Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 40
✝ Halldóra Árna-dóttir fæddist í Þyrnum í Glerár- hverfi á Akureyri 15. febrúar 1942. Hún lést í umferðarslysi í Hörgárdal 14. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- rún Hálfdánardóttir, f. á Grænhóli í Kræk- lingahlíð í Eyjafirði 1906, d. 1980, og Sig- urður Árni Sigurðs- son, f. á Akureyri 1874, d. 1946. Al- systkini Halldóru eru Sigríður Kristín á Blönduósi, gift Júlíusi Fossdal, Anna Sigrún í Reykjavík, gift Sverri Jónatans- syni, og Regína Þorbjörg á Akur- eyri, gift Svavari Sigursteinssyni. Sammæðra eru Gunnar Skjóldal á Akureyri, kvæntur Helgu Aðal- steinsdóttur, og Ingimar Snorri Karlsson á Akureyri, kvæntur Ólöfu Kristjánsdóttur. Samfeðra eru Stefán, Anna Guðrún, Baldvin og Sigurður Árni. Halldóra giftist árið 1961 Snorra Guðmundssyni bifvéla- virkja, verkstæðisformanni Vega- gerðar ríkisins á Norðurlandi eystra, f. 1942. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinbjörnsson, f. í Skagafirði 1914, d. 2004, og Sólborg Hjálmarsdóttir, f. 1905, d. 1984. Synir Halldóru og Snorra eru fjórir: 1) Sigurður Árni, kúa- bóndi og múrari í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu, f. 1961, eiginkona hans er Kristín Linda Jóns- dóttir, kúabóndi og ritstjóri. Synir þeirra eru Ástþór Örn Árna- son búfræðingur, kona hans er Svana Ósk Rúnarsdóttir nemi, Halldór Logi Árnason og Jón Fjalar Árnason. 2) Jón Már, bifvélavirki á Akur- eyri, f. 1966, kona hans er Kolbrún Sig- urðardóttir leikskóla- leiðbeinandi. Dóttir hans er Sandra Rut verslunarmað- ur. Synir þeirra eru Garðar Már og Fannar Már. 3) Snorri, verktaki á Akureyri, f. 1970, eiginkona hans er Þóra Víkingsdóttir grunnskóla- kennari. Dóttir hennar er Marta Vignisdóttir. Börn þeirra eru Snorri Már og Halldóra. 4) Rúnar Þór, nemi á Akureyri, f. árið 1976, kona hans er Guðlaug Marín Guðnadóttir grunnskólakennari. Halldóra Árnadóttir húsmóðir starfaði um árabil á Verksmiðjun- um á Akureyri, skódeild. Hún var matráðskona hjá Vegagerð ríkisins í tæpa tvo áratugi. Síðustu ár starf- aði hún hjá Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi á Akureyri. Halldóra var virkur félagi í félagi húsbílaeig- enda, Flökkurum. Útför Halldóru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Söngurinn hennar smýgur út um gluggann til okkar sem njótum ná- lægðarinnar. Söngurinn hennar lag eftir lag ómar af litbrigðum lífsins. Björtustu tónarnir eru lífsgleðin og alltumvefjandi ástin til allra í hreiðrinu hennar. Í tónaflóðinu býr líka óeigingjarn og takmarkalaus dugnaður, styrkur, virðing og sterk réttlætiskennd. Vinafjöldin veit og fjölskyldan finnur að minningarnar hennar óma endalaust því þær eru tónar ástarinnar og gleðinnar, söng- ur hamingjunnar. Í hjörtum fjölskyldunnar í Mið- hvammi í Þingeyjarsýslu á hún sinn stað, heitt og órofið elskuð alla tíð, móðir, tengdamóðir og amma. Hjört- un eru hrærð af harmi og þakklæti. Við gleðjumst yfir því að okkur hafi öðlast að vita hvað við áttum áður en við misstum. Árin okkar öll, dagar og stundir með Dóru hafa ekki horfið, þau eru. Veganestið er ríkulegt og endist allar ævir á enda. Nokkur minni leita á hugann. Hópurinn hennar kominn í kringlu- kaffið alla föstudaga í lok vinnuvik- unnar, hópurinn hennar aftur mætt- ur í skyr og smurt brauð með eggi og hangikjöti í hádeginu á laugardög- um. Enginn lét sig vanta í Kvistó 15. febrúar því allir vissu að Dóra hafði sett á botna, bakað kornflexmarens og auðvitað yrði heitt á könnunni. Hún þekkti matarsmekk, matarlyst, litasmekk og fatasmekk allra í fjöl- skyldunni, vissi hvað við átti og kunni þá list að gefa réttu gjöfina og bjóða réttu kræsingarnar hverju sinni. Hún var líflegur gleðigjafi með flotta söngrödd, naut þess að taka lagið, við eldhúsvaskinn, og átti viku- lega stefnumót við Elvis Presley, þegar þau sungu sig í gegnum fimmtudagshreingerninguna sem ávallt var hluti af vikuplani hennar. Svo tók hún lagið með börnum og barnabörnum í öllum stærri og minni veislum og samkvæmum. Heimilið var hennar aðalvígi, þar ríkti röð og regla, hvergi rykkorn að sjá eða finna og allt fægt og pússað, alltaf, alla daga, allt árið. Auðvitað var hún búin að gera hvert einasta herbergi í Kvistagerði hreint núna í vor, búin að þrífa nýja og gamla hús- bílinn og búin að taka garðinn í gegn, allt með dyggri hjálp ástkærs eig- inmanns. Hún Halldóra Árnadóttir hefði ekki farið frá óþrifnu heimili. Hún var líka heimskona, flakkari og partípía. Þau hjónin flökkuðu á húsbílnum Krúttinu þvers og kruss um landið okkar og um Norðurlönd- in. Í þessum ferðum var hverrar stundar notið til hins ýtrasta. Svo var það Stóra ferðin með Flökkurunum, það þurfti ekki að spyrja Dóru hvað hún ætlaði að gera í sumarfríinu, bara hvenær Stóra ferðin væri og hvert yrði farið, auðvitað færi hún, skárra væri það nú. Þau hjónin fóru einnig margar sæluferðir með fjöl- skyldu og vinum í suðræna sól. Að- eins toppurinn á ísjaka minninganna fær að tylla tánum á blaðið í dag. Nú vakir Dóra hverja stund og svífur með anda Guðs inn um gluggana okkar allra. Hún er með okkur enn og finnur sínar leiðir til að færa okkur hlýja kossa, glaðlegan hlátur, notalega stemmningu, hlaðin veisluborð og skemmtiferðir. Hve- nær sem við hlúum hvert að öðru, setjum fjölskylduna í fyrsta sæti, njótum lífsins, við eldhúsborðið, á gönguferð, á flakki um landið okkar Ísland eða heimshornanna á milli er hún sæl í sinni. Söngurinn hennar Halldóru Árna- dóttur ómar ætíð í hjörtum okkar, hann er og verður, tónarnir smjúga inn um gluggann okkar í sálina inn. Fjölskyldan í Miðhvammi nýtur ná- lægðarinnar, Dóra er hluti af gleði guðs og hún er með okkur allar stundir. Fjölskyldan Miðhvammi í Þingeyjarsýslu. Kveðja til mömmu. „Ég bið að heilsa englunum mín- um“ voru síðustu orðin sem þú sagðir við mig um einni klukkustund áður en þú lést í hörmulegu slysi 14. maí sl. Ekki grunaði mig að þú værir að kveðja mig hinsta sinni. En nú situr þú væntanlega og syngur ættjarðar- lög með henni Önnu vinkonu þinni sem var þér alltaf svo kær. Uppvaxtarárin eru mér minnis- stæð í Kvistagerðinu, þú stóðst þína plikt og hugsaðir vel um okkur strák- ana. Það var sama hvaðan ég var að koma, úr skólanum eða frá félögun- um, alltaf varstu heima og tókst á móti mér opnum örmum með brosi á vör. Heimilið var spegill sálarinnar sem bar vott um samviskusemi og snyrtimennsku. Varla leið sá fimmtudagur að ekki var sett plata á fóninn, ryksugan tekin fram og þrifið í takt við tónana. Þannig man ég þig alveg fram á þennan dag. Þú varst alla tíð mikil gleðinnar kona og naust þess að lifa lífinu, hvort sem var í faðmi fjölskyldunnar, heimshornaf- lakkara eða annarra félaga, og þá heyrðist nú í þér, kæra mamma. Söngurinn átti hug þinn og hjarta. Nú í seinni tíð þegar við bræðurnir létum í okkur heyra, varst þú svo stolt og trúðir því svo sannarlega að allir fallegu tónarnir væru komnir frá þér – ekki ólíklegt það. Árin liðu og ég fór að vinna í mal- araflokk VR, auðvitað sótti ég þang- að því maturinn hjá ráðskonunni var sérlega góður. Ráðskonan var nátt- úrulega engin önnur en þú, mamma mín, og á þessum tíma þreifst maður vel í vinnunni. Þetta voru góð ár sem renna seint úr minni. Senn fór barna- börnunum að fjölga og fann ég það sterkt hversu mikils virði þau voru þér, þú sinntir þeim ekki síður en okkur bræðrunum alla tíð. Ömmu- hlutverkinu skilaðir þú svo sannar- lega vel og þín verður sárt saknað í barnahópnum mínum. Þú getur treyst því, mamma, að ég mun verða duglegur að minna börnin mín á þig og segja þeim sögur af þér. Sögur sem munu væntanlega vekja upp gleðilegar minningar um ljúfar stundir. Þið pabbi fóruð fjöldann allan af ferðum í húsbílnum, hvort sem var innan lands eða utan. Þetta var eitt af því fáa sem þið veittuð ykkur og höfðuð þið unun af því að ferðast með Flökkurunum. Tilhlökkunin til ferða sumarsins var enn meiri en áður því nýi húsbíllinn rann í hlað fyrir örfá- um vikum. Nú skyldi aldeilis ferðast á drossíunni góðu. En því miður gast þú ekki notið þess að reyna nýja bíl- inn, en væntanlega verður þú nærri þegar pabbi fer í jómfrúrferðina á Krúttinu. Þú getur treyst því að við gerum allt til þess að gera honum líf- ið léttbærara á þessum erfiðu tím- um. Síðustu dagar eru búnir að vera okkur öllum þungbærir og stórt skarð er höggvið í okkar samheldnu fjölskyldu. Friðsældin sem ríkti yfir þér í kistunni fínu var ógleymanleg þegar ég söng fyrir þig eitt af þínum uppáhalds lögum, Rósina. Þetta var svo sannarlega erfitt í byrjun, en svo var eins og rödd þín styddi mig í gegnum lagið, allt til enda. Því vil ég trúa. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði í hjarta, en góð minning um þig mun leiða mig og mína um ófarn- ar slóðir. Hjartans þakkir fyrir allt, þinn sonur Snorri. Hvítasunnuhelgina var fyrir löngu búið að skipuleggja hjá okkur. Í Skagafjörðinn skyldi halda í sum- arbústað þar sem við ætluðum að njóta þess að vera saman eftir erfiða skólalotu hjá mér. Á öðrum degi voru okkur færð þau hörmungartíðindi að amma og afi í Kvistó hefðu lent í al- varlegu bílslysi í Öxnadal. Amma Dóra var dáin og afi Snorri var slas- aður á spítala. Við pökkuðum saman í skyndi og drifum okkur í mikilli geðshræringu heim til annarra ást- vina og afa sem átti um svo sárt að binda. Á einu augnabliki tók líf okkar stefnu sem okkur óraði ekki fyrir. Það var fyrir tæpum níu árum að kynni mín hófust af yndislegri tengdamóður minni, Halldóru Árna- dóttur, sem lést fyrir aldur fram hinn 14. maí sl. Okkar fyrstu fundir ein- kenndu Dóru svo sannarlega þar sem gestrisni en hæfileg hógværð var í hávegum höfð. Þegar kynni okkar urðu nánari sá ég fljótt að þessi litla kona hafði að geyma stórt og einlægt hjarta. Ég fann það fljótt að drengirnir hennar fjórir, ásamt eiginmanninum, voru henni mikil- vægastir af öllu í þessu lífi ásamt barnabörnunum sem fjölgaði með árunum og eru í dag orðin níu. Mér fannst reyndar oft á tíðum að ekkert væri nógu gott fyrir gulldrengina hennar, slík var móðurástin. Hún var sannkallað sameiningartákn fyrir fjölskylduna og það var greinilegt hversu mikilvægt það var henni að hafa alla hjá sér. Sem dæmi um það má nefna jólaboðin, aðrar veislur og svo vikulegu hefðirnar hennar. Á föstudögum bauð hún iðulega í kringlur sem við renndum stundum niður með ilmandi súkkulaði og rjóma. Í hádeginu á laugardögum komum við einnig saman í Kvistó og þá bar hún Dóra mín fram skyr að hætti hússins ásamt smurðu brauði sem klikkaði aldrei. Við munum vissulega reyna að halda í þessar hefðir en eftir sem áður verður þetta aldrei eins. Dóra var amma af guðs náð, barnabörnin dýrkuðu hana og hún þau. Hún lét nánast allt eftir þeim og þau kunnu sannarlega að snúa henni í kringum sig sem hún gerði með gleði í hjarta. Missirinn svíður svo sárt því hún var eina amman sem yngri börnin mín áttu á lífi. En hvað gerði ömmu Dóru svona sérstaka? Jú, voru það ekki öll smáatriðin sem okkur þykja oft á tíðum svo sjálfsögð en skipa jafnframt svo stóran sess í lífi okkar. Sem dæmi um það eru all- ar prjónuðu peysurnar sem amma gaf krökkunum, kúlurnar í skápnum, allar gjafirnar sem valdar voru af kostgæfni og að vel hugsuðu máli persónulega fyrir hvern og einn, knúsin og kossarnir, umhyggjan og brosin. Þessum góðu minningum mun ég vera dugleg að halda á lofti fyrir börnin mín sem eru búin að missa svo mikið. Mér þótti það alltaf miður hvað Dóra setti sjálfa sig aftarlega í for- gangsröðina, og reyndi ég að hvetja hana til þess að hugsa meira um sín- ar þarfir og langanir. En það var henni ekki efst í huga og hafði hún unun af því að þjónusta sitt fólk sem hún gerði með sanni. Reyndar fannst mér hún vera að gera hluti sem voru henni um megn, en þrátt fyrir það hélt hún áfram að reiða fram hjálp- arhönd. Það voru ófá skiptin sem hún passaði börnin fyrir okkur. Mik- ið er ég þakklát henni fyrir það. Í gegnum námið mitt sl. þrjú ár var hún mín stoð og stytta í prófunum og sótti börnin á leikskólann, dekraði við þau, kyssti þau og knúsaði. Loka- sprettur náms míns er nýafstaðinn og átti ég einmitt eftir að bjóða henni í mat og þakka henni fyrir alla að- stoðina. Þakklætið geymi ég í hjarta mínu á góðum stað. Dóra og Snorri ferðuðust á „Krúttinu“ sínu um víðan völl með húsbílafélaginu Flökkurum. Þetta lifðu þau fyrir og nutu þess að fara með hinum félögunum í margar ferð- ir á sumri hverju. Fyrir um mánuði festu þau kaup á nýjum bíl sem var búinn þeim bestu þægindum sem hugsast getur. Síðustu tvær vikurn- ar fyrir slysið höfðu þau dúllað í bíln- um úti á plani, þrifið hann, fært hluti úr þeim gamla og yfir í þann nýja og þannig gert nýja hreiðrið sitt jafn krúttlegt og hið gamla. Fara átti jómfrúarferðina 15. maí. Í þá ferð komst hún aldrei. Dóra sýndi þeim sem minna máttu sín mikla samkennd og greiddi götu þeirra með styrkjum af ýmsu tagi. Vinnan hennar með skjólstæðingun- um gaf henni einnig mikið og talaði hún oft um það hversu yndislegt samstarfsfólk hennar væri. Starfið gaf henni reyndar aðra sýn á lífið og var hún fyrir vikið afskaplega þakk- lát fyrir allt fólkið sitt. Elsku Dóra mín, tími okkar saman í þessu jarðríki er liðinn. Hann var allt of stuttur en góður þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála um alla hluti. Ég þakka þér fyrir þennan tíma og ég mun gera mitt besta til þess að halda vel utan um englana þína alla og hlúa að þeim á þann hátt sem þú helst hefðir viljað. Litlu börn- in mín sem struku þér og kysstu svo innilega á kistulagningunni trúa því að amma Marta sé hjá þér til þess að kenna þér að vera alvöru engill og vísa þér veginn hjá Guði. Hvíldu í friði elsku Dóra mín og takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Þín verður sárt saknað. Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til himinsins helgu borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljós þó að leiðin sé myrk. Mundu svo barnið mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. („Loforð Guðs til barnsins“.) Elsku Snorri minn, Snorri G. og fjölskyldan öll, Guð gefi okkur styrk á þessum erfiðu tímum til þess að standa þétt saman og styðja hvert annað í sorginni og missinum mikla. Þóra Víkingsdóttir. Það er ferðahelgi og mikil umferð, frétt um bílslys í Öxnadalnum. Uggur fer um fólk; skyldi það vera einhver kunnugur? Og staðreyndin er sár og bláköld – kær vinnufélagi og vinkona er fallin frá. Halldóra hóf störf á Iðjulundi fyrir 10 árum. Hún vann að mestu við saumaskap en einnig við að leiðbeina og önnur þau störf sem til féllu. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólk- ið margbreytilegt, margir eiga við fötlun að stríða, hver og einn hefur sína sérstöðu. Reynt er að láta getu hvers og eins njóta sín eins og best verður á kosið. Sumir þurfa mikið að spjalla, aðrir að fá tilsögn eða ráð- leggingar. Þá er gott að geta leitað til manneskju eins og hennar Dóru. Með bros á vör og jákvæðu hugarfari veitti hún leiðsögn, góð ráð og hlý- legar athugasemdir. Trúmennska Dóru í starfi var einstök og hún var góð fyrirmynd annarra hvað það varðar. Þegar vinnudegi lauk þá vissum við vinnufélagar hennar að fjölskyld- an átti hug hennar allan. Hugsun um fjölskylduna og þá sérstaklega barnabörnin og hvernig hægt væri að liðsinna þeim á sem bestan hátt var alltaf ofarlega í huga Dóru. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þessi vísa lýsir hugsunum okkar nú, vinnufélaga Dóru. Snorra og fjölskyldunni allri vott- um við samúð okkar. Samstarfsfólk á Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi. HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR 40 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bless amma mín, mér finnst leiðinlegt að þú sért ekki hjá okkur. Amma, viltu skila kveðju til ömmu Mörtu. Þinn Snorri Már. Elsku amma, þú ert best. Þú ert kúlu-amman mín. Þú ert fallegasta amma í heimi og svo ætla ég að knúsa þig. Þín Halldóra. Elsku amma, þú varst svo góð að hugsa um okkur og bjóða okkur í veislur. Ég vildi að þú værir ekki dáin því mér finnst þú svo góð og skemmtileg. Þín Marta. HINSTA KVEÐJA REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.