Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 25
Í DAG, miðvikudag, mun ég sitja
fund í Brussel með fulltrúum áttatíu
ríkisstjórna og stofnana í því skyni að
lýsa með afdráttarlausum hætti stuðn-
ingi við stjórnarfarsbreytingarnar í
Írak.
Fyrir ári samþykkti Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna í ályktun 1546
tímaáætlun sem Írak var
ætlað að framfylgja með
fulltingi Sameinuðu þjóð-
anna og alþjóða-
samfélagsins. Ráðstefnan
í Brussel er gott tækifæri
til að fullvissa írösku
þjóðina um að alþjóða-
samfélagið styðji heils-
hugar kjarkmiklar til-
raunir til að endurreisa
landið og að við við-
urkennum þann árangur
sem náðst hefur þrátt fyr-
ir tröllaukna erfiðleika.
Kosningar voru haldn-
ar samkvæmt áætlun í
janúar. Þremur mánuðum
síðar tók bráðabirgða-
stjórn við völdum í um-
boði bráðabirgðaþings.
Helstu flokkar hafa byrj-
að viðræður sem miða að
því að breikka grundvöll
stjórnarinnar – ekki síst
með því að ná til sunní-
múslíma. Umtalsverður
fjöldi hópa og flokka
sunní-múslíma taka nú
þátt í samningu nýrrar
stjórnarskrár með það
fyrir augum að tryggja
hagsmuni trúarsamfélags
síns. Þeir munu taka af
fullum krafti þátt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
hana og í kosningunum
sem ráðgerðar eru í des-
ember.
Raunar náðist sam-
komulag í síðustu viku um
að stækka stjórnarskrár-
nefndina til að tryggja
fulla þátttöku samfélags
sunní-múslíma. Þetta
samkomulag, sem Sam-
einuðu þjóðirnar áttu sinn þátt í, greiðir
fyrir að allir Írakar leggi sín lóð á vog-
arskálarnar til að ný stjórnarskrá verði
samþykkt áður en fresturinn, sem er til
15. ágúst, rennur út.
Eftir því sem starfinu vindur fram
verða áreiðanlega ergilegar tafir og erf-
iðir afturkippir. En við skulum ekki
gleyma þeirri staðreynd að hvarvetna í
Írak ræða Írakar nú pólitíska framtíð
sína út frá öllum sjónarhornum.
Írakar, hvaðanæva úr samfélaginu,
hafa hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að
leggja þeim lið við að koma verkinu
áleiðis, rétt eins og við gerðum í kosn-
ingunum í janúar. Þeir hafa óskað lið-
sinnis okkar við að semja stjórnar-
skrána, undirbúa
þjóðaratkvæðagreiðsluna í október og
kosningarnar í desember auk þess að
samræma aðstoð við pólitíska þróun í
landinu, enduruppbyggingu og
þróunarsamvinnu.
Svar okkar hefur verið afdrátt-
arlaust. Við höfum komið upp farvegi
fyrir erlenda aðstoð í Bagdad, stofnað
stjórnarskárteymi og komið á virku
samstarfi við stjórnarskrárnefnd þings-
ins. Meir en 800 starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna, jafnt heimamenn sem al-
þjóðastarfsmenn, þar á meðal örygg-
issveitir, starfa nú hjá Stuðningssveit
Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Á fjölmiðlaöld er árangur oft metinn
eftir sýnileika. Þetta á ekki endilega við
um Írak. Svo samkomulagið frá því í
síðustu viku sé tekið sem dæmi, er starf
okkar þess eðlis að það verður að fara
fram í kyrrþey, fjarri myndavélum.
Hvort stuðningur Sameinuðu þjóðanna
skilar árangri veltur að verulegu leyti á
Írökum sjálfum. Þeir einir geta samið
stjórnarskrá í allra þágu. Sameinuðu
þjóðirnar hvorki vilja né geta komið í
þeirra stað. Þess gerist heldur engin
þörf því þeir eru fullfærir um að leysa
þetta verk af hendi. Þeir munu þiggja
ráð, en ákveða sjálfir hvort þeir hlíta
þeim eður ei. Hvað sem einstökum
ákvæðum stjórnarskrárinnar líður,
dugar hún skammt ef ekki tekst að
koma á friðsamlegum samskiptum á
milli hinna ýmsu samfélaga í Írak.
Sérstakur fulltrúi minn, Ashraf Qazi,
hefur það erfiða hlut-
verk með höndum að
greiða fyrir pólitískum
samskiptum allra sam-
félaga með það fyrir
augum að stjórnarfars-
breytingin nái til allra.
Starf hans felst í því að
byggja upp traust og
trúnað á milli einstakra
hópa og er lykilatriði í
ákvæðum ályktunar Ör-
yggisráðsins númer
1546 um árangursríka
stjórnarfarsbreytingu.
Þetta starf fer líka fram
í kyrrþey, fjarri kast-
ljósi fjölmiðla. Auðvitað
vilja margir ala á sund-
urþykkju ólíkra sam-
félaga og hindra lýð-
ræði, fjölræði og
stöðugleika í Írak. Þeir
vilja færa sér í nyt þá
miklu erfiðleika sem
venjulegt fólk glímir við
og hella olíu á eld reiði
og gremju almennings
og efna til blóðsúthell-
inga. Árangurinn sést á
götum Íraks á hverjum
einasta degi. Ég tel
ekki að eina svarið sé að
efla öryggi. Eigi slíkar
aðgerðir að ná árangri
verða þær að vera hluti
af heildstæðri stefnu-
mörkun í allra þágu
sem nái til stjórnarfars-
breytinga, þróun-
armála, mannréttinda
og stofnanauppbygg-
ingar með það fyrir
augum að öll írösk sam-
félög sannfærist um að
þau standi uppi sem
sigurvegarar í hinu nýja Írak. Þessu
til stuðnings verður að gera upp við
sársaukafulla fortíð Íraks sem enn er
kveikja hefndarþorsta og mun, ef
ekkert verður að gert, varpa skugga
á komandi kynslóðir. Þetta er ætíð
erfiðleikum bundið fyrir þjóðfélög á
umbreytingaskeiði en sérstaklega er
þetta vandasamt þar sem slík vargöld
ríkir eins og raun ber vitni í Írak.
Sameinuðu þjóðirnar vinna af
kappi við að styðja við bakið á stjórn-
arfarsbreytingunum jafnt innan sem
utan landsins. Þær koma að sam-
ræmingu erlendrar aðstoðar, efla
starfshæfni jafnt í íröskum ráðu-
neytum sem í frjálsum félagasam-
tökum og sjá borgurum fyrir lág-
marksþjónustu. Undir forystu
Sameinuðu þjóðanna er á hverjum
degi unnið við enduruppbyggingu
skóla, vatnshreinsibúnaðar, orkuvera
og raflína; börn eru fædd og klædd,
jarðsprengjur gerðar óvirkar og
hundruðum þúsunda flóttamanna er
hjálpað við að snúa heim, hvort held-
ur sem er frá útlöndum eða innan-
lands.
Umskiptin eru írösku þjóðinni enn
erfið og sársaukafull og enn er langt í
land og leiðin þyrnum stráð. Samein-
uðu þjóðunum er það heiður að fá að
halda þessa leið með þeim og eru
staðráðnar í að fylgja þeim á leiðar-
enda. Við teljum að með þessu séum
við ekki einungis að þjóna írösku
þjóðinni heldur öllum þjóðum enda
öllum í hag að stöðugleiki, friður og
lýðræði ríki í Írak, í hjarta Mið-
Austurlanda.
Sameinuðu
þjóðirnar í Írak –
Kraftmikið
starf í kyrrþey
Eftir Kofi A. Annan
Kofi A. Annan
’Ráðstefnan íBrussel er gott
tækifæri til að
fullvissa írösku
þjóðina um að
alþjóðasam-
félagið styðji
heilshugar
kjarkmiklar til-
raunir til að
endurreisa
landið og að við
viðurkennum
þann árangur
sem náðst hefur
þrátt fyrir tröll-
aukna erfið-
leika. ‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna.
ir öryggi í landinu hefur
ð efld innan íraska réttar-
meðal írösku lögreglunnar
Öll Norðurlöndin leggja sitt
il þessa með ólíkum hætti.
a írösk stjórnvöld fær um
orgara sína gegn hryðju-
kálmöld samtímis því að
i eru virt. Forsendur fyrir
Írak og því að aðstoð sam-
nna við endurreisn beri
að öryggismálum verði
nágrannaríkja skiptir miklu
á stöðugleika sem er for-
reisnar í Írak. Það er í
rannþjóðanna að Írak verði
og það ætti að stuðla að
á svæðinu. Norðurlönd eru
ð hvernig góð nágranna-
eitt til velmegunar og
þróun. Írak hefur alla burði
elmegun þegna sinna.
rinnar sjálfrar þarf að vera
lifa án fátæktar og kúgunar. Írak ber
einnig að fá sinn sess í samfélagi þjóð-
anna. Til að skapa slíkar aðstæður í Írak
þarf mikla þolinmæði og mikið fjármagn.
Allir sem að því verki koma, innlendir
sem erlendir, verða að axla sína ábyrgð.
Umheimurinn allur og löndin í kring
hafa ekki efni á mistökum í þessum efn-
um. Ríkisstjórnir Norðurlandanna
leggja nú þegar sinn skerf til öryggis-
mála og endurreisnar í Írak og við erum
reiðubúin til að halda áfram á þeirri
braut.
hafður að leiðarljósi við endurreisnar-
starfið. Margt er ógert og mikilla
endurbóta er þörf. Byggja þarf vatns-
veitur, leggja vegi og veita rafmagni.
Leggja þarf áherslu á menntun, atvinnu
og félagslegt öryggi. Skapa verður rétt-
lát og gagnsætt réttarríki. Góðir
stjórnarhættir og stjórnvöld sem verða
að standa fyrir máli sínu gagnvart
borgurunum eru þungamiðjan í lýð-
ræðislegri samfélagsgerð. En lýðræði
hefur aldrei fengið tækifæri til að
skjóta rótum í Írak. Það er ekki auðvelt
verk að stuðla að því og þar er þörf á
aðstoð okkar.
Nú gefst Írökum sögulegt tækifæri
til að gera Írak að frjálsu, lýðræðislegu
og sameinuðu ríki. Írakska þjóðin hefur
þjáðst nóg síðustu tuttugu árin – á með-
an stríðið við Íran stóð, undir blýþungu
oki Saddams Husseins, á árum fátæktar
og nú við erfitt öryggisástand. Það er
kominn tími til að Írakar fái að búa við
frið og öryggi, njóta mannréttinda og
Per Stig Møller,
utanríkisráðherra Danmerkur
Erkki Tuomioja,
utanríkisráðherra Finnlands
Davíð Oddsson,
utanríkisráðherra Íslands
Jan Petersen,
utanríkisráðherra Noregs
Laila Freivalds,
utanríkisráðherra Svíþjóðar
Jan Petersen Laila Freivalds Per Stig Møller on Erkki Tuomioja
nda til Íraksráðstefnu
því all-
umála-
rtingar
ílamið-
að fyr-
í gær
m 480
rvinnu.
ð á um
r verið
fi farið
t þeim
umála-
stofnun þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir þessa
menn. Þá hafi þeir verið látnir gista við aðstæður
sem uppfylli ekki ákvæði íslenskra laga. Niðurstaða
ASÍ sé sú að umrætt fyrirtæki hafi með ósvífnum
hætti brotið á þessum pólsku verkamönnum.
Haldi áfram störfum hér á landi
Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra ASÍ, leituðu Pólverjarnir til sam-
bandsins eftir að þeir urðu þess áskynja að verið
væri að brjóta rétt þeirra. Þegar þeir hefðu krafist
leiðréttingar á kjörum hefði þeim verið hótað brott-
rekstri og að þeir yrðu tafarlaust sendir aftur til
Póllands. Þau fyrirtæki sem hefðu nýtt sér starfs-
krafta mannanna hefðu gert það í góðri trú og
greitt fyrrnefndu fyrirtæki vel á annað þúsund á
tímaeiningu. Halldór segir að samningurinn sem
komið hefði í ljós stæðist enga mælikvarða.
ASÍ vinnur nú að því að fá þau fyrirtæki sem
leigðu Pólverjana til sín til að ráða þá í vinnu hjá
sér. Um leið verði öllum samningum rift sem þeir
hafi verið látnir undirrita með sviksamlegum hætti.
Halldór segir mikilvægt að tryggja að þeir fái að
starfa hér áfram til að hægt sé að sýna fram á að
það borgi sig fyrir erlenda starfsmenn að leita rétt-
ar síns.
s á fölskum forsendum
Meira á mbl.is/ítarefni
VEGNA umfjöllunar í fjöl-
miðlum í gær og fyrradag um
mál Pólverja sem hér hafa
starfað vill Efling – stéttar-
félag koma eftirfarandi stað-
reyndum á framfæri:
„Fyrirtækið sem réð starfs-
mennina til starfa, Geymir
ehf. hefur sótt um 17 atvinnu-
leyfi sem komu til umsagnar
Eflingar – stéttarfélags á
undanförnum mánuðum. Efl-
ing – stéttarfélag hafnaði at-
vinnuleyfunum. Ástæður þess
voru þær að Geymir efh. hef-
ur ekki greitt lögbundin gjöld
af starfsmönnum sínum svo
sem í lífeyrissjóð og önnur
gjöld.
Þrátt fyrir þessa afstöðu
Eflingar – stéttarfélags hefur
Vinnumálastofnun samþykkt
atvinnuleyfi til Geymis ehf.
Efling – stéttarfélag hefur oft
á undanförnum misserum
ítrekað við Vinnumálastofn-
un að virða umsagnir félags-
ins sem byggjast á vandaðri
skoðun á fyrirtækjunum áður
en til umsagnar kemur. Við
því hefur Vinnumálastofnun
ekki orðið.“
Undir þetta ritar Þórunn
H. Sveinbjörnsdóttir, 1. vara-
formaður Eflingar.
Mælti
ekki með
atvinnu-
leyfum
aun fyrir
dagvinnu-
Almennt
00 krónur
lokki sem
50 tíma á
tæplega
tir að taka
r sagði að
a frá skatt,
og fleira
m 120.000
æri á um í
ðlegt
ð stæðist
fengju 12
ra mánaða
ta væri frí
bundið or-
skað eftir
il að þeir
ur sínar í
mið að þeir
nnu á höf-
í atvinnu-
sem ekki
rhúsnæði.
marssonar
fyrradag,
engin rúm
voru í herbergjum heldur einungis
3-4 dýnur á gólfum í hverju svefn-
herbergi, baðherbergi hefði verið
mjög óhreint og óvistlegt. Í því sem
kallað væri eldhús væru gamlar raf-
magnshellur og lítill ísskápur. Þarna
bjuggu sjö Pólverjanna en hinir
voru við vinnu úti á landi. Eiríkur
sagðist ekki geta sagt um hvort
þetta væru fullnægjandi aðstæður
fyrir mennina, hann hefði ekki kom-
ið þarna sjálfur, en hann vissi til
þess að nokkrir íslenskir verkamenn
hefðu búið þarna áður en Pólverj-
arnir fluttu inn. Þá hefðu a.m.k.
sumir Pólverjanna frekar kosið að
sofa á dýnum en í rúmi. „Það er af-
staða míns umbjóðanda að þetta sé
boðlegt,“ sagði hann.
Aðspurður um ákvæði um að þeir
yrðu sendir heim ef atvinnurekandi
teldi þá ekki standa sig nægilega vel,
og þyrftu þá að greiða bæði leigu og
fargjald til Póllands, sagðist Eiríkur
ekki geta fullyrt að þetta stæðist
Eflingarsamninginn. Hann ítrekaði
á hinn bóginn að Eflingarsamning-
urinn gilti þegar hinum samningn-
um sleppti. Hið sama ætti við um or-
lofs- og veikindarétt.
Að sögn Eiríks telur forsvarsmað-
ur Geymis ekki að mennirnir hafi
leitað til ASÍ vegna óánægju með
kaup og kjör heldur tengist málið
deilu milli Geymis og fyrirtækis sem
mennirnir unnu fyrir. Að hans mati
eru fullyrðingar ASÍ um meint brot
Geymis rangar. „Það er ekki rétt að
það hafi verið samið um jafnaðar-
kaup heldur var samningurinn til út-
skýringar á fyrri samningi sem gilti
allan tímann. Það er ekki rétt að
launaseðlar hafi ekki verið gefnir út
og það er ekki rétt að Geymir hafi
svikið út atvinnuleyfin hjá Vinnu-
málastofnun,“ sagði hann. Þá hafi
Pólverjunum ekki verið hótað brott-
rekstri ef þeir gerðu uppsteyt.
ögbrot vegna 12 Pólverja vera rangar
nn
un
Morgunblaðið/ÞÖK
Sjö Pólverjanna bjuggu í þessari íbúð við Hyrjarhöfða 2. Íbúðin er í at-
vinnuhúsnæði og er ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði.