Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁGÚST Ólafur Ágústsson, nýkjör-
inn varaformaður Samfylkingar-
innar, mótmælir eindregið þeim
ásökunum sem hann hefur verið
borinn um óeðlileg vinnubrögð í að-
draganda og framkvæmd
varaformannskosningarinnar á ný-
afstöðnum landsfundi.
„Þetta eru rakalausar dylgjur og
alveg fáránlegar ásakanir. Kosn-
ingabarátta mín var heiðarleg.
Framkvæmd kosninganna var bæði
lögleg, eðlileg og hefðbundin. Þetta
hafa formaður kjörstjórnar, kjör-
stjórnin sjálf, framkvæmdastjóri
flokksins, starfsfólk flokksins á
staðnum sem og formaður flokksins
öll staðfest,“ sagði Ágúst Ólafur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Lofaði hvorki pítsum né bjór
– Málsmetandi menn innan Sam-
fylkingarinnar hafa samt ýjað að
því að ekki hafi allt verið með
felldu. Annar mótframbjóðandi
þinn, Lúðvík Bergvinsson alþingis-
maður, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að „heilu bílfarmarnir af
krökkum“ hafi streymt á fundar-
stað. Mörður Árnason alþingismað-
ur sá ástæðu til að spyrjast fyrir
um það á fundinum hvort greiða
mætti atkvæði fyrir aðra en sjálfa
sig?
„Ungir jafnaðarmenn áttu lands-
fundarfulltrúa eins og önnur aðild-
arfélög Samfylkingarinnar. Það
þurfti að tilkynna um landsfundar-
fulltrúa með átta daga fyrirvara.
Það gerðu Ungir jafnaðarmenn.
Önnur aðildarfélög gerðu slíkt hið
sama. Það er ekki hægt að amast
við þátttöku ungs fólks á landsfundi
Samfylkingarinnar. Hún á að vera
gleðiefni. Allt tal um rútuferðir er
hins vegar helber uppspuni. Það
var ekki ein einasta rúta þarna,
hvorki á vegum Ungra jafnaðar-
manna eða á mínum vegum, og ekki
lofaði ég neinum pítsum eða bjór
fyrir atkvæði eins fullyrt hefur ver-
ið í vissum fjölmiðlum,“ sagði Ágúst
Ólafur. Honum þykir mjög leiðin-
legt hvernig talað er niður til ungs
fólks í þessari umræðu.
„Fólk varð að sýna skilríki til að
fá kjörgögn og að sjálfsögðu að
vera á staðnum. Þetta staðfesta all-
ir sem komu að framkvæmd kosn-
inganna og þar á meðal kjörstjórn-
in sem hefur látið frá sér fara
sérstaka yfirlýsingu um að fram-
kvæmd kosninganna hafi verið eðli-
leg og lögmæt,“ sagði Ágúst Ólafur.
„Einhver ónefndur þingmaður á að
hafa sagt að flokknum væri stjórn-
að af konum og börnum eins og
heima hjá sér! Mér finnst viðhorfið
sem endurspeglast í þeim orðum
með ólíkindum gagnvart konum og
ungu fólki. Það á að vera ánægju-
efni að ungt fólk sýndi landsfundi
Samfylkingarinnar áhuga. Ungt
fólk var mjög áberandi bæði í að-
draganda landsfundarins og á fund-
inum, t.d. við undirbúning lands-
fundarins og í málefnavinnunni.
Þetta er eins og köld vatnsgusa yfir
allt það góða fólk sem hefur ekki
gert neitt annað en að taka þátt í
landsfundi Samfylkingarinnar líkt
og aðrir landsfundarfulltrúar.“
Stuðningur ungra og eldri
Ágúst Ólafur segist hafa fengið
áskorun frá Ungum jafnaðarmönn-
um á sínum tíma um að bjóða sig
fram í embætti varaformanns.
Hann hafi tekið henni. Það sé enda í
verkahring Ungra jafnaðarmanna
að hvetja og styðja ungt fólk til
frekari verkefna. Aðspurður segir
Ágúst að Andrés Jónsson, formað-
ur Ungra jafnaðarmanna, hafi stutt
sig í kosningabaráttunni, rétt eins
og margir aðrir.
„Ég hafði stuðning ungliðahreyf-
ingarinnar og fyrir hann er ég afar
þakklátur. Ég naut þó ekki síður
stuðnings utan af landi og frá eldri
borgurum. Ég hefði aldrei farið í
þessa kosningabaráttu, einungis
með stuðning ungliðahreyfingar-
innar. Það má ekki gleyma því að
ég tilkynnti framboð mitt með
meira en mánaðar fyrirvara og ég
nýtti þann tíma til að tala við
flokksmenn um allt land, kynna mig
og mín sjónarmið,“ segir Ágúst
Ólafur.
– Það er fullyrt að greidd hafi
verið landsfundargjöld fyrir ýmist
270 eða 286 ungliða í einu lagi, leyst
út kjörgögn og þau notuð óháð því
hvort viðkomandi hafi setið fundinn
eða ekki?
„Nokkur aðildarfélög greiddu
gjöldin fyrir sína fulltrúa, og það
gerðu Ungir jafnaðarmenn einnig.
Það er ekkert óeðlilegt við að aðild-
arfélög greiði fyrir og styrki sína
fulltrúa til að mæta á landsfund,
það hefur verið gert á fyrri lands-
fundum. Mér vitanlega voru ekki
leyst út gögn fyrir fólk, kosið mörg-
um sinnum eða eitthvað óeðlilegt
hvað það varðar. Kjörstjórn hefur
staðfest það.“
– En Ingvar Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, staðfesti í
samtali við Blaðið síðastliðinn
mánudag að einhver brögð hafi ver-
ið að því að fólk hafi reynt að kjósa
fyrir aðra?
„Hann hefur þvert á móti ítrekað
í fjölmiðlum að kosningin hafi verið
eðlileg og hefur sagt að fólk hafi
ekki komist upp með að kjósa fyrir
aðra hafi einhverjir reynt það. Það
er fráleitt að halda því fram að ég
eða einhverjir á mínum vegum hafi
reynt það. Ég vísa því algjörlega á
bug,“ segir Ágúst Ólafur.
Umræða á villigötum
– Í varaformannskosningunum
voru 893 á kjörskrá og 839 kusu.
Það var langmesta þátttaka í einni
kosningu á landsfundinum. Í kosn-
ingu um ritara flokksins eru 894 á
kjörskrá og 507 greiða atkvæði.
Færri greiddu atkvæði í öðrum
kosningum. Er þetta eðlilegt?
„Þetta sýnir að þátttakan minnk-
aði eftir því sem leið á helgina.
Varaformannskjörið kom beint í
kjölfar tilkynningar um nýjan for-
mann Samfylkingarinnar. Húsið
var troðfullt, enda gríðarlegur
áhugi og spenna um hver myndi
verða nýr formaður. Það var einnig
talsverð spenna í varaformanns-
kjörinu og fólk hafði áhuga á því.
Fólk hefur bent mér á að eftir vara-
formannskjörið, sem var klukkan
eitt eftir hádegi á laugardag, hafi
margir farið í mat og aðrir að horfa
á úrslitaleik í fótbolta sem var
klukkan tvö. Það eru því eðlilegar
skýringar á þessum mun. Þátttak-
an var mest í fyrstu kosningunni og
minnst í þeirri síðustu.“
– Í varaformannskosningunni var
94% þátttaka, en það hefur verið
vefengt að svo margir hafi verið á
staðnum?
„Þetta sýnir vel á hvers konar
villigötum umræðan er og hvað
gagnrýnendur eru sjálfum sér
ósamkvæmir. Fyrst er því haldið
fram að heilu bílfarmarnir af
krökkum hefðu verið þarna á mín-
um vegum. Næst er því svo haldið
fram að engir ungliðar hafi verið á
staðnum og að einhverjir hafi kosið
fyrir þá!“ segir Ágúst Ólafur.
– Hvers konar vegarnesti er það
fyrir þig, sem nýjan varaformann
Samfylkingarinnar, að fá gagnrýni
sem þessa úr þínum eigin röðum?
„Auðvitað er ömurlegt að sitja
undir þessu, sérstaklega vegna
þess að þetta á sér ekki nokkra stoð
í raunveruleikanum. En ég vona að
nú geti flokksmenn sameinað
krafta sína, Samfylkingunni til
heilla.“
Aðspurður segist Ágúst Ólafur
ekki sjá ástæðu til að skipa nefnd til
að skoða eða láta fara fram rann-
sókn á þessum ásökunum og fram-
kvæmd kosninganna. Hann vísar í
yfirlýsingu kjörstjórnar landsfund-
arins um að framkvæmdin hafi ver-
ið eðlileg. En er kjörstjórn í að-
stöðu til að gefa yfirlýsingar um
gagnrýni á framkvæmd kosninga
undir hennar eigin stjórn?
„Það er kjörstjórnar að úrskurða
um lögmæti kosninga og fara yfir
framkvæmdina. Það er tilgangur
hennar. Hún hefur gert það og hef-
ur komist að þeirri niðurstöðu að
kosningin hafi verið lögmæt, eðlileg
og í samræmi við reglur flokksins.“
Ágúst Ólafur kveðst aðspurður
ekki ætla að grípa til neinna sér-
stakra aðgerða vegna þessa máls.
Hann segist ekki hafa gert neitt til
að rýra traust fólks á sér. „Það er
erfitt að sitja undir þessu því þetta
eru ekkert nema gróusögur og
dylgjur og fáránlegar ásakanir. Ég
hef ekkert gert af mér.“
– En kanntu skýringu á því hvers
vegna gróusögurnar og dylgjurnar
komust á kreik?
„Ég veit ekki hvaða hvatir eru
þarna að baki. Það er mér óskilj-
anlegt.“
Kosningarnar voru löglegar
Ágúst Ólafur segist aðspurður
ekki vilja trúa að gagnrýnin sé angi
af fylkingamyndun vegna for-
mannskjörsins, eða sé runnin und-
an rifjum mótframbjóðenda og seg-
ir að það þjóni a.m.k. engum
tilgangi að velta því fyrir sér.
„Mér finnst fyrir mestu að fram
sé komin staðfesting af hálfu kjör-
stjórnar um að kosningar á lands-
fundinum hafi verið löglegar, eðli-
legar og með hefðbundnum hætti.
Ég hef greint frá mínum sjónarmið-
um, sem eru staðfest af þar til bær-
um aðilum, kjörstjórn, fram-
kvæmdastjóra, formanni
framkvæmdastjórnar og formanni
flokksins. Núna þurfum við öll að
snúa bökum saman og vinna að því
sameiginlega markmiði okkar að
koma Samfylkingunni í ríkis-
stjórn.“
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, svarar gagnrýni á varaformannskjör
Rakalausar
dylgjur og fárán-
legar ásakanir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá kjörstjórn landsfundar
Samfylkingarinnar:
„Kjörstjórn landsfundar Sam-
fylkingarinnar áréttar, að gefnu
tilefni, að kosningar í öll embætti
á landsfundi Samfylkingarinnar
dagana 20.–22. maí síðastliðinn
voru lögmætar og í samræmi við
reglur flokksins. Framkvæmd
kosninganna var með eðlilegum
og hefðbundnum hætti á lands-
fundinum.
Á kjörfundinum höfðu einungis
kosningarétt landsfundarfulltrúar,
sem tilnefndir voru af aðildar-
félögum Samfylkingarinnar um
land allt. Framkvæmdastjóri Sam-
fylkingarinnar hefur einnig stað-
fest að afhending kjörgagna og
kosningaeftirlit við kjör í emb-
ættin hafi verið með eðlilegum
hætti á landsfundinum.“
Gísli Ó. Valdimarsson, form.
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Guðmundur Haraldsson.
Yfirlýsing frá
kjörstjórn landsfundar
Morgunblaðið/Golli
„Ég hef ekkert gert af mér,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður
og varaformaður Samfylkingarinnar, um ásakanir á hendur honum.
LETTNESKI togarinn Gídeon
sem sökk á Flæmingjagrunni í
fyrradag er í eigu Bergvins Hrann-
ars Jónssonar útgerðarstjóra
ásamt fleirum og telur hann að
eigendur séu tryggðir fyrir skað-
anum.
Fimmtán manna áhöfn var um
borð, þar af þrír Íslendingar, og
voru þeir teknir um borð í rækju-
frystitogarann Pétur Jónsson RE
og síðan fluttir til Nýfundnalands
með kanadíska eftirlitsskipinu Jean
Charcot.
„Á þessu stigi er alveg óráðið
hvar sjópróf fara fram. Ég var bú-
inn að fá stóran karfakvóta frá
Evrópusambandinu (ESB), 2.500
tonna byrjunarkvóta. Það átti að
vera verkefni skipsins út árið að ná
honum en það var í sinni fyrstu
veiðiferð,“ sagði Bergvin.
Hann sagði að eldur hefði komið
upp í vélarrúmi skipsins en vissi
ekki nánar af völdum hvers eða
hvar í rúminu hefði kviknað. „Þeir
gerðu sitt besta til að slökkva hann
með því að loka vélarrúminu og
setja halogen slökkvikerfi í gang.
Einhverjum tímum seinna taka
þeir eftir því að mikill sjór er kom-
inn í vélarrúmið og áttu ekki um
annað að velja en yfirgefa skipið.“
Sigldi skipið frá Hafnarfirði 10.
maí eftir að hafa legið þar við land-
festar í tvo mánuði. Áður hafði
skipið legið við hafnfirskar bryggj-
ur vel á annað ár. Hét þá Olga og
var í eigu og gert út af félaginu
Eystrasalti ehf. uns það var selt á
uppboði fyrir hafnargjöldum í nóv-
ember 2003.
Útgerðarstjóri togarans sem sökk á Flæmingjagrunni í fyrradag telur tryggingar í lagi
Ljósmynd/Eyjólfur Bjarnason
Gídeon sést fyrir miðri mynd úr Pétri Jónssyni RE. Stóra skipið er skemmtiferðaskipið Queen Mary Elisabeth.
Óráðið hvar sjó-
próf fara fram