Morgunblaðið - 22.06.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.06.2005, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT OLÍUVERÐ stóð nokkurn veginn í stað í gær á heimsmörkuðum en það hefur hækkað mikið síðustu daga og kostar fatið nú nær 60 dollara. Heim- ildarmenn segja að ástæðan fyrir þessum hækkunum sé fyrst og fremst ótti við olíuskort vegna vaxandi eft- irspurnar og efasemda um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, geti auk- ið framleiðsluna nægilega mikið til að stöðva verðhækkanir. Enn hefur auk- ið ókyrrðina að svo getur farið að um 550 starfsmenn á norskum olíubor- pöllum fari í verkfall og myndi það minnka framleiðslu Norðmanna um þriðjung, að sögn AP-fréttastofunnar. Norðmenn eru nú þriðju mestu ol- íuútflytjendur í heimi, á eftir Sádi- Aröbum og Rússum. En fyrst og fremst eru það áhyggjur af því að heimsframleiðslan muni ekki geta vaxið nægilega hratt til að slá á verðið sem hafa hækkað verðið. „Menn hafa áhyggjur af takmark- aðri getu OPEC til að auka fram- leiðsluna og þess vegna skiptir ekki öllu máli þótt við sjáum vandamál í aðsigi í Noregi eða í Nígeríu, sérhver óttatilfinning, hversu lítil sem hún er, mun koma í veg fyrir að verðið lækki,“ sagði Orrin Middleton, orku- málasérfræðingar hjá Barcleys-bank- anum í London. Er sums staðar full- yrt að það eina sem geti stöðvað hækkanir sé hrun í eftirspurn. Ýmsar Asíuþjóðir, fyrst og fremst Kínverjar og Indverjar, hafa gripið til þess að hækka verð innanlands til að reyna að draga úr neyslunni. Þessar þjóðir þurfa nú mikið af olíu vegna vax- andi iðnaðarframleiðslu og bílaeignar. Hefur þessi þróun verið talin ein helsta ástæða þess að í framtíðarsamningum um olíukaup í New York og London er verðið nú mun hærra en áður. Virðast menn telja að ekki takist að auka olíu- vinnsluna í takt við vaxandi eftirspurn á næstu árum. OPEC sagt munu auka enn framleiðsluna Mikill hagvöxtur er einnig í Banda- ríkjunum og virðast verðhækkanir á bensíni ekki enn hafa orðið til að draga úr notkun almennings þar í landi, þrátt fyrir háværar kvartanir margra. Birt verður í dag skýrsla stjórnvalda í Washington um birgða- stöðu og geta niðurstöður hennar haft mikil áhrif; sé staðan góð fyrir næsta vetur gæti olíuverð lækkað en hækk- að ella. Olíuverð hefur að sögn breska blaðsins Financial Times fjórfaldast í Bandaríkjunum síðustu sjö árin. Það er þó enn nokkru lægra en 1980 en þá var fatið á um 80 dollara þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu síðustu 25 árin. Samningaviðræður stóðu yfir í gær í Noregi en starfsmenn krefjast betri eftirlaunakjara og hærra vakta- álags. Bent er á að þar sem olían er svo mikilvæg í efnahag landsins gæti farið svo að ríkisstjórnin setti lög um gerðardóm á verkfallsmenn áður en til vinnustöðvunar kæmi. Hafa stjórn- völd oftar en einu sinni gripið inn í vinnudeilur í olíuiðnaði. OPEC-samtökin, sem Noregur á ekki aðild að, ákváðu fyrir rúmri viku að auka heildarframleiðsluna um 500.000 föt á dag og verður hún þá 28 milljónir fata. Talsmenn OPEC sögðu þá að ástæðan fyrir hækkandi verði á heimsmarkaði væri flöskuháls í hreinsistöðvum þar sem unnið er bensín úr hráolíu. Talið er að OPEC ákveði fljótlega að auka framleiðsluna á ný til að halda verði í jafnvægi. Hækki verðið enn mun það ýta undir kröfur um að lögð verði meiri áhersla á þróun annarra orkugjafa sem gæti með tímanum minnkað vægi olíu- afurða í orkubúskap heimsins. Olíuverð á heimsmarkaði ekki hærra síðan um 1980 Ótti við verkfall starfsmanna olíu- borpalla í Noregi hækkar olíuverð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÉTT um áttaleytið í gærkvöldi var skotið á loft af rússneskum kafbát staðsettum í Barentshafi geimfari sem knúið er með sólar- orku. Þetta þykir stórmerkilegt geimskot, sumir segja að hér ræði um einstaka og nýja aðferð til að sjá geimflaugum fyrir afli á leið sinni út í geim. Í fréttum BBC og AFP kemur fram að um einkaframkvæmd er að ræða, smíði Cosmos-1- flaugarinnar er að hálfu leyti kost- uð af Cosmos Studios, sjónvarps- stöð sem Ann Druyan, ekkja stjarneðlisfræðingsins og rithöf- undarins Carls Sagan, kom á fót í minningu hans. Planetary Society, geimrannsóknastöðin sem Sagan stofnaði 1980, hefur undirbúið ferð Cosmos-1 en flaugin sjálf var byggð af NPO Lavochkin, geim- rannsóknastöð í Rússland. Rúss- nesk stjórnvöld lögðu til kafbátinn sem verður notaður sem skotpall- ur. Seglin á Cosmos-1 varpa ljós- ögnum sólarinnar í öfuga átt og með þeim hætti er geimflaugin knúð áfram út í geim. Telja sumir að hér sé komin ódýr og fljótlegri leið til að varpa geimflaugum út í geim. „Cosmos-1 er stutt og lítil geim- ferð sem á sér það meginmarkmið að sanna þá hugsun sem býr að baki: að hægt sé að sigla um geim- inn,“ sagði Amir Alexander, tals- maður Planetary Society, í samtali við BBC. Hröðunin eykst stöðugt Cosmos-1 er 100 kg að þyngd og mun fara á braut umhverfis jörðu í um 800 km fjarlægð frá yfirborð- inu. Flaugin mun taka myndir af jörðunni í fjóra daga áður en átta plastseglin, sem hlaðin eru áli, opnast og mynda 30 metra hring. Víst er að sú hröðun sem sólar- ljósið veitir er ekki mjög mikil en kostur þessarar aðferðar umfram aðrar leiðir, sem notaðar eru til að knýja geimskip áfram, er sá að hröðunin er mjög stöðug. Cosm- os-1 fer semsé alltaf hraðar og hraðar – og klífur hærra og hærra út í geim – eftir því sem fram líða stundir. „Geimsiglingar eru í raun og veru eina þekkta tæknin sem felur í sér möguleikann á því að við náum einn daginn alla leið til stjarnanna, því að svona flaugar þurfa ekki að flytja eldsneyti með sér og af því að þær geta sífellt aukið hröðunina – jafnvel þegar þær hafa ferðast um óravegu frá jörðu,“ sagði Alexander. &' '     #$( %  % ( ')   % '  '   B6 ,"76 .$,:, -) B6 ' /$)$' "'-,* ,. ) 0 "76 '- $7 !'C< 06 -7 ' ; '' 7 50, = &'      *  $  "76 ' 'N ) '' 5 * 4 &'    +  ,    $  "76 'C) N) 5 * 4 )"0' 06 -7 ,   -           ! "#$%&' "' ( ( , ' '  ''     %      .'   *'*'' $ / '' #     $ *  ' '   .*0'    ', + '   % % ' ' .        ' ' &  #  .   1.   !"#$#%&'" ( ) 2%' '*.  $%  '  '     $ ' .(+  # +' $ *    3* # * 4 . 5( '   $ '  6  +, &'$' *,* +' *   '  ''   7  0,*8 - ( + ' ' ' -  &192:;&<=>&3?=@2A1@>! B$ ' '  ) $ ' &%   '  * $   C ?'   6-!! ' 1 @ 7A,!*36 0 ,N'"!-= ! 0:5) @ 2 ,"')H/ 0 Á að svífa seglum þöndum um geiminn Beirút. AFP. AP. | George Hawi, þekkt- ur stjórnmálamaður og eindreginn andstæðingur Sýrlendinga, féll í gær af völdum bílasprengju í miðborg Bei- rút, höfuðborg Líbanon. Hawi var fyrrverandi formaður kommúnista- flokks landsins og forðum stuðnings- maður Sýrlendinga en hafði snúist gegn þeim. Hann er annar þekktur andstæðingur Sýrlendinga sem myrtur er á skömmum tíma í Líb- anon, en fyrir þremur vikum fórst blaðamaðurinn Samir Kassir einnig í bílasprengjutilræði. Þá var fyrrver- andi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, myrtur í sprengjutilræði í febrúar. Morðið á Hawi kemur í kjölfar þess að andstæðingar Sýrlendinga náðu meirihluta á líbanska þinginu, í fyrsta sinn frá því að borgarastyrjöldinni í Líbanon lauk árið 1990. Úrslit kosn- inganna urðu ljós um helgina og þóttu mikill sigur fyrir leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, Saad Hariri, son Rafik Hariri. Saad Hariri sagði að sprengjutilræðið í gær hefði verið „hluti af röð tilræða gegn áhrifa- mönnum í Líbanon“ og hefðu það að markmiði að grafa undan úrslitum kosninganna. Sýrlendingar hafi útbúið lista yfir þá sem þeir vilji myrða Stjórnarandstæðingar voru fljótir að kenna útsendurum Sýrlendinga um morðið á Hawi, en Sýrlendingar kveðast ekki bera ábyrgð á tilræðinu. Stjórnarandstæðingar segja Sýrlend- inga einnig hafa myrt Kassir og Hariri og fullyrða að þeir hafi útbúið lista yfir fleiri menn sem þeir vilji myrða í Líbanon. Þeim fullyrðingum vísa Sýrlendingar einnig á bug. Rannsóknarhópur á vegum Sam- einuðu þjóðanna er nú staddur í Líb- anon til að rannsaka morðið á Rafik Hariri. Í gær yfirheyrði hópurinn Mustafa Hamdan, yfirmann öryggis- sveita forseta landsins, en hann er í hópi nokkurra háttsettra Sýrlend- inga sem grunaðir eru um aðild að morðinu. „Röð til- ræða gegn áhrifa- mönnum“ Andstæðingur Sýrlend- inga myrtur í Beirút MAHMUD Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, hittust í gær í Jerúsalem á öðrum fundi sínum frá því að Abbas var kjörinn. Undanfarið hefur spenna aukist á hernumdu svæðunum en á mánudag var ung pal- estínsk kona handtekin, grunuð um að vera á leið inn á sjúkrahús með sprengju. Sama dag skutu liðsmenn samtakanna Íslamskt Jihad ísraelskan landnema á vesturbakkanum. Í kjölfarið handtók ísraelskt herlið um 50 meðlimi samtakanna. Atburðir þessir skyggðu á fundinn sem þótti ár- angurslítill. Sharon bauð Palestínumönnum yfir- ráð yfir tveimur borgum á vesturbakkanum gegn því að endi yrði bundinn á ofbeldi. Að loknum fundinum sagði Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu, hann hafa verið „vonbrigði“. „Í þeim grundvallarmálum sem við væntum jákvæðra svara við, fengum við engin,“ sagði Qurei. AP Spenna skyggir á fund Abbas og Sharons

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.