Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 15

Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MAGNÚS Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvíta hússins, hefur farið fram á að það verði leiðrétt sem fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær að KB banki væri meðal viðskiptavina Hvíta hússins, hið rétta sé að Íslandsbanki sé viðskiptavinur fyrirtækisins. Morgunblaðið byggði þann hluta fréttarinnar á umfjöllun breska blaðsins Independent, þar sem fram kom að KB banki væri meðal við- skiptavina auglýsingastofunnar. LEIÐRÉTT Ekki KB banki TRYGGINGAFÉLÖGIN VÍS og Sjóvá hafa lækkað vexti af verðtryggðum og óverðtryggð- um bílalánum sínum. Hjá VÍS eru vextir verð- tryggðra lána nú 6,0% en voru 6,5% áður. Vextir óverðtryggðra lána eru nú 9,5% en voru 10,0%. Segir í tilkynningu frá VÍS að þessi vaxtalækkun sé í samræmi við þá stefnu VÍS að bjóða viðskiptavin- um félagsins upp á hagstæða fjár- mögnun á bifreiðum sínum sem og vandaða og hagstæða vátrygginga- vernd. Með bílalánum VÍS getur lánshlutfallið orðið allt að 100% og lánstími allt að 7 árum. Þegar tekið er bílalán VÍS verður að tryggja bíl- inn með ábyrgðar- og kaskótrygg- ingu hjá VÍS. Þá lækkaði Sjóvá vexti á bílalán- um í gær og munu vextir af verðtryggðum bílalánum lækka í 6,0% en voru áður 6,5%. Vextir af óverðtryggð- um lánum munu jafnframt lækka í 9,7% en voru áður 10,2%, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hjá Sjóvá er hægt er að fá lánuð allt að 70% af verðmæti bíls- ins í allt að 7 ár. Sjóvá setur það skil- yrði að bifreiðin sé ábyrgðar- og kaskótryggð hjá félaginu á lánstím- anum. Tryggingafélög lækka vexti af bílalánum VERÐBÓLGA á Íslandi er að- eins 0,5% samanborið við 1,9% verðbólgu í helstu viðskipta- löndum samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hag- stofan birti í gær. Verðbólga á Íslandi er sú næstminnsta í Evrópu. Segir í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka að þetta sé athygl- isvert í ljósi þess að hér eru vextir umtalsvert hærri en í Evrópu og helstu viðskipta- löndum. Samræmd vísitala neysluverðs taki þó ekki hús- næðisverð með í reikninginn en það hafi hækkað verulega að undanförnu hér á landi. Á Evrópska efnahagssvæð- inu er nú 1,9% verðbólga sem er hið sama og mælist fyrir evrusvæðið í heild. Í Bandaríkj- unum er 2,8% verðbólga en í Japan mælist verðlag óbreytt. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er 6,5% í Lettlandi og 3,7% í Lúxem- borg. Minnst er verðbólgan 0,2% í Svíþjóð, 0,5% á Íslandi og 0,6% í Finnlandi. Næst- minnsta verðbólgan á Íslandi ROBERT Charpentier hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Sverige AB, dótturfélags Kaupþings banka í Svíþjóð. Christer Villard, fráfarandi framkvæmda- stjóri, mun áfram sitja í stjórn Kaup- thing Bank Sverige AB og gegna ráð- gjafastörfum fyrir Kaupþing banka. Robert Charpentier hefur undan- farið gegnt starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Swedbank Markets í Svíþjóð en áður starfaði hann um átta ára skeið hjá Goldman Sachs í Lund- únum. Stefnt er að því að Charpen- tier hefji störf um eða upp úr næstu áramótum og eigi síðar en fyrir aðal- fund Kaupþings banka árið 2006. Nýr fram- kvæmdastjóri SVISSNESKI fjárfestingabankinn UBS hefur selt meirihluta þeirra hluta í norska bankanum Storebrand sem hann keypti í síðustu viku. Þá var talið að KB banki stæði að baki kaupunum en nú hefur UBS selt 5 milljónir af 6 milljón hlutum sem keyptir voru. Frá þessu er greint í Nettavis- en en ekki er greint frá því hver kaupandinn er. Nettavisen segir KB banka vera hraðast vaxandi banka í heimi, meðal annars vegna mikilla fjárfestinga á erlendri grundu. Blaðið vitnar í Hreiðar Má Sigurðsson, banka- stjóra, sem lét hafa það eftir sér ný- lega að bankinn hefði um 50 millj- arða íslenskra króna til nýfjárfest- inga. UBS selur hlut í Storebrand Hreiðar Már Sigurðsson ♦♦♦ ♦♦♦ BANDARÍSKI lyfjaframleiðandinn Pfizer, stærsti lyfjaframleiðandi heims, hefur keypt keppinautinn Vicuron Pharmaceuticals fyrir 1,9 milljarða dollara, samsvarandi tæp- lega 124 milljörðum króna. Kaup- verðið er greitt í einu lagi og í reiðufé, samkvæmt Reuters. Vicuron þróar bólgueyðandi lyf og er nú með tvö lyf í skoðun hjá banda- ríska lyfjaeftirlitinu. Einkaleyfi á þessum lyfjum þykja vænleg fjár- festing fyrir Pfizer. Pfizer kaupir Vicuron

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.