Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 13

Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 13 FRÉTTIR     Heitir & fallegir Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is Háteigsvegi 7 Sími: 511 1100 Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO        F A B R I K A N SUMARið OG GARÐURINN Múlasveit | Hin árleg guðsþjónusta í Múlakirkju á Skálmarnesi var um síðustu helgi. Hún var að nokkru frábrugðin því sem verið hefur undanfarin ár. Séra Bragi Bene- diktsson á Reykhólum, prófastur Barðstrendinga, var að kveðja fólkið sem tilheyrir Múlasveitinni, en hann er nú að láta af prestskap hér. Einn- ig var afhjúpað í kirkjugarðinum söguskilti þar sem skráð eru öll leg- stæði í garðinum. Skiltið var unnið af Guðbjarti Andréssyni frá Hamri sem smíðaði stöpulinn en spjaldið gerði Guðmundur Rafn Sigurðsson. Nú eru rétt þrjátíu ár síðan þrír síðustu bæirnir á Skálmarnesinu fóru í eyði. Fólk hefur þó haldið við íbúðarhúsunum og ávallt dvalið þar á sumrin og sinnt æðarvarpi og öðr- um hlunnindum. Eftir 1990 vaknaði áhugi fyrir að endurbæta kirkjuna sem er á jörðinni Skálmarnesmúla. Það hófst árið 1992 með því að endurnýjuð var girðing umhverfis kirkjugarðinn. Næstu sumur var unnið við kirkjuna og árið 1997 var messað þar eftir alllangt hlé og hef- ur verið messað þar á hverju sumri síðan. Við athöfnina lét séra Bragi þess getið að Finnbogi Jónsson og fjöl- skylda hans hefðu unnið mikið starf við endurbætur á kirkjunni og sýnt henni alveg sérstakan áhuga. Einnig hefði hann staðið fyrir gerð sögu- skiltisins. Færði hann Finnboga sér- stakar þakkir fyrir ræktarsemi hans gagnvart kirkjunni en þess má geta að Finnbogi er fæddur og uppalin á Skálmarnesmúla. Lét Bragi þess ennfremur getið að allar þessar framkvæmdir hefðu verið gerðar í samráði við biskupsembættið. Í lok messunnar talaði fulltrúi fólksins í sveitinni og færði séra Braga þakkir fyrir samstarfið á liðn- um árum. Eftir athöfnina var öllum viðstöddum, sem voru um 80 manns, boðið að bænum Firði til kaffi- drykkju. Söguskilti afhjúpað í Múlakirkjugarði Gestir komu sumir hverjir um langan veg til að vera viðstaddir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.