Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 41

Morgunblaðið - 27.05.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 41 MINNINGAR ✝ María ÁgústaBenedikz fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. maí síð- astliðinn. Foreldrar Maríu voru Ágúst H. Bjarnason prófessor, f. 20.8. 1875, d. 22.9. 1952, og Sigríður Jónsdóttir Bjarnason kennari, f. 18.4. 1883, d. 26.3. 1971. Systk- ini Maríu eru Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri, f. 13.7. 1907, d. 16.4. 1989; Helga Valfells, f. 24.9. 1909, d. 16.11. 1974; Jón Á. Bjarnason verkfræðingur, f. 28.3. 1911, d. 11.2. 1981; og Haraldur Á. Bjarnason rafvirkjameistari, f. 9.3. 1922. Hinn 6. nóvember 1936 giftist María Þórarni Benedikz verzlun- armanni, f. 1.3. 1912, d. 2.10. 1961. Þórarinn stundaði nám í verzlun- arfræðum í London. Fóstursynir þeirra eru Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur og Þórarinn Bene- dikz verkfræðingur. Maki Ágústar er Sig- rún Ragnarsdóttir kennari og börn þeirra eru Helga Björg sellóleikari; Ragnar Þórarinn tölvunarfræðingur, maki Jóhanna Þórs- dóttir, dóttir þeirra er Hekla Dögg, fóst- ursonur Ragnars og sonur Jóhönnu er Logi Þór Baldurs- son; og María Björg háskólanemi við Harvard. Maki Þór- arins var María Solveig Héðins- dóttir skólastjóri (þau skildu) og dóttir þeirra er Ingibjörg María nýstúdent. María lauk verzlunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands og stund- aði síðan framhaldsnám í eitt ár í London. Hún starfaði um árabil hjá Sjóvá og síðar sem gjaldkeri og bókari Skógræktar ríkisins. Útför Maríu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) María Ágústa Benedikz, fyrrver- andi tengdamóðir mín, og vinkona hefur nú kvatt þennan heim. Fyrsta minning mín um Mæsu er frá því ég var 4–5 ára en á þeim tíma var hún frú María og bjó á Hrefnugötunni í sama húsi og Hidda frænka og Ein- ar. Hidda frænka tengdi okkur sam- an og viðhélt tengslum sem þá þegar höfðu átt sér stað í fjölskyldum okk- ar. Samverustundunum við Mæsu fjölgaði síðan þegar ég varð tengda- dóttir hennar. Mæsa var merkileg kona; hún var vel að sér, víðsýn, skemmtileg, dug- leg og traust. Hún var heimskona, mikill jafnréttissinni með ákveðnar skoðanir. Mæsa hafði skemmtilegt tungutak og einstaklega grípandi frásagnarmáta. Það er henni að þakka að gamla Reykjavík lifir í huga manns. Böllin á Borginni, rúnt- urinn, lífið í Hellusundi, ævintýrin í Haukadalnum, skíðaferðir, útreiða- túrar, námsveturinn í London og siglingin mikla með Hvassafellinu eru dæmi um brot úr hennar fallega lífi. Alls kyns prakkarastrik, grín og glens krydduðu tilveru hennar og einnig okkar sem fengum að deila reynslunni með henni. Það var eng- inn flinkari að njóta augnabliksins en hún og smitaði lífsgleði hennar út frá sér. Hún töfraði fram dýrindis rétti og bauð upp á ljúffeng vín og borð- búnaðurinn setti svo punktinn yfir i- ið. Mæsa var mikil fjölskyldukona. Hún gekk að eiga mann sinn, Þór- arin Benedikz, þegar hún var 24 ára gömul. Mæsa og Þórsi voru miklir vinir og félagar. Virðing þeirra hvors fyrir öðru var mikil og gagnkvæm. Þegar Þórsi dó var Mæsa aðeins 49 ára gömul. Hún bar harm sinn í hljóði en allir vissu að Mæsa missti sinn besta vin og eina lífsförunaut þegar hún missti Þórsa. Um foreldra sína og systkini talaði Mæsa ávallt af mikill ást og virðingu, enda reyndist hún sínu fólki mikil stoð og stytta. Sjálfstæða og gagnrýna hugsun hef- ur Mæsa örugglega fengið bæði í vöggugjöf sem og með móðurmjólk- inni. Henni þótti sjálfsagt að taka hin ýmsu svið tilverunnar til skoðunar og var hún í mörgu tilliti langt á und- an sinni samtíð. Skóla- og uppeldis- mál voru henni hugleikin og efast ég um að fordómalausari og skilnings- ríkari mamma hafi fundist í Reykja- vík í þá daga. Boð og bönn voru henni ekki að skapi. Synir hennar og vinir þeirra nutu þessa, enda ýmsar skemmtilegar tilraunir sem fram fóru á Hrefnugötunni. Nýr kafli í samskiptum okkar Mæsu hófst þegar Ingibjörg dóttir mín fæddist. Ekkert barn gat hugs- að sér betri ömmu en Mæsu. Hún auðgaði líf ömmustelpunnar sinnar mikið. Þegar skóladegi í Ísaksskóla lauk var gott að fara á Hrefnugötuna til ömmu. Við tóku sundferðir, vöfflubakstur, lautarferðir út í garð – samverustundir sem voru mann- bætandi og gleðjandi á allan hátt. Mæsa hafði næmt fegurðarskyn, það sást vel á heimili hennar á Hrefnu- götunni auk þess sem hún fylgdist alltaf með því sem var móðins. Hún fylgdist af áhuga með tískunni hjá unga fólkinu og henni fannst það þroskamerki þegar ungt fólk var að prófa sig áfram með hársíddina, út- víðar buxur, brilljantín og fleira. Amma Mæsa var besti vinur barnanna, enda vildu margir eiga hana sem ömmu. Samverustundirnar verða ekki fleiri og Mæsa hefur fengið hvíldina. Í hjarta mínu þakka ég þessari ein- stöku konu allt sem hún hefur verið mér. Líf hennar og persónuleiki ein- kenndust af fegurð; það er mikil gæfa að hafa fengið að deila lífinu með henni og fyrir það ber að þakka. Fjölskyldu hennar allri votta ég samúð mína. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) María Solveig Héðinsdóttir. Það er fátt eins mikilvægt og að eiga góða ömmu. Amma Mæsa var ekki bara góð amma, hún var ein- stök. Á Hrefnugötunni hjá henni var hver dagur ævintýri. Hún sótti mig í skólann og við tók mikill uppgötv- unar- og gleðitími. Við ræddum um allt milli heima og geima; hún sagði mér sögur og ævintýri, kenndi mér þulur, leyfði mér að baka vöfflur og að máta fötin hennar og skóna. Ömmu tókst að búa til ævintýri úr hversdagslegustu hlutum, drauma- beddinn er eitt dæmi um það. Af mörgu skemmtilegu er að taka þegar stundirnar hjá ömmu eru rifjaðar upp. Eitt af því fjölmarga og ógleym- anlega sem við amma gerðum saman var að fara að kjósa. Við fórum í Austurbæjarskólann og kusum í al- þingis-, borgarstjórnar- og forseta- kosningum. Við ræddum auðvitað hvað við ættum að kjósa og oftast komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri best að kjósa konurnar. Þegar spilaklúbburinn var að koma í heimsókn var nóg að gera hjá okkur ömmu. Við sóttum bridgeborðið og spilin og skruppum út í Björnsbak- arí. Fínu sérríglösin voru tekin fram og vinkonur hennar ömmu komu með bros á vör í spilaklúbbinn. Þessa daga vorum við amma sérstaklega fínar og amma setti á sig ilmvatnið sitt Paris. Amma fylgdist alltaf með tískunni; hún vildi alltaf að ég væri fín og hún kenndi mér að í skókaup- um ætti maður aldrei að spara. Við töluðum oft um það sem var móðins og um fötin hennar ömmu frá í gamla daga. Amma Mæsa kunni að njóta lífsins. Hún hafði mikinn áhuga á öllu sem maður tók sér fyrir hendur. Sundæfingar, píanótímar, dans og reiðnámskeið allt þetta fannst henni mjög spennandi. Hún sagði að mað- ur ætti endilega að prófa sig áfram og sinna áhugamálunum. Henni fannst unga fólkið svo duglegt og hugmyndaríkt; hún sagði að það væri miklu skemmtilegra heldur en gamla fólkið. Amma tilheyrði reynd- ar alltaf unga fólkinu bæði í skoð- unum og lífsmunstri. Við amma áttum einn mjög góðan sameiginlegan vin. Við kölluðum hann „Gussa á loftinu“. Ég sagði að Gussi væri á himninum en amma sagði að hann væri inni í mér. Þrátt fyrir mismunandi afstöðu til þessa vinar okkar, trúðum við báðar að hann væri það góða í heiminum. Amma mín trúði á það góða í sér- hverjum manni. Amma Mæsa var um margt sér- stök. Hún vildi að stelpur og strákar fengju jöfn tækifæri og henni fannst menntun skipta mjög miklu máli. Við amma vorum báðar í Verzlunarskól- anum. Þegar ég set upp stúdentshúf- una mína á laugardaginn hugsa ég til hennar með söknuði, þakklæti, ást og virðingu. Megi hún hvíla í friði. Ingibjörg María Þórarinsdóttir. MARÍA ÁGÚSTA BENEDIKZ Ástkær móðir mín, amma okkar og langamma, GUÐNÝ BJARNADÓTTIR frá Gerðisstekk, Norðfirði, Lóurima 6, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi miðvikudaginn 25. maí. Dóra María Aradóttir, Dagbjartur Ari Gunnarsson, Erla Traustadóttir, Guðný Esther Gunnarsdóttir, Ómar Björnsson, Ebba Guðlaug Gunnarsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Össur Björnsson, Kolbrún Dóra Gunnarsdóttir, Øystein Bjarte Mø og langömmubörnin. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og amma, SIGRÍÐUR INGIBJÖRG CLAESSEN kennslumeinatæknir, Sæviðarsundi 82, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss mánudaginn 23. maí. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík nk. miðvikudag 1. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Krabbameins- félags Íslands. Júlíus Sæberg Ólafsson, Guðrún Júlíusdóttir, Júlíus Þór Gunnarsson, Guðlaug María Júlíusdóttir, Brynjar Þór Jónasson, Elísabet Júlíusdóttir, Arnar Þór Ragnarsson, Guðrún A. Claessen, Gunnlaugur Claessen, Helga Kristín Claessen og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURLAUG ÞORKELSDÓTTIR, Bárustíg 7, Sauðárkróki, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, miðvikudaginn 18. maí, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. maí kl. 11.00. Friðrik Friðriksson, Erna Flóventsdóttir, Valgarður Jónsson, Stefán Friðriksson, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Sólbrún Friðriksdóttir, Jón Árnason, Friðrik Geir Friðriksson, Guðni Friðriksson, Valgerður Einarsdóttir og öll ömmubörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og mágur, BENEDIKT MÁR AÐALSTEINSSON, Holtagerði 65, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 24. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Jóhanna Davíðsdóttir, Aðalsteinn Árni Benediktsson, Íris Benediktsdóttir, Snjólaug Benediktsdóttir, Anna B. Sigmundsdóttir, Steingrímur Davíð Steingrímsson, Guðrún Veturliðadóttir, Steingrímur Davíðsson, Kristín Alexíusdóttir, Gunnhildur Davíðsdóttir, Jón Hannes Stefánsson. Elskulegur eiginmaður og faðir, VU VAN PHONG, er látinn. Minningarathöfn hefur farið fram, Jarðaförin fer fram í Víetnam. Þökkum ykkur öllum auðsýnda samúð og stuðning. Loi cam Ta Toi xin chan Thanh cam on ba con cong dong nguoi viet nam dang song tai bang dao da nhiet tinh den chia buon phung vieng dam le tang chong loi trong khi tang gia boi roi co diei gi so suat mong ba con rong long luong thu goa phu Mac Thanh Vietft. Viet Thanh Mac, Kristín Trang Linh Vu, ættingjar og vinir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar r ar rin fer fram í Víetnam.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.