Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 10

Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAR sem íbúðum hefur nú verið fækkað styð ég tillögu H því með henni náum við að samþætta fleiri sjónarmið, svo sem um að við þurf- um jú fleiri íbúa en að ekki rísi há- reist byggð,“ segir Guðrún B. Vil- hjálmsdóttir íbúi á Seltjarnarnesi. Á laugardag kjósa íbúar Seltjarn- arness um tvær bindandi tillögur að deiliskipulagi á Nesinu en nokkuð hefur verið fjallað um málið í Morg- unblaðinu að undanförnu og sjón- armiðum stuðningsfólks skv. S-tillögu verið komið á framfæri. Að þessu sinni var rætt við Seltirninga sem hyggjast greiða tillögu H at- kvæði sitt. Byggð falli að því sem fyrir er Guðrún segist geta fullyrt að þar sem íbúðum á Suðurströnd sem H-tillagan gerir ráð fyrir hafi fækk- að í fimmtíu geti byggðin vel fallið að þeirri byggð sem fyrir er og án þess að grænt svæði hverfi. Það finnist henni skipta miklu. Hún bætir því við að þegar aðalskipulag verði full- unnið sé mögulegt að önnur svæði komi í ljós sem hentugt bygging- arland. Henni finnst einnig ástæða til að gervigrasvöllur verði staðsettur á Hrólfsskálamel en ekki Suðurströnd þar sem hann sé þar í betri tengslum við öll íþróttamannvirki sem fyrir eru. Eðlilegt sé að völlurinn tengist búningsaðstöðu og annarri aðstöðu sem gott sé að bjóða þar upp á, s.s. veitingasölu. Þá þyrftu börn ekki að fara yfir neina götu til að fara úr skóla eða tónlistarskóla til hvers konar íþróttaiðkunar. „Ég sé í þessu ákveðna samþættingu skóla og tóm- stunda sem yrði til hagræðingar fyr- ir börnin. Ennfremur hefur fólk nú val um hvort það vill leita sér eftir íbúð á Suðurstrandarsvæðinu eða Hrólfsskálamel.“ Jafnframt bendir Guðrún á að með auknum fjölda minni íbúða innan bæjarmarka Sel- tjarnarness geti losnað um stærra húsnæði fyrir barnafólk ef aðrir vilji flytja sig í minna á sama svæði. Halldór Árnason starfaði með rýnihópi um deiliskipulagið sem bæjarstjórn kom á. „Útgangs- punktur minn í því starfi var að móta tillögu sem færði Seltirningum sem mesta hagsæld,“ segir Halldór. Hann bendir á að samkvæmt H-tillögu séu takmörkuð landgæði Seltjarnarness nýtt betur án þess að umhverfinu sé ofgert á nokkurn hátt. „Til framtíðar litið gefur þessi tillaga bæjarsjóði meiri tekjur og nýtir alla þjónustu sem bærinn hef- ur upp á að bjóða án þess að það kosti neitt á móti. Að óbreyttu yrði hins vegar fækkun á Nesinu og lé- legri nýting á grunnskóla og öðru slíku.“ Einnig, segir hann, „hefur þessi tillaga upp á að bjóða fleiri hentugar íbúðir fyrir bæði ungt fólk og eldra fólk sem vill minnka við sig. Íbúð- irnar af þessari stærð verða fleiri og það er einmitt sú stærð sem skortir á Seltjarnarnesi.“ Halldór segist ekki vita til þess að verðmat hafi far- ið fram á landinu við Suðurströnd en segir það „… auðvitað afskaplega verðmikið land. Og væri þetta land í eigu þeirra sem mæla með S-tillögu myndu þeir kannski hugsa sig tvisv- ar um að nýta það jafnilla og sú til- laga gerir ráð fyrir. Byggingarland á Nesinu er mjög takmarkað og því skiptir máli að huga að nýtingu þess þegar teknar eru ákvarðanir um byggingu.“ Óttast stöðnun og hnignun Halldór segir að staða bæjarsjóðs sé vissulega mjög góð í dag. „En miðað við óbreytt ástand er gert ráð fyrir að fækki um 3–400 manns á næstu tuttugu árum. Eins og sam- setning íbúa á Seltjarnarnesi er mun lífeyrisþegum fjölga þar hlutfalls- lega meira en á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þar með munu tekjur sveit- arfélagsins á íbúa lækka á sama tíma og þörf aldraðra fyrir félagslega þjónustu mun aukast.“ Til framtíðar segist hann því óttast verulega að verði fólksfækkun muni það leiða til stöðnunar og hnignunar bæj- arfélagsins. Sigurður K. Oddsson rifjaði upp í samtali við Morgunblaðið að haldið hafi verið íbúaþing á Nesinu um skipulagið á Hrólfsskálamel. „Sú til- laga kom upp að staðsetja keppnis- völlinn þar og með þá hugmynd ríkti mjög góð samstaða. Samstaða um að byggja ekki fyrir kirkjuna og skól- ann heldur hafa þar opið svæði og eins fyrir framan íbúðir aldraðra en aftur á móti færa íbúabyggð inn að gömlu byggðinni. Í kjölfarið komu fram skipulagstillögur sem misjöfn ánægja var með, aðallega vegna þess að mönnum fannst byggðin of há.“ Því segist Sigurður hafa verið sammála en í kjölfarið var fyrir- huguð byggð lækkuð. Hann segist hins vegar ósáttur með að ekki sé farið að niðurstöðu íbúaþingsins. „Í kjölfarið var myndaður hópur sem var ákaflega harður og rak þungan áróður fyrir tillögu S. Komið var heim til mín og reynt að fá okkur til að skrifa undir jafnvel þótt við segð- umst stuðningsfólk H-fyrirkomu- lagsins. Stuðningshópur þess hefur hins vegar haldið sig til hlés og hefur ekki fjármuni í að prenta efni.“ Hann bendir á að það ekki sé rétt sem haldið er fram að allir eldri borgarar vilji ekki íþróttavöll fyrir framan hús sín, þvert á móti þekki hann til aldraðra íbúa við Hrólfs- skálamel sem séu spenntari fyrir umferð barna og útsýni yfir opið svæði og sjó en bakhliðar á blokkum. „Þegar maður kemst á þann aldur að gaman væri að minnka við sig held ég að ég geti sagt að fyrir fólk í þeim hugleiðingum geti verið mjög skemmtilegt að vera á Suðurströnd- inni – inni í byggðinni, ekki úti í rok- inu á Hrólfsskálamel.“ Sigurður seg- ir að vel geti verið að þar sem um er að ræða einbýlishúsabyggð við Suð- urströnd, finnist íbúum þar vont að fá blokkarfólk við hliðina á sér. „En ég tel að bæjarmyndin yrði miklu huggulegri og heildin betri en ef öll íbúabyggðin sem eftir er verður við Eiðistorgið.“ Suðurströndin sé mun meira aðlaðandi fyrir íbúabyggð. Bent hefur verið á að verði íþróttavöllur staðsettur áfram á Suðurströnd bjóðist þar rými til að þróa völlinn sem ekki sé til á Hrólfs- skálamel. Aðspurður um þróun- armöguleika vallarins segir Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður íþrótta- félagsins Gróttu, að félagið starf- ræki í dag þrjár deildir sem allar séu mjög öflugar; handbolta-, fótbolta og fimleikadeild. „Ekki síst vegna ná- lægðar við KR höfum við ákveðið að ana ekki út í að stofna fleiri deildir heldur sinna mjög vel þeim sem fyr- ir eru. Það að við missum kannski möguleika á að hafa hlaupabrautir, langstökksgryfjur og slíkt er ekki áhyggjuefni þar sem það er ekki á stefnuskrá Gróttu.“ Suðurströnd of langt í burtu Hann bendir á að öll aðstaða fyrir íþrótta- og keppnisfólk sé norðan megin í íþróttahúsi, nær Hrólfs- skálamel, og nýbúið að samþykkja í bæjarstjórn að rífa alla búningsklefa sunnan megin og byggja nýja norð- an megin. Suðurströnd sé of langt í burtu. „Auðvitað er stutt á milli en umgjörð íþróttakappleikja verður að vera sú að öll aðstaða sé við völlinn.“ Bjarni bendir á að íþróttavöllur sé einfaldlega íþróttamannvirki og grípur til þeirrar samlíkingar að ef reisa ætti annað íþróttahús fyndist líklega engum koma til greina að reisa það ekki við hliðina á þeim sem fyrir eru. Einnig bendir hann á að mikil búbót fælist í því fyrir barna- skólann Mýrarhúsaskóla að völl- urinn yrði staðsettur við lóð skólans. Börnin og íþróttakennarar hefðu því aðgang að upphituðu gervigrasi sem sé nýtanlegt allt árið um kring. Sparkvöllur Mýrarhúsaskóla sé á tíðum yfirhlaðinn. Annað gildi um sparkvöll við unglingaskólann Val- húsaskóla. Hann sé mikið notaður á kvöldin og eitthvað á daginn en hins vegar væri ekki verið að taka keppn- isvöllinn sjálfan af unglingunum, þeir noti hann ekki. Seltjarnarnes þarf fleiri íbúa Sigurður K. Oddsson Halldór Árnason Guðrún B. Vilhjálmsdóttir Bjarni Torfi Álfþórsson SKJÁLFTA hefur gætt meðal íbúa Seltjarnarness að undanförnu, en á laugardaginn munu þeir kjósa um tvær tillögur að deiliskipulagi í bænum. Tillögurnar tvær eru auðkenndar með bókstöfunum S og H. Það sem helst er ólíkt með þeim er staðsetning gervigrasvallar og fjöldi íbúða en sam- kvæmt S-tillögu verður völlurinn á núverandi stað við Suðurströnd. H-tillaga gerir hins vegar ráð fyrir að völlurinn færist á Hrólfsskálamel, þær slóðir þar sem Ísbjarnarhúsið gamla stóð. Misskilningur á eðli bæjarfélagsins? Tillaga H gerir einnig ráð fyrir meiri fjölgun íbúa á Nesinu þar sem íbúðir myndu rísa bæði við Hrólfsskálamel og Suðurströnd en samkvæmt S-tillögu yrði ekki byggt við Suðurströnd. Skiptar skoðanir eru um gildi aukins íbúafjölda og byggingamagns og hefur Þór Whitehead sem styður S-tillögu áður tjáð þá skoðun sína að misskilningur virðist uppi á eðli bæj- arfélagsins Seltjarnarness. Í dag segir Halldór Árnason hins vegar að fólksfækkun geti leitt til hnignunar bæjarfélagsins þannig að minni ásókn verði í búsetu þar. Viðmælendur Morgunblaðsins að þessu sinni eru þau Bjarni Torfi Álf- þórsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Halldór Árnason og Sigurður K. Odds- son (í stafsrófsröð frá vinstri að ofan). Öll eru íbúar á Seltjarnarnesi sem styðja fyrirkomulag H-tillögu á mismunandi forsendum. Talsverður titringur meðal íbúa Íbúar á Seltjarnarnesi kjósa um skipulagsmál á laugardag. Anna Pála Sverrisdóttir kynnti sér hug bæjarbúa til þeirra kosta sem í boði eru. aps@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.