Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 27

Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 27 UMRÆÐAN PRÓFESSOR Jón Sveinbjörns- son skrifaði grein í Lesbók Morg- unblaðsins hinn 11. júní sl. sem áframhald umræðna um vissa kreppu þýðingarnefndar Biblíunn- ar, m.a. vegna breytts viðhorfs í samfélaginu almennt hvað samkyn- hneigð varðar. Það er einkum tvennt í greininni sem ég tel vert athygli um- fram annað. Hann segir: 1. „Þær upplýsingar sem þar er að finna (þ.e. Reallexikon für Antike und Christent- um) geta gefið vís- bendingar um hvaða fyrirbæri Páll postuli var að tala um. Í aug- um gyðinga voru kyn- mök tveggja karla synd og beinlínis bönnuð í lögmálinu.“ Er hér vísað til 3. Mósebókar 18:22, en þar segir: „Og eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri; það er við- urstyggð“ (sjá einnig 3M 20:13). Haft skal í huga að Páll var vel menntaður gyðingur í þeirra fræðum, enda segir próf. Jón að „ekki fer á milli mála að Páll leit á samkynhneigð mök karla sem villu“. Hugmynda- fræði gyðinga, þ.m.t. hugmynda- fræði Páls postula hvað samræði tveggja einstaklinga af sama kyni varðar, ætti því ekki að vefjast mjög fyrir þýðingarnefndinni með próf. Jón Sveinbjörnsson þar á meðal. Umræðan undanfarið hefur og sýnt að menn takast á um aðra fleti sama máls. 2. „Of nákvæm tilvísun til ákveð- inna hópa í nútímanum gæti skrum- skælt boðskapinn.“ Með þessu má skilja að bein tilvitnun í Biblíuna, sbr. 3M 18:22, gæti mögulega komið illa við einstaklinga sem leita kyn- ferðislega til eða búa með sér sam- svarandi kyni. Hér vaknar m.a. spurning um tilgang kirkjunnar sem útvörð Biblíunnar og hversu henni hefur tekist eða mistekist að koma boðskapnum á framfæri. Það hefur oftar en ekki viljað brenna við, og má reyndar skilja út frá orð- um próf. Jóns, að kirkjan beini spjótum sínum gegn skilgreindum syndara jafn ákveðið og gegn synd- inni sem slíkri. Kirkjunni er vissu- lega vandi á höndum að halda hlífi- skildi yfir skjólstæðingi sínum um leið og hún hvikar hvergi frá af- stöðu sinni gagnvart því sem hún skilur sem synd. Brotalöm kirkj- unnar í þeim efnum vefst vænt- anlega fyrir fæstum. Skilningur kirkjunnar á ábyrgð mannsins gagnvart Guði er sá, að við lifum á tíma náðar og fyrirgefn- ingar (nýi sáttmálinn) í stað tímabils lögmálsins (gamli sáttmálinn). Ekki ber samt að skilja það svo að við séum án ábyrgðar. Okkur ber að hlýða kalli Guðs í okkar eigin lífi, bæði hvað varðar hann sjálfan og meðbræður okkar, samfélagið; kalli bróðurelsku og kærleika. Eigi að síður lítur hún svo á, að viðvörunin sem gefin er í 3M 18:22, heyrir til hins gamla, aflagða kerfis, sem féll úr gildi við dauða Krists og upprisu. Það vekur á móti upp þá spurningu hvort aðrar ámóta viðvaranir séu ekki að sama skapi fallnar úr gildi, t.d. hvað varðar hegðun mannsins gagnvart dýrum: „Þú skalt og ekki eiga samlag við nokkra skepnu, svo að þú saurgist af. Né heldur skal kona standa fyrir skepnu til samræðis við hana; það er svívirðing“ (3M 18:23). Má ætla að hér gildi engin siðfræði lengur? Og eru þá viss lög um vernd dýra Guði æðri? Kirkjan játar Guð sem skapara alls. Hann skóp karl og konu, óháð hvern skilning kirkjan leggur annars í hug- takið „sköpun“. Tákn- myndin er að maður/ kona verða eitt hold og búa útaf fyrir sig (Mk 10:7). Guð líkir kirkju sinni við brúði sem bíð- ur brúgumans þegar hann í fyllingu tímans kallar hana til sín. Táknmyndin er sterk, ekki síst í Nýja testa- mentinu. Kirkjan með- tók þessa mynd í frum- kristni og hefur haldið fast í hana þrátt fyrir ýmsar ágjafir. En nú gerast þær raddir háværari, bæði innan hennar sem utan, að hún umbylti þessari táknmynd. Jafn- réttiskrafa samfélagsins um jafnt aðgengi allra þegnanna að opinber- um stofnunum, óháð kynhneigð, verður æ sterkari, sbr. nýja stefnu- mótun HÍ gegn mismunun (Mbl.13. júní, bls. 10). Kirkjan sem opinber stofnun stefnir í að fá á sig stimpil ójafnréttis, standi hún óhögguð á táknmyndinni um eingilda tákn- mynd karls og konu í hjónabandi. Að auki má ætla, að enn frekar muni þrengja að henni vegna hins nána sambands hennar við Ensku biskupakirkjuna, en sú kirkja gekk nýverið að segja má skrefið til fulls (Boston, BNA). Í Ágsborgarjátningunni segir: „Ein, heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er kennt og sakramentunum veitt rétt þjón- usta“ (Credo, Kristin trúfræði, Ein- ar Sigurbjörnsson, 1993, bls. 340). Kirkjan er samkvæmt skilgreiningu útvalin hreyfing af hálfu Guðs, hinn nýi Ísrael, það sem Drottni heyrir til (Credo, 336). Hún er kirkja tveggja heima með tilheyrandi skyldur, þ.m.t. er kristniboðstilskip- unin í Mt 28:19-20. Of nákvæm vís- an til ákveðins hóps samfélagsins telst vart skrumskæling á boð- skapnum, reynist kirkjan trú köllun sinni sem líknandi afl í samfélaginu. Skrumskælingin felst fremur í því að beina sjónum manna frá þessu grunntákni og upphefja annað sam- búðarform til jafns við það sem kirkjan skilur sem hið eina rétta út frá biblíulegum grunni. Samkynhneigðir verða því að stofna eigin fríkirkju. Kirkja í klípu Ómar Torfason fjallar um kirkjuna og samkynhneigð Ómar Torfason ’Of nákvæmvísan til ákveð- ins hóps sam- félagsins telst vart skrum- skæling á boð- skapnum …‘ Höfundur er sjúkraþjálfari. UNDIRRITAÐUR sat í sér- stökum rýnihópi sem mótaði tvær tillögur um framtíðarskipulag á Hrólfskálamel og Suðurströnd. Þátttaka mín í rýnihópnum mið- aðist einungis við að móta tillögu sem færði Seltirningum í heild mesta hagsæld. Það er mitt mat að tillaga auð- kennd með bók- stafnum H geri það. Tillagan gerir ráð fyrir að íþróttavöllur verði staðsettur á Hrólfs- kálamel í beinum tengslum við Mýrarhúsaskóla og íþróttamiðstöðina og að hófleg íbúðabyggð verði sín hvorum megin við íþróttasvæðið. Íþróttavöllurinn fyrir börn og unglinga Með því að tengja íþróttavöllinn við skólalóð Mýrarhúsaskóla og íþróttamiðstöðina eru þarfir barna og ungmenna settar í öndvegi. Fátt er foreldrum og aðstandendum barna og unglinga á Seltjarnarnesi meira virði en að grunnskólinn, íþróttamiðstöðin, tónlistarskólinn og nú íþróttavöllurinn séu á öruggu og innan sama svæðis. Samnýting íþróttavallar og íþróttamiðstöðvar eykur að auki möguleika Íþróttafélagsins Gróttu og Grunnskóla Seltjarnarness til þess að mæta þörfum barna og ung- linga fyrir hreyfingu og útivist. Lítil sem engin nýting á núver- andi vallarstæði við Suðurströnd skýrist m.a. af því að það teng- ist hvorki skóla eða íþróttamiðstöð auk þess sem núverandi völlur er mjög áveðurs. Hentugar íbúðir fyrir unga sem aldna Takmarkað land- rými á Seltjarnarnesi gerir þær kröfur til okkar Seltirninga að hámarksnýting land- svæðis sé í fyrirrúmi við ákvarðanir um skipulagsmál og landnýtingu. H-tillagan er sá kostur sem nýtir betur takmörkuð land- gæði án þess að ofgera umhverfinu á neinn hátt. Skortur á hentugum íbúðum í fjöl- býli á Seltjarnarnesi hefur orðið til þess að eldra fólk sem vill minnka við sig þarf að flytja af Seltjarnar- nesi eða að búa lengur í stóru hús- næði en því finnst æskilegt. Vegna nálægðar við þjónustu bæj- arins munu þessar íbúðir sínar hvor- um megin við íþróttasvæði bæjarins einnig henta vel fólki með börn á leikskóla og yngstu bekkjum grunn- skóla. H – Kemur í veg fyrir stöðnun Þarf að byggja meira á Sel- tjarnarnesi? Er hér ekki eitt best rekna bæjarfélag landsins? Seltirn- ingum hefur fækkað undanfarin ár og mun fækka enn meir að óbreyttu. Skólahúsnæðið verður vannýtt án þess að kostnaður minnki. Lífeyris- þegum mun fjölga meira á Sel- tjarnarnesi en á höfuðborgarsvæð- inu. Tekjur sveitarfélagsins á íbúa munu lækka á sama tíma og þörf aldraðra fyrir félagslega þjónustu eykst. Óbreytt ástand leiðir til stöðnunar og síðar hnignunar. Vilj- um við viðhalda velferðinni á Sel- tjarnarnesi þá þarf að fjölga íbúðum. H-tillagan er sá kostur sem felur í sér fleiri íbúðir af þeirri stærð sem skortir hvað mest á Seltjarnarnesi. Seltirningar – Kjósum öll Skipulagsmál eiga fyrst og fremst að snúast um staðsetningu mann- virkja og nýtingu fólks á þeim. Það er meginkostur H-tillögunnar. Þeg- ar horft er til framtíðar skiptir miklu að Seltirningar veiti H-tillögunni af- gerandi stuðning á laugardaginn. H – Hagur allra Seltirninga Halldór Árnason fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Skipulagsmál eigafyrst og fremst að snú- ast um staðsetningu mannvirkja og nýtingu fólks á þeim.‘ Halldór Árnason Höfundur er skrifstofustjóri og áhugamaður um bætta velferð Sel- tirninga. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðis- þróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauð- synlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Sker- um upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar MORGUNBLAÐIÐ hefur komið sér upp þeim leiða ávana að láta fólk finna fyrir sér í Staksteinum og eru tilefnin margvísleg. Á mánu- daginn fékk ég minn skammt. Til- efnið var að blaðamað- ur Morgunblaðsins hafði ekki fengið þau svör frá mér sem blaðinu þóknaðist. Þessi framganga rit- stjórnar blaðsins hlýt- ur að setja blaðamenn í einkennilega stöðu. Mega viðmælendur blaðsins eiga von á því að líki ritstjórninni ekki þau svör sem blaðamenn fá við fréttaskrif sín, svari ritstjórnin með útúr- snúningum og skætingi? Tilefni Staksteina var að ég skyldi ekki vera tilbúin að tjá mig efnislega um nýfallinn úrskurð Samkeppnisstofn- unar. Það er leitt til þess að vita að Morgunblaðið skuli ekki skilja að ráðherra, sem fer með málefni eftirlitsstofnana og skipar m.a. stjórnir þeirra, skuli ekki tjá sig efnislega um einstök mál. Liggur það virkilega ekki í augum uppi að slík afskipti ráðherra myndu setja eftirlitsstofnanir í erfiða stöðu og án vafa draga sjálfstæði þeirra í efa? Það er kannski ekki seinna vænna að fara yfir það með Morgunblaðinu hvaða fyrirkomulag hefur ríkt hér á landi sl. 15 ár hvað varðar eftirlit á samkeppnismark- aði. Það eru nefnilega bara örfáir dagar þangað til því fyrirkomulagi verður breytt. Miðað við það sem fram kemur í Staksteinum er lítill skilningur á því að þörf sé fyrir sjálfstæði eftirlitsstofnana. Það er hins vegar skilningur á því að eft- irlitsstofnanir séu mikilvægar. Það er mjög gott að vita. Á sl. 10–15 árum hefur orðið mikil breyting á viðskiptalífi okkar og hafa stjórnmálamenn sífellt minni afskipti af því. Við erum hluti af innri markaði Evrópusam- bandsins með aðild okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu og þar ríkir frelsi í viðskiptum. Það er hlutverk löggjafans að setja almennar reglur en það er hlutverk eftirlitsstofnana að sjá til þess að eftir lögum sé far- ið. Í tíð minni sem við- skiptaráðherra hef ég lagt áherslu á sjálf- stæði eftirlitsstofnana, sem undir við- skiptaráðuneytið heyra, þ.e. Samkeppn- isstofnun og Fjármála- eftirlitið. Mér hefur fundist að stjórn- arandstaðan sé u.þ.b. að skilja þetta fyrir ut- an það að einstaka þingmenn Samfylking- arinnar beina alltaf annað slagið fyrir- spurnum til mín þar sem þeir spyrja hvort ég geti ekki beint einu og öðru til þessara stofnana. En hvað þýðir þá sjálfstæði eftir- litsstofnana? Það þýðir að ráðherra hefur ekki afskipti af því sem þar er komist að niðurstöðu um. Þannig er engin hætta á pólitískum áhrif- um heldur er einungis horft á mál út frá faglegum sjónarmiðum. Það fyrirkomulag sem gilt hefur sl. 15 ár á sviði samkeppnismála er á þann veg að viðskiptaráðherra skipar 5 manna samkeppnisráð, sem tekur meginþorra ákvarðana á lægra stjórnsýslustigi. Forstjóri hefur beint ráðningarsamband við ráðherra, þ.e. ráðherra skipar hann. Þessar reglur eru skýrar. Eftir 1. júlí nk. hefjast nýir og breyttir tímar. Þá taka ný sam- keppnislög gildi sem kveða á um að Samkeppnisstofnun verði lögð nið- ur og að ný stofnun, Samkeppnis- eftirlit, verði sett á laggirnar. Sjálf- stæði hennar verður enn meira en sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, þar sem stofnunin sjálf er ábyrg fyrir ákvörðunartöku á lægra stjórnsýslustigi og forstjóri er ráð- inn af þriggja manna stjórn, skip- aðri af viðskiptaráðherra. Sam- keppniseftirlitið hefur afmarkaðari viðfangsefni á sinni könnu en Sam- keppnisstofnun hefur nú og mun einbeita sér að eftirliti með sam- keppnishömlum. Milljónatugum verður varið til viðbótar til mála- flokksins. Það hefur vissulega oft verið sér- kennilegt að vera í þeirri stöðu að vera í raun eini þingmaðurinn sem ekki hefur getað tjáð sig með af- gerandi hætti um mál sem til um- fjöllunar eru hjá eftirlitsstofnunum sem heyra undir iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið. Ég mun samt sem áður ekki láta af þeirri stefnu minni að skipta mér ekki af ein- stökum málum sem undir verksvið eftirlitsstofnana heyra, enda að mínu mati slíkt alger forsenda þess að traust geti ríkt í þeirra garð. Þarf sjálfstæðar eftirlitsstofnanir? Valgerður Sverrisdóttir fjallar um Staksteina ’Það er kannski ekkiseinna vænna að fara yf- ir það með Morgun- blaðinu hvaða fyrir- komulag hefur ríkt hér á landi sl. 15 ár hvað varðar eftirlit á sam- keppnismarkaði. ‘ Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er viðskiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.