Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 9 FRÉTTIR GRÍMSEYJARFERJAN verður end- urnýjuð á næstunni. Samkvæmt út- boði Ríkiskaupa er auglýst eftir til- boðum í notaða, eða nýja, vöru- og fólksflutningaferju fyrir Vegagerð- ina. Ferjuna á að nota á sigl- ingaleiðinni Eyjafjarðarhafnir – Grímsey. Samkvæmt tilboðslýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag- inn, á ferjan að vera 40 til 50 metrar á lengd og minnst 9 metra breið. Hún skal vera búin tveimur aðal- vélum, tveimur ljósavélum og með tvöfaldan skrúfubúnað auk öfl- ugrar bógskrúfu. Á henni skal vera a.m.k. einn öflugur vökvaknúinn dekkkrani. Skipið á að geta flutt 80–120 farþega í sætum innandyra og aðstaða til veitingasölu á að vera um borð. Vöruflutningageta á að vera minnst 120 tonn, eða 200 m3, í lokuðu rými. Einnig á að vera að- staða til að flytja gáma, bíla, flutn- ingatæki eða þungavinnuvélar á dekki. Ganghraði skal vera allt að 15 sjómílur á klukkustund. Skipið á að uppfylla allar gildandi kröfur um farþegaskip á þessari siglingaleið og vera búið full- komnum siglingatækjum og fjar- skiptabúnaði. Það á ekki að vera meira en 15 ára gamalt. Tilboðum skal skilað til Ríkiskaupa fyrir kl. 11.00 mánudaginn 20. júní n.k. Að sögn Einars Hermannssonar skipaverkfræðings, sérfróðs ráð- gjafa Vegagerðarinnar varðandi út- boðið, er verið að leita að skipi svip- aðrar stærðar og Sæfari, sem nú annast siglingar til Grímseyjar. Munurinn er sá að leitað er að skipi sem er talsvert gangmeira en Sæ- fari og smíðað til farþega- og vöru- flutninga, en Sæfari var byggður sem vöruflutningaskip eingöngu. Einar segir að það kalli m.a. á endurnýjun Grímseyjarferju að Evrópufyrirmæli, sem varða far- þegaskip í innanlandssiglingum, taka gildi í áföngum sem lýkur árið 2009. Sæfari uppfyllir ekki þau skil- yrði sem sett eru í fyrirmælunum. Skipinu var breytt til farþegaflutn- inga með þeim hætti að smíðað var farþegahús sem sett hefur verið á dekk skipsins og yfirleitt tekið af á vetrum, þótt það hafi ekki verið gert á liðnum vetri. Krafa um vatnsþétt skilrúm Evrópufyrirmælin gera kröfur til niðurhólfunar farþegaskipa, það er fjölda vatnsþéttra skilrúma undir dekki. Sæfari var ekki smíðaður með tilliti til þess og mun að öllu óbreyttu falla út sem farþegaskip þegar nýju fyrirmælin taka gildi. „Þarna er um að ræða mjög sér- stakan skipakost sem bæði þarf að þjóna hlutverki sem birgða- og vöruflutningaskip og sem farþega- skip,“ sagði Einar. „Skip sem henta eru vandfundin, því siglingar til Grímseyjar eru fyr- ir opnu hafi og allra veðra von yfir veturinn. Siglingar þangað gera miklu meiri kröfur til skipakostsins en siglingar á vörðum sigl- ingaleiðum, sem algengastar eru í Evrópu.“ Ný Grímseyjarferja boðin út Leitað er að nýju skipi sem kemur í stað ferjunnar Sæfara, sem nú annast siglingar til Grímseyjar. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum drögtum Myndir • skartgripir styttur • vasar • stjakar og margt fleira Útskriftargjafir sími 544 2140 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. kl. 10—16 Kvartbuxur frá kr. 2.700                               !"  #   Bláu húsunum Fákafeni • Sími 588 4545 • Opið 11-16 virka daga, 12-16 lau. Einnig opið á sunnudag frá 13-16. SIGURSTJARNAN SUMAR- SPRENGJA 60% af öllu Ekta pelsar, rúmteppi, púðar, styttur, lampar, húsgögn, rúmföt, leðurskálmar, hattar, úlpur. Vaxtalausar léttgreiðslur í boði Opið virka daga kl. 11-18, laugard. 12-16 Hlíðasmára 11 • Kópavogi sími 517 6460 • fax 517 6565 www.belladonna.is VORUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.