Morgunblaðið - 22.06.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 33
Verkfræðingur —
Tæknifræðingur
Verkfræðistofa í Reykjavík óskar eftir að ráða
verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við
hönnun burðarvirkja.
Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á
box@mbl.is merktar: „VT — 17284“ fyrir 26. júní
nk. Allar upplýsingar skoðast sem trúnaðarmál.
Utanríkisráðuneytið
Íslenska friðargæslan
Íslenska friðargæslan leitar eftir verkfræðingi
til starfa í Suður-Súdan við vega- og brúarsmíð
í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu
þjóðanna. Viðkomandi verður staðsettur í
Nairobi, Kenía, með tíðum ferðum til Súdan.
Starfssvið viðkomandi verður
m.a. eftirfarandi:
Hafa eftirlit með verktökum við gerð vega
og brúa í Suður-Súdan.
Ráðgjöf vegna útboða.
Meta verkþætti er lúta að vega- og brúar-
smíði, frárennslum og lendingarstöðum
flugvéla og útbúa skýrslur og tillögur til
úrbóta eftir atvikum.
Framkvæma gæðamat, úttektir á verkefnum,
aðstoða við áætlanagerð.
Stjórna áætlanagerð og framkvæmd
viðhaldsverkefna.
Vera tengill við stjórnvöld, stuðningsaðila
og þjónustuaðila WFP í Súdan, þ.á m. vegna
jarðsprengjueyðinga.
Viðkomandi þarf að hafa:
Háskólapróf í verkfræði.
Reynslu af vega- og brúarsmíð. Reynsla í
stjórnun verkefna æskileg.
Góða kunnáttu í munnlegri og skriflegri
ensku ásamt einu öðru erlendu tungumáli.
Þægilegan og öruggan tjáningarmáta.
Góða tölvukunnáttu. Þarf að kunna skil á
MAPINFO og ARCVIEW.
Geta notað FIDIC og útbúið útboðsgögn.
Geta notað GPS.
Vera sveigjanlegur, forsjáll og geta unnið
við krefjandi aðstæður í stærri og smærri
hópum.
Óflekkað mannorð.
Ráðið verður í þessa stöðu til sex mánaða með
möguleika á framlengingu. Launakjör og orlof
eru samkvæmt launakerfi íslensku friðar-
gæslunnar. Góðar tryggingar í boði.
Umsóknarfrestur er 30. júní 2005.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem
fyrst. Umsóknareyðublöð fást í utanríkisráðu-
neytinu og á heimasíðu ráðuneytisins.
Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu friðar-
gæslunnar, Þverholti 14, 3. hæð, s. 545 7972,
eða með tölvupósti; fridargaesla@utn.stjr.is .
Vinsamlegast leggið með ferilskrá.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni.
Í íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar-
gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 250 einstaklingar
sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista. Umsjón með
Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar skrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins.
Tískuvöruverslunin NÆS CONNECTION
óskar eftir starfskrafti
Lífleg og sjálfstæð, snyrtileg og stundvís,
30 ára og eldri.
Vinnutími 14-18 aðra vikuna og hina 11-18 og
annar hver laugardagur.
Umsóknir sendist til augl.deildar Mbl. eða á
box@mbl.is merktar: „T — 17277“.
Sölumaður fasteigna
Öflug og rótgróin fasteignasala á höfuðborgar-
svæðinu óskar eftir að ráða harðduglegan sölu-
mann/-konu til starfa nú þegar. Árangurstengd
laun og góð starfsaðstaða. Æskilegt er að við-
komandi hafi löggildingu í fasteignasölu.
Mögulegt er að bíða eftir rétta aðilanum og farið
verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga-
deildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 25. júní
nk., merktar: „F — 47279.“
Rekstrarstjórn
í saltfiskverkun
Rekstrarstjóri óskast fyrir saltfiskverkun úti
á landi. Viðkomandi hafi tæknimenntun í
fiskvinnslu/vélskóla/iðnaði/ auk annarrar
menntunar og reynslu.
Gott tækifæri fyrir áhugasaman einstakling.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi upplýsingar til
augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar:
„Gott tækifæri — 06-2005.“
Framtíðarstörf
Baader Ísland ehf. óskar að
ráða starfsfólk.
Við leitum helst að rennismiðum, vélvirkjum
og vélsmiðum.
Skriflegar umsóknir sendist í pósti til okkar á
Hafnarbraut 25, Kópavogi.
Bílstjóri
með meirapróf
Vantar mann til starfa á flutningabíl hjá Fóður-
blöndunni hf. Skilyrði er að umsækjandi hafi
meirapróf. Reynsla æskileg.
Mikilvægt að hann geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur lagerstjóri í síma 864 0115,
sem einnig tekur á móti skriflegum umsóknum.
Í umsókn komi m.a. fram upplýsingar um
fyrri störf.
Umsóknir sendist á netfangið runar@fodur.is
eða í pósti á neðangreint heimilsfang.
Fóðurblandan hf.,
Korngörðum 12,
104 Reykjavík.
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
FRÁ DIGRANESSKÓLA
• Vegna forfalla vantar umsjónarkennara
að Digranesskóla á komandi skólaári.
Meðal kennslugreina: Umsjónarkennsla
í 6. bekk ásamt íslensku á elsta stigi.
Laun skv. kjarasamningum KÍ og Launanefndar
sveitarfélaga.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um
starfið.
Upplýsingar gefur
skólastjóri í
síma 554 0290
eða 868 4239.
Starfsmannastjóri
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Vegur um Arnkötludal og
Gautsdal í Hólmavíkur-
hreppi og Reykhólahreppi
Mat á umhverfisáhrifum —
athugun Skipulagsstofnunar
Leið ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulags-
stofnunar matsskýrslu um lagningu vegar um
Arnkötludal og Gautsdal í Hólmavíkur- og
Reykhólahreppum.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 22. júní til 3. ágúst
2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum
Hólmavíkurhrepps og Reykhólahrepps, í Þjóð-
arbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Mats-
skýrslan er aðgengileg á heimasíðum Leiðar
ehf. og Náttúrustofu Vestfjarða: www. leid.is
og www. nave.is.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
3. ágúst 2005 til Skipulagsstofnunar, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur
nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif-
um.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrif-
um, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Fyrirtæki
Gott tækifæri
Til sölu af sérstökum ástæðum ný og glæsileg
verslun fyrir skyndibitamat og íssölu. Einstak-
lega góð framlegð. Öll tæki ný og allar innrétt-
ingar. Kaffiaðstaða og sæti fyrir marga. Stórt
hverfi, mikill fjöldi fólks í nágrenninu og heilsu-
ræktarstöðvar. Þúsundir manna. Frábært tæki-
færi og verðið svo sanngjarnt að þú verður
að koma til okkar og heyra okkur segja það til
að trúa því.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Ávallt mikið úrval af góðum fyrirtækjum
fyrirtaeki.is
Bergur Guðnason hdl. og lögg. fastsali.