Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 29 DAGLEGT LÍF Tveggja ára alþjóðlegt nám á háskólastigi í Tækniskóla Árósa Smelltu á heimasíðuna okkar www.academy.ats.dk og fáðu nánari upplýsingar um námid! .Meinatæknir / Chemical and Biotechnical Analyst . Byggingatæknir / Building Technician . Margmiðlunarhönnuður / Multimedia Designer . Upplýsingatækni & Rafmagnsverkfrædi / IT and Electronics Engineer Hægt er ad velja námid á dönsku eda ensku TÓMATAR eru hollir og góðir og til- valdir í allskonar matreiðslu. En samkvæmt vefmiðli BBC er ekki sama hvernig þeir eru valdir og meðhöndlaðir.  Ef það er hægt að lykta af tómöt- unum í búðinni þá eiga þeir að vera með daufri kryddangan. Ef það er engin lykt af þeim er líklegt að það sé ekkert bragð af þeim heldur. Stöngulblöðin eiga að vera græn og fersk og tómaturinn sjálfur ætti að vera þéttur, með ljómandi, lýtalausu skinni.  Þegar komið er heim með tóm- atana á að taka þá úr plastinu og leyfa þeim að anda í skál á eldhús- borðinu.  Það á aldrei að geyma tómata í ís- skáp vegna þess að það skaðar nátt- úrulegan þroska og bragð. Geymið þá frekar við herbergishita. Of- þroskaðir tómatar skemmast hraðar ef þeir eru kældir.  Til að afhýða tómata á að dýfa þeim ofan í sjóðandi vatn í 15 sek- úndur og þá ætti að vera auðvelt að plokka skinnið af.  Óþroskaða, græna tómata er best að nota til að búa til ýmiss konar mauk en ofþroskaðir tómatar eru bestir í súpur og sósur.  Til að gera fljótlegan og góðan tómatrétt þarf einfaldlega að merja þroskaða tómata ásamt hvítlauksrifi, bæta út í maukið sjávarsalti og ólífu- olíu og bera fram með brauði. Morgunblaðið/Ásdís Eiga að vera með ljóm- andi og lýta- lausu skinni  TÓMATAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.