Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Annað kvöld heldur íslensk- kanadíska djasstríóið Cold Front út- gáfutónleika sína á Hótel Borg. Cold Front er skipað þeim Birni Thor- oddsen gítarleikara, Steve Kirby bassaleikara og Richard Gillis trompetleikara. Samnefnd hljóm- plata Cold Front inniheldur bæði frumsamið efni þremenninganna og svo fræga djassstandarda eftir ýms- ar kempur djasssögunnar. Tilurð hljómsveitarinnar má rekja til tíðra tónleikaferðalaga Björns Thorodd- sen til Kanada þar sem hann komst í kynni við þá Kirby og Gillis. Kirby, sem leikur á bassa, er einn af eftir- sóttustu bassaleikurum vestanhafs og hefur leikið með tónlist- armönnum á borð við Elvin Jones og Wynton Masalies. Gillis, sem leikur á trompet, stjórnar meðal annars stórsveit Winnipegborgar í Kanada. Björn segist vera nokkuð upp með sér af þessum félagsskap, þótt hann sé sjálfur talinn með fimm bestu djassgítarleikurum Evrópu. „Þetta eru mjög flottir músík- antar og eftirsóknarverðir eftir því. Tónlistin á þessum diski myndi lík- legast flokkast sem „swing“-djass og helmingurinn er gamlir standardar en hinn helmingurinn frumsamið efni eftir okkur og þá í svipuðum stíl og þessir standardar. Við erum ekk- ert að finna upp hjólið.“ Hljómplatan er þegar komin út í Kanada og hefur fengið frábærar viðtökur, var meðal annars valin á spilunarlista kanadíska ríkis- útvarpsins CBC. Björn segir þetta mikla viðurkenningu í því ljósi að djassinn sé ekki það vinsæll í Kan- ada. „Djassinn er alltaf í jaðrinum og við sem erum í þessu verðum bara að sætta okkur við það. En það er mjög gaman þegar maður fær viður- kenningu inni á miðjunni.“ Cold Front hyggur á tónleikaferð um Kanada nú í júní og september um allt Kanada. Eins og áður sagði verða útgáfu- tónleikarnir á Hótel Borg á morgun klukkan 21. Einnig verða auka- tónleikar á sunnudaginn í Rósen- bergkjallaranum. Cold Front er skipuð þeim Birni Thoroddsen, Richard Gillis og Steve Kirby. Kuldaskil milli Ís- lands og Kanada Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is MICHAEL Jackson mun ekki bera vitni fyrir rétti í máli þar sem hann er ákærður fyrir að misnota ungan dreng kynferðislega. Verjendur hans hafa tilkynnt réttinum þetta, en réttarhöldin fara fram í Santa Maria í Kaliforníu. Leikarinn Chris Tucker var síð- asta vitni verjendanna, strax á eftir spjallþáttastjórnandanum Jay Leno. Jackson, sem neitar öllum sakar- giftum, er ákærður fyrir að hafa misnotað Gavin Arvizo, þá 13 ára, gefið honum áfengi og að hafa lagt á ráðin um að halda fjölskyldu hans fanginni á búgarði sínum Neverland til að þvinga þau til að verja hann. Chris Tucker sagðist við yfir- heyrsluna hafa hitt Arvizo á grín- klúbbi í gegnum föður hans sem bað Tucker um að taka þátt í góðgerð- arsýningu en þá barðist Arvizo við krabbamein. Arvizo hafi síðan hringt í sig og sagt honum að engir pen- ingar hefðu safnast á sýningunni svo Tucker segist hafa sent honum „1.500 dollara (98.000 krónur) eða meira“ til góð- gerðarstofn- unar, í nafni Arvizo- fjölskyld- unnar. Þá sagðist hann einnig hafa farið með fjöl- skylduna í skemmtigarða og í versl- unarferðir. Tucker lýsti drengnum sem óvenju fáguðum og klókum miðað við aldur og grunar fjölskyldu hans um græsku; að foreldrar hans séu stöðugt að reyna að verða sér út um fé með því að vekja samúð með syni sínum vegna sjúkdóms hans. Verjandi Jackson hefur nú lokið málaflutningi sínum og þykir því ljóst að hann muni ekki kalla í vitna- stúkuna aðila tengda Jackson sem nefndir voru til sögunnar í upphafi; Elizabeth Taylor, Stevie Wonder, Diana Ross og körfuboltastjörnuna Kobe Bryant. Jackson hyggur á útlegð Fullyrt var á sjónvarpsstöðinni Fox News í fyrradag að Jackson hygðist yfirgefa Bandaríkin fyrir fullt og allt ef hann yrði sýknaður – og það hið snarasta. Sagði í fréttinni að Jackson ætlaði sér þá að setjast að á leynilegum stað í Evrópu. Hann á nú þegar að vera búinn að selja bú- garðinn sinn Neverland fyrir rúma 2,3 milljarða króna til að grynnka á skuldum sínum. Þá hefur hann einn- ig lofað því að fara í heimsreisu um leið og ef hann verður sýknaður. Veðjar pistlahöfundur Fox News á að Jackson muni annaðhvort flytja til Lundúna eða Parísar en segist einnig hafa heyrt Afríku nefnda í þessu samhengi. Þá búi bróðir hans Jermaine í Saudí-Arabíu og því gæti allt eins komið til greina að hann flytti þangað. Fólk | Verjandi Michaels Jacksons hefur lokið málaflutningi Mun ekki bera vitni Reuters Michael Jackson stendur frammi fyrir stórum ákvörðunum nú um mundir. TIL stendur að Kryddstúlkurnar komi saman á ný á góðgerðartón- leikum í Lundúnum í júlí, sem kall- aðir hafa verið Live Aid II. Frá þessu greindi breska götublaðið The Sun í gær. Kryddstúlkurnar (The Spice Girls) hlutu heimsfrægð og miklar vinsældir árið 1996. Um var að ræða stúlkur, sem valdar voru úr hópi umsækjenda af stofnanda sveit- arinnar og umboðsmanni, Simon Fuller, sem síðar átti eftir að verða heilinn á bak við Idol-keppnina. Stúkunum fimm, þeim Victoriu Adams (nú Beckham), Geri Halli- well, Melanie Brown, Melanie Chis- holm og Emmu Bunton, var öllum gefið gælunafn sem átti að passa við persónuleika þeirra. Geri hætti síð- an 1998 og árið 2001 hætti sveitin formlega störfum. Þær hafa síðan allar reynt við sólóferil með æði mis- jöfnum árangri. The Sun hefur eftir heimildar- manni, að Kryddstúlkunum þyki heiður að vera beðnar um að koma fram á Live Aid II í sumar. Þær kunni að vera farnar að ryðga nokk- uð í dansinum en muni samt standa sig vel. Margsinnis hefur farið á kreik orðrómur þess efnis, að þær Kryddstúlkur hyggi á endurkomu, og sumar þeirra hafa meira að segja ýtt undir þann orðróm. Fram til þessa hafa hins vegar öll slík áform strandað á Mel C eða Geri Halliwell, þeim sem gengið hefur hvað best á sólóbrautinni. Nú þegar þær eru einnig komnar út í ógöngur virðist fátt mæla gegn upprisunni. Aðrar stjörnur, sem koma munu fram á Live Aid II tónleikunum, sem haldnir verða í Hyde Park í Lund- únum í júlí, eru U2, Sir Elton John, Madonna, Robbie Williams, Coldplay, The Who, Eminem, The Rolling Stones og Oasis. Spice Girls saman á ný? Reuters Verður kryddað í Hyde Parke? Geri, Victoria, Mel B, Emma og Mel C á góðri stundu. Skráðu þig á bíó.is kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10, 11 og 00.30 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 4 og 6 m. ísl tali KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 8 og 11 B.I 16 ÁRA   Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ SJ. blaðið  Miðasala opnar kl. 15.30 JENNIFER LOPEZ JANE FONDA KOMIN Í BÍÓKOMIN Í BÍÓ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA Kvikmyndir.com    Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.45 (Kraftsýning) B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15     20.000 gestirá aðeins 7 dögum 20.000 gestir 20.000 gestir FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 20.000 gestirá aðeins 7 dögum MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.