Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 31 MENNING Flísar - úti og inni - Varanleg lausn Verðdæmi: 30 x 30 kr. 1.150,- m2 Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. „MARKMIÐIÐ með verkinu er að deila upplifun listamannsins með áhorfendum. Fá fólk með upp á svið þar sem það fær snertinguna, lykt- ina, andardráttinn og nándina beint í æð,“ segir William Petit dansari, danshöfundur og listrænn stjórn- andi franska dansflokksins Rialto Nomad Fabrik. Dansflokkurinn mun sýna verkið East Land/ Nomad Cabaret á Nasa í kvöld sem hluta af Evrópuverkefn- inu Trans Danse og Listahátíð í Reykjavík. William Petit byrjaði að semja verkið er hann bjó í Ungverjalandi árið 2000. Þar kynntist hann bæði sígauna- og nútímatónlistarmönnum sem spiluðu fyrir hann tónlist sem hann hafði ekki heyrt áður. Á þess- um tíma hafði hann einnig fengið mikinn áhuga á kabarettforminu og hvernig það gerir listamönnunum kleift að ná betur til áhorfenda. Verkið varð ekki til á stuttum tíma heldur varði William næsta ári í uppbyggingu þess og segir hann að nú fimm árum síðar sé verkið í raun enn að þróast. Gagnvirk samskipti Undirstöðuatriði East Land/ Nomad Cabaret eru gagnvirk sam- skipti milli listamanns og áhorf- enda. William lýsir verkinu sem dans- brotum sem eru útfærð eftir því húsnæði sem sýningin fer fram í hverju sinni ásamt því að dansarar og leikarar spinni svolítið í kringum viðbrögð og þátttöku áhorfenda. Hann vill helst koma á áfangastað nokkrum dögum fyrir sýningu bæði til að skoða sýningarstaðinn og til að fá tilfinningu fyrir heimamönn- um. William líkir sýningarferlinu við sígaunahópa sem ferðist milli staða, setji upp búðir sínar og haldi helj- arinnar sirkus. Þar hittist ókunnugt fólk og skemmtir sér saman. „Við höfum sýnt verkið 60–70 sinnum en teljum okkur aðeins hafa haft í kringum 40 sýningar því það er aldrei eins. Ég hugsa um sýn- inguna sem stað þar sem fólk hittist og tekur þátt og ég er sáttur þegar ég finn fyrir ánægju áhorfenda. Það er hægt að halda áfram með þessa sýningu næstu þrjú til fimm ár því hún er sífellt að breytast,“ segir William. „Það er ekki vitað fyr- irfram hvernig hver sýning verður því við vitum ekki hvernig fólk bregst við. Í hverju landi eru hefðir og siðir sem tengjast samskiptum og snertingu og það er ekki hægt að segja að ein hegðun sé réttari eða betri en önnur. Fólk hefur val um þátttöku í sýningunni og við röðum stólunum þannig upp að fólk á auð- velt með að vera með eða færa sig fjær.“ Í verkinu taka þátt átta dansarar og leikarar ásamt einum ljósamanni sem er á sviðinu. Listamennirnir, sem koma frá Frakklandi, Spáni, Belgíu og Póllandi, vinna að öðrum verkefnum með þessu. Þau taka sér þó reglulega frí frá sýningum East Land/ Nomad Cabaret til hvíldar og einnig til að ná í innblástur fyrir næstu sýningar. Vonandi taka sem flestir þátt Trans Danse Europe 2003–2006 er samstarfsverkefni Íslenska dans- flokksins og sjö annarra Evr- ópuborga sem felst í að þróa og semja dansverk ásamt því að styrkja dansumhverfi í Evrópu og leiða saman danslistafólk. Næsti áfangastaður Rialto Fabr- ik Nomade dansflokksins er Festiv- al Bellone Brigittines í Brussel, Belgíu ásamt öðrum dansflokkum Trans Danse verkefnisins. Franski flokkurinn hefur verið beðinn um að setja sýninguna upp sem eins konar hátíð þar sem dans, tónlist, matur og drykkur verður í fyrirrúmi og gleðin við völd. William og hópur hans kom til landsins á mánudag og varði þriðju- deginum í að skoða næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Þau fóru hinn klassíska gullna hring og William segir að hann finni vel fyrir þeim krafti sem Ísland sendir frá sér, honum líki vel hversu fjölbreytt náttúran sé og að maður viti aldrei hvað komi næst, hvorki varðandi náttúruna né veðrið Hann er með góða tilfinningu fyr- ir sýningunni í kvöld og hlakkar til að sjá hvernig Íslendingar taka verkinu hans og vonar að sem flest- ir taki þátt. Fjögur verk til viðbótar Eins og áður segir verður franska verkið sýnt á Nasa í kvöld. Á sunnu- daginn verða síðan tvær sýningar á sviðum Borgarleikhússins, annars vegar tvö verk frá Finnlandi og hins vegar tvö verk frá Tékklandi. Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, segir öll verkin sem sýnd eru að þessu sinni vera mjög ólík. Allt listafólkið er þekkt í sínum heimalöndum og þess vegna spennandi að sjá hvað sé ver- ið að gera í dansi annars staðar í heiminum. Verkin frá Finnlandi eru Flow eftir Arja Raatikainen og Lucid Dreaming eftir Alpo Aaltokoski. Arja er þekkt fyrir mjög persónuleg dansverk og dansar oft sjálf í verk- um sínum líkt og hún gerir nú. Verk Alpos er ólíkt því sem hann hefur gert áður en það fjallar um drauma og hvernig dreymandi á mörkum svefns og vöku getur mótað innihald draumsins. Tékknesku verkin eru Night Moth eftir Petra Hauerova og Mi non Sabir eftir Karine Ponties. Verk Petru er mjög sjónrænt þar sem notast er við leisigeisla með dansinum. Í hinu verkinu dansa fjórir karlar og er það kannski for- vitnilegt fyrir Íslendinga sem eiga fáa karldansara. „Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingum gefst kostur á að sjá fimm erlend og ólík dansverk á einni helgi. Allt eru þetta vel þekkt- ir, framsæknir og spennandi höf- undar,“ segir Katrín. „Það er því mikill fengur fyrir Íslendinga að fá þessa listamenn til landsins og mik- ill áhugi hjá erlendu dönsurunum að koma hingað.“ Hægt er að kaupa passa á allar sýningarnar á 5.500 krónur. Framlag Íslands í Trans Danse er Marlene Dietrich FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Slóvenann Emil Hrvatin og hefur verkið nú þegar verið sýnt í nokkrum löndum Evrópu. Stefnt er að því að fá þau þrjú lönd verkefnisins sem eftir eru, Belgíu, Danmörku og Pólland, til landsins á Listahátíð í Reykjavík 2006. William Petit dansari, danshöfundur og listrænn stjórnandi franska Dans- flokksins Rialto Fabrik Nomade. Dans | Danshátíð á Listahátíð í Reykjavík 27. og 29. maí Stór veisla listamanna og áhorfenda á sviði Vala Ósk Bergsveinsdóttir valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Finnska verkið Lucid Dreaming eftir Alpo Aaltokoski. LOKAÐ hefur verið fyrir aðgang að Listahátíðarverki Elínar Hans- dóttur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í nokkra daga vegna lagfæringa. Verkið, sem er eins konar völund- arhús, hefur staðið opið án eftirlits frá opnun þess 14. maí og hafa börn og unglingar gert sér það að leik- svæði. Að sögn Jóns Sigurpálssonar, for- manns menningarmálanefndar Ísa- fjarðarbæjar, standa lagfæringar yf- ir og verður verkið opnað aftur um helgina. „Fyrir mistök komust krakkar inn í húsið utan sýningartíma. Þau gerðu sér þetta að leikvelli um tíma. Nú er verið að gera við verkið og bú- ið að ráða manneskju til að sitja yfir því og það er gert í samráði við Listahátíð. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta skyldi koma fyrir en nú eru bæði smiður og málari að störfum við lagfæringar og verkið verður væntanlega opnað aftur á laug- ardaginn,“ sagði Jón Sigurpálsson. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, segir að brugðist hafi verið skjótt og vel við þegar ljóst var að verkið þyrfti að- hlynningar við. „Listahátíð gerði samstarfssamninga við sveitarfélög og stofnanir um myndlistarsýningar og í þeim felst að þau bera ábyrgð á sýningunum. Verkið verður lagfært og tryggt að eftirlit verði haft með því þar til það verður tekið niður 28. júní.“ Skemmdir á listaverki á Ísafirði Verkinu lokað vegna viðgerða Ljósmynd/Þorsteinn Tómasson Ólafur Ragnar Grímsson skoðar verk Elínar Hansdóttur við opnunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.