Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HUGSJÓNIR OG HAGSMUNIR
Condoleezza Rice, utanríkisráð-herra Bandaríkjanna, fluttiræðu í Egyptalandi í fyrradag
þar sem hún lýsti yfir því að Banda-
ríkjastjórn hefði snúið baki við þeirri
raunsæisstefnu, sem fylgt hefði verið í
málefnum Mið-Austurlanda undan-
farna áratugi. Orðum sínum beindi
hún að tveimur helstu bandamönnum
Bandaríkjamanna á þessum slóðum.
„Í 60 ár hefur þjóð mín sóst eftir stöð-
ugleika á kostnað lýðræðis í Mið-
Austurlöndum – og við höfum hvorugu
náð fram,“ sagði hún í ræðunni. „Nú
höfum við tekið nýja stefnu. Við styðj-
um vonir allra þjóða um lýðræði.“
Rice gagnrýndi bæði Saudi-Arabíu
og Egyptaland fyrir að stinga mót-
mælendum í fangelsi og skoraði á
stjórnvöld þar að halda lýðræðislegar
kosningar, sleppa pólitískum föngum
og tryggja réttindi kvenna og tjáning-
arfrelsi.
Rice var harðorðari í garð Sýrlend-
inga og sagði að Sýrland væri lög-
regluríki. Sömuleiðis gagnrýndi hún
írönsk stjórnvöld og sagði að „sýnd-
arkosningar dygðu ekki til að fela
skipulagða grimmd klerkaveldisins í
Íran“. Hún sagði að í Mið-Austurlönd-
um gæti „óttinn við frjálsar ákvarð-
anir ekki lengur réttlætt það að neita
[fólkinu] um frelsi“.
Ræðu Rice hefur verið tekið heldur
fálega bæði í Egyptalandi og Saudi-
Arabíu. Ahmed Aboul Gheit, utanrík-
isráðherra Egyptalands, sem kom
fram á blaðamannafundi með Rice,
spurði hver myndi andmæla sann-
gjörnum, gagnsæjum kosningum og
bætti við: „Allir vilja sanngjarnar,
gagnsæjar kosningar. Og það mun
verða svo, um það fullvissa ég þig.“
Stjórnvöld í Saudi-Arabíu, þar sem
Rice var í gær, sögðu að íbúar hvers
lands væru í bestri stöðu til að ákveða
hvernig standa ætti að umbótum.
George Bush Bandaríkjaforseti hef-
ur ítrekað hamrað á því að hann styðji
frelsi og lýðræði með þeim orðum að
hver þjóð eigi að finna sína eigin leið
til lýðræðis. Með ræðu sinni hefur
Rice sagt skýrum orðum að stjórnvöld
ríkja, þar sem ekki ríkir frelsi og lýð-
ræði, muni ekki geta keypt sér frið-
helgi með því einu að styðja Bandarík-
in. Þess er ekki að vænta að þessi ríki
verði þvinguð til aðgerða á einni
nóttu, en ætlast má til þess að þrýst-
ingurinn verði aukinn verulega, meðal
annars í kringum kosningarnar, sem
nú eru í vændum í Egyptalandi og
verða síst frjálsari en kosningarnar í
Íran ef að líkum lætur. Bandaríkja-
menn verða einnig að sýna að þeim
séu frelsi og mannréttindi jafn dýr-
mæt í verki og í orði. Það er engin
furða að gagnrýnendur Rice skuli vísa
til meðferðar fanga við Guantanamo-
flóa á Kúbu og í Abu Ghraib-fangels-
inu í Írak þegar þeir andmæla henni.
Það vekur einnig furðu að Bandaríkja-
menn skuli flytja fanga, sem grunaðir
eru um aðild að hryðjuverkahreyfing-
um, til yfirheyrslu í löndum á borð við
Egyptaland og Sýrland þar sem víst
má telja að þeir eigi yfir höfði sér
pyntingar.
Rice benti á það er hún svaraði
spurningum eftir að hafa flutt ræðuna
að Mið-Austurlönd væru vagga sið-
menningarinnar og spurði hvernig á
því gæti staðið að hagkerfi 22 ríkja í
þessum heimshluta samanlögð væru
aðeins og stærð við hagkerfi Spánar.
Hún svaraði sér sjálf með því að það
væri vegna skorts á frelsi og hitti þar
naglann á höfuðið. Með orðum sínum í
Egyptalandi viðurkenndi Rice að
Bandaríkjastjórnir hefðu hingað til
látið hagsmuni bera hugsjónir ofur-
liði. Með hvaða hætti munu Banda-
ríkjamenn sýna í verki að það sé liðin
tíð? Eru Bandaríkjamenn tilbúnir að
sækjast eftir lýðræði þótt það kunni
að verða á kostnað stöðugleika?
„BARNASKAPUR OG REYNSLULEYSI“
Almar Örn Hilmarsson, fyrrverandiforstjóri Iceland Express og nú
forstjóri Sterling-flugfélagsins í Dan-
mörku, segir í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að sú ákvörðun samkeppnis-
ráðs að heimila kaup FL Group á
Bláfugli lýsi „barnaskap og reynslu-
leysi“ Samkeppnisstofnunar.
Almar Örn segir ennfremur:
„Þeir virðast bara trúa því að nóg sé
að slá á puttana á fólki og segja eitt-
hvað í þessa veru: Þú mátt ekki tala við
þennan eða hringja heim í þennan og
menn hagi sér svo bara í samræmi við
það. Auðvitað hittast þessir sömu
menn bara einhvers staðar uppi í sum-
arbústað eða annars staðar og bera
saman bækur sínar. Þetta er ekkert
flóknara en svo.“
Almar Örn Hilmarsson bætir því við
að með ákvörðun samkeppnisráðs sé
verið að gera út af við fraktflutninga
Iceland Express.
Allt er þetta rétt. Enda talar hér
maður, sem hefur þekkingu á og
reynslu af viðskiptalífi á Íslandi nú um
stundir. Það er tími til kominn að gera
ákveðnari kröfur til þeirra eftir-
litsstofnana, sem settar hafa verið á fót
til þess að veita viðskiptalífinu aðhald.
Ákvörðun samkeppnisráðs, sem trygg-
ir FL Group allt að 90% hlutdeild í
fraktflutningum í lofti á milli Íslands
og annarra landa, stenzt ekki gagn-
rýna skoðun. Hún er í raun óskiljanleg.
Enda segir Almar Örn í fyrrnefndu
samtali við Morgunblaðið:
„Ég er mjög undrandi á þessum úr-
skurði samkeppnisráðs og þegar ég
var kallaður niður í Samkeppnisstofn-
un vegna þessa máls á sínum tíma, þá
hafði ég ákveðna tilfinningu fyrir því,
að þeir ætluðu að gera eitthvað af viti
og banna slíkan samruna, af hreinum
samkeppnisástæðum og engu öðru, en
ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Út
frá lögfræðilegu sjónarmiði tel ég það
vera svo augljóst, að samruni sem
þessi muni leiða til einokunar á mark-
aðnum og ég spyr bara, hvort það sé í
verkahring samkeppnisyfirvalda að
tryggja að svo verði.“
Samkeppnisstofnun og samkeppnis-
ráð verða að rökstyðja ákvörðun sína
með skýrari hætti en gert hefur verið
til þessa. Hér er um opinbera aðila að
ræða, sem falið hefur verið það hlut-
verk að tryggja samkeppni og koma í
veg fyrir einokun. Þegar teknar eru
ákvarðanir, sem hafa þveröfug áhrif á
almenningur heimtingu á að vita hvers
vegna.
Það er liðin tíð að opinberir aðilar á
Íslandi geti þagað, þegar fram kemur
rökstudd gagnrýni á gerðir þeirra.
Samkeppnisyfirvöld verða að svara.
E
ftir áralanga áþján hafa
Írakar sögulegt tækifæri
til að koma á lýðræði og
byggja upp land sitt. Til
þess að Írakar standi sem
best að vígi á þessum tímamótum og
geti búið í haginn fyrir lýðræði og hag-
sæld þarf bæði skörulega og langvar-
andi aðstoð frá samfélagi þjóðanna.
Norðurlandaþjóðirnar vilja því auka að-
stoð sína enn frekar.
Alþjóðlega ráðstefnan um Írak, sem
nú stendur yfir í Brussel og fjöldi ríkja
tekur þátt í ásamt Sameinuðu þjóðunum
og Evrópusambandinu, veitir samfélagi
þjóðanna tækifæri til að láta í ljós sam-
eiginlegan stuðning við þróun lýðræðis í
Írak og efnahagslega endurreisn lands-
ins.Til merkis um sameiginlega afstöðu
okkar skrifum við, fimm norrænir utan-
ríkisráðherrar, eftirfarandi grein.
Í júní 2004 samþykkti öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna einróma ályktun
nr. 1546 þar sem fagnað var lokum her-
námsins, fullveldi Íraks var staðfest að
nýju og lagðar voru línur fyrir þróun
lýðræðis í landinu. Ályktunin var stað-
festing þess að samfélag þjóðanna hafði
ákveðið að líta fram á veginn. Við fögn-
um því að Sameinuðu þjóðunum hefur
verið veitt forystuhlutverk í endurreisn
Íraks. Vegur það þungt er við göngum
nú enn lengra í stuðningi okkar við
írösku þjóðina.
Undanfarið ár hafa orðið miklar
framfarir í átt til lýðræðis í Írak. Þing-
kosningar voru haldnar með góðum
árangri, bráðabirgðastjórn mynduð og
hafist var handa við að semja nýja
stjórnarskrá. Til að styrkja lýðræðið í
Írak frekar í sessi er áríðandi að þjóð-
aratkvæðagreiðsla verði haldin um nýju
stjórnarskrána í október, eins og fyrir-
hugað var, og að nýjar almennar kosn-
ingar fari fram í Írak í desember 2005.
Jafnframt er áríðandi fyrir framgang
lýðræðis og samningu nýrrar stjórnar-
skrár Íraks að allir hópar Íraka óháð
kynþætti, kyni eða trú fái tækifæri til
að taka þátt í stjórnmálaþróuninni.
Því miður hamlar mjög slæmt ástand
öryggismála framþróun í Írak. Öfl
hryðjuverka og ótta ógna nú lýðræðis-
þróuninni. Fyrir þessum öflum fer
sundurleitur hópur manna, allt frá
ótíndum glæpamönnum, þjóðernissinn-
uðum uppreisnarmönnum og fylgis-
mönnum Saddams Husseins, til hópa
sem eru innblásnir af trúarlegu ofsæki
og sækja sumir hverjir stuðning erlend-
is frá. Óháð því af hvaða hvötum þessir
hópar stjórnast hindra þeir framþró-
unina í lýðræðisátt. Hvorki íraska þjóð-
in né samfélag þjóðanna geta látið árás-
ir hryðjuverkamanna stöðva
uppbyggingu nútímalegs lýðræðisríkis í
Írak.
Til að styrkja getu Íraka til að
tryggja sjálfi
fræðsla verið
kerfisins og m
og hersins. Ö
af mörkum ti
Þannig verða
að vernda bo
verkum og sk
mannréttindi
framþróun í
félags þjóðan
árangur er a
komið í lag.
Þátttaka n
við að koma
senda endurr
þágu allra gr
lýðræðisríki
stöðugleika á
dæmi um það
tengsl geta le
styrkt framþ
til að auka ve
Vilji þjóðar
Það er kominn tími til að Írakar fái að búa við frið
og öryggi, njóta mannréttinda og lifa án fátæktar
og kúgunar. Írak ber einnig að fá sinn sess í sam-
félagi þjóðanna.
Davíð Oddsso
Skilaboð Norðurlan
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands telur að íslenskt
fyrirtæki sem flutti 12 Pólverja til landsins til
vinnu í byggingariðnaði hafi gert það á fölskum for-
sendum og að samkvæmt ráðningarsamningi sem
ekki var lagður fram hjá Vinnumálastofnun, eins og
rétt hefði verið, hafi kjör þeirra verið langtum lak-
ari en kveðið sé á um í löglegum kjarasamningum.
Lögmaður fyrirtækisins, Geymis ehf., segir þetta
rangt og að í samningnum séu tilgreind útborguð
laun en ekki heildarlaun.
Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að
nokkrir Pólverjanna byggju við slæman aðbúnað í
atvinnuhúsnæði við Hyrjarhöfða. Einnig var sagt
frá grun lögreglu um að þeir hefðu ekki tilskilin at-
vinnuleyfi en sá grunur reyndist ekki réttur þ
ir höfðu þeir fengið atvinnuleyfi frá Vinnu
stofnun til að starfa fyrir Geymi. Vegna bir
mynda af húsinu óskaði forsvarsmaður Bí
stöðvarinnar að því yrði komið á framfæri a
irtækið tengdist Pólverjunum ekki.
Í fréttatilkynningu sem ASÍ sendi frá sér
segir m.a. að í samningnum sé kveðið á um
króna jafnaðarkaup og jafnmikið fyrir yfir
Ekkert orlof sé greitt ofan á launin eða kveðið
önnur réttindi. Engir launaseðlar hafi heldur
gefnir út vegna launagreiðslna sem þegar haf
fram. Þessi kjör séu mun lakari en samkvæm
samningi sem lagður hafi verið fyrir Vinnu
Fengnir til landsins
LÖGMAÐUR Geymis ehf. segir að
samningur sem ASÍ hefur vísað til
og sagt til merkis um að fyrirtækið
hafi greitt 12 Pólverjum langtum
lægri laun en kveðið sé á um í kjara-
samningi, hafi einungis verið til út-
skýringar og að mennirnir hafi feng-
ið greidd laun í samræmi við
kjarasamning Eflingar.
Í umræddum samningi sem
Geymir gerði við Pólverjana í apríl
segir að fyrir 250 vinnustundir á
mánuði fái þeir 120.000 krónur.
Greidd laun fyrir yfirvinnu séu 480
krónur á tímann. Uppsagnarfrestur
vegna verkefnaskorts sé 10-15 dag-
ar og á fjögurra mánaða fresti fái
þeir 12 daga ólaunað frí. Standi þeir
sig ekki í starfi verði þeir sendir
heim og þurfi þá að greiða 28.000
krónur í húsaleigu og 65.000 krónur
fyrir flugmiðann en þeir geti einnig
unnið af sér skuldina. Þeir fái frítt
húsnæði og ferðalög til og frá Pól-
landi séu greidd fyrir þá á fjögurra
mánaða fresti. Þá þurfi þeir að
greiða fyrir hugsanlegar skemmdir
á leiguhúsnæði, þurfi sjálfir að sjá
sér fyrir fæði og að koma sér á
vinnustað ef ekki tekst að útvega
þeim far. Ekki er fjallað um fleiri at-
riði í samningnum, s.s. orlofs- og
veikindarétt.
Helgi Eiríksson forsvarsmaður
Geymis vildi ekki svara spurningum
Morgunblaðsins en vísaði þess í stað
á lögmann sinn, Eirík Elís Þorláks-
son hdl. Eiríkur sagði að í ráðning-
arsamningi við mennina, sem lagður
hefði verið fram hjá Vinnumála-
stofnun, væri tekið fram að kjör
þeirra færu í einu og öllu eftir kjara-
samningi Eflingar. Við það hefði
verið staðið og mennirnir fengið
greidd laun í samræmi við það.
Hann sagði að mennirnir hefðu unn-
ið fyrir Geymi sem hefði tekið að sér
störf fyrir önnur fyrirtæki sem und-
irverktaki. Eiríkur sagði að eftir að
gengið var frá samningnum hefðu
Pólverjarnir óskað eftir því að fá
nánari upplýsingar um hvað þeir
fengju í vasann þegar tillit hefði ver-
ið tekið til skatta, launatengdra
gjalda, kostnaðar við uppihald, hús-
næði og ferðir o.fl. Af þeim sökum
hefði annar samningur verið gerður,
þ.e.a.s. sá sem vísað er til hér að of-
an. Eftir sem áður færu kjör þeirra
eftir Eflingarsamningum.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Eflingar eru lágmarksla
100% starf 103.500 og d
tímar í mánuði eru 173,5.
yfirvinnukaup eru um 1.10
á tímann, í þeim launafl
mennirnir falla í. Fyrir 25
mánuði eru launin því
190.000 krónur en þá á eft
tillit til orlofs o.fl. Eiríkur
eftir að búið væri að draga
lífeyrissjóðsiðgjald, orlof
væru útborguð laun um
krónur, líkt og kveðið væ
seinni samningnum.
Telur húsnæðið boð
Aðspurður hvort það
samning Eflingar að þeir
daga ólaunað frí á fjögurr
fresti, sagði Eiríkur að þett
til viðbótar við samningsb
lof. Pólverjarnir hefðu ós
því að fá þetta aukafrí ti
gætu heimsótt fjölskyldu
Póllandi. Fram hefur kom
Pólverjar sem voru við vin
uðborgarsvæðinu bjuggu
húsnæði við Hyrjarhöfða
er samþykkt sem íbúðar
Að sögn Guðmundar Hilm
hjá ASÍ sem fór þangað í
var aðbúnaður slæmur, e
Lögmaður Geymis segir ásakanir ASÍ um lö
Segir að samningurin
tilgreini útborguð lau
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is