Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. Voksne Mennesker Boðssýning kl. 20.30, Almenn sýning kl. 10.30 Crash kl. 5.55 - 8.10 og 10.30 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide... kl. 5.45 - 8 og 10.20 The Jacket kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 10 Maria Full og Grace kl. 8 b.i. 14 Vera Drake kl. 5,40 Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafan , Paul Hag is (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROLLING STONE Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað  DV Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum Debra Messing Dermot Mulroney i t l  MBL FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Fyrsta stórmynd sumarsins ROGER EBERT S.K. DV. S.K. DV. FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Fyrsta stórmynd sumarsins  DV  MBL Í KVÖLD verða sex íslenskar stutt- myndir frumsýndar á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Shorts & Docs sem nú stendur yfir í Reykjavík. Reynir Lyngdal er einn þeirra sem frumsýnir stuttmynd í kvöld en mynd hans Töframaðurinn var ekki fullkláruð fyrr en í gær. „Við kláruðum litgreininguna í gær og aðra smáhluti en öllum tök- um og klippingum var lokið.“ Stuttmyndin er byggð á smásögu Jóns Atla Jónassonar, sem kom út í smásagnasafni Jóns Atla árið 2001 og nefndist, Brotinn taktur. „Það var mjög spennandi fyrir mig að takast á við þessa sögu. Hún er skrifuð í fyrstu persónu og þess vegna er sagan í myndinni, ein- göngu sýnd frá sjónarhorni sögu- hetjunnar. Það var eitthvað sem mig hafði lengi dreymt um að gera og með þessari sögu Jóns Atla tókst mér að uppfylla þann draum.“ Reynir segir að hátíðir eins og Shorts & Docs séu bæði ánægju- legar og nauðsynlegar. „Það er mjög gaman að fá að frumsýna myndina á þessari hátíð og fyrir kvikmyndaáhugamenn er þessi hátíð mikill hvalreki. Sú hefð þekkist í sumum löndum að sýna stuttmyndir fyrir sýningar á lengri myndum og þar er þessu kvik- myndaformi gerð góð skil en hér hefur sú hefð ekki náð að festa ræt- ur og því er það mjög skemmtilegt þegar svona hátíðir eru haldnar. Stuttmyndin er það form sem all- flestir kvikmyndaleikstjórar hefja feril sinn á og þess vegna er það nauðsynlegt að stuttmyndaforminu sé gerð góð skil á hátíðum sem þessari,“ segir Reynir Lyngdal leik- stjóri. Íslensku myndirnar eru: Slavek the Shit eftir Grím Hákonarson, Jón bóndi í leikstjórn Unu Lorenzen, Töframaðurinn í leikstjórn Reynis lyngdal, Granny Kickers í leikstjórn David Ziggy, Carpe Diem í leik- stjórn Daggar Mósesdóttur og Ég missti næstum vitið í leikstjórn Bjargeyjar Ólafsdóttur. Frumsýn- ingarnar hefjast kl. 18.00 í Tjarnar- bíói en eftir sýninguna munu leik- stjórar myndanna standa fyrir svörum. Mynd úr smiðju Sigurjóns Sighvats Síðar um kvöldið verður stutt- myndin, Everything In This Country Must frumsýnd kl. 22 ásamt fjórum öðrum erlendum myndum. Myndin, sem er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, var til- nefnd til Óskarsverðlauna í ár og er gerð eftir smásögu Colum McCann sem hefur verið nefndur sem einn af efnilegustu rithöfundum sinnar kyn- slóðar á Írlandi. Sigurjón segir að það hafi verið mjög erfitt að gera stuttmyndina. „Þetta er mjög dramatísk saga og flókin en í stuttmyndum getur það stundum orðið til trafala. Stutt- myndaformið er einfaldlega þannig að ef sagan er of flókin eða stór rúmast hún ekki innan mynd- arinnar. Hins vegar var mikið í þessa mynd lagt, sérstaklega með tilliti til handrits og við uppskárum erfiðið með frábærri mynd.“ Og þú varst ánægður með Óskarstilnefninguna? „Já, já. Að sjálfsögðu hefðum við viljað vinna. Það tók okkur eitt og hálft ár að vinna þessa mynd en til- nefningin var ánægjuleg samt sem áður.“ Töframaður Reynis og Óskarsmynd Sigurjóns Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Reykjavík Shorts & Docs | Sex íslenskar frumsýningar í kvöld Töframaðurinn Jóhann Krist- ófer Stefánsson undir leik- stjórn Reynis Lyngdal. SÖGUSAGNIR um komu rapp- arans Snoop Dogg hingað til lands hafa verið lífseigar undanfarna mánuði. Ekkert hefur þó fengist staðfest fyrr en nú því tilkynnt hef- ur verið að Snoop Dogg muni halda tónleika í Egilshöll þann 17. júlí ásamt tólf manna hljómsveit sinni, Snoopadelics. Um er að ræða loka- tónleika í heimstúr kappans og kemur hann hingað ásamt 30 manna fylgdarliði í einkaþotu frá Þýskalandi. Snoop Dogg braust fram á sjón- arsvið rappsins árið 1993 sem Snopp Doggy Dogg og sló í gegn með plötu sinni Doggystyle. Snoop Dogg er einkar litríkur persónu- leiki og um hann leikur einstök og sjarmerandi ára. Auk þess að búa til tónlist hefur hann leikið í kvik- myndum, stýrt sjónvarpsþáttum, staðið fyrir eigin fatalínu og svo má áfram telja. Nýjasta plata Snoop er R&G (Rhythm & Gangsta): The Master- piece. Hún kom út í nóvember í fyrra en þar nýtur hann m.a. að- stoðar Pharrell Williams, sem kenndur er við Neptunes. Takmarkað af miðum er í boði en Egilshöllin verður aðeins notuð til hálfs. Miðaverð er 5.900 krónur og miðasala mun hefjast þriðjudag- inn 7. júní klukkan 10.00 í versl- unum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi, á Event.is og í síma 575 1522. Sérstök forsala á takmörk- uðu magni miða fer fram eingöngu á Event.is mánudaginn 6. júní frá klukkan 10.00. Tónlist | Snoop Dogg til landsins í júlí Tónleikar í Egilshöll Snoop er maðurinn! www.event.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.