Morgunblaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
SÍMI 5 900 800
Borgartúni 22
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
Barmahlíð
5 herb. íbúð á miðhæð
Vorum að fá í sölu glæsilega 122 fm miðhæð í þessu húsi á besta stað í
Hlíðunum. Um er að ræða 5 herbergja íbúð í þríbýlishúsi með sérinn-
gangi. 3 svefnherbergi og tvær stórar stofur. Standsett baðherbergi og
einnig eldhúsið sem er með svölum til norðurs. Stórt hjónaherbergi.
Suðursvalir eru úr aðalstofu. Fallegt merbau-parket á flestum gólfum,
fallegar glerhurðir í stofu og tvöföld hurð á milli stofa. Innangengt er úr
íbúðinni niður í þvottahús og geymslu. Fallegur suðurgarður með
hellulögn. verð kr. 28,5 millj.
Sjón er sögu ríkari.
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Opið hús
miðvikudag frá kl. 18-20
Bogahlíð - laus - 105 Reykjavík
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Falleg 98 fm íbúð á þessum vinsæla stað. Stór stofa og borðstofa með svölum, hægt
að nýta borðstofu sem svefnherbergi. Rúmgott eldhús með borðkrók. Tvö svefnher-
bergi og aukaherbergi á jarðhæð með möguleika á útleigu. Nýlegt parket. Frábært út-
sýni yfir Perluna og miðborgina. Stutt í skóla og útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Naut-
hólsvík. LAUS STRAX. Verð 18,9 millj. Böðvar tekur á móti gestum, sími 661 1120.
TÍSKUVERSLANASAMSTÆÐAN
Mosaic Fashions hf. varð í gær, fyrst
breskra félaga, til að skrá hlutabréf
sín í Kauphöll Íslands. Nokkuð lífleg
viðskipti voru með bréfin á fyrsta
viðskiptadegi og námu alls 270 millj-
ónum króna í 83 viðskiptum. Fyrstu
viðskipti með bréfin fóru fram á
verðinu 14,4 við opnun markaðar og
var það jafnframt lokaverð þeirra.
Hæst fór verðið í 14,85 í byrjun
dags. Verð bréfanna í útboðum sem
haldin voru nýlega var 13,6 krónur
og nemur hækkunin því 5,9%.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, bauð félagið vel-
komið í Kauphöllina á blaðamanna-
fundi í versluninni Karen Millen í
Kringlunni fyrir opnun markaðarins
í gærmorgun. Sagði hann félagið
bæta markaðinn og litróf fyrirtækj-
anna sem þar eru. Þórður sagði
margt mæla með því að erlend fyrir-
tæki skrái hlutabréf sín á Íslandi.
„Fyrst og fremst fá þessi fyrirtæki
alla athygli okkar á Íslandi, líkt og
var með Mosaic Fashions. Auk þess
hefur þróunin á íslenskum hluta-
bréfamarkaði verið afar hagfelld
undanfarin ár. Raunar hefur hann
verið einn virkasti hlutabréfamark-
aður í Evrópu til að útvega skráðum
fyrirtækjum fjármagn.“
Derek Lovelock, forstjóri Mosaic
Fashions, fagnaði einnig þessum
áfanga. Hann sagði það líkt með
tískubransanum og fjármálageiran-
um að mikilvægt væri að finna eitt-
hvað sem passaði. Kauphöllin hefði
passað Mosaic fullkomlega þegar
félagið kom hingað í leit að lang-
tíma fjárfestum sem mundu deila
framtíðarsýn þess um alþjóðlegan
vöxt.
Mosaic hækkaði um
5,9% á fyrsta degi
Morgunblaðið/Þorkell
Í tísku Derek Lovelock og Þórður Friðjónsson við opnun viðskiptanna.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands
námu í gær alls um 3.032 milljónum
króna, mest með hlutabréf eða fyrir
1.736 milljónir króna en með íbúða-
bréf fyrir 663 milljónir króna. Mestu
hlutabréfaviðskipti voru með bréf FL
Group eða fyrir 346 milljónir króna
og lækkaði gengi þeirra um 1,9%.
Mesta lækkun dagsins var hinsvegar
með bréf Flögu, sem lækkuðu um
5,4%, í viðskiptum fyrir um 6 milljónir
króna. Mesta hækkunin var aftur á
móti á bréfum Marel, sem hækkuðu
um 2,3% í viðskiptum gærdagsins.
Þá hækkaði gengi bréfa Burðaráss
um 1,9%. Úrvalsvísitalan hækkaði í
gær um 0,29% og er nú 4.051 stig.
Bréf Flögu lækkuðu
um 5,4%
LOKAVERÐ á Brent hráolíu í fyrra-
dag var tæplega 57 Bandaríkjadalir/
tunnu og hefur nafnverð á hráolíu af
Brent-svæðinu aldrei verið hærra.
Þar með hefur verðið hækkað um
40% það sem af er ári en samkvæmt
Morgunkorni Íslandsbanka er
ástæðan sögð vera takmarkað fram-
boð á unnum olíuvörum auk þess sem
eftirspurn eftir olíu hefur aukist
gríðarlega. Mun það helst vera
vegna aukinna umsvifa í Kína og á
Indlandi.
Í Morgunkorni segir að hækkun
olíuverðs auki kostnað innlendra fyr-
irtækja og þar með verðbólguþrýst-
ing. „Seðlabankinn ætti þó að horfa
framhjá verðbólgu sem hlýst af
hækkun olíuverðs þar sem hún er ut-
an áhrifasviðs bankans,“ segir jafn-
framt í Morgunkorni. Þess konar
verðbólga ætti þó að leiða til aukinn-
ar eftirspurnar eftir verðtryggðum
bréfum sem myndi þrýsta á lækkun
ávöxtunarkröfu þeirra að mati
Greiningar Íslandsbanka.
Lokaverð á Brent-olíu var í gær
56.8 dollarar per tunna.
Nafnverð
olíu aldrei
hærra
● MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær við-
bragða Guðmundar Sigurðssonar hjá
Samkeppnisstofnun við gagnrýni
þeirri sem kom fram í Morgunblaðinu
í gær í samtali við Almar Örn Hilm-
arsson, fyrrverandi forstjóra Iceland
Express, um samruna Bláfugls og
Flugflutninga við FL Group.
Guðmundur vildi ekki tjá sig og var
honum efnislega ókunnugt um smá-
atriði viðtalsins við Almar Örn.
Vildi ekki tjá sig
● FORMACO ehf. hefur formlega
tekið við umboði fyrir Potain-
byggingakrana. Samstarfssamn-
ingur þess efnis var undirritaður ný-
verið. Potain er með aðsetur í Frakk-
landi og er í eigu bandaríska
fyrirtækisins Maintowoc. Fyrirtækið
var stofnað árið 1928 í La Clayette í
Frakklandi og hefur selt yfir 100.000
krana um allan heim. Fyrirtækið á 10
verksmiðjur, 12 útibú og 150 sölu-
aðila. Í tilkynningu frá Formaco segir
að Potain hafi frá upphafi haft það
að markmiði að vera leiðandi fyrir-
tæki í tækni á sviði byggingakrana.
Margar tækninýjungar eigi rætur sín-
ar að rekja til Potain, t.d. sé tækni
þeirra á sviði sjálfreisandi krana í
hæsta gæðaflokki.
Formaco tekur við
Potain
EYRIR Fjárfestingarfélag, sem er
í eigu Þórðar Magnússonar og
Árna Odds Þórðarsonar, stjórnar-
manns í FL Group, hefur selt allan
hlut sinn í FL Group, eða 3% alls
hlutafjár í félaginu. Kaupendur eru
stjórnarmennirnir Hannes Smára-
son, Pálmi Kristinsson og eigendur
Saxbygg. Um er að ræða 76,1 millj-
ón hluti, sem Eyrir átti í FL Group,
en þeir voru seldir á 15,8 krónur
hver og var söluverðið því rúmir
1,2 milljarðar króna.
Eignarhaldsfélagið Oddaflug,
sem er í eigu Hannesar Smárason-
ar stjórnarformanns FL Group,
keypti 31,4 milljónir hluta af Eyri á
497 milljónir króna og á Oddaflug
nú 30,54% hlut í FL Group.
Saxbygg ehf. keypti 27,3 millj-
ónir hluta á 432 milljónir króna en
Saxbygg er í eigu Gylfa Ómars
Héðinssonar stjórnarmanns, Jóns
Þorsteins Jónssonar stjórnar-
manns, Einars Arnar Jónssonar
varamanns í stjórn og Gunnars
Þorlákssonar sem einnig er vara-
maður í stjórn. Hlutur Saxhóls er
nú 26,53%.
Þá keypti Mannvirki, sem er í
eigu Pálma Kristinssonar stjórnar-
manns í FL Group, tæplega 17,4
milljónir hluta á röskar 274 millj-
ónir króna. Mannvirki átti engan
hlut fyrir í félaginu en á nú 0,7%
hlutafjár.
Samanlagt á þessi hópur því
57,75% alls hlutafjár í félaginu.
Auk þeirra og Árna Odds sitja í
stjórn FL Group Hreggviður Jóns-
son og Inga Jóna Þórðardóttir.
Ekki fékkst staðfest hvort Árni
Oddur víki úr stjórn félagsins í
kjölfar sölunnar á hlut Eyris en
þess má geta að hann tók upphaf-
lega sæti í stjórnina án eignarhlut-
ar auk þess sem Inga Jóna skipar
stjórnina án eignar í félaginu.
Stjórnarmenn FL
Group kaupa 3%
FRAMLEIÐNI á vinnustund hér-
lendis hefur vaxið hratt undanfarin
misseri og jókst á síðasta ári 5,1%.
Þetta kemur fram í Morgunkorni
Greiningar Íslandsbanka, sem
byggir á tölum Hagstofunnar um
hagvöxt, vinnustundafjölda og
fjölda starfandi. Framleiðnivöxtur-
inn er langt umfram meðaltal síð-
ustu ára og umfram það sem við
sjáum í flestum öðrum hagkerfum
um þessar mundir. Um er að ræða
framhald af afar jákvæðri þróun
síðustu ára þar sem framleiðni hef-
ur farið sívaxandi. Á tímabilinu frá
1994 til 2003 jókst framleiðni á
vinnustund hér á landi um 2,1% ár-
lega en um 1,4% árlega á tímabilinu
frá 1985 til 1993. Segir í Morg-
unkorninu að eftir að hafa verið eft-
irbátur annarra hagkerfa hvað
framleiðni varðar hafi hið íslenska
hagkerfi nú færst upp fyrir með-
altalið.
Framleiðni
eykst
!!"
# $% &$'"
()
* +,$-. /01
)$,!
+,$-. /01
2
!!
*3, +,$-. /01
2-,4
,5 /01
6
7
+,$-. /01
8 +,$-. /01
96
':
'! /01
-.; '7 2
'! /01
37-' /01
8
':
'! 96
' /01
,"6 /01
7 0<
,! .) /01
=/",< /01 ),
-=-, <5,0") '7
,:1 /01
>-, /01
!=
,!
4-, 96
' /01
?2 +,
' /01
?
=. 4<
' /01
&
,4:$,
' , /01
8@0)A!' <B4-, '' /01 $
(
/ $' /01
C/",< /01
D )6
') ( "),$6"-=
9 /01
36-= 4)1 /,
40,E) /1 /01
,E77 '7
= 4)34 ' /01
F ''6-)34 ' /01
G$,=1 ,
== H A:",7 /01
!"
-)-,:
!! /01 !"6 E<
0<
,4
, /01 8
'@= 96
' /01
65)-,0I6
7 -4-,6
' *01
A! 0A, /01
! #$
%
#J
@4
)
* 4!1*",4
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
2,"E) '7 0,5
0E,,
* 4!1*",4
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
K H
L
H
K L
H
K HL
K HL
H
K
L
H
K
L
K L
H
H
H
K L
H
H
H
H
H
H
H
K
L
H
H
H
K L
H
H
H
H
H
H
H
?" 6
,* 4! .)
7 '
6:$4 @ 6$!
7M
-.
6
1 1
1
1 1 1
1 1 1 1
1
H
1 1
1 H
1
H
H
H
1 H
1 H
H
H
1
H
H
H
H
H
H
H
H
H
F 4! .) @ ;N1 !,1
?1 O )/-7-'
,6 ) <36
* 4! .)
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
?1H P*
-= 50,
=/
6
' 36- /6-)
0<5,1
?1H !E6
) 6
4 6"77<
0,
= E0 ,)3!-) 6:1 /"0-, )$0'
)1
?1H F"7'
0E, ,*
,
-= 0<5,=37'-' 0I6
71
?1H 4 :" 4' N)7"0"'
1