Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g veit ekki um ykkur, lesendur góðir, en ég er enn í geðs- hræringu þegar þessi orð eru rituð. Geðshræringin er af þeim toga að ég á mjög erfitt með að lýsa henni. Tilfinningin sem í brjósti mér býr er einnig ólýsanleg, tilfinning sem ég hef ekki fundið um langan tíma. Eitthvað sem ég var í rauninni bú- inn að gleyma hvernig væri. Fyrst byrjaði þetta með spenn- ingi og þeirri von að stóra stundin væri loks runnin upp eftir ára- langa bið. Skömmu síðar virtist sú von ætla að renna út um þúfur. Við tók svekkelsi og undrun sem breyttist fljótlega í viðurkenningu á staðreyndum, að sætta sig við orðinn hlut þótt gallsúr væri hann. Svo var eins og himingáttir opn- uðust og allt umturnaðist á ör- skotsstundu. Ég öðlaðist vonina á ný og trúna á að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Spennustigið magnaðist og smátt og smátt breyttist andrúms- loftið í eina allsherjar sæluvímu þegar MÍNIR MENN, strákarnir í Liverpool, LIÐIÐ MITT, þegar VIÐ urðum Evrópumeistarar! Nú heldur sennilega einhver að undirritaður sé orðinn léttgeggj- aður, maður að nálgast miðjan ald- ur að tjá sig með þessum hætti. En þið fyrirgefið mér að ég get einfaldlega ekki orða bundist. Til- finningin, gleðin og hamingjan er slík að þið, sem fylgist ekki með fótbolta og lifið ykkur ekki inn í þá skrautlegu menningu sem honum fylgir, eigið afskaplega erfitt með að skilja mig. Ég hugga mig hins vegar við það að þorri þjóðarinnar skilur mig. Ég leyfi mér að full- yrða að langflestir þeir Íslend- ingar sem horfðu á úrslitaleikinn frá Miklagarði í Tyrklandi á mið- vikudagskvöldið hafi haldið með Rauða hernum frá Bítlaborginni Liverpool, meira að segja gall- harðir United-aðdáendur. Senni- lega hafa álíka margir verið búnir að afskrifa liðið þegar hinir rauð- svörtu Ítalir frá Mílanóborg voru komnir í 3–0. Ég hafði ekki meiri trú á mínum mönnum en svo að í þessari stöðu, 3–0 undir í hálfleik, var ég kominn á golfnámskeið, vit- andi sem væri að ævintýrið væri búið. Búinn að sætta mig við orð- inn hlut. Við tökum dolluna bara næst, var maður farinn að hugsa, mitt í bjagaðri golfsveiflunni. Svona virðast fleiri hafa hugsað, miðað við þá sem sáust víst yfir- gefa leikvanginn í leikhléinu. Mik- ið afskaplega vorkenni ég þeim óheppnu áhangendum. En þegar heim til mín var kom- ið eftir námskeiðið blasti við allt annar veruleiki. Mínir menn búnir að jafna með ævintýralegum hætti og komið að vítaspyrnukeppni eft- ir markalausa framlengingu. Eins gott að ég setti spólu í upptöku- tækið! Ungur sonur minn var bók- staflega að ganga af göflunum, kominn í Liverpool-búninginn. Eftir skamma stund vorum við feðgar báðir klæddir í búning og farnir að fagna líkt og við stæðum á miðjum vellinum í Miklagarði, með Gerrard og Dúdda okkur við hlið og allar hinar hetjurnar undir flugeldasýningu og söngnum Aldrei einn á ferð. Þvílík stund! Þvílík hamingja! Það runnu gleði- tár niður kinnar og gæsahúð spratt fram á hörundið. Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér stundin er ég, tíu ára, fagnaði Evróputitli minna manna árið 1977, þá þegar búinn að fá heilaþvott frá stóra bróður. Nú fékk sonur minn, einn- ig tíu ára, tækifæri til að upplifa sömu sigurstundina. Ég tek á mig gagnrýnina fyrir að hafa viðhaldið heilaþvottinum og byrjað álíka snemma á heimilinu og bróðir minn gerði á sínum tíma, en ég skammast mín bara ekkert fyrir það. Allir áhangendur Liverpool, eða annarra stórliða, eru mér áreiðanlega sammála. Nú getum við sagt með stolti ,,ég held með Liverpool“ og horft bjartsýnir fram á veginn. Nýtt gullaldar- tímabil kann að vera í uppsiglingu á Anfield Road. Undanfarin ár hafa sannarlega verið mögur og á stundum hefur maður farið með veggjum, sagst „bara“ halda með Tindastóli, án þess að skammast sín fyrir það, síður en svo. Stól- arnir eru líka mínir menn en nú um stundir slær Liverpool-hjartað hraðar en hið skagfirska. Það er áreiðanlega á við marga skammta af gleðipillum að geta haldið með og samfagnað sínu liði þegar vel gengur, í hvaða íþrótt sem er. Það brýst fram einhver ólýsanleg tilfinning og hátterni sem erfitt er að útskýra. Leik- urinn á miðvikudagskvöldið fer áreiðanlega í sögubækur knatt- spyrnunnar og af honum má draga margvíslega lærdóma. Sá lærdóm- ur sem ég tel mikilvægastan er að missa ekki trúna á sjálfum sér, gefast ekki upp þótt á móti blási og berjast til síðasta blóðdropa. Þetta má vera klisjukennt en er í mínum huga einfaldar stað- reyndir. Ég lærði það reyndar einnig að maður á aldrei að láta plata sig á golfnámskeið á svona úrslitastundu, en það er nú bara mislestri á dagatalinu og minni gleymsku að kenna. Er ég kvaddi einn ágætan vinnufélaga minn á miðvikudag, sem kom síðar í ljós að heldur með Liverpool en myndi samt teljast í hópi svonefndra antisportista, sagði ég við hann fullum fetum að VIÐ myndum vinna leikinn um kvöldið (sagði að vísu 2–1 en látum það liggja á milli hluta). Þá fór hann að velta fyrir sér hvaðan þessi staðfesta og trú kæmi og fann ég efasemdir í rödd hans um að stuðningur okkar og tilfinn- ingar kæmu frá dýpstu hjartans rótum. Ég veit ekki um félaga minn en hér á bæ er stuðningurinn fölskva- laus, sem og tilfinningin. Hér eftir sem hingað til segi ég stoltur: VIÐ erum bestir! VIÐ erum bestir! Nú heldur sennilega einhver að und- irritaður sé orðinn léttgeggjaður, maður að nálgast miðjan aldur að tjá sig með þessum hætti. En þið fyrirgefið mér að ég get einfaldlega ekki orða bundist. Til- finningin, gleðin og hamingjan er slík. VIÐHORF Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í GREIN sinni „Pirringur vegna umferðar“ í Bílablaði Morgunblaðs- ins föstudaginn 22. apríl sl., eftir Geir A. Guðsteinsson var fjallað um byggingaráform Brimborgar við Dalveg í Kópavogi. Í greininni var „skautað“ yfir staðreyndir málsins, svo ekki sé meira sagt. Því sjáum við fulltrúar íbúa okkur knúna til þess að koma á framfæri nokkrum stað- reyndum málsins. Mikið er gert úr því að við íbúar mótmæltum ekki fyrirhugaðri byggingu bens- ínstöðvar Atlantsolíu við Dalveg 22. Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Nú þegar er Skeljungur með bensínstöð á næstu lóð og viðkomandi lóð er á fyrirfram skilgreindu iðnaðar- og þjónustusvæði, auk þess að vera í góðri fjarlægð frá íbúðabyggð. Hér er því ekki um að ræða stórkostlega breytingu á skipulagi. Við íbúar viljum veg og uppbygg- ingu Kópavogsbæjar sem mestan, en um leið viljum við vistvænan bæ þar sem hugsað er til framtíðar í skipulagsmálum. En beinum sjónum okkar að Dal- vegi 32, lóðinni sem Brimborg festi kaup á sl. haust. Lóðin að Dalvegi 32 er skilgreind í aðalskipulagi Kópa- vogs sem „opið grænt svæði til sér- stakra nota“ og kemur skýrt fram í lóðaleigusamningi fyrir umrædda lóð að lóðin er eingöngu leigð fyrir gróðrarstöð og starfsemi sem henni tengist. Í kaupsamningi Brimborgar um lóðina er einnig ákvæði um skipulagsmál þar sem fram kemur að kaupanda sé að fullu kunnugt um að lóðinni hafi verið úthlutað undir garðyrkjustöð og ekki önnur starf- semi heimiluð á henni og að það sé alfarið á ábyrgð Brimborgar hvað fæst að gera eða hvort leyft verður að byggja á henni. Hafa ber í huga að lóðin Dalvegur 32 stendur fast við íbúðabyggð og kemur það reyndar glöggt fram á myndum sem fylgja greininni. Þess vegna er eðlilegt að í aðalskipulagi bæjarins sé gert ráð fyrir grænni eða vistvænni starfsemi á svæðinu og ákveðinni fjarlægð hverfisins frá því iðnaðar- og þjónustusvæði sem er neðar á Dalveginum. Mótmæli okkar íbúa snúast á engan hátt gegn Brimborg sem slíku nema hvað við teljum bílasala ekki eiga heima inni í íbúðarbyggð. Mótmælin snúast um framtíðar hugmyndir um skipulag og lausnir. Við teljum að skil milli at- vinnusvæða og íbúðasvæða verði að vera skýr og skipulagið myndi vist- væna heild fyrir íbúa og atvinnulíf. Eðlilegt þykir að sum þjónusta við íbúa sé að einhverju leyti miðlæg, t.d. þjónusta sem snýr að daglegri neyslu þeirra. Önnur þjónusta á að okkar mati heima í úthverfum eða þar til gerðum svæðum. Í flestum til- fellum eru bílasölur og önnur slík starfsemi höfð í útjaðri bæja og borga. Eðlilegur þáttur í skipulagningu íbúðarhverfa er að haga aðstæðum þannig að umferð valdi sem minnst- um óþægindum. Er þar horft til mengunar vegna hávaða eða svif- ryks og ekki síst slysahættu. Þær fáu mælingar sem gerðar hafa verið við Dalveginn sýna að umferð um hann er langt umfram það sem til stóð í upphafi og á eftir að aukast. Hávaði er einnig í kringum þolmörk, íbúar eiga í erfiðleikum með að kom- ast heiman frá sér og svo mætti lengi telja. Eins hefur Umferðar- stofa gert athugasemdir við hættu- leg gatnamót Hlíðarhjalla og Dal- vegar. Dalvegurinn sem slíkur er því löngu sprunginn. Það að ætla taka „opið grænt svæði“ undir bílasölu er því að okkar mati ansi hjákátlegt. Við íbúar höfum því farið fram á það við bæjaryfirvöld að skipulag Dal- vegarins verði endurskoðað í heild sinni og þá horft til þeirrar fram- tíðaruppbyggingar sem nú þegar er í hendi. Við höfum lagt fram tillögur til lausnar málsins og kynnt þær fyr- ir skipulagsyfirvöldum. Þar er gott að búa í Kópavogi og verður vonandi áfram, en til þess að svo verði mega menn ekki gleyma sér. Bæjarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúa og ættu því að endur- spegla vilja þeirra. Þess vegna treystum við því að unnið verði að þessu máli af fagmennsku. Ef lesendur vilja fylgjast með gangi mál geta þeir sent tölvupóst á skipulagslys@simnet.is og skráð sig á póstlista hjá okkur. Athugasemdir við greinina „Pirringur vegna umferðar“ Heiðar Þór Guðnason og Krist- ján Björgvinsson fjalla um byggingaráform Brimborgar við Dalveg í Kópavogi. ’Við íbúar viljum veg oguppbyggingu Kópa- vogsbæjar sem mestan, en um leið viljum við vistvænan bæ …‘ Loftmynd af svæðinu þar sem Brimborg hefur keypt lóð á Dalvegi. Heiðar Þór Guðnason og Kristján Björgvinsson eru fulltrúar íbúa hverf- isins. Teikning af svæðinu. Hvers vegna að biðja? Jú, frelsarinn okkar, Jesús Krist- ur, hvatti okkur til að vera stöð- uglega í bæn og halda þannig vöku okkar. Bæn, tilbeiðsla og þakk- argjörð er menning. Hún er hluti af frum- þörf mannsins í leit að innri friði. Hún er því líklega dýrmætasti menningararfur sem við eigum. Bænin er æfing í trú og trausti, von og kær- leika. Það er gott að biðja og hverjum manni hollt og reyndar lífs- nauðsynlegt. Í bæninni opnum við hjarta okk- ar, verðum eins og börn, gerumst einlæg um stund. Bænin mýkir hjartað og auðveldar okkur ævigönguna. Hún stillir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá okk- ur sjálf, samferðamenn okkar, Guð, umhverfið og lífið allt með öðrum augum. Bænin styrkir fjöl- skyldubönd, samkennd og um- hyggju. Í bæninni komum við kyrrð á hug- ann, leitum inn í okkur sjálf. Við stingum á kýlum, gröfum út og tæm- um hugann. Við leggjum það sem á okkur hvílir fram fyrir sjálfan Guð, almáttugan skapara okkar og eilífan líf- gjafa. Við leggjum okkur á altarið hans, honum til úrvinnslu. Við fáum höfund og fullkomnara lífsins í lið með okkur í trausti þess að hann muni vel fyrir sjá. Og við eign- umst ólýsanlegan frið sem er æðri mann- legum skilningi. Bænin er góð for- vörn, hún er kvíðastill- andi og besta áfalla- hjálpin. Hún er ekki spurning um mælsku og orðalag heldur einlægni og hjartalag. Stund- um getur hún verið síðasta haldreip- ið sem fólk grípur til þegar því finnst nánast ekkert eftir. Hún er því vonarneisti. Ég veit ekki með þig en mér finnst gott að létta af mér byrðunum með bæn til Jesú Krists, vinar sem ég treysti og finn að skilur mig, vill mér vel og stendur með mér til góðra verka. Líðanin verður einfaldlega stöðugri. Ætli það geti ekki verið vegna þess innri friðar sem bænin gefur. Bænin er andardráttur lífsins. Þess lífs sem fæst með samfélagi við hinn lifandi Guð, frelsarann Jesú Krist. Þess lífs sem enginn og ekk- ert fær frá þér tekið. Ef við stöndum einlæg saman í bæn til þess sem lífið gefur, eins ólík og við erum, þá mun okkur, þjóð- félaginu og heimsbyggðinni allri, farnast betur í samskiptum hvert við annað. Vegna þess djúpa friðar sem sál okkar eignast, sem sprottinn er af ást Guðs. Hvers vegna að biðja? Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um bænir ’Bænin er æfing í trúog trausti, von og kær- leika.‘ Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og áhuga- maður um bænina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.