Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Vísindamenn heims hafa sífelltauknar áhyggjur af hugsan-legum heimsfaraldri fugla-flensunnar. Benda þeir á að lyfjaiðnaðurinn sé illa undirbúinn undir það að framleiða bóluefni í nægu magni, auk þess sem þróun og framleiðsla þess tæki um hálft ár, sem er tími er reynst gæti dýrkeyptur sé um mjög skæðan far- aldur að ræða. Kalla sérfræðingar eftir markvissari aðgerðum um heimsbyggð alla til að takast á við ógnina sem steðjar að. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nat- ure, sem út kom í gær, en stór hluti þess er tileinkaður umræðunni um fugla- flensu. Næg framleiðsla bóluefnis lykilatriði í huga fræðimanna Michael T. Osterholm, hjá Rannsókn- armiðstöð smitsjúkdóma við Minnesota- háskóla, kallar eftir alhliða aðgerðum. Segir hann nýlegar samþykktir WHO um hertar öryggisreglur nýtast vel heilbrigð- isyfirvöldum sem ábyrgð bera á varnað- araðgerðum, en hins vegar hvorki nýtast almenningi eða á alþjóðavísu. Einnig tel- ur hann samþykktina hvorki nægilega skýra né nákvæma. Segir hann nánast gengið út frá þ ar þegar á þur ekki sé tekið spurningum u forgang að ta is. Að mati Ost bóluefnis algj Kalla eftir alh gerðum gegn fu Fuglaflensan hefur m.a. komið upp í Víetnam og var þá ra Í nýjasta hefti vísinda- tímaritsins Nature beina fræðimenn sjónum sínum að fuglaflensunni. Benda menn á þau geigvænlegu áhrif sem hugsanlegur faraldur gæti haft á efnahagskerfi heims og lýsa áhyggjum sín- um af grandvaraleysi stjórn- valda. Silja Björk Huldu- dóttir kynnti sér efni ritsins. Þetta eru allt akademískaræfingar, því það veitenginn hvernig næstiheimsfaraldur mun líta út,“ segir Haraldur Briem sótt- varnarlæknir, spurður um gagn- rýni vísindamanna sem birtist í Nature þess efnis að spár WHO séu stórlega vanáætlaðar, en í ný- legri spá WHO er áætlað að allt að 30 milljónir manns í heiminum muni sýkjast af fuglaflensu og allt að 7,5 milljónir manna gætu dáið af völdum veirunnar. Segir Haraldur að ætlun WHO hafi verið að draga upp mynd af heimsfaraldri í hefðbundnum stíl og af þeirri stærðargráðu sem varð t.d. árið 1957 eða 1968 og að töl- urnar hafi átt að sýna það sem bú- ast mætti við í besta falli. Bendir Haraldur á að afar erfitt sé að spá nokkuð um málið og því geta í sjálfu sér allir haft rétt fyrir sér. „Auðvitað hefði WHO getað búið til módel sem sýndi verstu hugs- anlega útkomu og þá yrði myndin allt öðruvísi. Þá værum við ekki að tala um einhverjar milljónir manna heldur hundruð milljóna sem deyja.“ Bóluefni kemur að litlu gagni stökkbreytist veiran Meðal þess sem vísindamenn gagnrýna í greinum sínum í Nat- ure er að vestrænar þjóðir séu of grandvaralausar og leggi t.d. ekki nægilegt fjármagn í rannsóknir og þróun bóluefnis. Aðspurður vísar Haraldur þeirri gagnrýni á bug. „Mér finnst ekki rétt að halda því fram að menn séu sofandi á verðinum. Ég verð að segja að það er mikið lagt í þennan málaflokk og mikið um hann hugsað,“ segir Har- aldur og bendir á að þjóðir heims séu allar að búa sér til viðbúnaðar- áætlanir. „Ég held að menn verði að gera sér grein fyrir að þegar og ef heimsfaraldur breiðist út þá mun það hafa mikil áhrif, en við er- um að reyna að milda þau áhrif eins og hægt er. “ Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum að undan- förnu segjast Kín- verjar hafa þróað öruggt bóluefni sem nota megi bæði á skepnur og menn. Haraldur bendir á að þó það væri framleitt í miklu magni þá væri lítið sem ekk- ert gagn að því ef fuglaflensuveiran stökkbreytist. „WHO mælir ekki með því að menn séu að búa til einhverjar miklar birgðir af bóluefni núna því það er allt eins víst að næsti heimsfarald- ur verði með það breyttri veiru að þetta bóluefni myndi ekki virka. Þannig að við stöndum alltaf frammi fyrir því að við verðum ávallt að vita nákvæmlega hvaða veira það er sem veldur heimsfar- aldrinum áður en framleiðsla bólu- efnis getur hafist og síðan er það bara spurning um iðnaðarafköst,“ segir Haraldur og bendir á að ljóst sé að framleiðslugetan sjálf er ákveðinn flöskuháls í þessu sam- hengi. Faraldrar ganga oft í bylgjum Spurður hvernig bæta megi framleiðsluskilyrðin og auka af- köstin segir Haraldur lyfjaiðnað- inn hafa bent á að hann yrði miklu betur í stakk búinn til að auka framleiðslugetu sína ef þ heims myndu bólusetja meira heimsfaraldratíma. „Hin leið að stjórnvöld taki sig sama byggi framleiðsluaðstöðu þa að öll aðstaða vær ir hendi þegar á þ að halda,“ segir aldur og ítrekar auðvitað snúist m ávallt um kostnað slík framleiðsluað og aukin framlei geta kosti mikla inga. Meðal þess sem er á í Nature er a að hálft ár mynd þar til bóluefni tilbúið frá því að aldur brytist út o sá tími gæti reyns of dýrkeyptur. Sp ur um þennan p segir Haraldur hugsanlegt að aldurinn gæti valdið miklum s á aðeins einu ári. „Hins vega um við líka af eldri faröldru þeir ganga oft í bylgjum. Þa var það t.d. 1918 þegar spá veikin gekk yfir. Fyrsta b hennar sem gekk yfir heimsby ina var mjög væg en næsta by sem kom hálfu ári síðar, var skæð inflúensa,“ segir Harald bendir á að í þessu tilviki hefði inn á milli nægt til að þróa og k á framfæri bóluefni sem ver hefði getað fólk gagnvart hæ legu afbrigði veikinnar. „E sæjum í dag nýjan faraldur vægur væri, sem færi að bre um heiminn þá myndu menn að búa til bóluefni gegn hon segir Haraldur og bendir á að sé um að hægt sé að stytta f leiðsluferli bóluefnis niður í a tvo til þrjá mánuði. Framleiðslugeta á bólu efni er flöskuhálsinn Haraldur Briem BREYTT VIÐHORF Núverandi ríkisstjórnarflokk-ar hafa starfað saman í einnáratug og þegar kemur að kosningum vorið 2007 hefur sam- starf þeirra staðið í þrjú kjörtímabil eða 12 ár. Eitt fordæmi er um slíkt í stjórnmálasögu 20. aldarinnar en það var samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Viðreisn frá 1959 til 1971. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú átt aðild að ríkisstjórn í 14 ár og við lok kjörtímabilsins hefur flokkurinn setið samfleytt í ríkisstjórn í 16 ár. Það er afrek í sjálfu sér. Hins vegar fer ekki á milli mála, að ákveðinnar þreytu gætir meðal almennings vegna langvarandi stjórnarsamstarfs og stjórnarsetu sömu flokka. Það er eðlilegt og ekki við öðru að búast. Staða Framsóknarflokksins er sýnu erfiðari en Sjálfstæðisflokks. Raunar er ljóst að Framsóknar- flokkurinn er í kreppu, sem ekki blasir beinlínis við hvernig hann á að ráða við. Að óbreyttu eru hins vegar meiri líkur en minni á því, að bæði sveitarstjórnarkosningar og þingkosningar verði erfiðar fyrir Framsóknarflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ótrúlega vel stöðu sinni í skoðana- könnunum en þarf þó að gæta vel að sér. Það er umhugsunarefni fyrir báða stjórnarflokkana, hvort þeir eigi að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að styrkja stöðu sína fyrir þau kosningaár, sem í hönd fara. Sum- arið 1970 voru töluverðar umræður um það, hvort Viðreisnarstjórnin ætti að efna til þingkosninga þá um haustið. Sjálfstæðisflokkurinn vildi það en Alþýðuflokkurinn ekki. En þá voru aðrar aðstæður. Nú eru engin sérstök rök fyrir því að flýta þingkosningum. Hins vegar geta verið rök fyrir því, að stjórn- arflokkarnir stokki upp spilin í rík- isstjórnarsamstarfinu, skipti ráðu- neytum á milli sín upp á nýtt og sýni ný andlit í ríkisstjórn með haustinu. Slík breyting mundi skipta máli fyr- ir flokka, sem hafa starfað saman svona lengi og átt svo lengi aðild að ríkisstjórn. Róttæk breyting á verkefnaskiptingu og ráðherraskip- an gæti skipt sköpum fyrir flokkana báða í þingkosningum 2007. Eðlilegt væri að framkvæma slíka breytingu í haust, þannig að nýir ráðherrar og ráðherrar í nýjum stöðum hefðu tækifæri til að láta að sér kveða á seinni hluta kjörtíma- bils. Samfylkingin stefnir að því leynt og ljóst að ná völdum í landinu í næstu þingkosningum. Flokkurinn stefnir líka að því að mynda hreina vinstri stjórn með aðild sinni og Vinstri grænna. Breytingar eru oft af hinu góða í lýðræðisþjóðfélögum en auðvitað skiptir það máli, hvernig þær verða og hverjar þær eru. Ríkisstjórnarflokkarnir geta haft mikið um það að segja hvaða breyt- ingar verða í þingkosningum 2007. Það byggist hins vegar á því hvern- ig þeir bregðast við breyttum við- horfum í stjórnmálum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þýðir landsfundur Samfylkingar og nið- urstaða hans að vígstaðan á vett- vangi stjórnmálanna hefur breytzt. BARÁTTAN UM MIÐJUNA Baráttan í næstu þingkosning-um mun snúast um fylgi kjós- enda á miðju stjórnmálanna. Stærð Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf byggzt á því, að flokkurinn hefur spannað hið pólitíska litróf frá hægri og langt inn á miðjuna. Á síðustu tveimur áratugum hef- ur það komizt í tízku innan Sjálf- stæðisflokksins að tala um miðju- fylgið sem miðjumoð. Það er mikill misskilningur að tala á þann veg. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fylgi „miðjumoðsins“ að halda til þess að halda stöðu sinni sem stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar og þess vegna verður flokkurinn að leggja vaxandi áherzlu á að ná til fylgis á miðjunni. Það gerir hann bezt með því að leggja aukna áherzlu á umfjöllun um mennta- mál, heilbrigðismál og velferðar- mál. Á meðan vinstri flokkarnir gengu klofnir til leiks höfðu þeir takmarkaða möguleika á að ná til miðjufylgis. Þeir ganga að vísu enn klofnir til leiks en hafa engu að síð- ur endurraðað fylkingum sínum þannig að fleiri þeirra en áður hafa skipað sér saman í einn hóp undir merkjum Samfylkingarinnar. Þetta auðveldar Samfylkingunni að ná til fylgis á miðjunni. Þess vegna er Samfylkingin orðin harð- ur keppinautur Sjálfstæðisflokks- ins um miðjufylgið. Úrslit næstu þingkosninga munu byggjast á því, hver úrslitin verða í baráttu þessara tveggja stóru flokka um miðjufylgið. Til þess að styrkja stöðu sína í þeirri baráttu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að breyta vissum áherzlum í málflutn- ingi sínum. Flokkurinn mun ekki sækja fylgisaukningu til hægri þótt hann verði vissulega að gæta þess að ekki kvarnist úr hægri armi hans. Hins vegar hefur sá gífurlegi árangur, sem náðst hefur undir forystu Sjálfstæðisflokksins á síð- ustu 14 árum í að auka frelsi í við- skiptum og atvinnulífi og bæta kjör almennings í landinu, orðið til þess að þeir sem hallast á hægri sveif í stjórnmálum eru býsna ánægðir með þjóðfélagsgerðina eins og hún er nú. Þeir munu því ekki amast við því að flokkurinn taki upp nýjar áherzlur í málflutningi sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.