Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.05.2005, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn IngvarÁsmundsson pípulagningamaður, eða Ninni eins og hann var oftast kall- aður, fæddist á Akranesi 5. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardag- inn 14. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ásmundur Bjarnason, fiskmats- maður frá Bæjar- stæði á Akranesi, f. 11. júlí 1903, d. 1. jan. 2000, og Halldóra Gunnars- dóttir, húsfreyja frá Kjalardal, síðar Fellsaxlarkoti, f. 29. sept. 1907, d. 1. sept. 1977. Systkini Kristins eru: 1) Margrét Valdís, f. 20. júní 1925, d. 11. mars 1994. 2) Bjarni Bergmann, f. 11. sept. 1926. 3) Hallfríður Steinunn, f. 4. feb. 1928. 4) Hafdís Lilja, f. 26. ágúst 1932. 5) Ármann Þór, f. 19. maí 1934. 6) Jenney Bára, f. 20. okt. 1936. 7) Huldar Smári, f. 31. mars 1938, d. 9. okt. 1979. 8) Ólaf- ur Bergmann, f. 11. des. 1940. Sonur Unu og fóstursonur Ninna er Jack Unnar, f. 3. ágúst 1943, maki Þórdís Þorbergsdótt- ir, f. 18. apríl 1945. Þeirra börn eru: a) Helena, f. 1962, maki Lár- us Karl, f. 1959. Þeirra börn eru: Ellen, f. 1984, Ingi, f. 1986, Dag- ur, f. 1995, og Bjarki, f. 1995. b) Eyþór, f. 1964. c) Una Björk, f. 1972, sambýlismaður Tómas, f. 1970, hennar börn eru Glódís Brá, f. 1996, og Unnur Ösp, f. 1999. Ninni ólst upp á Akranesi til þriggja ára aldurs en var þá send- ur í fóstur til móðurforeldra sinna sem bjuggu að Fellsaxlar- koti. Þar var hann uns hann fór í barnaskólann á Akranesi. Strax á unglingsárum fór Ninni að stunda sjóinn eins og algengt var á þeim tíma. Seinna fór Ninni að vinna á Keflavíkurflugvelli. Árið 1957 fór hann á samning í pípulögnum hjá Guðmundi Finnbogasyni og vann við þá iðngrein til starfsloka. Ninni og Una hófu búskap í Mjóuhlíð 12 í Reykjavík. Árið 1958 eignuðust þau íbúð á Hlíð- arvegi 52 í Kópavogi og bjuggu þar í níu ár uns þau reistu sér ein- býlishús í Heiðarbæ 7 í Árbæj- arhverfi þar sem þau bjuggu eftir það. Útför Ninna verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hinn 21. maí 1956 kvæntist Ninni Unu Magnúsdóttur hús- freyju og saumakonu frá Stóra-Rimakoti í Djúpárhreppi í Rang- árvallasýslu, f. 23. okt. 1917, d. 3. feb. 2005. Foreldrar hennar voru Anna Pétursdótt- ir húsfreyja, f. 27. júlí 1892, d. 25. sept. 1975, frá Stóra-Rimakoti, og Magnús Stefánsson bóndi, f. 15. maí 1892, d. 18. maí 1974, frá Borg í Djúpárhreppi. Börn Ninna eru: 1) Þórdís, f. 19. nóv. 1956, maki Björn Björnsson, f. 8. jan. 1957. Þeirra börn eru a) Kristín Elfa, f. 1975, sambýlismað- ur Oddur, f. 1975. Hennar dóttir er Una Dís, f. 2000. b) Björn Björns- son, f. 1980. 2) Magnús Smári, f. 24. júní 1959, maki Ósk Jónsdóttir, f. 16. mars 1959. Þeirra börn eru: a) Elmar, f. 1984, unnusta Linda, f. 1986. b) Ernir, f. 1993. c) Salka Arney, f. 1997. d) Kolka Máney, f. 1997. Fyrir átti Magnús Hinrik Inga, f. 1979. Ég kveð þig með þakklæti, elsku pabbi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð geymi þig. Þín dóttir. Þórdís. Elsku Ninni afi. Þá er víst komið að kveðjustund, það er aldrei auð- velt að þurfa að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Það eru að- eins þrír mánuðir síðan við þurftum öll að kveðja Unu ömmu og nú þig, elsku afi minn. En sem betur fer á ég margar og góðar minningar um þig og get alltaf yljað mér við þær. Ég byrjaði nú ævi mína á að búa hjá ykkur ömmu með mömmu og pabba fyrstu mánuðina og ekki var ég nú há í loftinu þegar ég fór að flækjast með ykkur í ferðalögin og alla veiðitúrana. Þið amma voruð nú ekki svo ódugleg við að ferðast um landið og varla máttir þú sjá lækjar- sprænu án þess að þurfa aðeins að prófa að dýfa stönginni í hana. Ég man eftir mörgum veiðitúrum sem mér fannst afi minn vera besti veiði- maður í heimi og koma heim með al- veg hundrað milljón fiska. Við dútl- uðum margt og situr það mjög fast í minni mér þegar þú tálgaðir handa mér þennan líka fína göngustaf og kenndir mér svo hvernig ég átti að tálga sjálf. Á sumrin þegar þið voruð heima þá var nú aldeilis tekið til hendinni í garðinum og ekki þurftu þrestirnir eða aðrir smáfuglar sem settust að í garðinum þínum að örvænta, nei þeir voru allir feitir og pattaralegir af ný- bökuðu jólakökunum hennar ömmu. Eftir að amma fór hrakaði heilsu þinni mjög hratt en ég var samt ekki undir það búin að hún amma kæmi svona fljótt að sækja þig. En nú ertu örugglega, elsku afi minn, á betri stað þar sem þið amma getið ferðast saman enn á ný á vit ævintýra. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem ég lærði af þér og stundirnar sem ég fékk með þér. Guð geymi þig. Þín Kristín Elfa. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum tengdaföður míns Krist- ins Ingvars Ásmundssonar eða Ninna eins og hann var alltaf kall- aður. Aðeins eru rúmir þrír mánuðir síðan eiginkona hans Una Magnús- dóttir lést. Verð ég að segja að það venst seint að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Ninni fæddist á Akranesi 5. apríl 1929. Hann ólst mikið til upp hjá móðurforeldrum sínum. Ninni fór ungur til sjós. Vann síð- an á Keflavíkurflugvelli uns hann fór á samning í pípulögnum og starfaði eingöngu við þær eftir það. Ninni var mjög vandvirkur og ná- kvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, allt í röð og reglu og allt sem hann gerði gerði hann vel. Enda var hann mjög eftirsóttur í sínu fagi. Ninni og Una komu sér upp fal- legu heimili í Heiðarbæ 7. Þar var garðrækt honum mjög hjartfólgin og voru ófáar stundirnar sem hann eyddi úti í garði þar sem hann nostr- aði við að klippa og snyrta og lagði mikið upp úr því að allt væri jafnt og slétt. Ninni hafði líka sérstakt dálæti á að ferðast og renna fyrir fisk, enda voru hann og Una næstum í útlegð allt sumarið þar sem þau fóru á ferðabílnum jafnt innanlands sem er- lendis. Var það honum þungbært síð- ustu árin er heilsunni hrakaði að geta ekki sinnt sínum hugðarefnum. Nú eigum við bara minninguna eftir um þessi heiðurshjón Ninna og Unu. Þeirra er sárt saknað. En minningin lifir. Ósk Jónsdóttir. Það voru rétt liðnir þrír mánuðir frá því að ég kvaddi Kristin frænda í erfisdrykkju Unu konu hans þegar ég fékk fréttirnar af andláti hans. Það var stutt á milli þeirra. Þannig var það líka meðan þau áttu samleið meðal okkar. Og ekki var það síst á ferðalögum eða í veiðiferðum. Þar fóru þau saman og leiðin lá víða. Kristinn bjó bílakost sinn gjarnan þannig að hann hentaði til ferðalaga um landið og staðirnir sem voru heimsóttir voru ekki alltaf í alfara- leið. Ég minnist þess að oftar en einu sinni bar það við þegar ég sem stráklingur fylgdi föður mínum í hestaferðum að óvænt rákumst við á Unu og Ninna. Þau höfðu þá gjarnan lagt bíl sínum við vatn og þar var verið að veiða. Þá var strákurinn drifinn inn í tjald eða bíl og boðið upp á heitt kakó og kökur. Slíkar stundir gleymast seint. En oftar lágu leiðir saman hjá afa og ömmu á Suðurgötu 25 á Akranesi. Kristinn var einn af níu börnum þeirra og það tilheyrði að koma við á Suðurgötunni ef leiðin lá um Vest- urland. Það var líka oft fjölmennt á Suðurgötunni og þar fengum við yngri kynslóðin að taka þátt í sam- ræðum þeirra eldri eða njóta hand- leiðslu þeirra við smíðar í kjallaran- um. Það tilheyrði líka að kíkja á kindurnar í kofanum eða fara með afa og ömmu inn á Stykki. Líkt og Ásmundur afi var Kristinn ekki há- vaðasamur þegar setið var að spjalli en það var jafnan stutt í glettnina. Þá færðist bros yfir andlitið. Með þá minningu í huga er Ninni, Kristinn Ásmundsson, kvaddur. Tryggvi Gunnarsson. KRISTINN INGVAR ÁSMUNDSSON ✝ Steingerðurfæddist á Hrafnagili í Eyja- firði 14. mars 1920. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Magnús- dóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1891, d. 13. október 1949, og Hólmgeir Þorsteins- son bóndi og fræði- maður, f. 3. desem- ber 1884, d. 27. september 1973. Systur Steingerð- ar eru Guðrún Margrét, f. 2. nóv- ember 1915, d. 29. desember 1983, Kristjana, f. 29. október 1924, og Hólmfríður, f. 3. nóvember 1926, d. 3. apríl 2003. Steingerður giftist 10. janúar 1950 Guðlaugi Jakobssyni fv. verk- mars 1972, börn þeirra eru Arna Rún, f. 7. apríl 1995, og Davíð Már, f. 19. ágúst 2003. 3) Valgerður Kristjana, f. 19. október 1952, maður hennar er Kristján Davíðs- son, f. 29. desember 1951. Börn a) Ragna, f. 14. janúar 1970, maður hennar er Stefán Gunnarsson, f. 10. júlí 1969, synir þeirra eru Steinar Logi, f. 9. september 1999, og Elmar Dagur, f. 31. ágúst 2004. b) Kristján Valur, f. 7. mars 1982, kona hans er Elín Eyjólfsdóttir, f. 23. apríl 1975, dóttir þeirra er Dagbjört Elva, f. 5. maí 2003. Steingerður fluttist þriggja ára að Grund í Eyjafirði. Fjölskyldan fluttist aftur að Hrafnagili sex ár- um síðar og bjó þar til 1938, er flutt var til Akureyrar, þar sem Steingerður bjó æ síðan. Stein- gerður stundaði nám við Kvenna- skólann á Laugalandi veturinn 1937–1938. Hún starfaði í sápu- gerðinni Sjöfn í nokkur ár. Seinna starfaði hún við kaffihitun á Bæj- arskrifstofu Akureyrar, ásamt Guðrúnu systur sinni. Útför Steingerðar fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. stjóra á Akureyri, f. 3. mars 1921. Foreldrar hans voru Jakob Jak- obsson, f. 10. október 1876, d. 17. febrúar 1949, og Þorgerður Helgadóttir, f. 12. mars 1876, d. 27. ágúst 1945. Börn Steingerðar og Guðlaugs eru: 1) Andvana drengur, f. 6. október 1950. 2) Þorgerður Jóhanna, f. 10. september 1951, maður hennar er Hall- dór Jónsson, f. 22. nóvember 1950. Börn a) Jón Torfi, f. 28. janúar 1972, kona hans er Lára Halldóra Eiríksdóttir, f. 23. apríl 1973, synir þeirra eru Hall- dór Yngvi, f. 25. apríl 1999, og Elv- ar Örn, f. 10. febrúar 2002. b) Guð- laugur Már, f. 17. apríl 1973, kona hans er Elva Sigurðardóttir, f. 9. Jæja amma mín, þar kom að því að Guði þótti þú skemmtileg. Oft hafðirðu orð á því að Guði þætti þú svo leiðinleg að Hann vildi þig ekki. Þú gast nú verið eitt og annað amma mín en leiðinleg varstu aldr- ei. Margar minningar á ég um þig. Til dæmis þegar þú varst að kenna mér að lesa Gagn og gaman og mér fannst þú andfúl, þá laumaðist þú bara inn í eldhús og fékkst þér Royal-búðing. Þú varst mikil hagleikskona og var þá sama hvort voru hannyrðir eða tréútskurður. Þú varst að von- um stolt af verkum þínum og hafðir jafnvel ákveðnar skoðanir á því hvar þeim skyldi fundinn staður, oft hefur þú spurt mig um góbelín- stykkið. Þú reyndir jafnvel að gera úr mér handavinnukonu. Ég var ekki gömul þegar ég gisti hjá þér þegar afi var að spila bridge, þá væsti ekki um mig. Heldur ekki þegar ég fór í ferðalag með ykkur í Munaðarnes og kom til baka nokkr- um kílóum þyngri, úttroðin af mat og sælgæti. Þú veittir vel, en mér þótti heldur leiðinlegt að fá hjá þér „kaldar“ kökur, líklega væri réttara að segja að þær hafi verið hálf- frosnar. Það var gaman að tala við þig. Við gátum alltaf talað hreint út og aldrei reiddistu mér, þótt ég léti móðan mása. Enda varstu sjálf hreinskilin og stundum fór ég í fýlu þegar þú gerðir athugasemdir við holdafar mitt. En svona varstu og svona verð ég líka, segir Stefán minn. Það er þá ekki leiðum að líkj- ast. Eins þykir mér óendanlega vænt um bréfin sem þú skrifaðir mér bæði á meðan ég var Au-pair í Þýskalandi og meðan ég bjó í Bour- nemouth á Bretlandi. Bréfin þín voru mjög skemmtileg og mjög ná- kvæm. Stundum skrifaðir þú mér í hneykslan hvernig sögupersónurnar í bókunum sem þú varst að lesa „blöðruðu hvert upp um annað“. Eins verða okkur mikils virði heimsóknirnar til ykkar afa í Víði- lundinn og þú hafðir nú gaman af kraftinum í langömmustrákunum, því aldrei týndir þú húmornum. Þó vitum við að þér leið ekki alltaf vel og vissulega varstu orðið þreytt amma mín og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Ég hengi góbelín- stykkið upp einhvern daginn. Ragna. Hún gat verið ströng á svipinn hún Steingerður ömmusystir mín en svo brosti hún, varð blíðleg í málrómnum og sagði: Æ, Gesi minn. Þá fann ég hvað henni þótti vænt um mig og mér þótti líka vænt um hana, enda reyndist hún mér ákaflega vel. Ég kallaði hana alltaf Innu og það var gott að eiga þau heiðurshjón að, Innu og Gulla, og dýrmætt að hafa búið undir sama þaki og þau. Nú hefur Inna fengið hvíldina eftir starfsama ævi og ég minnist hennar með þakklæti og hlýju. Hún var góð kona og sterk, ein af systr- unum fjórum sem voru hornsteinar stórfjölskyldunnar og maður tengir svo margar góðar minningar við. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir þeim öllum og tel mig lánsaman að hafa átt þessar góðu konur að. Við bræðurnir tveir bjuggum með mömmu á neðri hæðinni hjá Innu og Gulla á Munkanum í nokk- ur ár. Inna passaði okkur oft og hafði vakandi auga fyrir velferð okkar. Hún hafði alla tíð verið mömmu afar hjálpleg og þarna tók hún fjölskylduna upp á sína traustu arma. Inna var tákn gömlu, góðu siðferðisgildanna, sem ég gerði stundum dálitla uppreisn gegn. Já, maður gat verið baldinn en ég skammaðist mín eftir á ef ég hafði verið óþekkur við Innu og síðar lærði ég á ný að meta þau gildi sem hún stóð fyrir. Skömmu áður en Hólmfríður amma dó fyrir rúmum tveimur ár- um hafði hún ámálgað það við mig að ég gæti skrifað um það í minn- ingargrein hvað ég hefði verið hrif- inn af bakstrinum hennar. Það sama get ég sannarlega sagt um Innu því á henni hafði ég ómælda matarást. Kleinur, soðið brauð og gerbollur voru hennar meistara- stykki. Þá má ekki gleyma prjóna- skapnum; lopapeysur hennar voru snilldarverk. Bernskuminningar mínar úr Munkanum tengjast líka Hólmgeiri langafa, sem bjó þar hjá Innu og Gulla. Inna kallaði stundum á mig í mat því hún vissi að ég hafði gaman af því að borða spónamat með gamla manninum, sérstaklega hræring með súru slátri. Ég man daginn sem Inna kom niður og sagði: Gamli maðurinn kvaddi í nótt. Nú hefur hún sjálf kvatt. Blessuð sé minning hennar. Stefán Þór. Móðursystir okkar, Steingerður Hólmgeirsdóttir, eða Inna frænka, eins og við kölluðum hana, hefur kvatt okkur. Minningabrotin þjóta um hugann. Við munum Munka 23, hús afa og ömmu, þar sem við allar fæddumst og ólumst upp fyrstu árin. Við munum þetta stóra hús, sem var miðpunktur allrar fjölskyldunn- STEINGERÐUR HÓLMGEIRSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.