Morgunblaðið - 22.06.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 23
MENNING
Lárus Ingólfsson fæddist í Reykjavík 22. júní
1905. Hann var óvenjulega fjölhæfur lista-
maður: einn vinsælasti gamanleikari og gam-
anvísnasöngvari þjóðarinnar um árabil og
helsti leikmynda- og búningateiknari sinnar
tíðar. Hann var sérstæður persónuleiki, allt í
senn fágaður fagurkeri, trúaður kaþólikki og
frábær skemmtikraftur. Hann lést í Reykja-
vík 22. september 1981.
F
oreldrar Lárusar voru Ingólfur
Lárusson (1874–1963) og kona
hans, Vigdís Árnadóttir (1880–
1976). Ingólfur var lengi skip-
stjóri á skútunum, en eftir að
tímabil þeirra leið undir lok gerðist hann skip-
stjóri á strandferðaskipinu Skildi sem gekk á
milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness.
Þau hjón eignuðust fimm börn og var Lárus
næstelstur. Hin voru Árni, skipstjóri, Örn,
fulltrúi, og systurnar Rósa og Gyða, húsmæður
í Reykjavík. Fjölskyldan bjó lengst á Berg-
staðastræti 68 og þar bjó Lárus til dauðadags,
í lítilli íbúð í kjallaranum, ókvæntur og barn-
laus. Í íbúð sinni skapaði hann ævintýraheim
sem gleymist ekki þeim sem þangað komu.
Lárus hafði afar næmt listrænt auga, dró á
ferðum sínum erlendis að sér marga sér-
kennilega og fagra gripi, og innganginn niður í
kjallarann skreytti hann sérstæðu flúri sem
enn ber vitni um litagleði húsráðandans.
Trúmál og myndlist
Fyrstu tilsögn í myndlist hlaut Lárus Ing-
ólfsson hjá þeim Guðmundi Thorsteinssyni,
Muggi, og Ríkharði Jónssyni á árunum 1923–
25. Hann snerist ungur til kaþólskrar trúar og
fór tvítugur að aldri ásamt Meulenberg bisk-
upi í eins konar pílagrímsför til Rómar. Mun
hann á þeim tíma hafa haft mestan áhuga á
trúarlegri myndlist og kirkjuskreytingum og
lærði á árunum 1926–27 sérstaklega helgi-
myndagerð í klaustrinu St. Maurice de Cler-
vaux í Luxemburg, sama klaustri og Halldór
Laxness hafði dvalist í nokkrum árum fyrr. Þó
að leikhúsið yrði aðalstarfsvettvangur hans
hafði hann ávallt miklar taugar til helgimynda-
listar og eru til frá hans hendi nokkur sérstæð
verk þeirrar tegundar. Voru það ekki síst íkon-
ar grísk-kaþólsku kirkjunnar sem heilluðu
hann og kom hann sér með tímanum upp afar
vönduðu safni íkona, næsta einstæðu hér á
landi.
Leikmynda-
og búningagerð
Lárus bjó að mestu í Kaupmannahöfn frá
1927 til 1933. Hann stundaði þar nám í tísku-
teiknun, búningagerð og leiktjaldamálun, eins
og fagið var gjarnan nefnt á þeim tíma, og frá
1929 var hann starfsmaður Konunglega leik-
hússins. Hann var þó aðeins skrifaður fyrir
leikmynd og búningum í einni sýningu þess,
Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar árið
1932. Hann vann við fleiri leikhús í Danmörku,
þ.á m. Dagmar-leikhúsið, og var m.a. kvaddur
til aðstoðar við sýningu þess á Fjalla-Eyvindi
Jóhanns árið 1933. Þó að vegur hans sem lista-
manns yrði ekki mikill í Danmörku lagði hann
þar grunn að þeirri fagmennsku sem síðar ein-
kenndi öll störf hans fyrir íslenskt leikhús.
Lárus kom alkominn heim árið 1933 og gerð-
ist þá aðalleikmynda- og búningateiknari Leik-
félags Reykjavíkur. Þar starfaði hann til 1950,
er hann réðst til Þjóðleikhússins. Lárus er því í
raun og veru sá sem fyrst fullnægir faglegum
kröfum til leikmynda- og búningagerðarmanns
hér á landi: aflar sér bestu menntunar sem völ
er á erlendis og starfar við fagið alla tíð síðan.
Starfsbróðir hans og nemandi, Gunnar R.
Bjarnason, sem starfaði við hlið hans í um tvo
áratugi í Þjóðleikhúsinu, lýsti því svo í viðtali
að hann hefði verið „afar vel að sér í stílsögu og
hafsjór af þekkingu um allt sem varðaði eldri
byggingarstíl, innréttingar, húsgögn og fata-
hönnun“. Í sama streng taka allir aðrir sem
unnu með Lárusi og enn eru til frásagnar.
Leiklist og starfsskilyrði
En Lárusi var fleira til lista lagt, eins og
drepið er á að framan. Í Kaupmannahöfn naut
hann einkatilsagnar Holgers Gabrielsen, eins
fremsta leikara Dana á millistríðsárunum
(hann var seinna kennari Lárusar Pálssonar),
auk þess sem hann fékk mikinn áhuga á dansi,
ekki síst ballett. Mun hann hafa komið talsvert
fram á sviði á Danmerkurárum sínum og má
sem dæmi nefna að hann starfaði, að sögn vin-
ar hans Bjarna Guðmundssonar blaðafulltrúa,
við dans- eða kabarettflokk landflótta Rússa í
Höfn og ferðaðist með flokknum víða um land.
Það var því engin furða að Lárus ætti eftir að
slá eftirminnilega í gegn í revíunum sem urðu
fastur liður í íslensku leikhúslífi á fimmta og
sjötta áratugnum. Þar kom sér einnig vel
hversu snjall gamanvísnasöngvari hann var, og
er sumt af því besta raunar varðveitt í upp-
tökum, t.d. makalaus túlkun hans á raunum
Danans á Íslandi eða saumavísunum. Hann lék
einnig þó nokkuð í almennum leiksýningum,
bæði hjá LR og Þjóðleikhúsinu, oftast gaman-
söm hlutverk, þó að alvarlegri hlutverkum
brygði fyrir inn á milli.
Því fór fjarri að starfsskilyrði fyrsta fullgilda
búninga- og leiktjaldamálarans á Íslandi væru
eins og best yrði á kosið. Þegar hann kom heim
hafði LR aðstöðu til leiktjaldamálunar
í kjallara Þjóðleikhússins sem var þá í
byggingu. Eftir að í Þjóðleikhúsið
kom urðu aðstæðurnar að sumu leyti
auðvitað þægilegri, en Lárus hlaut þó
að finna fyrir því að húsið var í reynd
ekki byggt með þarfir nútíma-
leikmyndagerðar í huga. Þar var – og
er enn í dag – mjög erfitt að vinna
með stærri einingar, eins og sjálfsagt
þykir í nútíma leikhúsi, en innri til-
högun hússins fremur miðuð við þann
tíma þegar leikmyndir voru aðallega
samsettar úr sléttum flekum og tjöld-
um, hliðar- og baktjöldum, sem báru
síðan „illusjónistíska“ sviðsmyndina
uppi. Þetta átti ugglaust sinn þátt í því
að Lárus hélt sig fremur innan marka
hefðarinnar í leikmyndagerðinni, þó
að hann þekkti vel módernískar hug-
myndir frá námi og ferðum erlendis.
Vinnuálag á hann var gríðarlegt, ekki
síst fyrstu árin í Þjóðleikhúsinu; t.d.
gerði hann leikmyndir fyrir 25 sýn-
ingar á fyrstu þremur árum þess og
búninga fyrir 20 sýningar. Allt þetta
verða menn að hafa í huga þegar verk
hans eru metin.
Söguleg staða
Því miður verður að segjast að tím-
inn hefur farið nokkuð hörðum hönd-
um um verk Lárusar Ingólfssonar.
Þannig mun sviðslíkönum hans flest-
um hafa verið fargað á sínum tíma,
sjálfsagt fremur vegna plássleysis en
sinnuleysis, þó að kannski hafi menn
ekki fyllilega skilið þá hversu merkar
leikminjar þau myndu talin síðar.
Enn er þó mikið til í safni Þjóðleikhússins af
fögrum búningum og búningshlutum frá hans
hendi. En minning hans hefur sjálfsagt goldið
þess að hann tengist viðhorfum og smekk sem
hafa ekki verið í sérstökum hávegum höfð síð-
ustu áratugi.
Þrátt fyrir þetta er Lárus afar merkur mað-
ur í íslenskri leiksögu og sem leikmynda- og
búningahöfundur helsti fulltrúi þess sam-
hengis sem má finna í þróun leikmyndlistar á
fyrri hluta síðustu aldar. Leikminjasafn Ís-
lands hefur því frá upphafi lagt sérstaka rækt
við að ná saman heimildum um list hans og á
orðið
Á aldarafmæli
Lárusar Ingólfssonar
Þriðji þáttur Gullna hliðsins eftir Davíð Stefánsson, vatnslitamynd af sviðinu eftir Lárus.
Lárus Ingólfsson í léttri sveiflu með Nínu Sveinsdóttur.
Jón Viðar er forstöðumaður
Leikminjasafns Íslands og
Ólafur varaformaður stjórnar
safnsins.
eftir Jón Viðar
Jónsson og Ólaf
Engilbertsson
LÁRUS Ingólfsson um sjálfan sig, lífið og
listina í blaðaviðtölum:
„Ég hafði löngun til að gerast munkur,
en af því varð þó ekki. Heldurðu að það
hefði verið huggulegt, ef ég hefði sungið
gamanvísur fyrir hina munkana allt mitt
líf? Ég hef allt-
af haft sterka
tilhneigingu til
að gefa eitt-
hvað af sjálfum
mér, en það er
ekki aðeins
hægt með
munkalífi, held-
ur einnig í list-
inni, leikhús-
inu. Kirkjuna
hef ég þó aldr-
ei yfirgefið.“
(Mbl. 13.7.
1965.)
„Ég var af-
skaplega veim-
iltítulegur og „pen“ með mig á þessum
árum /námsárunum í Kaupmannahöfn/.
Holger Gabrielsen, sem kenndi okkur við
Konunglega, var vanur að segja, þegar
ég kom inn í tíma: „Kommer vikingen.“
„Mér var sagt að ég yrði hungurmorða
á Íslandi … og ég tala nú ekki um, þegar
ég í fyrstunni ætlaði einungis að læra
leiklist. En svo var mér ráðlagt að læra
einnig leiktjaldateiknun og búningagerð,
og þá urðu menn bjartsýnni á framtíð
mína í mannheimi.“
„Að leika í revíu er svo frjálst og
skemmtilegt. Þar má gera allar hunda-
kúnstir og leyfa sér hluti, sem ekki eru
taldir sæma á öðrum sýningum. Það var
mér blátt áfram lífsfylling að fá landa
mína til þess að hlæja hjartanlega á vor-
in … “
„Umhverfis Þjóðleikhúsið var stóreflis
gaddavírsflækja og varðturnar á stöku
stað /á stríðsárunum/. Inn fékk ég ekki
að fara nema ég sýndi soldátum vegabréf
og óræka sönnun þess, að ég væri bara
hann „Lassi“, óbreyttur leiktjaldateiknari
og engu stórveldi skeinuhættur. Þetta
var í sjálfu sér gott og blessað. En hitt
var þó öllu verra, að á vinnustofunni stóð
yfir okkur vörður með alvæpni og fylgd-
ist með sérhverri hreyfingu eins og við
værum vísir til skæruhernaðar, og vildum
sprengja Þjóðleikhúsið, það er birgða-
skemmuna, í loft upp. Ég hélt á fund her-
stjórnarinnar og spurði, hvort þeim þætti
líklegt að tauganæmir leikhúsmenn gætu
málað falleg leiktjöld með köld byssu-
hlaupin horfandi í hnakkann á sér. Jú,
þeir viðurkenndu að margt gæfi betri
„inspiration“ en byssuhlaup, og loks
fengum við að vera einir á vinnustof-
unni.“
„Yfirleitt hef ég unað mér vel við öll
viðfangsefni, sem ég hef fengið, en verð
þó að viðurkenna, að ég er síst hrifinn af
þessum íslensku sveitamótifum, torfbæj-
um, „fagurri“ fjallasýn og öðru slíku. Þau
eiga ekki beinlínis við mig … Ég man til
dæmis eftir einu verki þar sem leik-
umgerðin verður nær alltaf hin sama,
þótt hún eigi ekki að vera það. … Fjögur
atriði þessa leiks fara fram á hlaðinu sitt
á hvorum bænum. Nú, hlöð á þessum tíma
voru ætíð nokkurn veginn eins í stórum
dráttum svona. Hvernig á að skapa fjöl-
breytni í leiktjöldum í slíku verki?“
„Leikumgerð á að vera einföld, en fal-
leg. Til dæmis er hreinasti óþarfi að
dengja inn á sviðið urmul af súlum, boga-
göngum og alls kyns hallarpírpumpári,
og hafa svo kannski fjarvíddarlandslag í
bakgrunni. Slík leiktjöld eru einungis
glepjandi. Þau draga athygli áhorfenda
frá sjálfum leiknum, en eru síst til þess
að auka skilning á sjálfu leikverkinu.“
(Tíminn 13.7. 1965.)
Lárus í
eigin orðum
Lárus Ingólfsson við mál-
arastörf í Þjóðleikhúsinu.