Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 35 UMRÆÐAN Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00 - um helgar frá kl. 10.30-18.00 Stendur til 29. maí - Upplýsingasími 551 8464 í Perlunni OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði : i f ll i Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: Fótboltaskór 2.500-5.000 kr. 4.990-9.990 kr. Catmandoo regnsett barna 2.000 kr. 3.990 kr. Firefly skór barna 1.800-2.000 kr. 3.790-4.990 kr. Casall íþróttabuxur 1.200 kr. 5.990 kr. Bikini 1.990 kr. 4.990-6.990 kr. Catmandoo kuldagallar barna 3.500 kr. 7.990 kr. Catmandoo barnafleece 1.500 kr. 3.990 kr. Puma fótboltaskór 2.000 kr. 3.990-5.990 kr. Puma bolir 1.000 kr. 3.990 kr. Adidas sundbolir 1.000-1.500 kr. 3.990-4.990 kr. Mikið úrval: O´Neill - Casall - Osh Kosh - Confetti Sundföt - Fótboltaskór catmandoo R Ö H N I S C H Columbia CINTAMANI PONYAND1 Firefly Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana, sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að etja og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höf- uðstaður framhalds- og há- skólanáms í tónlist í landinu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar SIGLUFJÖRÐUR (áður Hvann- eyrarhreppur) heyrði til Eyjafjarð- arsýslu frá því stofnað var til sýslna í landinu og allar götur til ársins 1918, er bærinn fékk kaupstaðarrétt- indi. Siglufjörður var þó áfram hluti af Eyjafjarðarkjördæmi til ársins 1942. Þá var bærinn gerður að ein- menningskjördæmi og þá hófst skemmtilegur kapítuli í bæjarsög- unni. Í kjördæma- breytingu árið 1959 er Siglufjörður færður yfir í Norðurlands- kjördæmi vestra. Á mótum árþúsunda (20. maí árið 2000) tekur Alþingi, lög- gjafinn, þá stefnumótandi ákvörðun að færa Siglufjörð á nýjan leik „heim á Eyjafjarðarsvæðið“ í Norðausturkjördæmi. Hvað vakti fyrir löggjafanum þegar hann tók stefnumótandi ákvörðum um að „skera“ Siglufjörð af Norðvesturkjördæmi og tengja hann Eyjafirði og Norðaust- urkjördæmi? Voru það land- fræðileg rök, þau að Siglufjörður er hluti af Eyjafirði? Voru það þau sögulegu rök að Siglfirðingar áttu öldum saman samleið með Eyfirð- ingum í einu og sama kjördæminu? Trúlega að hluta til. Fyrst og fremst held ég þó að landsfeður hafi horft til þess að gera Eyja- fjörð – ásamt Siglufirði – að heild- stæðu atvinnusvæði, jafnvel sterku og stóru sveitarfélagi. Í því efni gegna samgöngur höfuðmáli. Þær eru æðakerfi landshluta og at- vinnusvæða. Þær tengja byggða- hverfin saman, atvinnulega, fé- lagslega og menningarlega. Þróun í þessa átt hefur þegar sagt til sín. Hér verður aðeins vísað til þriggja kenni- leita, en tína mætti fleiri til: 1. Stór sjáv- arútvegsfyrirtæki Þormóður rammi (Siglufirði) og Sæberg (Ólafs- firði) hafa samein- ast. 2. Bæjarstjórnir Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hafa þegar hafið samræður um að samræma framtíðarfjárfest- ingar. 3. Sveitarfélög í Eyjafirði ræða hugsanlega sameiningu og kjósa um hana í októbermán- uði næstkomandi. Sameining þeirra er meira en líkleg, hugsanlega þó í áföngum. Héðinsfjarðargöng eru forsenda sameiningar sveitarfélaga við vest- anverðan Eyjafjörð – frá Akureyri til Siglufjarðar. Að þeim fengnum yrði akstursleiðin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar eins og milli hverfa í Reykjavík og milli Akureyrar og Siglufjarðar eins og milli sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. Ef reikna á út raunsanna arðsemi Héðinsfjarðarganga verður að taka inn í það dæmi ávinninginn af slíkri sameiningu, sem er mikill. Annað er markleysa. Héðinsfjarðargöng tengja Siglu- fjörð betur og nánar við Eyjafjörð en aðrir ræddir möguleikar. Þau tryggja og að hringvegsumferðin fer um Siglufjörð en ekki framhjá bænum (eins og verða myndi áfram með svokölluðum Fljótagöngum). Með Héðinsfjarðargöngum eru Siglufjörður, Síldarminjasafnið og Þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteins- sonar komin í alfaraleið. Siglfirzkri ferðaþjónustu opnuðust glæstir möguleikar. Margfeldisáhrif hugs- anlegrar stóriðju í Eyjafirði ætti greiðari leið til Siglufjarðar. Landsfeður mörkuðu stefnuna að sameiningu eyfirzkra sveitarfélaga, að mínu mati, með síðustu kjör- dæmabreytingu, þegar Siglufjörður var færður yfir í Norðaust- urkjördæmi. Löggjafinn og lands- feður hétu Norðlendingum Héðins- fjarðargöngum, bæði í samgönguáætlun frá Alþingi og með ítrekuðum yfirlýsingum ein- stakra ráðherra. Og orð skulu standa. Ekki sízt orð löggjafans og landsfeðra. Á höfuðborgarsvæðinu búa þús- undir kjósenda sem flutzt hafa þangað af landsbyggðinni – eða eru afkomendur landsbyggðarfólks. Þetta fólk er margt hvert rótbund- ið átthögum. Mörg virk átthaga- félög á höfuðborgarsvæðinu bera þessu glöggt vitni. Það er misskiln- ingur ef einhverjir stjórnmálamenn á höfuðborgarsvæðinu halda að þeir geti „slegið sér upp“ á því að efna til „pólitískra hnefaleika“ milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. Ofan í kaupið er málefn- arisið ekki hátt á þeim köppum sem berjast fyrir því að landsfeður gangi á bak orða sinna. Fyr- irheitum landsfeðra og löggjafans á að vera hægt að treysta. Og þeim er treyst. Héðinsfjarðargöng – efnahagsleg, félagsleg og söguleg rök Stefán Friðbjarnarson fjallar um Héðinsfjarðargöng ’Orð skulu standa. Ekki sízt orð landsfeðra og löggjafans.‘ Stefán Friðbjarnarson Höfundur er blaðamaður. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.