Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU Neskaupstaður | Grásleppukarlar í Neskaupstað eru nú sem óðast að taka upp netin, en vertíðinni hjá þeim lýkur 29. maí. Að sögn þeirra er þessi vertíð ein sú allra lélegasta sem þeir muna eftir. Bæði hefur afli ver- ið sáralítill og verðið á hrognunum lágt. Þá hefur veðráttan verið þeim óhagstæð, oft mikið brim og netin hjá þeim þá fyllst af þara eða eins og einn þeirra sagði: „Það hefur nánast ekki komið einn dagur á vertíðinni með gott sjóveður.“ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Grásleppunetin hreinsuð Feðgarnir Björgvin Sveinsson og Róbert Björg- vinsson standa vaktina. Þeir eru óánægðir með grásleppuvertíðina. Léleg veiði, lágt verð og ótíð SAMHERJI hf. hefur selt fiski- mjölsverksmiðju sína í Grindavík til Síldarvinnslunnar hf., en sem kunn- ugt er hefur verksmiðjan ekki verið starfrækt frá því í byrjun febrúar sl. eftir að mikill eldur kom upp í verk- smiðjunni. Samherji hefur um langt árabil verið með rekstur í Grindavík. Fyrir nokkrum árum var ráðist í endur- bætur á verksmiðjunni, bæði mann- virkjum og tækjabúnaði, og lauk þeim endurbótum í fyrra. „Frá því að verksmiðjan í Grinda- vík brann höfum við verið að velta fyrir okkur framtíð þessa rekstrar. Eftir að hafa skoðað málið vandlega höfum við ákveðið að selja Síldar- vinnslunni verksmiðjuna. Samherji er stór hluthafi í Síldarvinnslunni og tengist því rekstrinum með þeim hætti og mun áfram verða með hrognafrystingu í Grindavík,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Frágangi á brunatjóninu er ekki að fullu lokið en gera má ráð fyrir að hagnaður vegna sölunnar verði a.m.k. 400 milljónir króna. Á hinn bóginn munu rekstrartekjur og framlegð félagsins dragast eitthvað saman vegna minni umsvifa og því er erfitt að segja hvaða áhrif salan hef- ur á rekstur Samherja þegar til lengri tíma er litið. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að Síldar- vinnslan hafi verið leiðandi í mjöl- og lýsisframleiðslu hér á landi um nokk- urt skeið. Það sé því rökrétt að fyr- irtækið kaupi fiskimjölsverksmiðj- una af Samherja, enda sé Samherji stór hluthafi í Síldarvinnslunni og með þessi verði ekki árekstrar milli fyrirtækjanna í þessari vinnslu. Endurbætur á verksmiðjunni í Grindavík eru ekki hafnar eftir brun- ann í febrúar og segir Björgólfur enn of snemmt að segja til um það hvort starfseminni verði haldið áfram í Grindavík. Síldarvinnslan rekur sem kunnugt er fiskimjölsverksmiðju í Helguvík. „Við ákveðum á næstu vik- um hvernig við háttum bræðslumál- um á vegum Síldarvinnslunnar á Reykjanesi, hvort við rekum verk- smiðjur í Grindavík, í Helguvík eða á báðum stöðum. Við ætlum hinsvegar ekki að ráðast í hagræðingu fyrir aðra með því að leggja niður verk- smiðjur sem aðrir geta síðan nýtt sér,“ segir Björgólfur. Samherji selur fiskimjöls- verksmiðjuna í Grindavík Morgunblaðið/Þorkell Bruni Verulegt tjón varð á verk- smiðju Samherja í febrúar. FYRSTI laxinn mun vera kominn á land, 12 punda þung- ur, en hann veiddi veiðimaður í Þverá í Borgarfirði sem hugðist ná sér í sjóbirting í soðið. Frá þessu var greint á vefmiðlinum votnogveidi.is. Annars hefst laxveiðin ekki fyrr en á miðvikudaginn kemur, í Norðurá, en í Þverá hefst laxveiðin þann tíunda. Í maímánuði hefur staðið yfir tilraunaveiði á urriða á efsta svæði Elliðaánna og seldust leyfin upp á skömmum tíma, er fréttist af góðri veiði fyrstu dagana. Þrátt fyrir kuldatíð hafa veiðimenn staðið vaktina alla daga og verið að fiska ágætlega, urriða sem er mikið í kringum pund að þyngd. Magnús Sigurðsson veiðivörð- ur segir mikið af fiskinum og einkum næst Elliðavatni, en teljari í fiskveginum sýni að fiskurinn flakki talsvert þar á milli. Magnús mælir alla veidda fiska, tekur hreist- ursýni og magainnihald úr sumum, en meðal annars er verið að athuga hvort urriðinn nærist á laxaseiðum. Kvaðst Magnús enn ekki hafa séð dæmi um það. Veiðimenn hafa verið að veiða misvel, en sumir hafa náð allt að tuttugu fiskum, og þrátt fyrir kuldann hafa litlar þurrflugur reynst vel. Veiðimenn sem lönduðu fimm fiskum fyrr í vikunni fengu varla högg á straum- flugur eða púpur, öðru máli gegndi um þurrflugurnar. Hlíðarvatn í Selvogi er rómað fyrir tökuglaðar og bragðgóðar bleikjur, en Ármaður einn sem veiddi þar á dögunum fékk öðruvísi töku þar en hann er vanur. Í stað hefðbundinna kippa bleikjunnar var rifið í fluguna, fisk- urinn tók kraftmikið strik langt út í vatn og stökk svo aftur og aftur; óvenju björt blekja. Enda kom í ljós að um fjögurra punda sjóbirting var að ræða. Örflugur í silunginn Sífellt fleiri silungsveiðimenn eru farnir að veiða á nettar stangir fyrir léttar línur, og reyna að líkja eftir þeim skordýrum sem fiskarnir eru að taka hverju sinni. Meðal þeirra flugna sem veiðimönnum standa til boða eru agnarsmáar örpúpur, í stærðum 20 og 22, sem dr. Jónas Jónasson býður til sölu á vefnum frances.is, en hann hefur verið ötull við að innleiða hverskyns nýj- ungar í fluguflóruna. „Veiðimenn eiga að beita þessu þegar þeir sjá fiskinn í æti, uppítökur í ám og vötnum,“ segir Jónas. „Þá er fisk- urinn að synda um og borða örsmá skordýr. Þessar flug- ur eru í sömu stærð og pöddurnar. Það er um að gera að nota nógu grannan taum og fara rosalega varlega. Það virkar vel að staðsetja fisk sem er að taka í yfirborðinu, kasta uppfyrir hann og láta flugurnar leka yfir hann, eins náttúrulega og hægt er. Stundum er hægt að leika sér við þetta á mjög grunnu vatni.“ Morgunblaðið/Einar Falur Skær morgunsól lýsir upp veiðimann sem háfar urriða við Hólmahyl í Elliðaánum. Morgunblaðið/Golli Píkokk, Bitmý og Denni dæmalausi: agnarsmáar ör- púpur úr smiðju Dr. Jónasar á krónupeningi. Þurrflugur í Elliðaánum veidar@mbl.is STANGVEIÐIÆvintýri á morgun  Lifðu hamingjusöm til æviloka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.