1999, Emil, f. 26.7. 1930, slökkviliðsmaður Keflavíkurflug- velli, og Elías Kristjánsson, f. 14.3. 1934, d. 26.7. 1980. Mörg síðastliðin ár höfum við Erla og eftirlifandi maður hennar, Haf- steinn Erlendsson, haft mikil sam- bönd á einn eða annan hátt, ferðast m.a. norður að Illugastöðum, er við héldum sameiginlegt afmæli. Erla var traust, reglumanneskja, mat- ráðskona og stundaði náttúrufæði, var handlagin og teiknaði um ára- raðir hjá Orkustofnun. Fjölskylda mín saknar hennar og sendir eigin- manni, börnum og barnabörnum innilega samúð. Kjartan Helgason. Kæra Erla frænka, hver skyldi trúa því að þú, svona öflug og góð kona, værir farin yfir móðuna miklu? Það var mér mikið áfall að fá fréttir af veikindum þínum. Átti ég síst von á því að þessi sjúkdómur bankaði upp á, eins heilbrigðu lífi og þú varst búin að lifa. Þegar ég hugsa til baka, hvað ég var heppinn að fá að alast upp hjá ykkur hjónunum og börn- unum ykkar. Finna hlýjuna af því að vera einn af fjölskyldunni ásamt systrum mínum tveimur, þá sé ég hvað við vorum heppin að eiga þig að. Einnig hvað þú varst góð og dug- leg við hana systur þína, móður mína, eftir að hún slasaðist. Þú stóðst eins og klettur við hennar hlið og hjálpaðir henni á allan þann hátt sem hægt var. Bestu þakkir fyrir all- ar stundirnar sem við áttum saman á Lindarbrekku, Barmahlíð og Hjalla- landi. Guð geymi þig og varðveiti. Með söknuði kveð ég þig, kæra Erla frænka, þú varst sönn heiður- skona.Við, ég og fjölskylda mín, vott- um ykkur, eftir lifandi maka þínum og fóstra mínum, börnum ykkar og fóstursystkinum mínum og öllum öðrum ættingjum hugheila samúð. Guð blessi ykkur öll. Þinn frændi Róbert. Nú ertu farin yfir móðuna miklu. Ég veit það hafa margir beðið þín þar en við erum bara svo mörg sem sitjum eftir hér og hefðum svo gjarn- an viljað hafa þig lengur hjá okkur. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar pabbi sagði mér að þú værir orðin veik og komin á sjúkrahús. Þú af öll- um, svona sterk, dugleg og heilbrigð kona. En Guð hefur vantað góðan engil þar sem hann vildi fá þig til sín. Ég á svo margar góðar minningar frá æsku minni heima hjá þér. Ég held ég hafi aldrei komið í heimsókn til þín og farið svöng út aftur, alltaf varstu búin að galdra fram heima- bakað brauð og heimalagaðar sultur og aðrar kræsingar. Elsku Hafsteinn, Eyrún, Þórður, Jón, Sigrún og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk til að tak- ast á við ástvinamissinn. Matthildur Ósk og Kristján Lee. Ég er varla farin að trúa því enn að Erla sé dáin. Hún sem alltaf var svo full af orku og lifði svo heilbrigðu lífi. Aðeins er rúmur mánuður síðan hún greindist með illkynja sjúkdóm. Hún tók því með sönnum hetjuskap eins og hennar var von og vísa. Vildi enga vorkunnsemi, var miklu fremur sú sem huggaði aðra. Við kynntumst fyrst er hún var sem unglingur hjá foreldrum mínum og gætti yngri bræðra minna, vann síðan um tíma hjá föður mínum á lækningastofu hans. Ég var þá sjö ára. Síðan skildu leiðir, en hún kom öðru hverju í heimsókn til foreldra minna, meðan þau lifðu. Hún mat þau alltaf mikils. Síðan hittumst við aftur af tilviljun 1983, í Samhygð, og vorum vinkonur ætíð síðan. Erla var mikil hugsjóna- og bar- áttukona fyrir bættum heimi. Hún lét sér ekkert mannlegt óviðkom- andi, hvort sem hennar nánustu áttu í hlut eða ókunnugir. Skrifaði m.a. ótal bréf til yfirvalda til að hjálpa fólki að leita réttar síns ef á því var brotið og bar það oft árangur. Hún hafði sterka réttlætiskennd, þoldi ekki ofbeldi, í hverri mynd sem það birtist. Erla gaf út Lestrarkennslu og Hljóðstöðumyndir, sem stjúpi henn- ar Jón Júl. Þorsteinsson kennari þróaði og kenndi í mörg ár. Var það hennar hjartans mál að koma þessu frábæra efni í sem flesta skóla og leikskóla. Skömmu áður en hún lést var hún byrjuð að senda öllum grunnskólum og leikskólum landsins kynningu. Erla var alltaf að gefa. Ég var oft- ast leyst út með gjöfum, t.d. blóm- um, kryddjurtum, eða heimabökuðu brauði. Síðast en ekki síst gaf hún af sjálfri sér, sem er mest um vert. Erla var mikill dugnaðarforkur. Auk þess að sjá um stórt heimili og annast um aðra ættingja vann hún sem tækni- teiknari í mörg ár. Síðustu árin vann hún á leikskóla. Saumaði og prjónaði á börn og barnabörn, bakaði, tíndi jurtir í dýrindis te, sultaði og saftaði. Hún sagði oft við mig: „Ég nenni ekki að vera löt, lífið er svo fullt af spennandi verkefnum!“ Þessi orð lýsa Erlu mjög vel, hún var óþreyt- andi baráttukona. Jóhanna Eyþórsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Margar góðar minningar streyma fram í hugann. Ég er þakklát fyrir kynni mín af Erlu sem góðri vin- konu, nágranna og samstarfskonu til margra ára. Í starfi með börnum kom glöggt í ljós kærleikur hennar og virðing fyrir öllu sem lifir. Það var notalegt að skreppa yfir til Erlu og Hafsteins í te og heimabakað brauð. Te sem var úr íslenskum jurtum, tínt og blandað af þeirri alúð sem ein- kenndi hana. Um tíma sátum við saman í bænahring. Þar var oft beðið úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf. Sé hún ætíð í þinni hlíf. Örlögum sínum tók Erla með reisn og þroska. Hún var sátt og þakklát fyrir þann skamma tíma sem gefinn var. Hún var sjálfri sér lík og nýtti tímann vel. Hafsteini og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Sigríður Margrét Örnólfsdóttir. Líf er mikið líkt ef gáum ljósi, er þykir brenna fljótt, eða kvikmynd, er við sjáum, augnablik, en hverfur skjótt. (Þorskabítur.) Í dag kveðjum við góða vinkonu okkar, Erlu Kristjánsdóttur. Hugur- inn reikar til sólríkra sumardaga fyrir rúmlega fimmtíu árum, en þá kynntumst við Erlu fyrst. Vinur okk- ar Hafsteinn Erlendsson kom á æskuheimili okkar á Bjargi í Borg- arnesi með unnustu sína. Þau tjöld- uðu í túninu undir brekkunni. Erla var glæsileg stúlka, sem vann hug okkar allra. Við gerðum okkur margt til skemmtunar þessa sumar- daga, þar á meðal fengum við lán- aðan bát og rerum um fjörðinn. Heimsóknir þeirra að Bjargi áttu eftir að verða margar, einnig eftir að fjölskylda Erlu og Hafsteins stækk- aði. Þau eignuðust fjögur börn og tvær fósturdætur. Við systkinin átt- um líka margar góðar stundir með þeim í Reykjavík. Þau voru höfðingj- ar heim að sækja. Síðast áttum við með þeim yndislegt kvöld á heimili þeirra í febrúar, þar sem við nutum gestrisni og glæsilegra veitinga. Erla var mikil atorkumanneskja og fylgin sér í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mjög áhugasöm um félagsmál og menn- ingarmál og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi. Augljóst var að hún vann að áhugamálum sínum af heilum hug af hugsjón um betri heim. Við systkinin og fjölskyldur okkur sendum Hafsteini og fjölskyldu inni- legustu samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill en minningin um góða konu lifir hjá okkur öllum. Systkinin frá Bjargi. Ég kynntist Erlu Kristjánsdóttur haustið 1999 þegar ég var að und- irbúa lestrarkennslu í Laufásborg. Henni var kunnugt um áhuga minn á lestrarkennslu ungra barna en ein- mitt það sama haust hafði ég fengið leyfi leikskólans til þess að gera til- raun með slíka kennslu í Laufás- borg. Við mæltum okkur mót skömmu síðar en hún kom ekki tóm- hent heldur hafði meðferðis hljóð- stöðumyndir þær sem hún hafði gert samkvæmt teikningum stjúpföður hennar, barnakennarans Jóns Júl- íusar Þorsteinssonar, sem hóf kennsluferil sinn í Ólafsfirði en kenndi lengst á Akureyri. Erla var mjög náin stjúpföður sínum og mat hann mikils, bæði sem góðan mann og góðan kennara en ekki síður sem ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR MAGNÚS ÞÓR SIGURÐSSON, Tunguseli 6, lést á heimili sínu mánudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram. Guðrún Bjarnadóttir, Bjarni Þór Ólafsson, Elva Björk Ævarsdóttir, Sigurður Rúnar Magnússon, Lóa Ólafsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN AÐILS KRISTJÁNSSON múrarameistari, Bræðratungu 19, Kópavogi, lést á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 25. maí. Lovísa Hannesdóttir, Unnur Sólveig Björnsdóttir, Hannes Björnsson, Hafdís Ólafsdóttir, Kristján Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Brynjar Guðmundsson, Illugi Örn Björnsson, Fanný María Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.