Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 8

Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 www.1928.is Ódýr falleg glös í grillveisluna Aðeins 1.900 kr. pakkinn með fjórum glösum RÍKISSTOFNANIRhafa í auknummæli fært út kví- arnar og farið í samkeppni við einkafyrirtæki á ýms- um sviðum. Þetta segir Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Verslunar- ráðs, en skýrsla um sam- keppni ríkisstofnana við einkaaðila kemur út á veg- um ráðsins í haust. Nýlega var greint frá því að sú breyting yrði gerð á starfsemi Land- mælinga Íslands að sam- keppnisrekstur yrði færð- ur frá stofnuninni og falinn einkaaðilum. Landmælingar myndu þannig hætta útgáfu á landakortum, en meginhlutverk stofnunarinnar yrði eftir sem áður landmælingar, öflun gagna og vinna varðandi svonefndar grunn- þekjur sem snerta landupplýsing- ar. Þór segir að umhverfisráð- herra hafi tekið skipulega á málum stofnunarinnar og að nefnd hafi unnið að breytingum innan hennar í kjölfar athuga- semda frá Verslunarráði og fleiri aðilum. Auknar kröfur um sértekjur Þór segir að vísbendingar ber- ist úr mörgum áttum um að rík- isstofnanir standi meira í sam- keppni við einkaaðila en áður. „Menn eru áhyggjufullir vegna þessa, enda er staða einkafyrir- tækja oft slæm í slíkri samkeppni. Við erum að reyna að kortleggja skipulega hvar þetta er að gerast og hvers vegna“. Ástæðuna fyrir þessari þróun telur Þór fyrst og fremst vera að auknar kröfur séu gerðar til stofnana um sértekjur og að þær fáist oft með ráðgjöf, sölu og þess háttar. Um leið segir hann þó að viss aðhaldsleysis hafi gætt hjá stjórnvöldum gagnvart þessum stofnunum. „Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld og breyta rekstrarumhverfi, því samkeppnishamlandi áhrif af nú- verandi fyrirkomulagi eru veru- leg. Þetta getur leitt til þess að einkaaðilar dragi úr starfsemi sinni og þar með minnkar sam- keppni sem væri neytendum þó til góða.“ Góð raun af aðskilnaði hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur Starfsemi Kirkjugarða Reykja- víkur og Útfararstofu Kirkjugarð- anna var aðskilin fjárhagslega í ársbyrjun 1994 í kjölfarið á setn- ingu samkeppnislaga. Árið 1997 varð síðan einnig stjórnunarlegur aðskilnaður, eftir að einkaaðili fór í mál og krafðist þess að Kirkju- görðunum yrði bannað að eiga og reka útfararstofu. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma, telur að aðskilnaðurinn hafi gefið góða raun og að rekstrarformið sé nú eðlilegra. „Samkeppnin var og er fyrir hendi en með stjórnunar- legum aðskilnaði frá 1997 minnk- aði tortryggni einkaaðila í þessari atvinnugrein gagnvart okkur og meiri sátt ríkir um starfsemina eftir breytinguna.“ Þór segir að um 30 af 200 rík- isstofnunum hérlendis standi aug- ljóslega í óeðlilegri samkeppni, en hann sé sannfærður um að þær séu fleiri. Aðilar á ýmsum sviðum hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sem dæmi um stofnanir sem eru til skoðunar má nefna Landspítala – háskólasjúkrahús, Vinnueftirlit- ið og jafnvel Ríkisendurskoðun. „Með breytingunum á Landmæl- ingum erum við að fá ágætis dæmi um hvernig megi gera þetta og mikilvægast er að sátt skapaðist um fyrirtækið eftir þær.“ Eðlilegra rekstrarumhverfi skapar tækifæri Þór leggur áherslu á að ef eðli- legra rekstrarumhverfi skapist fyrir fyrirtæki hér á landi, til dæmis í kortagerð, komi í ljós að þau geti gert mun meira en op- inberir aðilar. Þau geti þá frekar blómstrað og haslað sér völl er- lendis með afgerandi hætti, á svið- um þar sem það var ekki talið mögulegt á vegum ríkisins. „Á endanum skapast svo fjölmörg störf. Ég hef tröllatrú á þessu og ég tel að taka megi breytingarnar á Landmælingum til fyrirmyndar og fara svipaðar leiðir með aðrar stofnanir.“ Ríkisstofnanir hafa lögbundnu hlutverki að gegna og er það oftast nokkuð skýrt af- markað. Í mörgum tilvikum fer starfsemin út fyrir þau mörk, en skilin geta verið óljós. Verslunar- ráð telur því nauðsynlegt að lög- bundið hlutverk ríkisstofnana sé endurskoðað reglulega, en einka- aðilar bjóða í síauknum mæli þjón- ustu sem áður var talið að ríkið væri eitt fært um að sinna. Í skýrslunni er fjallað um þetta og Þór gerir ráð fyrir að tillögur verði lagðar fram um hvernig staðið skuli að þessu. Aðallega verði fjallað um aðferðafræðina við að færa ríkisstofnanir út úr samkeppnisumhverfinu og þá litið til dæma eins og Landmælinga. Þór segir að áhugaverð nefnd sé starfandi hjá ríkinu, en hlutverk hennar er meðal annars að skoða mögulega sameiningu stofnana og greina hvort þörf er fyrir þær. „Það virðist vera vilji hjá stjórn- völdum núna til að spyrja þessara grundvallarspurninga og við vilj- um styðja við það.“ Fréttaskýring |Verslunarráð rannsakar samkeppni ríkisstofnana við einkaaðila Óeðlilegt um- hverfi Ýmsir áhyggjufullir vegna slæmrar samkeppnistöðu einkafyrirtækja Fríhöfnin í Leifsstöð er í eigu ríkisins. Sala ríkisins í Fríhöfninni í Leifsstöð tímaskekkja  FRÍHÖFNIN í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er alfarið í eigu ís- lenska ríkisins, sem hefur enn einkarétt á sölu á snyrtivörum, myndavélum, símum, tækjum, áfengi, erlendu sælgæti og tób- aki. Verslunarráð segir á heima- síðu sinni tímaskekkju að ríkið standi enn í sölu á t.d. snyrtivör- um og að einkaaðilar hafi sannað að þeir séu hæfari til að bjóða upp á betri þjónustu á hagkvæm- ara verði. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is OFT rata gæsir og endur rétta leið yfir Fríkirkjuveginn á leið sinni til og frá Reykjavíkurtjörn. Gæsa- og anda- mömmur fá gjarnan aðstoð vegfarenda þegar þær kjaga yfir götuna með ungana í eftirdragi. En hér virðist sem ein andamamman sé eitthvað að villast því hún stefnir þvert gegn umferðinni og áttar sig ekki á merkingu örv- anna í götunni. En bílstjórar eru oft vakandi fyrir göngu- ferðum Tjarnarbúanna og sýna þeim tillitssemi. Morgunblaðið/Þorkell Andamamma á móti umferð STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist ekki skilja það neikvæða viðhorf sem komi frá Guð- laugi Þór Þórðarssyni, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks, er hann sak- ar meirhlutann í borgarstjórn um að svíkja loforð um niðurfellingu hol- ræsaskatts. Hún segir túlkun Guð- laugs á kosningastefnu R-listans vera ranga og ekkert loforð hafi ver- ið svikið. „Við höfum alltaf sagt að holræsagjaldið verður lækkað í áföngum. Það hefur verið lækkað. Það er lægra holræsagjaldið hér heldur en víða annarsstaðar,“ segir Steinunn Valdís. Hún bendir á að álagningarhlutfall holræsagjalda Reykjavíkurborgar sé 0,115%. Í Kópavogi og Garðabæ sé það 0,13%, 0,15% í Mosfellsbæ og 0,16% í Hafn- arfirði. Steinunn Valdís segir ljóst að standa þurfi undir rekstri dælu- stöðva en aldrei hafi komið til að af- nema holræsagjaldið heldur verði það lækkað það í áföngum. Holræsa- gjaldið verði ávallt til í einhverri mynd. „Ég hef í þessu máli frekar talið það að Guðlaugur ætti að fagna með okkur því hann hefur manna mest barist fyrir því að þessi dælu- stöð kæmi upp þarna í Grafarvog- inum.“ Varðandi hreinsun strandlengj- unnar segir hún R-listann aldrei hafa falið það að strandlengjan við Hamra- og Bryggjuhverfi hafi verið eftir. „Við m.a. settum upp þetta við- vörunarskilti niðri í fjörunni vegna þess að hún var það menguð. Menn hafa ekkert verið að fela það að þessi áfangi hafi verið eftir. Nú er hreins- un strandlengjunnar lokið og ég hefði nú frekar haldið að menn ættu að fagna því,“ segir Steinunn Valdís. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri „Holræsagjaldið verður lækkað í áföngum“ LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hef- ur nýlega sent frá sér dreifibréf varðandi dauðsföll. Annars vegar er um að ræða fyrirmæli landlæknis um hvaða andlát þarf að tilkynna til lögreglu samkvæmt lögum um dán- arvottorð, krufningar o.fl. nr. 61/ 1988 og reglugerð nr. 248/2001. Hins vegar er um að ræða tilmæli varðandi meðhöndlun líks þar sem lögregla hefur verið kölluð til. Texti beggja þessara bréfa var unninn í samráði við lögreglu, sjúkraflutningamenn og forsvars- menn heilbrigðisstofnana. Dreifi- bréfin hafa verið send til heilbrigð- isstofnana, sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva og dvalar- og hjúkr- unarheimila á landinu. Hægt er að nálgast upplýsing- arnar á heimasíðu landlæknisemb- ættisins á slóðinni www.landlaekn- ir.is. Dreifibréf land- læknis vegna dauðsfalla ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.