Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 27.05.2005, Síða 30
Bakpoki fyrir lengri ferðir. 30 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Poulan 4.75 Hö Safnpoki Sláttutraktor Poulan Pro 15,5 Hö Mótor B&S NÝ VERSLUN FELLSMÚLA Sími 5172010 Tilboð 199.000.- Tilboð 29.900.- Tilboð 34.900.- Partner 4.0 Hö með drifi Það skiptir að sjálfsögðu máli í hvað á aðnota bakpokann,“ segir Helmut Moier,sölumaður hjá Intersport. „Á að notabakpokann mikið eða lítið? Er hann ætl- aður fyrir langar göngur eða stuttar? Nú eða jafn- vel bara sem farangursgeymsla í interrail- lestarferðalagi? Ef nota á bakpokann mikið og í lengri ferðir þá getur reynst þess virði að fjár- festa í góðum grip.“ En góðir bakpokar kosta að sögn Helmuts frá 15 þúsund krónum og uppúr og segir hann verðmuninn oft liggja í saumaskap, gæðum rennilása og efnis sem aftur hafi áhrif á endinguna. Helmut segir nokkuð algengt að fyrst sé fjár- fest í dagpoka, enda verði yfirleitt styttri ferðir fyrir valinu þegar fólk byrjar að ganga. Þeir sem fái svo útivistarbakteríuna bæti síðan við sig stærri poka og meiri búnaði eftir því sem á líður. Mörgum dugi hins vegar vel dagpokinn, sem yf- irleitt er um 28–40 lítrar að stærð. „Í trússferðum, þar sem gengið er milli staða en ekið með mat og farangur milli skála, dugar til dæmis vel að hafa dagpoka. Hann rúmar hlífðar- föt – ef veður breytist á göngunni, drykkjarföng, mat og myndavélina og er því passlega stór fyrir þennan ferðamáta.“ Baklögun pokans er heldur ekki jafn veigamik- ið atriði við val smærri poka, enda þyngdin yfir- leitt minni. „Það er töluvert um að fólk spái í að pokarnir lofti vel, enda getur maður svitnað vel á röskri göngu. Mittis- og brjóstólar koma sér svo vel við að halda pokanum stöðugum.“ Valdir út frá hæð einstaklingsins Bakpokar til lengri ferða, þar sem gengið er með allan farangur í 2–3 daga eða jafnvel lengur, eru yfirleitt um 50–70 lítrar að stærð. Við kaup á slíkum poka, segir Helmut virkilega borga sig að vanda valið. „Stærð bakpokans á að velja út frá hæð ein- staklingsins. Ekki eru allir bakpokar eins og því er mikilvægt að máta sem flesta og velja svo þann sem fellur vel að baki og öxlum, því í löngum göngum skiptir verulegu máli að pokinn passi.“ Að sögn Helmuts koma sumir pokar með bak- hlið í litlum, mið- og stórum stærðum, og eins sé fjöldi bakpoka í dag hannaður þannig að hægt er að stilla bakhliðina að hæð einstaklingsins. Bak- lengdin skiptir enda lykilmáli sem og að pokinn sitji vel. Þyngd stærri bakpoka hvílir þá ekki á bakinu sjálfu heldur öxlum og mjöðmum og því er mikilvægt að pokinn henti líkamsvexti þess sem hann ber og því er ekki úr vegi að gæta þess einn- ig að mittis- og axlarólar séu vel bólstraðar. Sérstakir kvenpokar, sem miðaðir eru við lík- amsvöxt kvenna, eru þá einnig fáanlegir en bak þeirra er styttra og hönnun á ólum yfir axlir og mjaðmir önnur. Kvenpokarnir eru yfirleitt um 55– 65 lítrar að stærð og segir Helmut þá þrengri yfir axlir og passa því betur konum sem séu að öllu jöfnu axlagrennri. „Ég held að flestir þeir sem stunda útivist af  FERÐALÖG Númer eitt, tvö og þrjú að huga að bakinu Með hækkandi sól og hlýnandi veðri fjölgar þeim sem leggja land undir fót og halda út í náttúruna. En hvað þarf að hafa í huga þegar velja skal bakpokann í ferðina? Dagpoki hentar vel fyrir dagsgöngur og trússferðir. Morgunblaðið/Eyþór Helmut Moier segir mikilvægt að bakpok- inn falli vel að baki þess sem hann ber. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is einhverju marki í dag geri sér grein fyrir mikil- vægi þess að vera með vel stilltan bakpoka, og langt um liðið frá því að menn voru að ganga með vanstilltan poka sem djöflast var áfram með.“ Þyngdin fljót að segja til sín Ekki má heldur troða endalaust í bakpokann og segir Helmut yfirleitt ekki borga sig að bera mik- ið yfir 15 kg í lengri göngum. Þyngd pokans sé enda fljót að segja til sín, þó líkamlegt ásigkomu- lag göngugarpsins skipti vissulega einnig máli, og mörgum hætti í byrjun til að ofreikna matar- og klæðaskammta. Töluverðu máli skiptir einnig hvernig raðað er í bakpokann. „Það sem þyngst er skyldi alltaf liggja næst bakinu, ekki framarlega í pokanum né heldur efst því það hefur áhrif á jafnvægi á göng- unni. Það borgar sig heldur ekki að hengja of mik- ið utan á pokann, því það getur líka haft áhrif á jafnvægi og þó að vanir göngumenn geti komist upp með slíkt er alltaf best að geyma sem flest í pokanum sjálfum.“ Stilla má bakstærð þessa poka eftir hæð. VÍSINDAMENN ætla nú að rannsaka hvort börn í mörg- um löndum hlæi að því sama eða hvort kímnigáfa barna sé mismunandi eftir því hvar þau búa. Á vefnum forskning.no kemur fram að ætlunin sé að mæla barna- húmor í fimm löndum. Bretland, Þýskaland, Ísr- ael, Suður-Afríka og Banda- ríkin taka þátt í verkefninu sem stjórnað er af IZI- stofnuninni í Þýskalandi en þar fara fram rannsóknir á börnum og fjölmiðlum. 8–12 ára börn í nokkrum skólum í hverju landi munu taka þátt í rannsókninni og fer hún m.a. fram með því að láta börnin horfa á barnaefni frá mis- munandi löndum og er hlátur og fliss mælt. Eftir á segja börnin frá því hvað þeim fannst. „Við vitum að börnum þyk- ir gaman að orðaleikjum og slíku en þau hlæja líka t.d. þegar fólk dettur. Við viljum komast að því hvers konar húmor fer yfir landamæri og hvað er einkennandi fyrir hvert land eða menningu,“ segir Máire Messenger- Davies, forsvarsmaður rann- sóknarinnar og prófessor í Bretlandi. Frode Søbstad, prófessor í uppeldisfræði í Noregi, telur að kímnigáfa barna sé nokk- uð lík hvar í heiminum sem þau búa. Hann segir að reynsla og þroski spili inn í og börn skilji ekki alltaf kaldhæðni. Ákveðin tegund húmors er alltaf vinsæl á ákveðnum aldursskeiðum, að hans sögn, eins og t.d. kúk- og pissbrandarar um 2–3 ára aldur og brandarar sem snú- ast um kynlíf á unglingsárun- um. Morgunblaðið/Halldór Þormar Rannsakað verður hvort kímnigáfa er mismunandi milli ólíkra búsetusvæða.  BÖRN Hlæja börn að því sama?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.